Dagblaðið - 20.10.1979, Side 15

Dagblaðið - 20.10.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 1979. 15 Þaö er erfitt að trúa þvi að þessi bill hafi einu sinni verið ryðhrúga og brotajárndrasl, eins glæsilegur og hann er núna. Citroen TypeBL, Seriall. árg. 1946 GLÆSILEGASH OLDUNGUR LANDSINS Sumarið 1977 var ég við störf norður í Eyjafirði og eyddi þá mestum frítíma mínum á Akureyri. Þá var ég svo hepp- inn að kynnast Gúgga. Ekki höfðum við þekkzt lengi þegar hann vildi óður og uppvægur sýna mér bilinn sinn. Fórum við niður á Oddeyri þar sem bíllinn stóð úti, og satt bezt að segja þá leizt mér ekkert á gripinn. Var hann meira og minna ryðgaður, mjög dældaður og til að kóróna allt höfðu einhverjir pörupiltar brotið allar rúð- urnar í bílnum. Höfðu þeir notað við það hálfan símastaur og stóð hann í afturglugganum og út um framglugg- ann. Gúggi var hinn bjartsýnasti og sagðist ætla að gera bílinn upp og gera hann að glæsilegasta bílnum á Akur- eyri. Mér fannst þá að Gúggi myndi gera réttast í að henda þessari ryðhrúgu og brotajárndrasli en ekki hafði ég þó orð á þvi til að særa hann ekki. Síðast- liðið sumar átti ég aftur leið um Akureyri og að sjálfsögðu heilsaði ég upp á Gúgga vin minn. Aftur vildi hann sýna mér bílinn og meira en það, hann ætlaði að bjóða mér í bíltúr í honum. Andlitið bókstaflega datt af mér þegar ég sá bílinn því að Gúggi hafði svo sannarlega staðið við orð sín, og gott betur en það, um að gera bílinn að þeim glæsilegasta á Akureyri. Held ég að varla finnist virðuiegri eða glæsi- legri öldungur á öllu íslandi og þó að víðar væri leitað. Gúggi heitir annars Valdimar Páls- son en það eru fæstir sem kannast við hann undir því nafni. Gúggi er símsmiður að atvinnu en áhugamál hans eru bílar. Hefur hann unnið mikið fyrir Bílaklúbb Akureyrar m.a. og verið í stjórn hans. Bíll Gúgga er Citroen Typa BL seria 11 árg. 1946. Vélin í bílnum er upp- runaleg og er hún fjögurra strokka. Uppgefin hestaflatala er 16. Gírkassinn er þriggja gíra en hann er fyrir framan vélina og er bíllinn með framdrifi. Gúggi hefur reynt að byggja bílinn upp í sem upprunalegastri mynd og hefur einungis tveimur atriðum verið breytt. Rafkerfinu var breytt úr 6 volta kerfi í 12 volta kerfi og sett voru stefnuljós á bílinn. Að öðru leyti er bíllinn óbreyttur og er meira að segja upprunaleg tegund af dekkjum undir honum. Gúggi eignaðist bílinn í janúar ’77 og gáfu bræðurnir Eirikur og Teitur honum bílinn. Þá stóð billinn hrakinn og kaldur við bæinn Brúnalaug í Eyja- firði og hefur þá sjálfsagt verið talinn ónýtur. Gúggi flutti bílinn til Akur- eyrar og kom honum þar í hús, en erfitt er að fá bílskúra og halda þeim á Akur- eyri. Þurfti Gúggi að flytja bílinn fimm sinnum milli skúra þessi tvö ár sem viðgerð bilsins tók. Í septemberbyrjun hófst Gúggi handa við að vinna í bílnum af fullum krafti og var þá ekki alltaf tekið tillit til hvaða timi sóla- hrings var. í fyrstu var bíllinn allur rifinn í sundur og vinur Gúgga, Heiðar Brúnin á Gúgga er létt þegar hann sezt undir stýri á bil sínum og ekur um götur Akureyrarbæjar, á hraða sem hæfir vel virðuleika bflsins. DB-mynd Ragnar Th. Jóhannsson, tók hlutana og sandblés þá. Síðan var bíllinn ryðbættur og það smiðað upp á nýtt sem ekki var hægt að gera við. Þegar ryðbætingum var lokið var nýupptekinni vélinni og öðru gang- verki komið fyrir í bílnum. Næst lá fyrir að fínrétta bílinn og sprauta hann. Því verki var lokið 11. maí 1979 og var eftir það unnið nótt sem nýtan dag við að fullgera bílinn svo að hægt væri að hafa hann á bílasýningu Bílaklúbbs Akureyrar 17. júní. Var Birgir Pálma- son fenginn til að klæða bílinn að innan meðrauðuplussi meðan Gúggi og vinir hans hömuðust við að ganga frá öllum smáatriðum. Föstudaginn 15. júni var farið með bílinn í skoðun og voru margir Akureyringar með hálsríg þá um kvöldið, þvi að hvar sem bíllinn birtist þurftu allir að snúa sér við og virða hann fyrir sér. Gúggi segist aldrei hefði getað lokið við bílinn fyrir sýninguna ef hann hefði ekki notð hjálpar vina sinna og sérstaklega vildi hann þakka bræðrunum Braga og Stefáni Finnbogasonum og Ragnari Skjóldal Ragnarssyni fyrir þeirra hjálp. Þá sagði Gúggi að það væri von hans að þessi bill hvetti alla þá sem eiga gamla bíla til að hugsa vel um þá, því að í þeim lifir minningin um gamla timann sem aldrei kemur aftur. Jóhann Kristjánsson. Við endurbyggingu bilsins hefur Gúggi lagt mikla áherzlu á að hafa allt i sinni upprunalegu mynd. DB-mvnd Ragnar Th. Ódýr gæðadekk- úrvals snjómynztur —mjög hagstætt verói—--------- Super snjómynztur 155X12(600X12) B78X 14(175X14) (Volvo) 20.40C 21.200 C78X 14 (695X14) 25.500 Michelin GR78X14 30.400 135X13 (Fiat 127) 17.850 G60X14 33.800 205X16 Michelin(Range Rovcr) BR78X 15(560X15) (600X15) 21.800 Flestar stærðir sólaðra hjólbarða F78X 15(710X15) 22.300. SAMYANG FR78X15 27.600 GR78X15 31.200 600X12 17.900 HR78X 15(700X15) 615X13 18.400 (Jeppa) 31.900 560X13 18.700 LR78X 15(750X15) 560X13 18.700 (Jeppa) 34.500 600X13 20.050 12Xl5(Bush Track) 66.800 645X13 21.400 125X12 með nöglum 18.000 640X13 23.350 520X 10 Yokohama 13.600 695X14 27.800 Sendum gegn póstkröfu um land allt Gúmmívinnustofan Sími 31055

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.