Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1979. 5 Aðstoðarstúlkur skólatannlækna: Eru 5-10 ár að vinna sér inn árslaun skólatannlækna Orlofs- og líf eyrisgreiðslur tannlækna eru reiknaðar inn í himinháa gjaldskrá þeirra í úttekt Jóns Aðalsteins Jónassonar skólatannlæknis. fulltrúa Framsóknarflokksins í heil- brigðisráði Reykjavíkurborgar á laun- um skólatannlækna í Reykjavík kemur fram m.a. að aðstoðarstúlkur skóla- tannlæknanna eru 5—10 ár að vinna sér inn árslaun skólatannlækna. Jón Aðalsteinn kveðst einnig hafa komizt að þeirri niðurstöðu að sé gerður samskonar samanburður á launum verzlunar- og skrifstofufólks séu þeir hópar 5—8 ár að náárslaunum Jón segir ennfremur að Reykjavíkur- borg greiði öll launatengd gjöld sam- fara launum skólatannlækna önnur en orlof og lífeyrissjóðsgreiðslur og hann kveðst harma að tannlæknarnir, sem notið hafi dýrari menntunar en flestir ef ekki allir aðrir háskólaborgarar, geti ekki réttilega lagt saman tvo og tvo. „Það gefur auga leið,” segir Jón Aðalsteinn, ,,að inn í gjaldskrá tann- lækna, sem borgin greiðir eftir, er reiknaður liður sem tryggir þeim bæði orlofsfé og ígildi lífeyrissjóðs. Tann- læknar gleyma áreiðanlega engu í gerð síns taxta, svo hár sem hann er. Og það kemur meira að segja fram hjá skóla- tannlæknum að sumir vinna ekki nema 10 mánuði á ári og þeir ræða um 10% orlof. Allar aðrar stéttir verða að láta sér nægja 21—28 daga orlof og orlofsgreiðslur upp á 8,33% af marg- falt lægra kaupi en tannlæknar hafa,” sagðiJón. -A.St. „Landamæri” Byggðasjóðs brátt úr sögunni: Suðumesin fá rúm við fyrirgreiðsluborðið „Kjúklingasláturhús i Mosfellssveit á að hafa sama rétt til fyrirgreiðslu úr Byggðasjóði og kjúklingasláturhús á Svalbarðsströnd eða á Suðurlandi. Svo hefur ekki verið í reynd en verður nú eftir að nýjar reglur taka gildi um ára- mótin,” sagði Sverrir Hermannsson, forstjóri Framkvæmdastofnunar ríkisins, á blaðamannafundi í gær. Þar kynntu forsvarsmenn stofnunarinnar nýjar reglur um Byggðasjóð sem fela í sér að frá áramótum skal Reykjanes- kjördæmi njóta jafnræðis við aðra landshluta um lánafyrirgreiðslu úr sjóðnum. Hingað til hafa Suðurnes notið jafn- ræðis hvað varðar lánveitingar Byggða- sjóðs til frystiiðnaðar og útgerðar. Hins vegar hefur verið mismunun í fyrirgreiðslu til iðnaðar og fleiri greina. Nú skal bætt úr því og „landamæri” Byggðasjóðs þurrkuð út.Þó mun Stór- reykjavíkursvæðið enn um sinn verða aftarlega á merinni í fyrirgreiðslu sjóðsins. Þá má geta þess að stjórn Fram- kvæmdastofnunar samþykkti að styrkja söfnun og varðveizlu muna og minja, einkum sjóminja, með allt að I % af vaxtatekjum Byggðasjóðs ár- lega, frá og með 1. janúar 1980 að telja. Talið er að upphæðin nemi um 20 milljónum á næsta ári. -ARH Það tekur aðstoðarstúlku á skólatannlæknisstofu 5—10 ár að vinna sér fyrir árslaun- um tannlæknisins. DB-mynd: Ragnar Th. Biðskyldu ekki sinnt —og af varð hundruð þúsunda tjón ogmeiðsli Mjög harður