Dagblaðið - 24.09.1979, Page 13

Dagblaðið - 24.09.1979, Page 13
Leiklist Bíldshöfða 20 - S.,81410 - 81199 Sýningahöllin - Ártúnshöföa DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979. Aumingja stelpurnar Leikfólag Reykjavikur: KVARTETT eftir Pam Gems Sjónleikur Þýðandi: Silja Aóalsteinsdóttir Leikstjórn: Guðrún Ásmundsdóttir Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir Loiktónar: Gunnar Reynir Svoinsson Lýsing: Daníel Williamsson Eins og hundrað þúsund önnur leikrit, sögur, bíómyndir fjallar Kvartett, nýja sýning Leikfélags Reykjavíkur, um ungar konur, til- finningamál og ástir, hjúskap. En nú fer ekki allt á bestu leið í brúðarsæng að lokum eins og löngum hefur vel gefist i sögum. Þvert á móti. Það fer verr en skyldi. Þvi að Pam Gems er eins og vænta mátti að yrkja í alvöru, reifa vandamál, lýsa enn einu sjónar horni á stöðu og hagi kvenna, frjáls- borinnar nútímakonu i þjóðfélagi okkar daga. Og þótt segja megi að hún fleyti léttilega kerlingar (afsakið orðið, kvenfrelsiskonur!) eftir sínum alvörugefnu umtalsefnum fram eflir öllum leik, þá er ekki hinu að neita að hún brýnir þau í bitran odd i leiks- lokin. Stúlkurnar fjórar i Ieiknum, Fish og Stas og Dusa og Vi, hver af sinni sortinni, búa allar saman i ibúð, dálitið eins og i sögu eftir Snjólaugu Bragadóttur. Leikurinn gerist allur þar í ibúðinni. Þvi er það ekki nema raunsæislegl að láta unga og föngulega leikkonu, Ragnheiði Stein- dórsdóttur í þessu tilfelli. gera i þ\i að afklæðast á sviðinu. Og i raunsæisins heilaga nafni má lika láta þær stöllur tala ansi bcrt og gróft unt cinkamál sin og ástalif. Meira unt þaðrétt strax. Stúlkurnar fjórar eru allar ungar og frískar, þrátt fyrir það sem á móti blæs. Og eins og ungra stúlkna er háttur bæði í sögum og lcikritum brcgða þær líka á gáska, leik og ærsl öðru hverju í sýningunni. En aðallcga eru þær samt í rusli, sitt með hverju mótinu. Dusa var gift og gekk upp í þvi, en maðurinn varð skotinn i annarri og skildi við hana. Þegar henni eru dæmd yfirráð yfir börnunum stingur hann af með þau til Marokkó og Argentinu. Það rætist nú úr þvi i leiknum, hvað scm vcrður um Dusu síðan. Verr fer fyrir Fish sem gekk i kontmaflokk með kærastanum og fór að garfa i pólitik. En honum lcist ekki á blikuna þegar henni fór að serða betur ágengt í pólitikinni en sjálfum honum, fékk sér þá aðra, giftist henni og gerði strax ójétta. Og Fish getur ekki án hans verið, fyrir henni var ástin og hugsjónin eitt. Vi er öll i rtisli, snarklikkuð og geng- úr á lyfjum, bótt hún sé lika um leið voða skrýlin og sæt. Stas er staffírugusi af þeim stöllum, iðkar bæði vændi og þjófnað meðfram starfi sinu við einhvers konar hjúkrun, ætlar sér að kornast til Havai að læra sjávarliffræði, og tekst það. Hún er i rusli samt, kannski út af lifnaðarháttum sinum, kannski einhverju sem glataðist henni í æskunni. Aumingja stelpurnar! Uppistaðan i leiknum er frá- sagnarefnið af Dusu og Fish og af- drifum þeirra. Og þótt kvenfrelsis- málin séu að verða eins og dálítið slitin af allri umræðunni og að sönnu nokkuð létt og flysjungslega á þcim tekið í þessum leik, tekst að lokum að gera alvöru efnisins ljósa, að líf er i tafli í leiknum. Dauðinn er alvara. Á sinn léttilega