Dagblaðið - 20.10.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979.
13
AÐ VERA UFANDI
Stafán Hörður Grimuon, Ljóð.
109 bb. Iðunn. Rvflt 1979.
Stefán Hörður Grimsson varð sex-
tugur fyrr á þessu ári ,og hvort sem
það er í tilefni’ af því eða ekki, hefur
bókaforlagið Iöunn nú gefið út Ijóða-
bækurnar hans þrjár í heildarútgáfu,
og ber hún það yfirlætislausa nafn
Ljóð.
Glugginn snýr
í norflur
Stefán Hörður Grímsson tilheyrir
þeirri kynslóð skálda sem fram kom
upp úr heimsstyrjöldinni siðari og
leiddi formbyltinguna svonefndu til
endanlegs sigurs i íslenskri ljóöa-
gerð. Fyrsta Ijóðabókin hans, Glugg-
inn snýr í norður, sem út kom árið
I946,er þó töluvert hefðbundin og
ósjálfstæð bók, eins og svo algengt er
um fyrstu bók höfunda. Áhrifin frá
eldri skáldum leyna sér ekki, og úr sér
genginna klifana gætir oft bæði í
yrkisefnum og myndmáli. Merk-
ingarþrungin hugtök og stór orð eru
hvergi spöruð. í þessum Ijóðum er
sem sagt meir verið aö segja frá og
sannfæra en brugöið sé upp mynd-
um. Málið vísar ekki út fyrir sig á
sama hátt og raun verður á um seinni
ljóð Stefáns.
Skáldlegar
stellingar
Síðasta kvæði bókarinnar,
Draumurinn, minnir óneitanlega á
kvæði Steins Steinars í draumi sér-
hvers manns, sem einnig er loka-
kvæði Ferðar án fyrirheits, sem
komið hafði út fáum árum áður.
Þú stendur einn við hlið hinnar
helgu dular
og hlustar á forleik þins draums,
er falskir tónar hans renna í
reginsandinn
í ríki hins mikla flaums.
Og þú munt ávallt standa við dyr
þeirrar dular
í dýrkun hins óbrotna manns.
Og fylling þins sjálfs mun ofin
fyllingu draumsins
og forlög þín söm og hans.
Einhvern veginn finnur maður
fyrir skáldlegum stellingum, og að
tónninn er ekki alveg ekta. Orðalag
eins og hin helga dul, hinn mikli
flaumur, hinn óbrotni maður er
nokkuð upphafiö og ekki að öllu
leyti tilgerðarlaust, en það var mjög
algengt i heimspekilegum og pólitisk-
um kvæðum þessa tima, og líklega
ætlað til að sýna yfirvættis stærð og
mikilfengleika viðfangsefnisins.
Svartálfadans
Á þeim fimm árum sem Stefán
Hörður er að yrkja ljóðin í Svartálfa-
dansi, sem kom út árið 1951, eiga sér
stað miklar umræður um stöðu ís-
lenskrar Ijóðagerðar. Þau ungu
skáld, sem um þetta leyti byrjuðu að
birta eftir sig ljóð á prenti og byggðu
meir á stefnum samtimans en fornri
arfieifð ríms og.stuðla.þóttuóskiljan-
leg og urðu fyrir aðkasti. Þótt þessi
skáld væru ákaflega ólík innbyrðis
voru þau gjarnan afgreidd öll i einu
með háðsglósunni atómskáld. í
Svartálfadansi hefur Stefán Hörður
fundið sjálfan sig, og hefur bókin að
geyma einhver eftirminnilegustu ljóð
frá þessum tíma formbyltingar í
islenskri ljóðagerð, og sem mörg eru
löngu orðin klassisk.
Ástin
Flest ljóðanna í Svartálfadansi
fjalla á einn eða annan hátt um ást-
ina, eins og t.a.m. fyrsta kvæðið,
Þegar undir skörðum mána, sem val-
inn þessi staður verkar eins og tileink-
un eða motto bókarinnar allrar. Það
byggist á sterku myndmáli og endur-
tekningum sem minna á tónlist, en
þetta eru jafnframt stílbrögð sem ein-
kenna bókina í heild.
Þegar undir skörðum mána
kulið feykir dánu laufi
mun ég eiga þig að rósu.
Þegar tregans fingurgómar
styðja þungt ástrenginn rauða
mun ég eiga þig að brosi.
