Dagblaðið - 12.10.1979, Qupperneq 24
Síldarvinnslan Neskaupstað:
SJOTIU KONUR GENGU
ÚT ÚR FRYSTIHÚSINU
—vegna dánægju með störf eftirlitskonu—Krefjast |æss að eftirlitskonan
verðifærðtilístarfi
Mikil óánægja ríkir nú í frystihúsi
Síldarvinnslunnar á Neskaupstað
meðstörf eftirlitskonu i frystihúsinu.
Upp úr sauð í fyrradag er sjötíu
konur gengu út úr húsinu og kröfðust
þess að konan væri færð til i starfi.
Stella Steinþórsdóttir, trúnaðar-
maður í frystihúsinu, sagði í morgun
að sáttafundir hefðu verið i gær og
greidd atkvæði um sáttatillögu for-
stjóra og verkstjóra þess efnis að
eftirlitskonan fengi vikufrest til þess
að bæta sín vinnubrögð. Sú sátta-
tillaga var felld í morgun.
Stella sagði að eftirlitskonan hefði
unnið þarna á annað ár og ylli hún
ófriðarástandi og streitu meðal fólks-
ins. Erfitt væri að grípa á þessu máli.
þar sem það væri frekar sálfræðilegt
en að konan hefði brotið samninga.
Konan væri erfið í daglegum sam-
skiptum og færi jafnvel út fyrir sitt
starfsvið og hefði slæmt móralskt
ástand grafið um sig.
Unnið var i frystihúsinu í gær og
gert er ráð fyrir vinnu í dag, en óvíst
er hvað gerist á morgun eða mánudag
ef ekki verða breytingar á sem starfs-
fólkið sættir sig við.
Þrátt fyrir itrekaðar tilraunir í
morgun náðist ekki í Ólaf Gunnars-
son framkvæmdastjóra Síldarvinnsl-
unnar, en Þórður Þórðarsson skrif-
stofustjóri sagðist ekkert hafa um
málið að segja.
-JH
DB-mvnd Bjarnleifur.
Steypubílaævintýrí á Bústaöavegi
Harkaíkosninguí
skemmtinefnd MH:
Rændubæði
kosninga-
stjóraog
kjörkassa
„Þeir ruddust inn fjórir grímu-
klæddir, réðust á kjörstjórann, drógu
hann á brott og í leiðinni gripu þeir
með sér kjörkassann.” — Frásögn frá
Suður-Ameríku? Nei ekki aldeilis þetta
gerðist um hábjartan dag i Mennta-
skólanum við Hamrahlíð í gær. Þar var
verið að kjósa i skemmtinefnd
nemendafélagsins og einhverjir and-
stæðingar kosninganna gripu til þessa
ráðs rétt fyrir hádegi.
Síðast sást til kjörstjóran-. (sýslu-
mannssonar af Suðurlandi og sumar-
al mgamannsí lögreglunni) þar sem
ha,.., gat enga björg sér veitt keflaður á
valdi hinna grímuklæddu ræningja.
Var honum og kjörkassanum hent inn í,
Lödubifreið með G-númeri sem síðan
þaut á brott.
Málið leystist þó farsællega þvi
kosningastjórinn slapp úr prísundinni
og með kjörkassann skömmu siðar.
Var honum ekið suður fyrir álverið í
Straumsvík. Kom hann aftur í Hamra-
hlíðarskólann um klukkan þrjú í gær.
Samkvæmt heimildum DB voru hér
á ferð „anarkistar” sem algjörlega eru
andvígir kosningum i nefndir og ráð.
Væntanlega verður kosið aftur i
skemmtinet'nd skólans innan tíðar.
Óvenjulegt steypubilaævintýri átti
sér stað í hádeginu í gær á mótum
Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. 50
tonna steypubíll hvolfdi í tengibeygju
gatnanna og varð það að stórmáli að
koma honum á hjólin aftur. Til þess
þurfti tvo heljarmikla krana og
annan steypubíl og var þá á mörkun-
um að tækjum þessum lukkaðist að
reisa hinn fallna við.
