Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.10.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 20.10.1979, Qupperneq 4
 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. r DB á ne ytendamarkaði neytenda Skímarveizla og afmæli Guðbjörg I Kópavogi skrifar: Kæra neytendasíða. Mér finnst þetta anzi há upphæf í mat hjá mér (er 32.884 kr. á mann). En haldin var skírnarveizla og svc átti einn í fjölskyldunni afmæli o{ hækka þessar veizlur upphæðina aðeins. Svo var kistan orðin tóm og var keypt i hana ýmiss konar matur. Þakkagóðasíðu. P.S. Hvernig finnið þið út meðaltal? Svar: Við finnum meðaltalið út á þann hátt að deilt er í „matar- og hreinlætistöluna” með fjölda heimilismanna og þannig fengið út meðaltal á hverjum seðli. Siðan eru allir seðÍMnir færðir inn í bók og kostnaður hverrar fjölskyldustærðar færður í sér dálk. Dálkarnir eru síðan lagðir saman og deilt í með fjölda seðlanna innan hverrar fjölskyldu- stærðar. Við færum einnig bókhald fyrir hvern stað fyrir sig, en þá er ekki tekið tillit til fjölskyldustærðar, heldur aðeins fært inn meöaltaliö á hverjum seðli. Síðan eru allar upp- hæðirnar lagðar saman og deilt i með fjölda seðlanna. Eins og bent hefur verið á og margsinnis tekið fram berst kannski ekki nema einn seðill frá nokkrum sveitarfélögum, þannig að mánaðarmeðaltal þeirra staða er i rauninni ekki annað en meðaltal þeirrar fjölskyldu sem seöilinn sendi. Þær tölur eru hins vegar birtar meira til gamans en að þær seu beinlinis vísindalegar. -A.Bj. Þaó er mtkill útreikningur i sambandi við upplýsingaseðlana. Fyrst er fundið út meðaltal á hvern fjölskyldumeðlim á hvcrjum seðli. Siðan eru allir færðir inn i bók og flokkaðir eftir fjölskyldustærð. Dálkarnir eru lagðir saman og deilt i með fjölda seðla innan hverrar fjölskyldustærðar. Síðan eru seðlarnir flokkaðir eftir • 'W — 'W unnar af tmg- Hmw bllaataCI a.n.k. é kvCMIa Lítið fyrirtæki óskar eftir húsnæði til leigu. Þarf að vera í Reykjavík. Allar upplýsingar í síma 20555 milli kl. 14 og 16.30 daglega. RENAULT Tilsö/u BMW 528 automatic árg. '77 BMW 520 árg. '77 BMW 728 árg. '78 BMW 316 árg. '78 Renault 20 TL árg. '77 Renault 16 TL árg. '76 Renault station árg. '73 Renault 4 Van árg. '74, '76 og '78 Renault 4 Van F6 árg. '77, '78 og '79 Ford Fairmont Dezer automatic árg. '78 Opið laugardaga kl. 1-6. Kristinn Guðnason hf. bifreiða- og varahlutaverzlun, Suðurlandsbraut 20, sími 86693. stöðum og færðir inn á „staðarkortin” og fundið meðaltal innsendra seðla frá hverjum stað. Þá er ekki tekið tillit til fjölskyldustærðar. DB-mynd Hörður Vilhjálmsson. Milljón í „annað” G. Sig. skrifar: Ég ætla að senda smá línur með septemberseðli mínum vegna upphæðarinnar í dálkinum „annað”, sem er óvenju hár (1.051.640). Ég hef í fyrsta skipti fært allt sem borgað hefur verið á heimilinu þennan mánuð. Ég hef ekki verið viss um hversu ítarlega maður ætti að færa inn á hann, en af bréfum, sem hafa birzt á síðu ykkar, hef ég séð að fólk setur allt inn á hann. Á þessum reikningi eru afborganir af húsnæði, sem við erum að kaupa, og lánum og fleira. Ég vil einnig þakka þennan þátt Dagblaðsins