Dagblaðið - 19.10.1979, Síða 6

Dagblaðið - 19.10.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979. I HAFNARBÍO I) Frumsýnir Stríðsherrar Atlantis EMI Films Limited present A JOHN DARK-KEVIN CONNOR production M DOUG McCLURE n WARLORDS OF ATLANTIS PETER GILMORE with Special Guest Appearances CYO CHARISSE mDANIEL MASSEY Music composed by MIKE VICKEr.ó • Screenplay by BRIAN HAYLES Produced by JOHN DARK Directed by KEVIN CONNOR [ Technicolor « Distributed by EMI Films Limited l Stórkostleg ævintýramynd Sýnd kl. 5,7,9 og 11. Smurbrauðstofan BJORNINN Njólsgötu 49 - Sími 15105 Lítið fyrirtæki óskar eftir húsnæði til leigu. Þarf að vera í Reykjavík. Allar upplýsingar í síma 20555 milli kl. 14 og 16.30 daglega. Teg. K.2428/2 Ljósbrúnt leður Stærðir: 41-45 Verð kr. 17.800. Stærðir: 41-45 Verð kr. 17.800. Opið tii hádegis Teg. 4585/1 Litir: Brúnt og svart Stærðir: 41-45 Verð kr. 18.000, Teg. K. 2431 Ljósbrúnt leður Stærðir: 41 -45 Verð kr. 17.800. PÓSTSENDUM HERRASKOBUÐIN S.F. tZ ÁRMÚLA 7 Prófkjörin nálgast: Vinstri flokksbrotin bjóða einnig fram EIKarar íhuga framboð — einnig kemur til greina að hvetjafólk til þessaðskila auðu ,,Það eru hugmyndir um framboð hjá EIKurum og eins eru uppi hug- myndir um að hvetja fólk til þess að skila auðu eins og gert var fyrir síðustu kosningar.” sagði Ari Trausti Guðmundsson, formaður Einingar- samtaka kommúnista. Ákvörðun verður tekin um helgina og þá kemur einnig til greina framboð með öðrum samtökum eða einstakling- um. Persónulega gæti ég hugsað mér framboð með þeim hópi kommúnista, sem er í kringum Stéttabaráttuna. Aðalatriðið er að ná breiðri samstöðu. Fresturinn er þó svo stuttur til kosninga, að erfitt er fyrir samtök okkar að móta stefnuna og undirbúa kosningar. Meirihluti ræður þvi hins vegar hvort um framboð verður að ræða eða ekki, en ég tel frestinn of stuttan. Við tökum mið af þeim hefðum sem rikja hér á landi og þvi geta kommúnistar tekið þátt i þingræðis- legum kosningum.” .jh Sólnes vill próf kjör— Halldór til í slaginn — málinu vísað til kjördæmisráðs ,,Fyrir síðustu kosningar lýsti ég því yfir á fulltrúaráðsfundi á Akureyri, að ég væri reiðubúinn til þess að taka þátt í prófkjöri til alþingiskosninga. Það hefur ekki breytzt,” sagði Halldór Blöndal, sem var í 3. sæti hjá Sjálf- stæðisflokknum í síðustu þingkosning- um og varaþingmaður. ,,Eins og þá tel ég hins vegar, að það sé ekki mitt að ákveða það með hverjum hætti framboðsmálum verður skipað,” sagði Halldór. ,,Ég vil svo bæta þvi við,” sagði hann, ,,að fyrir siðustu alþingiskosn- ingar var lagt hart að mér að fara ekki fram á prófkjör, þar sem talið var af ýmsum að það gæti spillt fyrir því að nægileg samstaða næðist fyrir þær kosningar. Flokkurinn þyrfti á öllu sínu að halda,” sagði Halldór Blöndal. Jón G. Sólnes er sagður vilja próf- kjör og fá með þvi skorið úr um stöðu sina í kjördæminu. Sumir fyrri stuðningsmanna Jóns eru þvi andvígir en telja að hann eigi nú að draga sig í hlé. Af þeirra hálfu er bent á, að hann séu nú orðinn 69 ára og eigi að víkja fyrir yngri mönnum. Jóni G. Sólnes er því vandi á höndum i framboðsmálum. Ef ekkert prófkjör verður haldið og hann hlýtur ekki stuðning kjördæmisráðsins, gæti litið svo út að nývakið mál um síma- reikninga hans hafi hrakið hann frá framboði. Með þvi að vilja prófkjör, vil! hann afsanna þessa kenningu. Stuðningsmenn Jóns vilja ólmir