í þessum Ijóðum er landslagið yfir-
leitt nálægt og hlýtt. Það er skógur,
runnar, lauf, lyng og blóm, en það er
hverfult og ofurselt tímanum og
dauðanum eins og maðurinn sjálfur.
Draumurinn
Draumurinn, þráin — löngunin
eftir heilum samskiptum við aðra
manneskju, skipar mikið rúm í Svart-
álfadansi, og eins og i kvæðinu
Draumurinn, sem vitnað var til hér
að ofan, felur þessi draumur jafn-
framt í sér eins konar lifstakmark
sem nær út fyrir veruleikann og
verður ekki höndlað. Eitt hrikaleg-
asta og fegursta kvæði bókarinnar er
í lyngbrekku gamals draums:
í lyngbrekku gamals draums
streymdi bergáin tær
og eldrauð fjöll stóðu vörð
um hina djúpu kyrrð.
í lyngbrekku gamals draums
éghélti ljósahönd.
Viðáttum heila nótt
Við áttum stóran skóg
Hlógum við tvö í skóg.
Svo gengum við fram á lík.
Það var líkiðaf mér
það var likið af þér
i lyngbrekku gamals draums.
Hliðin á sléttunni
Það líða nítján ár milli Svartálfa-
dans og bókarinnar Hliðin á slétt-
unni, sem kom út árið 1971. Á þess-
um árum má segja að Stefán Hörður
hafi náð svo langt í hreinni ljóðagerð,
að lengra verði varla komist. Kvæðin
eru stutt, og þau liverfast um eina
mynd og eitt augnablik. Landslagiö
er kaldara — og kannski íslenskara —
en áður. Það er fjöll, heiðar, auðnir
og umfram allt víðátta. Tæpur helm-
ingur bókarinnar eru Ijóð í óbundnu
máli, svokölluð prósaljóð, þar sem
myndin skiptir öllu máli. Lokakvæði
bókarinnar, Fjöll, hefur aö geyma
sömu hugsun og fram kemur bæði í
Glugginn snýr í norður og Svartálfa-
dansi, að takmarkinu verði ekki náð,
aðeins hugsýn þess:
Laufsalir heitir fjall á Síðumanna-
afrétti og maðurinn sem er þar á
reiki leitar að þessu fjalli en þar er
og Laufsalavatn og allt í einu
stendur hann á vatnsbakka og sér
spegilmynd fjalls i vatninu en eygir
hvergi fjalliö sjálft. Undarlegt
hugsar hann og heldur áfram
göngunni.
Dauðinn
Dauðinn er alls staðar nálægur í
þessari bók. Ferð er algengt minni i
ljóðum Stefáns Harðar, en Hliðin á
sléttunni lýsir um fram allt ferðalok-
um, og andstætt Ijóðum Svartálfa-
dans er maðurinn einn. Sólin sem
kemur upp við sjóndeildarhringinn,
tunglið sem kviknar i nóttinni,
skugginn yfir heiðinni, og yfirleitt
allar hinar mörgu myndir skiptandi
birtu, sem eru eitt aðaleinkenni á
myndmáli þessara Ijóða, lýsa tilfinn-
ingu um tímann sem líður, um stund-
legt lif mannsins. Lífið er hluti
eilifðarinnar, það heldur áfram þótt
einstaklingurinn deyi. í Ijóðinu
Mörleysur, einu áhrifamesta kvæði
bókarinnar, er dauðinn tengdur birtu
og dögun:
Grjótogloft.
Engar vörður benda á leiðir
til næstu grasa.
Á þessum auða staö
á veggjalausri þögninni
kviknar þér sumartungl.
Veiðimaður og bráð hugrenninga
næturþokan flýraf enni þínu.
Eggjar glóa. Það er morgunn.
ÞiVhverfur inn í dögunina
bak við morguninn.
Þessi sama trú á lífiö kemur fram í
Ijóðinu Hvíta tjaldið, sem hefur gefið
hugmyndina að einstaklega fallegri
og velviðeigandi myndskreytingu á
kápu heildarútgáfunnar.
