Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.10.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 1979 — 239. TBL. RITSTJÓRN SIÐUMULA 12. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 1 l.-AÐALSIMI 27022. Geir, Albert(^Bii^refstiríprófkjöriSiálfstæðisflokksins: NU ER EKKITIL SETUNNAR BODK) segirBirgirisleiftir, semnúferáþingog hveturflokksmenn tildáðaíkomandi kosningum —sjábaksíðu „Viðtreystumáað íslendingarsjái okkur fyrirnægumfíski" — Segja Fleetwoodbúar, sem þarfnast físks frá íslandi. SjáheimsóknDBtilFleetwoodábls. 8-9 Sjátfstæðismenn íSuðurlandskjördæmi: BAKKA EYJAMENN ÚR ÖDRU SÆTINU? — óttast fylgi sérf ramboðs Eggerts Haukdal og tap atkvæða til uppbótarsætis Ólg§n innan Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi virðist enn vera að taka nýja stefnu í kjölfar þess að Rang- æingar og V-Skaftfellingar una ekki 3. sætinu og vilja 2. sætið, er kjör- dæmisráð hefur sett Eyjamann í og Árnesing í I. sætið. Svo sem DB hefur skýrt'frá, hefur Rangæingurinn Eggert Haukdal staðfest að hann uni aldrei 3. sætinu og látið í veðri vaka að hann efni til sérframboðs ef ekki verði látið undan kröfuhans um 2. sætið. " ¦ Framundir það síðasta hafa Eyja- menn ekki viljað hvika frá 2. sætinu, en nú siðustu daga er að renna á þá tvær grímur, skv. heimildum DB úr Sjálfstæðisflokknum á Suðurlandi. Reikna þeir nú dæmið svo, að fari Eggert í sérframboð og kotnist inn, sé maöurinn í 2. sæti flokksins í fall- hættu, enda hafði flokkurinn aðeins 2 menn á þingi síðast. Fari jafnvel svo að Eggert komist ekki inn, þykir sýnt að hann muni ná allverulegu at- kvæðamagni frá flokknum, jafnvel það miklu að 2. maður komist ekki inn, og siðast en ekki sizt, verða' atkvæði Eggerts flokknum dauð í baráttunni um uppbótarsæti. Þá telja Eyjamenn það muni efla tryggð flokksmanna þar að setja heimamann í vafasæti, þvi lengi hefur þótt loða við að Vestmanna- eyingar hafa skipt atkvæðum þannig á milli flokka að þeir eignuðust sem flesta þingmenn sjálfir og hafa þá litið framhjá flokkslínunni í þeim til- gangi. -GS. ...og brunaliðsbíllinn kom æðandi að: Reykur íSlippnum — veríð að gufuhreinsa Hval 8 Slbkkviliðið var i nótt kallað að Slippnum i Reykjavík. Þar var I klössun Hvalur 8, bátur Hvals hf. Mikinn reyk lagði upp afbátnum og tóldu menn að um eld vœri að rœða. Þegar til kom var hins vegar aðeins verið að hreinsa bátinn með gufu og slbkkviliðið sneri til baka. DS-DB-mynd: Sv. Þorm. Tvötýndsíðaná föstudagskvöld: Enginvis- bending um hvarþaueru Mikil leit hefur staðið yfir frá því í gær að tveimur Þorláks- hafnarbúum, 26 ára konu og 21 árs karlmanni. Fkkert hpf • •¦• ;rr-i spurzt síðan a föstudagskvöld ,-n þá sáust þau sdinau i i'ii.uo í Þor- lákshöfn. Hin týndu heita Katrín SigrúnÓlafsdóttir, Reykjabraut 3 og Ómar Berg Asbergsson, Eyja- hrauni 18. Katrín var klædd i bláar gallabuxur og bláa ullar- úlpu en Ómar var klæddur i svartar flauclsbuxur og græna mittisúlpu. Bifreiðin sem þau sáust síðast í er gul Lada 1500 með skrásetningarnúmerinu X— 4905. Að sögn Jóns Guðmunds- sonar, yfirlögreglumanns á Selfossi, hefur engin vísbending komið fram um hvað kunni að hafa orðið af fólkinu. f gær var skipulögð víðtæk leit af lög- reglunni í Árnessýslu og SVFÍ. Þá tók þyrla Landhelgisgæzlunnar einnig þátt i leitinni, og kafarar leituðu i höfninni. Auglýsingar i útvarpi hafa verið með qIIu á- rangurslausar til þessa. í dag hefur verið skipulögð víðtæk leit af hálfu lögreglunnar og Slysavarnafélagsins. Það eru eindregin tilmæli lög- reglunnar á Selfossi að þeir er hafa orðið bílsins eða fólksins varir síðan á föstudagskvöld hafi tafarlaust samband við lögregluna. -GAJ- 2 mánaða deyffð í atvinnulrfmu á Flateyri vegna óvæntrar vélarbilunar ískuttogaranum Gylli: r A ANNAÐ HUNDRAÐ MILUÓNA TJÓN AF VÉLARBILUNINNI —orsakir ennóljósar 'G)llir við bryiíBJu 4 Flateyri. DB-mynd;JH. Deyfð hefi.r vverið yfir atvinnu- lifinu á Flateyfi síðan í ágústlok er skyndilfg og meiri háttar vélarbilun varð i skuttogaranum' Gylli. Þessa dagana er verið að reynslusigla togaranum eftir að aðalvél hans var rifin alveg niður, endurnýjuð verulega og byggð aftur upp hjá Vél- srniðiu Hafnarfjarðar. Bilunin var með óltkindum marg- þætt með tiiliti til þess að skipið og vélin eru ekki nema fjögurra ára gömul. Að sögn Hinriks Matthiassonar, í Samábyrgð íslands á fiskiskipum, er beðið niðurstöðu þýzks sérfræðings, sem dvaldi hér og hafði yfirumsjón meðverkinu. Lauslega áætlaði hann að beint tap útgerðarinnar, með vaxtatjóni og öllu, næmi talsvert á annað hundrað milljóna króna. Meðal þeirra ástæðna sem DB hefur heyrt nefndar fyrir þessu tjóni, eru handvömm vélstjóra, fram- leiðslugallar á vélinni, eða áhrif svartolíunotkunar siðustu mánuðina fyrir bilunina. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.