að hann geli kost á sér, og standa að undirskriftastöfnun máli sínu til árétt- ingar. Siðast þegar fréttist höfðu 3— 400 manns skrifað upp á stuðning við Sólnes. „Kjörnefndin kom saman til ráða- gerðar um það, hvort prófkjör skuli haldið með sjálfstæðismönnum i Norðurlandskjördæmi eystra,” sagði Svanhildur Björgvinsdóttir, formaður kjördæ'misráðsins í þvi kjördæmi. „Vegna þess hversu timinn er skamm- ur til kosninga og litii reynsla er af prófkjörum hér taldi kjörnefndin rétt að kjördæmisráðið tæki afstöðu til málsins,” sagði Svanhildur. Hún sagði að alls ekki mætti draga þá ályktun af samþykkt kjörnefndar, að hún væri andvig prófkjöri. Einfald- lega hefði verið valin sú leið við ákvörðunartöku um prófkjör, sem rétt væri talin. Kjördæmisráðið kemur saman um helgina, og sem fyrr segir verður þar tekin afstaða til prófkjörs- og fram- boðsmála flokksins í kjördæminu. -BS/ARH Fylkingin býður f ram „Framboð okkar liggur í loftinu en hefur enn ekki verið ákveðið form- lega,” sagði einn talsmaður Fylkingar- innar við DB. Hann kaus að leggja ekki nafn sitt við upplýsingarnar. Fylkingin bauð fram í Reykjavikur- kjördæmi í síðustu alþingiskosningum og hafði 184 atkvæði upp úr krafsinu. Efsta sæti listans skipaði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. „Við leggjum áherzlu á að verka- lýðsöflin segi skilið við þátttöku í borgaralegum rikisstjórnum,” sagði viðmælandi DB. „Samsteypustjórn á borð við þá sem Alþýðubandalagið var i nú síðast hefur það hlutverk að draga tennur úr verkalýðshreyfingunni og gera hana magnlausa til að verja kjörin. Þá fór Alþýðubandalagið illa með herstöðvaandstæðinga i rikis- stjórninni. Fylkingin mun hvetja sitt fólk til að kjósa Alþýðubandalagið, þar sem sam- tökin bjóða ekki fram sjálf. -ARH Jónas Guðmundsson íframboð Framsóknar í Reykjavík „Ymsir einkennilegir menn hafa verið að tala um það við mig að taka sæti á listanum. Mér finnst það ekki fýsilegt þar sem ég fæ ekki séð að neitt sæti í Reykjavik sé öruggt nema heiðurssætið,” sagði JónasGuðmutvl' son rithöfundur þegar i'réttamaður spurði hann, hvort rétt væri að hann færi í framboð fyrir Framsóknarflokk- inn i Reykjavik. „Ef af þessu verður er það eingöngu í þeirri trú, að Reykvíkingar verði að minnsta kosti metnir meira en fé bænda, sem leitt er til slátrunar á haustin.” Aðspurður hvort hann stefndi á efsta sætið svaraði Jónas: „Ég býst við því, enda þótt ég sjái engan teljandi mun á efstu sætum listans eins og nú er komiðmálum.” .gg Alþýðubandalagsmenn forvelja um helgina Alþýðubandalagið geng.st nú fyrir forvali á frambjóðendum flokksins í Reykjavíkurkjördæmi í fyrsta sinn. Fyrri umferð forvalsins er um kom- andi helgi. Aðeins flokksbundið fólk getur tekið þátt i því. í fyrri umferðinni skrifamenn nöl'116 manna sem þeir vilja að skipi efstu sæti. Röðin skiptir ekki máli. Kjörnefnd mun siðan kanna hvort atkvæðaflcstu mcnn gefi kost á sér í slaginn áfram. 12 efstu menn verða í framboði í síðari umferð forvals, sem fram fer eftir viku. Þá setja þátt- takendur í forvalinu númer við fram- bjóðendur. Kjörnefnd mun leggja niðurstöður fyrir fulltrúaráð flokksins, sem tekui endanlega ákvörðun um skipan fram- boðslistans. Forvalið er á engan hátt bindandi. Búizt er við að framboðslisti Alþýðubandalagsins í Reykjavik sjái dagsins Ijós um mánaðamótin. -ARH.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.