sem mér finnst alveg sjálfsagður. Fyrirgefið þetta hrafl mitt en mér fannst ég verða að senda skýringar með seðlinum. September óvenjudýr 6377—8613, Akureyri, skrifar: Liðurinn „annað” er nokkuð hár veita og afborganir af lánum vegna Um leið og ég sendi upplýsinga- hjá mér í september (444.216) en þar bílakaupa, einnig óvenju mikil seðil í fyrsta sinn vil ég þakka fyrir kemur inn i rafmagn, sjónvarp, hita- bensíneyðsla. neytendasíðuna. BAKAÐIR PARTAR MEÐ HEIMATILBÚNUM MYSINGI Lesendur hafa stundum sent okkur uppskriftir sem við höfum birt. Hér er uppskrift frá húsmóður af „bökuðum pörtum”, sem hún seg- ir að séu „stórhættulegir þeim sem eru í megrun”. Með uppskriftinni segir húsmóðirin frá því hvernig hún „endurbætir” mysuostinn. — Mætti ætla að sú uppskrift væri norðan úr Þingeyjarsýslu, því undirritaður man eftir þvi að jafnan var „endurbættur mysuostur” á borðum i Kelduhverf- inu í gamla daga. En hér er uppskriftin. Hún er nokkuð stór, en bréfritari segist jafnan baka helmingi stærri uppskrift og geyma síðan í frysti. „Þá tekur enga stund að hita upp nokkra parta ef gesti ber að garði, því þeir eru langbeztir volgir.” 4 bollar hveiti 2 bollar heilhveiti 2 bollar rúgmjöl 2 bollar hafragrjón 200 gr smjörlíki 1 1/2 bolli sykur 10 tesk. lyftiduft 2egg og mjólk eftir þörfunt. öll þurrefnin eru látin i skál, smjörlíkið mulið saman við og vætt i deiginu með eggjunum og mjólkinni Deigið er síðan hnoðað, flatt út og skornir út „partar”, sem bakaðir eru ljósbrúnir (ekki baka þá of mikið) Partarnir eru góðir með smjöri, sultu, marmelaöi og mysingi. Úr deiginu er einnig hægt að baka vínarbrauð með sultu, tertur o. fl. „Heimatilbúinn mysuostur” er langbeztur með pörtunum. Keyptur er biti af mysuosti og hann skorinn niður í bita og látinn í pott. Bætt er út í smjöri, sykri og mjólk eftir smekk. Osturinn er síðan soðinn og hrært vel í, potturinn tekinn af elda- vélinni og hrært í ostinum þar til hann er orðinn kaldur. „Þetta er notað á allt mögulegt brauð hérna og sonum mínum finnst vanta mikið ef mysuosturinn er ekki til,” segir húsmóðirin í bréfi sinu. Hráefnið i partauppskriftina kostar nálægt 700 kr. Ekki vitum við hvað hver „partur” leggur sig á, því við höfum ekki reynt uppskriftina og vitum því ekki hve margar kökur fást úr henni. En þetta virðist töluvert stór uppskrift og því alveg þrælódýr. -A.Bj. Bruðl í fámenninu Guðrún á Akureyri skrifar: Ég verð að játa að mér krossbrá þegar ég reiknaði út hverju ég hafði eytt í mat í september (153.427 fyrir 4). Ég veit ekki fyllilega hvað veldur en sennilega kemur margt til. Ég keypti á verksmiðjuverði þvottaefni sem sennilega endist mér í allt að 6 mánuði, einnig unnar kjötvörur, sem ég á enn eftir af, auk þess sem ég gaf dóttur minni, sem er við nám í Reykjavík, af þeim. Eitthvaö fleira keypti ég sem endist mér meira en þennan mánuð. Ég hef alltaf gert eitthvað slíkt í hverjum mánuði. Auk þess held ég að mér hafi fundizt við vera orðin svo fá núna að ég gæti bruðlað svolítið. Svo kveð ég ykkur að sinni og þakka fyrir síðuna, sem er ómetanleg.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.