máta fjallar Kvartett um ósættanlegar andstæður i lífi kvennanna sem hann lýsir. átök ólikra kvengerva eða hlulvcrka um lif þcirra. kvenhefðar og frclsi'kröfu scnt ekki tekst að sætta og samræma. Ragnheiður Steindórsdóttir og Hanna María Karlsdóttir í hlutverkum sínunt í leikritinu Kvartctt. Og lcikurinn cr ásjálegur i Iðnó i sviðsetningu Guðrunat Asmunds- dóttur, og gaman að sjá-ný andlil á sviðinu. Allt á litið held ég að tekist hafi furðu mikið jafnræði mcð þeim stöllum í leiknum og jafnvægi gamans og alvöru í meðferð efnisins. Sigrún Valbergsdóttir átti að sönnu erfitt í Castro-gervinu pólitíska en kom að öðru leyti vel fyrir i hlutverki hinnar næmlyndu Fish. Hanna María Karlsdóttir bar heilmikinn þokka í klikkaða litla skoffínið, Vi. Guðrún Alfreðsdóttir, sem ekki hefur sést á sviði nokkur ár, lýsli Dusu heima- konu einkar trúvcrðuglega. En að sönnu sópaði mest að Ragnheiði Steindórsdóttur í hlutverki hinnar framsæknu gleðikonu, Stas. Og sýningin er sannarlega sinnar kvöld- stundar virði. En tvö álitaefni að lokum. Eins og nærri má geta veit ég ekki glöggt hvcrnig ungar stúlkur tala um „feimnismál”, sem svo voru eitt sinn nefnd, sín i milli. Þýðing Silju Að.ilsteinsdóttur heyrðist mér á reip enn.'tndi máli — en er orðafar eins og ,,tussa”, tittlingur", „riða” og annað slíkt virkilcga trúverðugt mal i munni kvenna af því tagi sem leikurinn lýsir, greindra og mcnntaðra miðstéttarkvenna á þritugsaldri? Ef ekki, hvernig tala þær þá um þessa hluti i sinn hóp? Það er auðvitað prýðilegt að höfund- ur/þýðandi sé frir af sér i tali, en merking leiksins held ég velti mest á þvi hve trúverðuglegar persónur og atburðir hans vcrða á sviðinu. Og það var að fleira leyti en þessu nokkuð löng seiling til kvennanna eða kannski öllu heldur „kven- gerðanna” í Kvartetti. Á sama máta má mætavel hugsa sér alveg raunsæislega sviðsmynd um leikinn. Samt mátti vel una við lcik- mynd Guðrúnar Svövu Svars- dóttur, alla i bláu, með sinum stóru stinnu trjábolum og hjúfrandi slæðum. En ekki grynnti ég í mynda- sýningu á tjöldum við sviðsbrún, myndum og myndbrotum cftir „nýrealista” eða „nýsúrrealista” að mér sýndist. Var kannski lagt einum of i umferð leiksins að þessu leyti og með hinum margbrotnu „leik- tónum” Gunnars Reynis Sveins- sonar? Augljóslega riður mest á þvi (afsakið orðið, ó teprulcgu lesendur) að frásagnar- og umræðuefnið kom- ist ótruflað fram i þessum leik og sýningu. Og vel að merkja: orðið „leiktónar”. Það er orðin brýn þörf á nothæfu orði fyrir tónlistarívaf í leik og ýmislega hljóð-cffckta sent nú tiðkast í vaxandi mæli á sýningum. Tegund N 14/401 á myndinni mœlist: Höföagafl mesta breidd: 252 cm Rúmið mesta lengd: 225 cm Svefnpláss 2 dýnur: 75 cm x 200 cm 1 verzlun okkar á 2. hœð Sýningahallarinnar eru — ar þetta er skrifað — nákvœmlega 72 (sjötíu og mismunandi gerðir svefnherbergissetta uppsettar. Komdu og skoðaðu þetta miklaúrval LAjV DSMÓjXI jsta Þeir sem ekki komast í bceinn HRINGJA eða SKRIFA LITIR: Ljós viður + brúnt rúskinn Dökkur viður + rauðleitt rúskinn Venjuleg afborgunarkjör: 20% út, rest á 5 mán. RÚMINU FYLGIR: klukkuútvarp, tvær dýnur, rúmteppi, snyrtiborð, stólkollur, 2 lampar.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.