Ökumaður steypubilsins segir í
skýrslu að bíllinn hafi í beygjunni
skyndilega sigið á hliðina. Kveðst
hann hafa verið á hægri ferð.
Vegsummerki og sjálfur bíllinn gefa
þó vart annað til kynna en of mikinn
hraða í beygjunni. Ökumaður stóra
bilsins og farþegi hahs — 1—2
mánaða gamall hvolpur — sluppu
ómeiddir, en bíllinn er mikið
skemmdur þó ökufær væri. -A.St
Irjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER1979.
„Hlerunarmálið” í
sendiráðinu íMoskvu:
Engir hljóð-
nemar í
bifreiðinni
— segir utanríkisráðu-
- neytið sem fékk
skýrslu frá Moskvu
„Frásagnir um hlerunartæki í bif-
reið islenzka sendiráðsritarans i
Moskvu eru mjög málum blandnar og
samkvæmt skýrslu, sem okkur barst
um málið í gær frá Moskvu, hefur í frá-
sögnum um það ekki verið rétt haft
eftir Sigríði Snævarr sendiráðsritara,”
sagði Þorsteinn Ingólfsson deildar-
stjóri í utanríkisráðuneytinu í viðtali
við DB.
„Sá aðili, Óli Örn Andreassen kvik-
myndagerðarmaður, sem samkvæmt.
frásögn Morgunblaðsins í gær telur sig
hafa fundið leiðslur og hljóðnema í bif-
reið sendiráðsritarans ruglar
væntanlega saman hugsanlegu innbroti
í bifreiðina í ágúst síðastliðnum. Hið
eina sem ljóst er i málinu er að svo
virðist sem brotizt hafi verið inn í hana
og hrifsað í þræði að útvarpi og einnig
eitthvað átt við vindlakveikjarann,”
sagði Þorsteinn Ingólfsson ennfremur.
_____________________-ÓG.
Stef na að
heimsmeist-
aratitlinum
íslenzka landsliðið í skák í flokki 16
ára og yngri hélt utan í morgun til þátj-
töku i fyrstu heimsmeistarakeppni
unglingsveita.
Keppnin hefst i Viborg í Danmörku
á sunnudag og eru þátttökuþjóðirnar
20 talsins. íslenzka sveitin er mjög vel
skipuð og ætlar sér ekkert nema sigurá
mótinu. Á 1. borði teflir Jóhann
Hjartarson, margreyndur í keppni á
erlendri grund og á 3 efstu borðunum
eru piltar sem teflt hafa i landsliðs-
flokki.
Búizt er við að baráttan um 1. sætið
standi einkum milli Englands,
Hollands, Júgóslavíu og V-Þýzkalands
auk íslands. -GAJ-
Síðasti
ríkisráðsfundurinn:
„Þeir spáðu
sorta...”
„Heyrðir þú veðurfréttir í morgun?
Þeir spáðu sorta í suðvestri,” sagði
Hjörleifur Guttormsson við Kjartan
Jóhannsson fyrir rikisráðsfundinn í
morgun.
„Ertu búinn að fá vinnu sem dyra-
vörður, Hjörleifur?” spurði Stein-
grímur, þegar hann mætti í Stjórnar-
ráðið.
Þeir ráðherrar (nú fyrrverandi) voru
hressir í bragði þegar þeir mættu í
siðasta sinn á rikisráðsfund. Sumir
koma kannski aftur með nýjum
herrum. Hver veit. -ARH
-OG.
Sá sem hefur það bezt meðal skólatannlæknanna í Reykjavík:
113.500 KR. Á DAG
30 MILU. í ÁRSLAUN
—„hálf sdags”-tannlæknamir vinna þó oft ekki nema þrjá tíma á dag
Gert er ráð fyrir því i fjárhags-
áætlun Reykjavíkurborgar að laun
tannlækna er starfa við skólana i
Reykjavík verði 600 milljónir króna
á þessu ári. Ef þeirri upphæð er deilt
með 25 sem er taJa starfandi
tannlækna við skólatannlækningarn-
ar kemur út talan 24 milljónir króna í
laun til tannlæknis að jafnaði.
