Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 27.10.1979, Blaðsíða 24
* V* \\ Björn Ólafsson stjórnarmaður í Olíumöl hf ERFITT AD SEUA EIGNIR OLÍUMALAR —nema til komi stór aðili sem halda vill áf ram sams konar rekstri „Hluthöfum hefur ekki verið kynnt þessi niðurstaða rikisstjórnar- innar,” sagði Björn Ólafsson, stjórn- armaður í Oliumöl hf., en slikt hefði verið eðlilegt að gera. Eins og DB skýrði frá í gær lýsti Sighvatur Björg- vinsson fjármálaráðherra því yfir að Olíumöl hf. væri í reynd gjaldþrota fyrirtæki og Framkvæmdastofnun legði ekki fé í fyrirtækið og myndi ekki lána sveitarfélögum fé til þess að leggja í aukið hlutafé. „Ríkisstjórn Alþýðuflokksins hefur verið að fjalla um þetta mál að undanförnu og auðvitað gefur þessi yFirlýsing fjármálaráðherrans bend- ingu um úrslitin. Það verður því fljótt að koma til hluthafafundar fyrirtækisins.” „Ég hygg,” sagði Björn, ,,að skuldir Olíumalar hf. séu nálægt einum og hálfum milljarði króna. Það skýrist þó um áramót. Eignir fyrirtækisins voru metnar á um einn milljarð um siðustu áramót en það jafngildir þó ekki þvt að hægt sé að selja eigurnar fyrir þá upphæð komi til uppgjörs. Það var Ijóst þegar í vor að eignir stóðu ekki undir skuldum. Útvegsbankinn hefur haft milligöngu um allar ábyrgðir og mun ekki fjarri lagi að skuld Olíumalar við Útvegs- bankann nemi um 500—600 milljón- um. Þær skuldir eru þó baktryggðar hjá sveitarfélögunum sem að fyrir- tækinu standa. Það er mjög erfitt að selja eigur fyrirtækisins, nema til komi einhver einn stór aðili sem vill halda áfram sams konar rekstri. Rétt er að taka fram að ég er ekki starfandi framkvæmdastjóri eins og fram kom í DB í gær. í raun er eng- inn starfandi framkvæmdastjóri eins og er en Tómas Sveinsson stjórnar- formaður var framkvæmdastjóri og hefur prókúruumboð. Ég aðstoðaði framkvæmdastjórann hins vegar og var tæknilegur milligöngumaður Olíumalar hf. og Vegagerðar ríkisins. Þá kom fram í DB i gær að ég teldi að hægt væri að fá aukið fjármagn en ég mun hafa talað um aukin verk- efni. - JH Eggert Haukdal, efsti maður sjálfstæðismanna í Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu: SÆTTUM OKKUR ALDREI VK> ÞRIÐJA SÆTK) —stefnir allt í sérframboð nema Vestmannaeyingar eða Ámesingar gefi eftir „Það er ekki til í dæminu að Rang- æingar og Vestur-Skaftfellingar sætti sig við 3. sætið. Aðeins annað hvort fyrstu sætanna femur til greina. um það er aiger samstaða. Rangæingar og Vestur-Skaftfetlingar hafa alltaf átt mann í fyrstu sætum listans, vilja það áfram og hafa afl til þess þegar tillit er tekið til styrks Sjálfstæðis- flokksins í þessum héruðum miðað við hin héruðin,” sagði Eggert Haukdal fyrrv. alþingismaður í viðtali við DB í gær. DB hafði tal af Eggert vegna frétta þess efnis að Árnesingar hygðust eiga 1. mann, Vestmannaeyingar 2. mann og Eggert yrði í þriðja sæti í stað 1. sætis fyrir siðustu kosningar. Háværar raddir eru nú uppi um að Rangæingar og V-Skaftfellingar kljúfi sig út úr flokknum og efni til sérframboðs með Eggert efstan. „Ég vil ekkert um það segja fyrr en kjör- dæmisráð flokksins hefur komizt að niðurstöðu, væntanlega nú um helgina,” sagði Eggert og ítrekaði að 3. sætið kæmi ekki til greina. Hugmyndir kjörnefndar eru að Árnesingar eigi I. mann, Eyjamenn 2. mann, Rangæingar 3. mann og Eyjamenn 4. mann. -GS. % Handaflið er stundum eina lausnin... Það hefur vlða þurft að taka til hendinni I sambandi við bfla á SV-landi f vatnsveðri að undanförnu. Handaflið er stundum það eina sem hægt er að gripa til þegar raforku- rigningarnar drepa á vélunum. Og þá er gott að eiga sigur- bros eða sigurglott á vör þegar Ijósmyndara ber að garði þá verið er að reyna að koma kagganum I lag. DB-mynd: R.Th. Sig. frjálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 27. OKT. 1979. Eyjar: Árangurslaus leitað sjómanninum Leit að sjómanninum frá Suðureyri sem síðast sást í Vestmannaeyjum á miðvikudagsnótt bar engan árangur í gær. í gær komu froskmenn á vettvang og fór einn þeirra niður í höfnina þar sem bátur þess sem saknað var lá. Sú köfun bar ekki árangur enda skyggni við botninn mjög lélegt. í dag er ráðgert að þrír froskmenn leiti og er vonazt eftir betri skilyrðum með nýjum straumi. Þá verður einnig slætt í höfninni með nýjum slæðara sem smíðaður var í gær. -A.St. Gabbaði slökkvilið í vesturbæ Kvenmannsrödd var í símanum er símavakt á slökkvistöðinni lyfti simtól- inu síðari hluta dags í gær. Tilkynnti röddin að kviknað væri í að Nesvegi 67. Var tóliðsíðan lagt á. Hópur slökkviliðsbíla hélt í skynd- ingu á staðinn en þá kom i ljós að um gabb var að ræða. Slökkvistöðin hefur búnað við sima- tæki sín sem auðveldar að hafa uppi á þeim sem valdur er að svona plati og búast má við að það takist nú sem oft áður. -A.S< Hver stal hjóli Tíu ára gamall Dagblaðsdrengur varð fyrir þeirri sáru reynslu að hjóli hans var stolið úr reiðhjólageymslu í kjallara hússins nr. 51 við Háaleitis- braut. Þetta gerðist að kvöldi fimmtu- dags fyrir rúmum mánuði. Þetta er í fjórða skiptið á síðastliðnu ári sem hjóli er stolið úr geymslu fjöl- býlishússins nr. 51 við Háaleitisbraut og annað skiptið sem sami drengurinn verður fyrir því að hjóli hans er stolið. Hjólið er rautt Chopper-hjól með svörtu sæti. Þeir sem hafa orðið varir við hjól Dagblaðsdrengsins eru beðnir að hafa samband við síma 27022 eða heimasímadrengsins, 30832. -BS. Unglingar í ránsferð um Laugaveginn Hópur fimm unglinga innan við tvít- ugt, sem allir eru utanbæjarmenn, fór sögulega ferð um Laugaveginn í gær. Bárust á stuttum tíma þrjár kærur á unglingahópinn fyrir hnupl úr verzlun- um. Stálu unglingamir m.a. gleraugna- umbúðum og fatnaði. Lögreglan náði unglingunum og færði þá til yfirheyrslu. Reyndist vín vera með i spilinu. -A.St. TÖGGUR UMBOÐIÐ SÍMI 81530 ^

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.