Dagblaðið - 20.10.1979, Qupperneq 2
2
f Til umhugsunar.
Þverrandi siðferðis-
þrek æðstu manna
Jóhann Óli Guðmundsson skrifar:
Á undanförnum misserum hefur
mikið verið raett og ritað um þverr-
andi virðingu fólks fyrir Alþingi og
störfum þess Ástæður þessarar
þróunar mála eru, að mati alþingis-
manna sjálfra, i hæsta máta ómak-
legar í þeirra gaiö. Eða eins og þeir
segja sjálfir þá cr það nú aldeilis
ekki þeim að kenna hvernig hagur
landsmanna ler stöðugt versnandi..
Þar sé um að kenna erlendum
fáráölingum og aðgerðum þeirra.
Svaranna við þessu síminnkandi
áliti fólks á alþingismönnum, og um
leið á sjálfu Alþingi, er ekki
einvöröungu að leita í hinum verald-
lega árangri starfa þeirra. Svaranna
er fyrst og fremst að leita i hinum
andlega óstöðugleika þeirra og þess
siðgæðis sem þeir líða innan sinna
raða, í þingsölum og utan þeirra.
Hegðun þeirra öll á stundum og
athafnir ber vott um fádæma
virðingarskorl fyrir starfi sínu og
þjóðfélagslegri slóðu.
Síðasta dæmið um þessa
ósmekkvísi er að fráfarandi dóms- og
kirkjumáJaráðherra, Steingrimur
Hermannsson, skuli láta nafns síns
getið í sambandi við aðra eins lág-
kúru og þá að neita að afhenda á
hefðbundinn hátt þessi ráðuneyti til
eftirmanns síns í ráðherrastól. Hann
lætur eins og verið sé að taka af hon-
um eitthvað sem hann á og honum
einum ætlað um ókomna tíð. Þetta
er siður ofdekraðra barna en ekki
fulltiða fólks. Það er líka skemmtileg
tilviljun, í eins óskemmtilegu máli og
þetta er, að Steingrímur Hermanns-
son skuli nokkrum dögum áður, að
gefnu tilefni, hafa talið sig þurfa að
árétta fyrir fólki, að helzti munurinn
á föður hans og Vilmundi Gylfasyni
væri sá, að Hermann Jónasson hafi
aldrei leikið „trúð”. Á það ætla ég
ekki að leggja dóm hér. En með þess-
ari barnalegu hegðan sinni gagnvart
eftirmanni sínum hefur forystu-
sauður Framsóknarflokksins nú sýnt
og sannað hve fádæma þroskaður og
heilsteyptur hann er, þegar á hann
reynir. Hann hefur nú endanlega
troðið sjálfum sér í gervi þess
„trúðs” sem Framsóknarflokkinn
og, samkvæmt orðum hans sjálfs,
fjölskyldu hans líka hefur vantað í
sínar raðir um tveggja til þriggja ætt-
liða skeið, vonandi sjálfum sér til
ánægju en án nokkurs efa til full-
kominnar armæðu fyrir fjölskyldu
og flokk.
Annað eins siðgæði og þarna er
viðhaft sýnir einungis vanhæfni
mannsins til að reynast ábyrgur
flokksleiðtogi við aðstæður sem þess-
ar. Eigin tilfinningasemi á kostnað
Léleg aðsókn á landsleikina:
ÁSTÆÐAN ER OF
HÁR AÐGANGSEYRIR
Ingveldur hringdi:
Ég er mikill handboltaunnandi og
ég get ekki orða bundizt yfir þvi sem
Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, er að
kvarta um í blöðunum, ncfnilega
lélegri aðsókn að landsleikjunum við
Tékka.
Ég fór á fyrri landsleikinn og tók
með mér fjögur börn mín, og
aðgangseyririnn fyrir okkur fimm
reyndist 10 þúsund krónur. Ég hafði
einnig ætlað mér á seinni leikinn en
ég hafði ekki efni á því. Þetta held ég
að sé meginástæðan fyrir lélegri
aðsókn, þ.e. aögangseyririnn er
orðinn allt of hár.
Tvö barna minna urðu að greiða
fullorðinsgjald, 3000 kr. en hin tvö
500 kr. hvort þannig að alls urðu
þetta 10 þúsund og það þykir mér allt
of mikið.
Raddir
SKIPULAG SVR
Hirsdimann
'Utvarps-og
sjónvarpsloftnet fyrir
litsjónvarpstæki,-'
matjnarakerfi og
tilheyrandi'
loftnetsefni.
Ódýr loftnet
og gód.
Áratuga
reynsla.
Hcildsala
Smasala.
Sendum 1
póstkröfu.
Radíóvirkinn
Týsgötu 1 - Sími10450
ÞARF AÐ BÆTA
Námsmaður hringdi:
Nýlega var í DB frétt um mikla
bílaeign háskólanema. Þaðernú ekki
víst að hún sé eins mikil og af er látið,
án þess að ég geti í sjálfu sér fullyrt
hversu mikil hún er.
.Hitt get ég fullyrt, að margir
þeirra sem eiga bíl eiga hann af
hreinni nauðsyn og án þess að hal'a
raunverulega efni á þvi. Eins og
strætisvagnasamgöngum er háttað í
Reykjavik er skiljanlcgt að menn
reyni i lengstu lög að halda úti
bifreið.