árekstur varð í gær- morgun á mótum Reykjanesbrautar og Elliðavogar. Fólksbifreið með X- númeri var ekið norður Reykjanes- braut (frá Breiðholtshverfum) og sveigði hún í átt til Miklubrautar undir EUiðaárbrúnni. Þar er biðskylda en bilnum var ekið i veg fyrir „pick-up” bifreið sem ekið var austur Elliðavog. Varð þarna mikið eignatjón, einkum á fólksbílnum. Þrír menn voru fluttir í slysadeild en meiðsli þeirra reyndust ekki eins alvarleg og búast mátti við. Innan tíðar verður þessi leiðinda- beygja úr sögunni. Unnið er að gerð nýrrar tengibrauta milli Reykjanes- brautar og Miklubrautar með allt öðrum hætti en nú er notazt við. Mikið hefur verið um árekstra og óhöpp í umferðinni, m.a. 13 eftir klukkan 8 á fimmtudagskvöld, sem er mjög óvenjulegt. -A.St. „Vinnum áfram að málinu" — athugasemd frá stjómarformanni Olfumalar hf. Hr. ritstjóri. Vegna frétta í Dagblaðinu í gær um yfirvofandi gjaldþrot Olíumalar hf. bið ég yður að birta eftirfarandi: Stjórn félagsins hefur á undanförn- um mánuðum unnið að þvi að auka hlutafé félagsins um allt að 400 milljón- ir króna, eins og samþykkt var á aðal- fundi í vor. Af ýmsum ástæðum er því verki ekki enn lokið. Vegna margítrek- aðra yfirlýsinga ráðherra og annarra stjórnvalda um aðstoð við að rétta hag félagsins hefur ekki komið til tals í stjórn þess að lýsa þaðgjaldþrota. Það er ekki rétt hjá fjármálaráð- herra, að Framkvæmdasjóður hafi lagt fram sitt hlutafé og sveitarfélögunum hefur ekkert verið lánað úr Fram- kvæmdasjóði vegna hlutafjáraukn- ingarinnar, þrátt fyrir samþykktir í þá átt. Hins vegar hefur Framkvæmda- sjóður veitt félaginu fyrirgreiðslu til bráðabirgða og stutt félagið á ýmsan hátt. Stjórn félagsins mun áfram vinna að málinu i trausti þess að stjórnvöld standi við upphaflega gefin loforð og að áfram verði unnið að lagningu bundins slitlags á þjóðvegi og götur. Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram t'rá því í vor um frekari fjárvönt- un en þá'var áætluð. f n vegna þess að hið nýja hlutafé hefur ekki fengizt inn- borgað hefur staða félagsins versnað, auk þess sem verkefni hafa verið i algjöru lágmarki. Tómas H. Sveinsson form. stjórnar Oliumalar h/f. Ódýr gæðadekk- úrvals snjómynztur ----mjög hagstætt verð-------- MOHAWK G78X15 28.000 700X15 34.000 Super snjóniy 17 ur B78X 14(600X12) 22.200 B78X 14(175X14) iMichelin 205X 16 Michclin (Rangc Rtncr) (Volvo) 21.200 C78X 14(695X14) 25.500 GR78X14 30.400 G60X14 33.800 BR78X 15(560X15) (600X15) 21.800 F78X 15(710X15) 22.300 FR78X15 27.600 GR78X15 31.200 HR78X 15(700X15) (Jcppa) 31.900 I.R78X 15 (750X15) (Jcppa) 34.500 I2X 15(Bush Track) 66.800 125 X 12 mcð nöglum 18.000 520 X 10 Yokohama 13.600 Flestar stæróir sólaóra hjólbaróa SAMYANG 600X12 17.900 615X13 18.400 560X13 18.700 560X13 18.700 600X13 20.050 645X13 21.400 640X13 23.350 695X14 27.800 Sendum gegn póstkröfu um land allt Skipholti 35 Simi31055 Gúmmívinnustofan

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.