Dagblaðið - 19.10.1979, Page 13

Dagblaðið - 19.10.1979, Page 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 19. OKTÓBER 1979. 13 „Uður í framþróun" —ísf irzkar töl vuvogir í Noröurtanga hf. Tölvuvæðing frystihúsa hérlendis er komin nokkuð áleiðis og búnaður hús- anna verður stöðugt fullkomnari. Það frystihús sem hvað fyrst reið á vaðið með tölvuvogir var Norðurtanginn á ísafirði og hefur slík vog verið nokkuð lengi til reynslu í frystihúsinu. í haust á síðan um helmingur borðvoga i vinnslusal að tengjast tölvu og stórri vog sem vigtar inn í húsið. Hinar nýju borðvogir leysa hinar gömu hefðbundnu þar með af hólmi. DB ræddi við Jón Pál Halldórsson, framkvæmdastjóra Norðurtangans, um hina nýju tækni og kosti hennar. Jón Páll sagði að stóra vogin viktaði allt sem kæmi inn i húsið og fengist þannig nákvæm vikt þess afla er kæmi inn i vinnslurásina. Síðan væri fram- leiðsla hússins tekin til samanburðar til þess að meta hvort sú nýting næðist sem menn ætluðu sér og teldu mögulegt. Náist sú nýting ekki, er hægt að leita að því hvar sú brotalöm er. „Þetta er liður i framþróun,” sagði Jón Páll. „Borðvogirnar eru smiðaðai hér á ísafirði, hjá Pólnum hf. Þær vigta nákvæmlega þann þunga, sem á að vera í pökkunum en síkt þýðir betri nýtingu þar sem gjarnan er svolítil um- framvigt þegar gömlu lóðavigtirnar eru notaðar. Þessi endurnýjun kostar mikið og í sumar kostaði hver vigt 936 þúsund kr. með söluskatti. En þessar vogir hafa verið reyndar hér í frystihúsunum við Djúp og búið er að sniða af þeim vankantana. Tölvuvogirnar frá Póln- um virðast þvi uppfylla þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.” -JH. K Ný borðvog i vinnslusal Norðurtangans. Margrét Kristinsdóttir stendur við vog- ina. SbSNÉ'' * Stapafellið á lcið til tslands i fyrsta sinn. Myndin var tekin úr flugvél er flaug til móts við skipið á mánudag. NÝJA STAPAFELUÐ Ein GLÆSILEGASTA SKIP FLOTANS Tækjabúnaður og sjálfvirkni eftir nýjustu kröf um Stapafell, hið nýja skip SÍS og Olíufélagsins kom til landsins aðfaranótt þriðjudags með fullfermi af ljósaolíu. Skipið, sem leysa á gömlu skipin Stapafell, sem selt hefur verið, og Litlafell af hólmi við oliu- flutninga hér innanlands, er smiðað hjá J.G. Hitzler í Lauenburg í V- Þýzkalandi og var afhent í siðustu viku. Auk olíuflutninganna er skipið búið til flutninga á lýsi, fljótandi hrá- sykri, lausu korni og fiskimjöli. Skipið getur, að sögn Barða Jóns- sonar skipstjóra, flutt um 1900 tonn af oliu í strandsiglingum hér við land. Á þvi er 12 manna áhöfn eða tveimur mönnum færra en var á hvoru gömlu skipanna en nýja skipið getur vegna tæknibúnaðar og meiri hraða við lestun, losun og hreinsun, annað hlutverki hinna beggja. Axel Gíslason framkvæmdastjóri skipadeildar SÍS kvað Stapafelliö fyrsta islenzka flutningaskipið frá 1971 sem byggt væri fyrir íslendinga og þar sem tekið væri tillit til allra íslenzkra aðstæðna. Mjög dýr út- búnaður er i skipinu til sérhvers þátt- ar starfssviðs þess. Kvaðst Axel hins vegar viss um að þessi dýri búnaður myndi skila sér í betri rekstraraf- komu skipsins. Skipasmíðin var boðin úl hjá 30 skipasmiðastöðvum og bárusl 18 tilboð. Lægstu tilboðin voru frá Japan en því þýzka tekið vegna hærri gæðakrafna við smíði oliuskipa. Axel kvað enga styrki eða innlend sjóðalán bundin smíði Stapafells en skipadeild SÍS hefði fengið lán er- lendis upp á um 6 millj. þýzkra marka til kaupanna eða um 70-80% af heildarverði skipsins sem er læpar 2000 milljónir ísl. króna. Stapafell er með tvöföldum botni og tvöföldum síðum og uppfyllir með því og öðru ströngustu kröfur um mengunarvarnir. Veggir farm- hylkjanna, sem eru 9 talsins, eru sléttir veggir og þaktir sérstakri polyurethanhúð til að auðvelda hreinsun. I farmhylki kemur aldret sjór því taka má 900 tonn af kjölfestu í sérstök hylki. Vökvadrifinn krani tengir farmlagnir og hreinsun fer fram með sjálfvirkum vélbúnaði. Skipið er 2045 tonn en burðargeta og rými farmhylkja 2640 rúmmetrar. Skipið er 75 metra langt og 13.20 metrar að breidd. Það getur flutt 3 farmtegundir samtímis. Það er knúið 3000 hestafla Deutz vél sem brennir svartolíu úr höfn i höfn. Ganghraði er 13.6 milur. Skipið er búið skiptiskrúfu, bóg- skrúfu og blöðkustýri auk allra siglingatækja. Vélarrúm er mjög vel búið sjálf- stýritækni. T.d. er þar ekki nema 8 tima vinnuvakt vélstjóra en útköll á öðrum timum sólarhrings eftir því sem viðvörunarkerfi kallar. Yfirvél- stjóri er Jón Guðmundsson. -A.Sl. Gömlu lóðavogirnar verða að vikja fyrir tölvuvogunum. DBmyndir JH. nuertil miktls aó vinna! EMI heimsmeistarakeppnin Stórkostlegir vinningar 1. verðlaun: kr. 9.000.000 auk farand- bikars 2. verðlaun: kr. 2.000.000 auk heiðurs- penings 3. verðlaun: kr. 1.000.000 auk heiðurs- penings EMI og Oðal óska eftir þátttakendurn í Disco-danskeþpni einstaklinga. Undan- rásir verða í Oðali. Sigurvegari í lokakeppninni hlýtur að launutn rétt til að keppa fyrir hönd Islands í sjálfri heimsmeistarakeppn- inni, EMI-keppninni, sem haldin verður t London 18. desember nk. íslenski þátttakandinn fcer t veganesti frtar ferðir fram og tilbaka og uppihald íLondon á meðan keppnin stenduryfir. Ifœntanlegir þatttakendur haji sumband við skrifstofu OðalSfAusturstrceti 17, eða i sitna 11610. Þátttakendur , t>erða að hafa nað 18 ára aldri, ekki eldri en 15 ára jMiiiiiiiiiimma

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.