Dagblaðið - 19.10.1979, Síða 28

Dagblaðið - 19.10.1979, Síða 28
Laun skólatannlæknanna: TRYGGINGASTOFNUNIN SPRENGM UPP LAUNIN og svo var borginni nánast stillt upp við vegg, segir vinnumalastjöri borgarinnar „Reykjavíkurborg hafði árum saman sérstakan samning við tann- lækna sem störfuðu við skóla borgar- innar og laun tannlækna, sem störf- uðu eftir þeim prívatsamningi, byggðust á rýmilegum tölum,” sagði Magnús Óskarsson, vinnumálafull- trúi Reykjavíkurborgar, en hann undirritaði núgildandi samning milli Reykjavikurborgar og TFÍ f.h. borg- arinnar. „En þegar þáverandi trygginga- málaráðherra, Magnús Kjartansson, tók tannlækningar inn í trygginga- kerfið hrundi fyrra samkomulag borgarinnar við skólatannlækna og tómt mál var að tala um sérsamn- ing,” sagði Magnús. Magnús benti á að eftir samning Tryggingastofnunarinnar við tann- lækna hefðu tannlæknar flúið störf sín hjá skólum borgarinnar og ekki hefði verið um annað að ræða en gera samning sem byggði í öllum aðalatriðum á samningi Trygginga- stofnunarinnar og TFÍ ef takast ætti að halda uppi tannlækningum í skól- um borgarinnar. Var slíkur samn- ingur gerður rúmu hálfu öðru ári eftir að Tryggingastofnunin samdi við tannlækna og gildir enn. Magnús sagði að launatölur skóla- tannlækna lægju fyrir, öllum opnar og þær hefðu varpað ljósi á mjög háar tekjur tannlækna almennt. En þegar laun skólatannlækna væru til umfjöllunar gleymdist að geta þess að þeim tengdust engin launatengd gjöld. Skólatannlæknar hefðu ekki sumarleyfi á launum, ekki veikinda- frí og launum þeirra fylgdu ekki greiðslur í lífeyrissjóð. Þessir liðir gætu talizt 15—20% og sennilega nær hærri prósentutölunni. Þá tölu bæri að draga frá launum skólatann- lækna er laun þeirra væru borin saman við laun annarra stétta. Jón Aðalsteinn Jónasson, fulltrúi Framsóknar i heilbrigðisráði, hefur bent á að tannlæknar hafi nánast neytt Reykjavíkurborg til gerðar nú- verandi samninga um laun skólatann- lækna. Hefur hann gert úttekt á laun- um þeirra sem sýna allt að 155 þús- und króna daglaunum og 30 milljón króna árslaunum. Við þann útreikn- ing er aðeins byggt á tekjum þeirra frá Reykjavíkurborg en flestir skóla- tannlæknar vinna þar ekki nema 4 tíma á dag og reka eigin stofur hluta úr degi. - A.St. „Stærsta málið” íborgarstjórn: SJOFN FELLDILANDS- VIRKJUNARTILLÖGUNA — Hriktir í meirihlutanum íborgarstjórn, segir flokksbróðir hennar Björgvin Guðmundsson ,,Það er mikil hætta á því að borg- arstjórnarmeirihlutinn í Reykjavik bresti í kjölfar atkvæðagreiðslunnar um I.andsvirkjunarsamninginn,” sagði Björgvin Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins, í viðtali við DB. „í þeirri atkvæðagreiðslu stóð Sjöfn með Sjálfstæðisflokknum og klauf sig frá meirihlutaflokkunum þannig að samningurinn féll,” sagði Björgvin. „Þetta hefur gerzt nokkrum sinn- um áður i mikilvægum málum, að Sjöfn hefur staðið með Sjálfstæðis- flokknum. Ég tel að það sé orðið mjög erfitt fyrir mig að starfa í meiri- hlutanum og geta átt von á því, að hún standi með Sjálfstæðisflokkn- um,” sagði Björgvin. Hann sagði ennfremur: „Af þessum sökum hefi ég ákveðið að leggja þetta mál fyrir fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík, til þess að láta það skera úr um hvort Alþýðuflokkurinn á að halda áfram samstarfi við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk um stjórn Reykja- víkurborgar, eða hvort sUtaeigi þessu samstarfi. Ég tel ókleift að halda þessu sam- starfi áfram nema Sjöfn Sigurbjörns- dóttir standi heil að þessu samstarfi eins og ég hefi gert allan t'unann.” Björgvin kvað geysUega óánægju vera með þann atburð sem gerðist í gærkvöldi. „Þetta er stærsta málið sem borgarstjórnin hefur fjallað um lengi og það hriktir í samstarfinu,” sagði Björgvin. -BS Villtir í Faxaflóa 51 tonns fiskibátur. Öðlingur ÍS 99, lenti í mikilli hafvillu i Faxafióa á leið sinni frá Reykjavík til Bolunga- víkur og eftir 30 klukkustunda hring- sól komst hann loks til Reykjavíkur um kl. 3 i nótt. Í fyrrakvöld lagði hann upp og eftir allmargra klukkustunda stim taldi hann sig skammt undan Látra- bjargi. Upp úr því fóru að renna tvær grimur