Dagblaðið - 19.10.1979, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979.
DB á ne ytendamarkaði
ANIMA
BJARNASON
Kjúklingabringur i paprikusósu
eru gómsætur réttur. Auðvitað má
alveg eins nota kjúklingalæri en hægt
er að fá hvort sem er læri eða bringur
í sér pakkningu.
í mörgum tilfcllum getur það
borgað sig að kaupa kjúklingana
þannig tilreidda, sérlega ef búa á til
einhverja sérstaka rétti.
í þennan rétt þarf:
4 kjúklingabringur (eða lærí)
2—3 lauka
250 gr sveppi
1/41 þeytirjóma
papriku, 1—2 stk.
1 dós af afhýddum tómötum
smjör til að steikja í
Kryddið kjúklingana með salti og
pipar áður en þeir eru brúnaðir á
heitri pönnu í smjöri. Takið
kjúklingana af pönnunni og látið fínt
hakkaðan laukinn út i feitina og
steikið þar til hann er orðinn glær. Þá
eru sveppirnir látnir út í. Þegar þeir
hafa tekið á sig lit er rjómanum hellt
yfir og paprikan, sem áður hefur
verið skorin í bita, látin út í. Þá eru
kjúklingarnir látnir á pönnuna og allt
soðið við vægan hita þar til
kjúklingarnir eru orðnir meyrir.
Síðast eru tómatarnir látnir út á
pönnuna. Betra er að láta safann leka
af þeim áður, þvi annars verður
sósan alltof þunn. Með þessum rétti
er gott að borða hrísgrjón og heitt,
franskt brauð, flútes.
Hráefniskostnaður er í kringum
5450 kr. eða tæplega 1400 kr. á
mann. Er þá reiknað með
hrísgrjónunum og brauðinu.
-A.Bj.
AFTUR MEÐ EFT-
IR SMÁHLÉ
Aðalheiðurá Akureyri skrifar:
„Ég sendi nú seðilinn eftir tveggja
mánaða hlé. Sumarið leið með gesta-
gangi og smáfríum svo allt fór úr
skorðum.
Ég er mjög ánægð með síðuna og
finnst gott að vita í hvað peningarnir
fara”.
LAUSSTAÐA
Staða bókavarðar við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar.
Um er að ræða hálft starf, og er menntun í bókasafnsfræði áskilin.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsóknir með ýtarlegum upplýsingum um námsfcril og störf skulu
hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Rcykjavik, fyrir
10. nóvember. nk.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
ll.október 1979.
ARKITEKT
Ákveðið hefur verið að hefja nú þegar
gerð deiliskipulags fyrir Grjótaþorp.
Arkitektar sem áhuga hafa á slíku starfi
eru beðnir um að tilkynna það bréflega
til stofnunarinnar eigi síðar en 26. okt.
nk. og eru þar veittar nánari upplýsing-
ar.
Þróunarstofnun Reykjavíkur
Þverholti 15 — 105 Rvík.
September langversti mánuðurínn:
NÆRRI130. ÞÚS. KR
ÚTGJÖLD Á MANN
Kjúklingaréttir hafa löngum verið „spari”matur hér á landi. Erlendis eru
kjúklingar oft með allra ódýrasta mat sem hægt er að fá.
Kjúklingar
í riómasósu
Húsmóðir í Kópavogi skrifnr:
Kæra neytendasíða!
Nokkrar línur að venju. Þá er hér
kominn septemberseðillinn. Þetta
eru orðnar svo miklar upphæðir þeg-
ar tölurnar eru lagðar saman að
manni blöskrar alveg. (30.917 kr. á
mann í mat og hreinlætisvörur).
Fyrir utan venjuleg matarkaup eru
inni í þessari upphæð 12 unghænur.
Liðurinn „annað” er hrikalega
Raddir
neytenda
hár. Hann var 587.631 kr. eða 97.937
kr. á hvern fjölskyldumeðlim). Þetta
er langversti mánuðurinn á árinu.
Þarna eru símareikningar, rafmagns-
og hitareikningar, afborgun af bíln-
um, skólavörur fyrir þrjú börn, þar
af tvær skólatöskur.
Við keyptum töluvert af fatnaði á
útsölum og síðast en ekki sízt var
keypt þvottavél, þpr sem sú gamla
bilaði endanlega.
Það er alltaf jafngaman að lita
yfir síðuna. Þar kennir svo margra
grasa. Læt þetta nægja núna.
Enn vantar seðla f rá
„föstum viðskiptavinum”
Hér kemur síðasti
septemberseðillinn. Enn vantar
okkur talsvert af seðlum frá föstum
„viðskiptavinum” Viljum við benda
„okkar fólki” á eftirtöldum stöðum
á að drífa nú i heimilsbókhaldinu og
senda ok-kúr útfylUa seðla: Reykja-
vík, Vestmannaeyjum, Vogum,
nokkra vantar frá Kópavogi, þó hafa
verið sæmilegar heimtur þaðan,
-marga vantar frá Höfn, Hellu,
Hveragerði, Hafnarfirði og
Akureyri. Þar hafa aftur á móti
margir nýir bætzt í hópinn, en við
viljum hafa þá „gömlu” með áfram.
Verst virðist þó ástandið á Akranesi.
Þaðan hafa að jafnaði komið margir
seðlar en þegar þetta er ritað, hefur
ekki komið einn einasti seðill .frá
Akranesi. Hvað er eiginlega með
ykkur Akurnesingar? Ætlið þið ekki
að vera með í því að fá „meira fyrir
mánaðarlaunin”?
-A.Bj.
Upplýsingaseöill
til samanburðar á heimiíiskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvaö kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yöar. Þar aö auki eigið
þér von i að fá fría mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar.
Kostnaður í septembermánuði 1979.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö kr.
Alls kr.
m Yimx
Fjöldi heimilisfólks