Það vantar fleiri strætisvagna. Þeir
þurfa að ganga þéttar og á fleiri
leiðum. Einnig þarf að hvetja fólk til
að ferðast með þeim með þvi að selja
sérstök mánaðarkort og afsláttarkort
af ýmsu tagi.
Á Norðurlöndum hefur mikið
unnizt með því að auka slík afsláttar-
gjöld. Þetta tel ég vera nauðsynlegt
fyrir þjóðina og þetta yrði örugglega
stórt og þýðingarmikið skref i aukn-
um orkusparnaði.
Ekkert dregið úr
launamisréttinu?
María Sigurðardóttir hringdi:
Ég var að horfa á viðræður fram-
kvæmdastjóra Vinnuveitendasam-
bands íslands og Guðmundar J.
Guðmundssonar í sjónvarpinu í gær
(16. okt.).
Annar þeirra nefndi að flugmenn
hefðu fengið ein verkamannalaun i
kauphækkun. Hinn sagði að launa-
bilið milli verkamanna og flugmanna
hefði ekkert breytzt.
Mér þætti því forvitnilegt að vita
hvort ekkert hafi gengið að draga úr
launamisréttinu undanfarin ár þrátt
fyrir loforðallra rikisstjórna um það.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979.
BaldurMöller, ráðuneytisstjóri i dómsmálaráðuneytinu, tekur á móti hinum nýja
dómsmálaráðhcrra Vilmundi Gylfasyni. DB-mynd: Hörður.
flokksheildarinnar, Alþingis og
þessara embætta er ekki einkamál
mannsins sjálfs. Það er mál allra
landsmanna. Þessi lítilsvirðing við
kjósendur er hreint ámælisverð. Ef
þeir alþingismenn, sem ekki vilja
styðja framkomu sem þessa, héldu
vörð um að líða ei innan sinna raða
annað eins og krefðust opinberrar af-
sökunarbeiðni frá Framsóknar-
flokknum, því Steingrímur var í þess-
um embættum á hans vegum, er ég
ekki i nokkrum vafa um að hægt
væri að auka á virðingu fólks fyrir
Alþingi og embættum framkvæmda-
valdsins í framtiðinni, ekki einungis
í þessu tiltekna máli sem þó er eitt
hið grófasta sinnar tegundar, heldur
og einnig í öðrum málum, sem upp
koma, svipaðs eðlis og rýra einungis
álit fólks á þessum vettvangi.
Það eru því eindregin tilmæli mín
til allra þeirra sem eiga eftir að sitja á
Alþingi, og reyndar einnig utan þess
ekki síður, að standa með auknu afli
vörð um heilsteyptara hugarfar og
menningarlegra siðgæði í sölum
Alþingis á komandi misserum.
Viktor Kortsnoj, hinn heimsþekkti skákmaður, er meðal fjölmargra útlendinga
sem gist hafa Hótel Esju. DB er ekki kunnugt um, hvort hann átti i erfiðleikum
með að koma farangri sinum inn á hótelið.
Útlendingar segja
erf itt að komast
inn á Hótel Esju
Leigubílstjóri hringdi:
Sem leigubilstjóri hef ég oft orðið
var við að útlendingar kvarla undan
því, að erfitt sé að komast með ferða-
töskur inn á Hótel Esju.
Þannig var t.d. í allan fyrravetur
að aðeins vinduhurðirnar voru opnar
og þar er eiginlega ekki hægt að
fara inn með töskur. Mér finnst
undarlegt að ekki skuli vera lögð
meira áherzla á að hafa þetta atriði í
lagi en raun ber vitni.
Annað atriði, sem þarna er ábóta-
vant, er að þau miklu vöðvabúnt sem
gæta dyranna á Hótel Esju virðast
engan skilning hafa á þvi að leigu-
bílar þurfi að komast með farþega
sína að dyrunum.
Þarna eiga að vera ákveðin stæði,
sem ekki má leggja á, en engu að
síður er alltaf lagt í þau stæði og
dyraverðirnir virðast ekki láta það
mál neitt til sín taka. Ekki er um að
ræða að ákveðin stæði séu sérstak-
lega merkt leigubílum eins og þó
tiðkast víðast hvar.
Fólk á rétt á
prófkjöri
8214—0255 skrifar:
Ég var að heyra eins og aðrir að
það ætti að verða prófkjör hjá
sumum stjórnmálaflokkunum.
Ég vil mælast til þess að fólkið fái
sjálft að kjósa um hver verði fyrsti
þingmaður í hverju kjördæmi, en
ekki verði farið eftir ákvörðun
flokksstjórnanna. Þannig sést það
bezt, hver það er sem fólkið treystir.
Fólkið á rétt á að velja sjálft þann
mann sem það vill hafa í forsæti. Það
er eðlilegra heldur en að menn geti
troðizt þangað með frekju.
Ef þessu verður ekki háttað þannig
ætti fólk að sýna þessum góðu
herrum að það mætir ekki á kjörstað.
Ég vil skora á alla sem hafa kosninga-
rétt að sýna nú samstöðu með hreinu
hugarfari.