á skipstjóra og óskaði hann eftir aðstoð Slysavarnafólagsins í gærdag, sem bað togarann Rán HF að svipast um cftir bátnum. Togarinn fann bátinn 30 sjómílur norðvestur af Garðskaga á Reykjanesi og kom honum á rétta braut. Bæöi áttaviti og radar Öðlings eru i ólagi. -GS HM sveina: Jafnt gegn Þýzkalandi ,,Við höfum sett stefnuna á 2. sætið i riðlinum og 3. sætið i keppninni. Það er ljóst, að Englendingar eru með langsterkustu sveitina hér," sagði Ólafur H. Ólafs- son fararstjóri islenzku unglinga- skáksveitarinnar sem nú tekur þátt i heimsmeistarakeppninni í Viborg í Danmörku. íslendingar tefldu i gær við V- Þjóðverja. Jóhann Hjartarson tapaði á I. borði fyrir Graf en Björgvin Jónsson vann skákmann með þvi kunnuglega nafni Fischer á 4. borði. Hefur Björgvin unnið allar skákir sínar til þessa. Jóhannes Gisli á góðar sigurlikur í biðskák á 2. borði en Elvar cr sennilega með tapaða biðskák á 3. borði. Í dag tefla íslendingar við Hollendinga og er hugsanlegt að þeim nægi jafntefli í þeirri viðureign til að ná2. sætinu. -GAJ- Slippurinn fær trillulægið „Þarna er veriö að gera fyllingu regna bryggju fyrir Slippfélagið, ” sagði Gunnar Guðmundsson hafnarstjóri er DB hafði samband við hann vegnaframkvœmda sem eru nú að hefjast í Reykjavikurhöfn vestan Ægisgarðs. „Það er Slippfélagið sem stendur að þessari framkvcemd og félagið kostar hana algjörlega. Þetta erþó nokkur fylling, 2—3000 m2, ” sagði hafnarstjóri. Eins og DB hefur greint frá hefur nokkur kurr verið I smábátaeigendum vegna þessa máls þar semþeir missa ná þá að- stöðu sem þeir hafa haft þarna fyrir háta sína. -GAJ/DB-myndí morgun: Sv. Þorm. frýálst, óháð daghlað FÖSTUDAGUR 19. OKT. 1979. Framsókn ekki með profkjör í Reykjavík: Ólaf ur gef ur ekki „endan- legtafsvar” „Fyrir fundinum lá að Ólafur Jóhannesson hefur ekki gefið endan- legt afsvar við tilmælum um að hann skipi 1. sæti á lista framsóknarmanna í Reykjavik,” sagði fulltrúaráðs- maður í Framsóknarflokknum í borginni eftir fund ráðsins í gær- kvöldi. Fellt var að hafa prófkjör i Reykja- vík. Með yfirgnæfandi meirihl. var samþykkt að frambjóðendur yrðu valdir við skoðanakönnun meðal aðal- og varafulltrúa í fulltrúaráðinu. Þetta eru alls á þriðja hundrað manna. Niðurstöður skoðanakönn- unarinnar eru bindandi um tvö efstu sæti listans. Á fundinum átti opið prófkjör fáa formælendur en nokkrir vildu hafa skoðanakönnun meðal allra flokksmanna. Skoðanakönnunin mun standa í tvodaga,__________ - HH Brotízt inn í hundageymslu Brotizt var inn i hundageymslukofa Jónasar Jónssonar, hundagæzlumanns Reykjavíkurlögreglunnar, í Blesugróf á laugardaginn. Þaðan var numinn á brott hundur sem lögreglan hafði komið þangað í geymslu því enginn fannst eigandinn. Líklegt þykir að eigandi hundsins hafi vitað í hvert óefni var komið fyrir ,,bezta vini” hans. Atlaga var gerð að dyrum hundageymslunnar með járni og „gæzlufanganum” sleppt út eða hrein- lega numinn á brott. Væntanlega verður hundsins nú betur gætt svo hann komist ekki í lögregluhendur. ______________________- A.St. Jón Helgason í slaginn? Til greina kemur, að Jón Helgason, formaður verkalýðsfélagsins Einingar á Akureyri, blandi sér í baráttuna um efstu sætin á lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. Framboð hans gæti haft mikil áhrif. Þar berjast nú um 1. sætið Bragi Sigur- jónsson ráðherra, Árni Gunnarsson al- þingismaður og Jón Ármann Héðins- son fyrrverandi alþingismaður. í viðtali við DB í morgun kvaðst Jón Helgason vera að hugleiða málið og ekki hafa tekið ákvörðun. - HH Aldrei meiri loðna Ekkert lát er á aflahrotu loðnubát- anna og tilkynntu 22 bátar sl. sólar- hring um tæp 16 þúsund tonn og 2 í morgun 1700 tonn af miðunum norð- ur af landinu. Hafa afiatölur skyndilega tekið viðbragð og eru komnar í 330 þús. tonn á vertíðinni, sem er orðið meira en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að fiskifræðingar telji mun minni loðnu nú en i fyrra. Landað er allt umhverfis landið, eftir því hvar losnar og fylla bátarnir sig aftur og aftur á örskömmum tíma um leið og þeir koma á miðin. -GS

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.