Dagblaðið - 24.09.1979, Síða 31
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 24. SEPTEMBER 1979.
31
Sjónvarp
»
\ t--------------------
BOGINN—útvarp kl. 17,20:
c
Útvarp
MIDDEGISSAGAN - útvarp kl. 14.30:
ERLENDIR LÆKNAR
Á FERD UM ÍSLAND
t--------------------------
LEIKRIT - sjónvarp kl. 21.05:
„Þessir þættir segja frá komu
fjögurra erlendra lækna hingað ti!
lands árið 1895. Þeir voru frá
Englandi, Frakklandi, Þýzkalandi og
Danmörku. Það var danski læknirinn
Edvard Lauritz Ehlers sem skrifaði
þættina. Hann var heimsfrægur fyrir
rannsóknir sínar á holdsveiki og reisti
t.d. holdsveikisjúkrahús í Laugarnesi,”
sagði Kjartan Ragnars stjórnarráðslull-
trúi, er hann var inntur eftir miðdegis-
sögunni í dag í útvarpi.
„Edvard Ehlers var fyrirliði
læknanna í þessari ferð sem átti að vera
skemmtiferð en var öðrum þræði til að
kynnast holdsveiki á Islandi. Þeir
ferðuðust um landið og heimsóttu
sveitabæi. Edvard Ehlers hafði komið
hér áður, árið 1894. Hann skrifaði
mikið af ritum og gaf m.a. út
alþjóðlegt tímarit, Lepra, sem þýðir
holdsveiki. Einnig skrifaði hann mikið
um vændi og kynsjúkdóma,” sagði
Kjartan Ragnars ennfremur.
Fyrsti hluti ferðaþátta læknanna er
í dag eins og áður er sagt, en alls
verða þættirnir þrír. Það er Kjartan
Ragnars sjálfur sem þýtt hefur söguna.
-ELA.
Kjartan Ragnars stjórnarráösfulltrúi
les þýðingu sina á þáttum eftir dr.
Edvard Lauritz Ehlers í miðdegissögu í
dag, þriðjudag og miðvikudag.
____________________________________;
-----------------------------------'i
Úr myndinni Sérvitringar í sumarleyfi. Roger Sioman og
Alison Steadman í hlutverkum stnum.
SERVITRINGAR
ÍSUMARLEYFI
Sérvitringar í sumarleyfi nefnist
brezkt sjónvarpsleikrit, gert af Mike
Leigh, sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl.
21.05.
Leikritið fjallar um mann nokkurn
sem talinn er mjög sérvitur. Hann fer í
tjaldútilegu með konu sinni. Maðurinn
er jurtaæta og allt sem hann gerir er
V_______________________________________
mjög nákvæmt, og eru hugmyndir hans
á allt öðru plani en hjá venjulegu fólki.
A tjaldsvæðinu, þar sem hjónin
koma sér fyrir, gilda mjög strangar
reglur sem koma ekki alveg heim og
saman við þær hugmyndir' sem
maðurinn hafði gert sér. í leikritinu,
sem er í léttum dúr, er verið að sýna
fram á að sérvitringurinn er smá-
skrýtinn.
Með aðalhlutverk fara Roger
Sloman og Alison Steadman. Leikritið
er einnar klukkustundar og tuttugu
mínútna langt og er þýðandi Heba
J úlíu sdóttir.
-ELA.
__________________________________/
SKYNDIIMYNDIR
Vandaöar litmyndir
i öll skírteini.
bama&fjölskyldu-
Ijósmyndir
AUSTURSTRÆTI 6
SIMI 12644
„Falleg og
hlýleg saga”
—segir þýðandinn, Gunnar Stefánsson
„Þessi saga er eftir sænskumælandi
Finna, Bo Carpelan, sem er á sextugs-
aldri. Hann er þekktur og
viðurkenndur í sínu heimalandi, þó
einna helzt sem Ijóðskáld. Bo Carpelan
fékk bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs árið 1977. Hann hefur einn-
ig skrifað nokkrar skáldsögur fyrir
unglinga og er þessi saga, Boginn, ein
þeirra, þó hún hæfi jafnt fyrir
fullorðna,” sagði Gunnar Stefánsson,
en hann les þýðingu sína á sögunni í út-
varpi i dag kl. 17.20.
„Sagan segir frá 11 ára dreng,
Jóhanni, sem býr i skerjagarðinum.
Sagan lýsir aðallega samskiptum hans
við eldri dreng, sem er andlega
þroskaheftur, hvemig vináttu þessara
drengja er háttað og hvernig sá yngri
lærir að umgangast vangefið barn.
Móðir Jóhanns og fleira fólk kemur
einnig við sögu,” sagði Gunnar.
„Á næsta ári hef ég hugsað mér að
þýða framhald þessarar bókar en þar
segir frá því þegar Jóhann flyzl til
höfuðborgarinnar. Bókin Boginn er
falleg og hlýlega skrifuð og ég vil undir-
strika að hún er bæði fyrir unglinga og
fullorðna.”
V___________________________________
-ELA.
Gunnar Stefánsson les þýðingu sina á
sögunni Boganum i útvarpi i dag og er
það fimmti lestur.
DB-mynd Árni Páll.
Það er fimmti lestur sögunnar, sem
Gunnar les i dag, og er sjötti lestur á
morgun. Lesturinn tekur fjörutíu
mínútur.
Rrtyllw M«wHl«l
OPID
KL. 9-9
mftunum.
kllaiMI a.ai.k. é kvöldia
'HIjOMÚÁVTXITR
HAFNARSTRÆTI Simi 12717
Ti/sö/u
BMW 528 automatic árg. '77
BMW 520 árg. '77
BMW 30 (De luxe) automatic árg. '75
Renault 20 TL árg. '77
Renault 16 TL árg. '76
Renault 12 TL árg. '77
Renault 12 TL árg. '73
Renault 6 TL árg. '73
Renault 5 TL árg. '75
Renault 4 Van árg. '74 og '76
Reunault 4 Van F6 árg. '77,78 og '79.
Opið laugardaga kl. 1—6.
Kristinn Guðnason hf.
bifreiða- og varahlutaverzlun,
Suðuriandsbraut 20, sími 86633.