Dagblaðið - 06.11.1979, Síða 7

Dagblaðið - 06.11.1979, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓVEMBER 1979. Taka bandaríska sendiráðsins í íran: REYNTAÐ SEMJA UM FRELSUN GÍSLANNA Brezkasendiráðið tekiðogsíðan yfirgefiðígær Ráðamenn í Bandaríkjunum leggja sérstaka áherzlu á að þeir muni aðeins nota friðsamlegar aðferðir í tilraunum sinum til að frelsa þá sextíu Bandaríkjamenn, sem eru í haldi í sendiráðsbyggingu lands síns í Teheran. Þar hafa þeir verið i gísl- ingu síðan á sunnudag að hópur af stúdentum ruddist inn i bygginguna og tók hana herskildi. Ekki verður annað séð en ráðandi öfl í íran styðji aðgerðir stúdentanna fullkomlega. Brezka sendiráðið í Teheran var tekið i gær en nokkru síðar yfirgáfu stúdentar bygginguna. Einnig munu nokkrar ræðismannsskrifstofur Bandarikjanna hafa verið teknar. Við töku brezka sendiráðsins var þess krafizt að brezka ríkisstjórnin fram- seldi Baktiar fyrrum forsætisráð- herra til írans. Krafan sem sett er fram á hendui Bandaríkjastjórn er sú að keisarinn fyrrverandi verði fram- seldur en hann er nú til lækninga í New York. Bandaríkjamenn hafa reynt að draga úr gildi sáttmála Banda- rikjanna og írans frá árinu 1959 en þar er meðal annars kveðið á um heimild Bandarikjanna til að hafa herlið í íran. Iranir tilkynntu í gær að þeim samningi hefði verið sagt upp. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur sagt að írönsk yfirvöld hafi fullvissað fulltrúa þess um að fyllsta öryggis bandaríska starfsfólksins yrðigætt í gíslingunni. » Frá mótmælagöngu við bandariska sendiráðið i Teheran. Fyrir miðri mynd er skilti þar sem Carter er óskað norður og niður og siðan stækkuð mynd af Khomeini trúarleiðtoga. Bandaríkin: Áhyggjur af Ku Klux Klan Jimmy Carter Bandarikjaforseti hefja rannsókn á nokkrum málum er hefur lýst yfir áhyggjum sínum yfir tengdust Ku Klux Klan í samvinnu vaxandi aðgerðum Ku Klux Klan við viðkomandi fylkisyfirvöld. Sér- samtaka hvítra öfgamanna. staklega var nefnt atvik sem varð i 1 gær hittu nokkrir leiðtogar .Norður-Karólínu um síðustu helgi. svartra í Bandaríkjunum forsetann að máli. Að loknum fundinum sagði Þar var ráðizt að mótmælagöngu en Jody Powell blaðafulltrúi forsetans, þeir sem þátt tóku i henni voru ein að hann liði ekki að menn notuðu of- mitt að mótmæla aðgerðum Ku Klux beldi til að koma skoðunum sínum og Klan. Fimm manns létust er skotið stefnumörkum á framfæri. var á gönguna. Tilræðismennirnir Blaðafulltrúinn sagði að forsetinn þekktust sem félagar i Ku Klux Klan hefði falið dómsmálaráðuneytinu að eða bandarísku nasistahreyfingunni. Hercules fór heim meö Hua Hua formaður hefur farið mikla sigurför um Vestur-Evrópu en er nú snúinn aftur til Kína. Á bændabýli rétt við Oxford á Englandi hitti hann Hercules, gríðar- mikinn griðung af Galloway kyni. Þeim varð strax vel til vina enda betra þvf Kin- verjum var gefinn gripurinn, kinverskum kúm til halds og trausts I framtiðinni. Gripið simann gcrið góð kaup Smáauglýsingar WBIABSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.