Af skýrslu sem Jón Aðalsteinn
Jónasson fulltrúi Framsóknar í
heilbrigðisráði hefur tekið saman um
laun skólatannlækna og nær
yfir janúar 1979—apríl ’79 og síðan
júní og júlimánuð sama ár koma
ýmsar athyglisverðar launatölur í
ljós.
Hæstum daglaunum á þessu tíma-
bili náði kventannlæknir einn. Dag-
launin voru 155.180. Meðaldaglaun
hennar samkvæmt úttekt Jóns
Aðalsteins reyndust 94.788 á sex
mánaða tímabili. Mánaðarlaun
þessa tannlæknis verða því 2.085.336
krónur og ef áfram heldur sem horfir
verða árslaunin rúmlega 25 milljónir
króna.
Kventannlæknirinn sem nær
hæsta dagkaupinu á þó ekki launa-
metið meðal tannlækna Reykjavíkur-
borgar. Sá sem hæst kemst hefur
mest náð 135 þús. króna dagkaupi.
En meðaldaglaun hans eru 113.490
krónur. Meðalmánaðarlaun verða
aðeins tæpar 2,5 milljónir og árslaun
slefa í 30 milljónir.
Bæði þessi dæmi eru tekin meðal
þess hóps tannlækna er vinna 50%
starf hjáskólum Reykjavíkurborgar.
Hálfsdags tannlæknarnir hjá
borginni reynast samkvæmt saman-
tekt Jóns Aðalsteins hafa það miklu
betra launalega séð en þeir
tannlæknar, sem meira vinna að
skólatannlækningum.
Meðaldaglaun hálfsdagstannlækn-
anna eru 83.815 kr., meðal mánaðar-
laun 1.843.930 og meðal árslaun
22.127.160 kr.
Þeir sem unnu 70% starf náðu ekki
nema 72 þúsund króna meðaldags-
tekjum og tæplega 1,6 milljónuin á
mánuði og 19 milljóna árslaunum.
Sá er vann 80% starf hafði 87.805
krónur í meðaldaglaun, rúmar 1,9
milljónir í meðalmánaðarlaun og
rúmar 23 milljónir i árslaun.
Þeir sem unnu 100% starf að
skólatannlækningum náðu ekki
nema 69 þúsund króna meðaldag-
launum, rúmum 1,5 milljónum í
meðal mánaðarlaun og rúmum 18
millj. króna yfir árið.
Jón Aðalsteinn sagði í samtali við
DB að dæmið væri enn verra en
tölurnar sýndu. Vegna trassaskapar
tannlækna skiluðu þeir ekki aliir
þeim vinnutíma, sem um væri samið
en lágmark hans er 4 timar á dag.
Ófullkomin könnun hefði leitt i ljós
að oft væru þeir sem vinna ættu á
skólatannlækningastofum frá 8—12
farnir um ellefuleytið. Þetta þýddi
slaka nýtingu þess hjálparfólks sem
ráðið væri aðstoðarfólk þeirra, en
meginhluti þess síarfshóps er ráðinn
i 65% starf hjá borginni, af því að
það á að mæta á undan
tannlækninum og taka til þegar hann
er farinn, að hálfum vinnudegi
loknum.
„Þetta starfsfólk,” sagði Jón
Aðalsteinn „hefur um 10% af
launum tannlækna i laun. „Þó eru
þess mörg dæmi að tannlæknar telja
hjálparfólkið svo nauðsynlegt, að
boði það veikindaforföll, þá telja
þeir sér ómögulegt að vinna á eigin
spýtur — og loka stofunni þann dag-
inn.”
-A.St.