Kjarni Ijófls
Stefán Hörður hefur oft verið sak-
aður um að vera bölsýnn í Ijóðum
sínum, og fyrir að lýsa heimi án
vonar og úrkosta. Þetta er þvi miður
nokkuð algengt viðkvæði um svo-
nefnd innhverf Ijóð, þ.e. Ijóð sem
lýsa persónulegri reynslu. Þetta er
skoðun sem er byggð á algerum mis-
skilning þess, hvert sé eðli og hlut-
verk Ijóðs. í viðtali á fimmtugsaf-
mæli sínu (Alþbl. 31/3 1969) sepir
Stefán Hörður að það sem skipti sig
mestu máli sé að vera lifandi. Og það
er einmitt tilfinningin um það að vera
lifandi dauðlegur maður sem er
grunntónninn í ljóðum hans. í þeim
kemur lífið sjálft fram sem frum-
kraftur og takmark í sjálfu sér, sem
óaðskiljanlegur hluti sköpunarinnar
allrar. Slík Ijóð halda vakandi með
okkur þeirri lífstilfinningu sem stfellt
er verið að slæva í hlutgerðum lífs-
firrtum samfélögum nútimans, og
þau eru ekki síður byltingarafl en
mörg hávær óp á torgum.
Um útgáfuna
Glugginn snýr í norður er hér
prentuð i endurskoðaðri útgáfu, og
eru breytingarnar að mörgu leyti at-
hyglisverðar fyrir vinnubrögð og þró-
un skáldsins. í stuttu máli virðast mér
þær felast í að gera málið einfaldara.
Þankastrik og önnur skáldleg tilþrif
eru felld brott, nöfnum kvæða er
breytt, og oft er orðaröð færð nær
mæltu máli. Nokkrum erindum er
sleppt og þremur kvæðum alveg
(Blóðið rautt, Hvit jól, Óður til
Java). Aftur á móti er hér að finna
eitt kvæði sem ekki er í frumútgáf-
unni, Söngvisur. Svartálfadans er
prentaður eftir endurskoðuðu útgáf-
unni frá 1970, en Hliðin á sléttunni er
óbreytt frá frumútgáfu. Þessi útgáfa
er í alla staði til fyrirmyndar. Hún er
bæði vönduð og falleg, og prentvillur
hef ég ekki rekist á neinar. Efnis-
skráin hefur að geyma bæði heiti og
upphafsorð kvæðanna, sem og ár-
setningu hvers kvæðis um sig. Bókar-
kápa og teikningar eru eftir Hring Jó-
hannesson, sem er sá málari sem er
hvað skyldastur Stefáni Herði í mynd-
rænni sýn. Myndin á bókarkápu
finnst mér góð og hæfa anda Ijóð-
anna einstaklega vel. Um teikning-
arnar inni i bókinni er ég ekki eins
viss. Það er erfitt að myndskreyta
Ijóð, og áhorfsmál hvort yfirleitt eigi
að vera að því. í þessu tilfelli finnst
mér myndskreytingarnar oft of bók-
staflegar, að þær haldi sig um of við
yfirborð Ijóðanna á kostnað tákn-
rænnar skírskotunar þeirra.
Ný Ijóðabók?
Þessi heildarútgáfa tekur aðeins til
ljóðabókanna þriggja, og hún nær
því ekki lengra en til ársins 1970. Á
þeim árum sem liðin eru frá því
Hliðin á sléttunni kom út hefur
Stefán Hörður jafnt og þétt birt eftir
sig ljóð í Tímariti Máls og menn-
ingar. Að þau skulu ekki vera tekin
með i þessa útgáfu bendir vonandi til
að von sé á nýrri Ijóðabók frá Stefáni
Herði innan tíðar.
Teikning Hrings Jóhannessonar við „Haustið kom á gluggann"
eftir Stefán Hörð Grimsson.
Jaqueline B.
í nýrri mynd
Enska kvikmyndaleikkonan
Jacqueline Bissett er um þessar
mundir á stöðugum ferðalögum um
fjöll og firnindi vegna töku á nýrri
kvikmynd, Inchon. Mótleikarar
hennar í myndinni eru þeir Omar
Shariff og Sir Lawrence Olivier.
Bissett, sem er dóttir brezks
læknis, hefur þvælzt víða og síðasta
ferðalag hennar var til Suður-Kóreu.
Myndin Inchon fjallar um
könnunarsveit, sem fer til ímyndaða
landsins, Inchon, á vegum gæzlu-
sveita Sameinuðu þjóðanna. Inn í
kvikmyndina fléttast síðan ástar-
ævintýri.
Bissett er nú orðin 33 ára. Hún býr
í fyrrverandi húsnæði Clark Gable í
Beverly Hills ásamt frönskum vini
sínum.