Dagblaðið - 27.10.1979, Side 4

Dagblaðið - 27.10.1979, Side 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði STORINNKAUPIN FARIN AÐ HAFA ÁHRIF TIL LÆKKUNAR Kæra frú Neytendasíða. Enn sendi ég þér línu. Nú hefur kostnaðurinn stórlækkað fyrir september, þ.e.a.s. stórinnkaupin eru farin að hafa áhrif. Ég er i sjöunda himni með Neytendasiðuna, bæði áhugaverðar uppskriftir og ýmsar upplýsingar varðandi heimilið. E. B., Kópavogi. Það er gott að einhver er ánægður rneð útgjöldin sin. Þessi húsmóðir var með 23.500 kr. á mann í septem- ber. I júlí var hún með tæpl. 37 þúsund kr. í meðaltal og tæplega 52 þúsund í ágústmánuði. -A.Bj. TOLURNAR LETU UT SEM NÁÐISTÞÓ ÚR MEÐ SPRITTI Lágmarkskrafa að þeir sem verzla með tölurviti hvort þærséu litekta eða ekki Þá mánuðina sem stórinnkaup eru gerð fara allar tölur upp úr öllu valdi, en það borgar sig þegar frá llður og litið er á nokkra mánuði I einni heild. Halla á Akranesi hringdi: Ég keypti um daginn tölur i verzluninni Vogue á peysur sem ég hafði prjónað á dæti.r minar tvær. Peysurnar votu hvítar með rauðu mynztri og tölurnar rauðar. Ég festi tölurnar á og þegar að þvi kom að ég þvoði peysurnar vildi hvorki betur né verr til en að tölurnar létu lit og peysurnar virtust ónýtar. — Ég hafði þvegið þær i höndunum og látið edik í vatnið þannig að þctta kom mér ntjög á óvart. í fyrsiu hélt ég að það hefði verið rauða grrnið sem hefði látið lit, en svo var ekki. Ég lét eina tölu í blautan þvottapoka og ekki var um að villast. Það varu tölurnar sem létu litinn. Ég hafði santband við Vogue og sagði konunni setn í símann kom mínar farir ekki sléttar. Konan var nánast ókurteis og spurði hvort hún ætti að vita allt um eiginleika þessara talna og fleira lét hún sér um munn fara sem ekki skal liaft eftir. Hún benti mér m.a. á að ,,fólk ætti ekki að láta rauðar tölur á hvítar flíkur”! Ég benti konunni á, að nú væri henni kunnugt um að þessar tölur létu lit og gæti hún því varað viðskiptavini sina við í framtíðinni. Þar sem garnið i peysurnar hafði kostað unt 8000 kr. vildi ég ekki una því að þær væru alveg ónýtar. Hjá Leiðbciningarstöð húsmæðra var mér ráðlagt að þvo peysurnar úr spritti. Ég gerði það og liturinn fór úr þeim. Ég hef reyndar áður náð gras- grænu úr flíkum með spritti. Þessar „hættulegu” og ólitekta tölur eru i plastpoka með rennilás, 5 stk. og kosta 290 kr. Raddir neytenda Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjavík Prófkjör um 1. sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík dagna 27. og 28. október 1979 fer fram á eftirtöldum stöðum: IÐNÓ: Fyrir alla íbúa Reykjavíkur vestan Lönguhlíðar og Nóatúns. SIGTÚNI: Fyrir alla íbúa Reykjavíkur austan Lönguhlíðar og Nóatúns. Kjördeildir verða 3 í Sigtúni og 1 í Iðnó, en margir kjörklefar verða á hvorum stað. Kosið verður laugardaginn 27. október kl. 13—18 og sunnudaginn 28. október kl. 10—19. SÝNISHORN AF KJÖRSEÐLI:___________ Kjörseðill við prófkjör Alþýðuflokksins til Alþingiskosninga 27. og 28. október 1979 W BENEDIKT GRÖNDAL, forsætisráðherra BRAGI JÓSEPSSON, formaður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur Ath. Kjósa skal aðeins annan frambjóðandann. Kjörseðill er ógildur ef báðir eru kosnir. Aðeins þessir tveir frambjóðendur eru í boði en engir aðrir, og er kjörseðill ógildur ef bætt er við öðrum nöfnum. Krossið í reitinn framan við nafnið í þeim reit er þar er afmarkaður, a. m. k. þarf að vera greinilegt við hvorn frambjóðandann á. Talning atkvæða fer fram í Sigtúni að kosningu lokinni og matarhléi kl. 21. Frambjóðendur, vinir og velunnarar flokksins eru velkomnir og verður aðstaða til að fylgjast með talningu í sérsal og hægt að fá veitingar þar aðeiginósk. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fyrir þá sem ekki geta verið í bænum á kjördegi verður í skrifstofu Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu í dag og föstudag frá kl. 14—17. Kosningarétt hafa allir sem eru 18 ára og eldri og ekki eru flokksbundnir félagar í öðrum stjórnmálaflokkum og eiga lögheimili í Reykjavík. Mætið snemma á kjördögum. Kjörstjórnin Hátf milljón kr. ítropicanafemu: VMDHÖFUM DRUKK- IDSAFAÚR137 MILU. APPELSÍN- UMÁ7ÁRUM Einhvern næstu daga verður 10 milljónasta tropieanasafafernan seld í einhverri verzluninni. Sá sem hana kaupir verður hálfri milljón ríkari. Betra er því fyrir appelsínusafaunn- endur að gæta vel ofan i umbúðirnar þegar þeir hafa lokið úr fernunni. Látin var plastræma með þessum gleðilegu tíðindum ofan í eina fern- una, sem nú er farin á markaðinn. Siðan pökkun á „sólargeislanum frá Flórída” hófst á íslandi, í febrúar 1973, hafa verið framleiddir um það bil 9.3,90.000 lítrar af appelsínusafa. Talið er að’'þaóþurfi safa úr 2 1/4 kg af appelsínum i hvern' lítra. Reiknað hefur verið út að i allan þennan appelsínusafa hafa farið 137 milljón appelsinur! Einn lítri af tropicana appelsínu- safa kostar út úr búð i dag 581 kr. Einnig er frafnleiddur eplasafi og kostar hann 644 kr. litrinn. Ódýrast- ur er grape-safinn, sem kostar 544 kr. -A.Bj. Davfð Scheving Thorsteinsson fylgist með þvf er Rannveig Eiiasdóttir lætur 1/2 miiljón i tropicanafernu. PRÓFKJÖR SJÁLFS TÆÐISFL OKKSINS Munið Guðbjartsson Stuðningsmenn

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.