Dagblaðið - 20.10.1979, Síða 6

Dagblaðið - 20.10.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. „Sandarar” byggja nýj- an skóla Hellissandsbúar hafa verið að vinna við skólabyggingu undanfarið. Er bygging nýs skóla þar í bæ mjög brýn þar eð kenna hefur orðið á tveim stöð- um i bænum siðustu ár. Nýja skóla- húsið er 1300 fermetrar að flatarmáli og er áætlað að það verði orðið fokhelt um miðjan nóvember. Hellissandsbúar bíða hins nýja skólahúss með mikilli eftirvæntingu. -DS/ HJ, Hellissandi. Rrf: Stærri landshöfn Við landshöfnina á Rifi var í sumar unnið að lengingu viðlegukants. Lagt var um 50 metra langt stálþil í fram- haldi af því sem fyrir var. Viðlegupláss á Rifi er þar með orðið um 300 metrar og veitir ekki af því. Annríki er oft mikið við höfnina á Rifi því bæði er landað þar fiski og flutningaskip koma þangað með vöru sína. Fyrstu fjóra mánuði ársins bárust á land á Rifi tæp 6 þúsund tonn af fiski sem unnin voru i hreppnum. Þá fengu Hellissandsbúar og Ólafsvíkingar mik- inn og góðan fiskafla. - DS / HJ, Hellissandi. Sjálfvirk sím- stöð í Ámesi Sjötta október sl. var opnuð sjálfvirk símstöð að Árnesi í Gnúpverjahreppi í Árnessýslu. Svæðisnúmerið er 99. Stöðin hefur 60 númer og hafa 42 þegar verið tengd við stöðina. Númerin eru (99)6000—6059. Dagblaðsbíó ámorgun í Dagblaðsbíói kl. þrjú á morgun verður sýnd myndin Þegar strákar hitta stelpur, söngva- og gamanmynd. Hún er í litum og með íslenzkum texta. Sýn- ingarstaður: Hafnarbíó. Framboðsslagur hjá sjálfstæðismönnum og krötum á Norðurlandi eystra: „BARIZT TILSID- ASTA BLÓÐDROPA” —Allaballar og f ramsóknarmenn vilja veg Sólness sem mestan! Halldór Blöndal: Stuðningsmenn hans vilja Sólnes burt úr „öruggu sæti”. auðveldlega þokað úr sæti. Hann á sér drjúgt marga formælendur. V i I 1 ; Jt Arni Gunnarsson: Berst fyrir þing- mannslifi sinu. Tvísýnt strið það. Jón Armann Héðinsson: Heggur hann skarð mikið I Húsavíkurfylgið hans Árna? \ Það er hart barizt um bitann í her- búðum Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks í Norðurlandskjördæmi eystra þessa dagana. „öruggu sætin” á list- um beggja flokka til þingkosninga eru aðalbitbeinin. Um „volgu sætin” er bitizt líka. „Nú verður barizt til síðasta blóð- dropa,” sagði krati einn á Akureyri. Honum var auðheyrilega kappsmál að Árni Gunnarsson yrði oddviti á kratalistanum í stað Braga Sigurjóns- sonar ráðherra. Og að Jón Helgason, formaður Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, yrði i 2. sæti listans. Ef slíkt bandalag tekst er staða Árna töluvert sterk. Hann þarf líkaá því að halda þar sem sótt er að honum úr fleiri áttum en af mönnum Braga. Jón Ármann Héðinsson, fyrrum þingmaður Reyknesinga, er nefnilega kominn í slaginn um toppsætið hjá krötum í kjördæminu. Hann mun fyrst og fremst stefna á fylgi á Húsa- vík og í Þingeyjarsýslum. Árnamenn óttast greinilega að Jón Ármann höggvi hressilega í „Húsavíkurfylgi” Árna. Þeir ólmast því þeim mun meira á Eyjafjarðarsvæðinu til að reyna að vinna það tap upp. Viðmælendur DB töldu fylgi Braga öruggara og að það dreifðist meira yfir allt kjördæmið. Það eina sem gæti ógnað stöðu hans væri óform- legt kosningabandalag Árna og Jóns Helgasonar. Stuðningur við Sólnes úr óvœntri átt Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra þingar í dag um framboðsmálin og ákveður m.a. hvort prófkjör skuli haldið um skipan sæta á listanum til þingkosninga. Jón G. Sólnes vill ólmur prófkjör og stefnir ótrauður að því að halda forystusæti sínu á listanum. Hins vegar er talsverð hreyfing í röðum flokksmanna sem vilja Jón burt úr „öruggu sæti” og að Halldór Blöndal og Lárus Jónsson skipi efsta sætLBent er á að Sólnes sé maður 69 ára og því mál að hann dragi sig í hlé til að gefa yngri og sprækari mönnum „séns”. Einnig óttast margir sjálfstæðismenn að símareikningamál þingmannsins vegna gufufátækrar virkjunar við Kröflu muni verða myllusteinn um háls sjálfstæðismanna í kosninga- slagnum, verði Sólnes í fremstu víg- línu þeirra. „Kommar og ! ramsóknarmenn eru hörðustu stuðmngsmenn Sólness þessa dagana!” sagði einn viðmæl- andi Dagblaðsins i gær. Framsóknar- og alþýðubandalags- menn eru mjög á þeirri skoðun að það yröi andstæðingum Sjálfstæðis- flokksins til framdráttar í kosningun- um ef Jón G. Sólnes yrði oddviti þeirra á lista. Fullyrt er að i röðum beggja flokka, Framsóknar- og Al- þýðubandalags, sé að finna hörku talsmenn fyrir Sólnes! Merkja má af viðtölum við sjálf- stæðisfólkúr þeim hópi er vill veg Halldórs og Lárusar sem mestan að því er ekki tiltakanlega mikið gefið um prófkjörshugmyndina. Það óttast nefnilega að andstæðingar Sjálf- stæðisflokksins taki virkan þátt í prófkjörsslagnum og skipuleggi smölun til að tryggja Jóni efsta sætið! Undirskriftalistar til stuðnings prófkjörum verða lagðir fyrir fund kjördæmisráðsins í dag. Slíkir listar hafa gengið manna á meðal í fyrir tækjum og víðar að undanförnu. Ýmsir líta á undirskriftasöfnunina sem beina eða óbeina liðsmanna- könnun fyrir Sólnes. -ARH Til sölu eru 30—40 hlutabréf í Sendibílum hf. Verði hlutabréfanna er mjög stillt í hóf og samsvarar aðeins fárra mánaða leigugjaldi annars staðar. Hlutabréfseiganda er, að sjálfsögðu, ekki hægt að segja upp stöðvarplássi. Hann er því öllum óháður og algjörlega sjálfstæður atvinnurekandi. Allar nánari upplýsingar verða gefnar í húsakynnum stöðvarinnar að Borgar- túni 24 milli kl. 2 og 4 í dag og á mánudag á sama tíma. Engar upplýsingar verða gefnar í síma en bent er á síma 75485 á öðrum tíma. Þá sem þegar hafa haft samband við okkur biðjum við að fjölmenna. Nú fer hver ao veróa síóastur til þess að sjá frábœran plötuþeyti: Robert Dennis sér um að allir if skemmti

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.