Dagblaðið - 06.11.1979, Blaðsíða 24
Háhymingamir í Sædýrasafninu:
Veritið lækkar um
3,9 milli. á dýr
,,í fyrra veiktust hjá okkur fimm
dýr og tvö þeirra dóu. Við höfðum
samið um sölu á þessum dýrum við
Int. Animal Exchange. Það var
óvenju kalt þegar þetta kom fyrir og
mikið staðviðri. Við höfum verið í
sambandi við færustu dýralækna á
þessu sviði og þeir eru sammála um
að frostið hafi leitt til dauða dýr-
anna. Ef þak hefði verið yfir lauginni
hefði þetta trúlega ekki komið fyrir.
En deilt var um, hvorum megin
ábyrgðin lægi. Við tókum á okkur
hluta af þessum skelli og það er
ástæðan til þess að verðið er nú lægra
en i fyrra,” sagði Hrafnkell Ásgeirs-
son, lögmaður Sædýrasafnsins, er
DB spurði hann, hvers vegna
Sædýrasafnið seldi nú hvern háhyrn-
HéhymtngurlSadýraMfnlnu - þ»ir um aftir IHðu I fyrrahaiMt Dauðl tvaagja dýrann* þ* t»fur
nú dragtð vamlagan dttk é afár sAr. DBmynd: Ragnar TK.
ing á 50.000 $ í stað 80.000 $ eins og í
fyrra.
—dauöihá-
hyminganna
þarífyrra
dregurdilk
áeftirsér
Hrafnkell sagði, að nú hefði verið
samið um sölu á sex háhyrningum við
þetta sama fyrirtæki. Hann sagði það
raunverulega ekki rétt, að verðið
væri nú 50.000 $ eins og Jón Kr.
Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafns-
ins sagði í samtali við Sjónvarpið
nýlega. Ofan á þá upphæð kæmi
skuldaviðurkenning upp á rúmlega
20.000 $ þannig að verðið er um
10.000 $ minna en í fyrra.
Veiðin hefur gengið vel og munu
starfsmenn Sædýrasafnsins koma
með tvo háhyrninga til Grindavíkur
kl. 2 í dag. Aðspurður hvað yrði gert
til að fyrirbyggja að slys eins og í
fyrra endurtækju sig sagði Hrafnkell,
að það væri samnignsbundið, að dýr-
in yrðu að vera farin úr landi fyrir 1.
desember.
- GAJ
„Það munaði mjóu, en nógu, ” mótti segja um þetta óhapp I morgun er varð ó Sœtúni
rétt við Skúlatorg. Blll sem að torginu kom lenti út af rennisléttri götunni og þegar út
af var komið voru hœtturnar ó bóða bóga, veltihœttan öðrumegin en Ijósastaur ó hitt
I borðið. En öllu tókst að bjarga og kranabíll kippti bifreiðinni upp. ökumaður taldi
orsökina þó að blllinn hefði runnið svona tilþegar hann var aðforðast aftanókeyrslu.
I Nagladekk eru stundum viðsjórverð. -ASt./ DB-mynd: S.
Sjálfstæðismenn í
Reykjaneskjördæmi:
Listinn
samþykktur
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
gekk i gærkvöld frá framboðs-
lista flokksins. Hann var sam-
þykktur með öllum atkvæðum
gegn þremur, en nokkrir sátu hjá.
Prófkjörið var látið ráða efstu
sætum.
Listinn erþannig: 1. Matthías
Á. Mathiesen alþm., 2. Ólafur G.
Einarsson alþm., 3. Salóme Þor-
kelsdóttir gjaldkeri, Mosfells-
sveit, 4. Sigurgeir Sigurðsson
bæjarstjóri, Seltjarnarnesi, 5.
Arndís Björnsdóttir kennari,
Garðabæ , 6. Ellert Eiriksson
verkstjóri, Keflavík, 7. Helgi
Hallvarðsson skipherra, Kópa-#
vogi, 8. Bjarni Jakobsson for-
maður Iðju, Garðabæ, 9. Eirikur
Alexandersson bæjarstjóri,
Grindavík, 10. Oddur Ólafsson
alþm.
-HH.
„ÞAÐ HEFUR ENG-
INN DREPIZT ENN”
neyzluvatn á ísafirði ódrykkjarhæft, óhæft til notkunar í matvælaiðnaði
og jafnvel ekki hægt að þvo sér úr því
Vatn á jsafiröi er ódrykkjarhæft
með öllu, óhæft til notkunar i mat-
vælaiðnaði og það er jafnvel ekki
hægt að þvo sér úr þvi. Þetta eru
niðurstööur mælinga Jóns Jóhanns-
sonar hjá Rannsóknastofnun fisk-
iðnaöarins.
Vestfirzka fréttablaðið á ísafirði
fjallar itarlega um hið aivarlega
ástand neyzluvatnsins á ísafirði i sið-
asta tölublaði. Þar kemur fram að
saurgerlar skipta hundruðum í hverj-
um millilítra vatns. Heilbrigðisfull-
trúi ísafjarðar, Einar Otti Guð-
mundsson dýralæknir, segir i viðtali
við blaðið að staðreynd sé’ að ís-
firðingar búi við mengaðra vatn en
flestir aðrir landsmenn og nauðsyn-
legt sé að flytja vatnsból bæjarins.
Úlfur Gunnarsson yfirlæknir
sjúkrahússins á fsafirði segir i viðtali
við blaðið, að magakvillar á ísafirði
séu mjög útbreiddir. Sjúkdómar svo
sem saJmonella geti komið upp vegna
saurgerlanna í vatninu. Þá hafi sýni
oft verið tekin af vatninu áður en
læknar fari i aðgerð og þar hafi
komið i Ijós, að vatniö er óhæft til
þvotta.
Jens Valdimarsson vinnslustjóri
hjá Norðurtanganum greinir frá því
að allt vatn, sem fyrirtækið noti við
farsgerð og vinnslu á afurðum, sé
soöið eða klórhreinsað. ,,Ég mynd1
ekki ráðleggja neinum að neyta
vatnsins án þess að sjóða það,” segir
Jens. Hann segir ennfremur að
ástandið í vatnsmálunum sé stór-
hættulegt og óviðunandi fyrir matar-
gerðina. „Menn bara yppta öxlum og
segja, það hefur enginn drepizt
ennþá. ísafjörður hafi þó mjög háa
tíðni uppkasta og niðurgangstii-
fella.”
Guðmundur lngólfsson forseti
bæjarstjórnar segir, að liklega verði
ekkert gert í þessum málum á þessu
ári. Þarna ráði forgangsröðun verk-
efna. ,,Að sjálfsögðu verður að gera
stórátak í þessum máium,” - segir
Guðmundur, en ,,það kostar tugi
milljóna og fast er þrýst á með aðrar
framkvæmdir.”
- JH
frfálst, nháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 6. NÓV. 1979.
Aðgangseyrir
vínveitingahúsa:
Ólögleg
hækkun
Mörg af vínveitingahúsum borgar-
innar hækkuðu um helgina aðgangs-
eyri úr 600 krónum í 700.
Dagblaðið hafði af þessu tilefni sam-
band við skrifstofu verðlagsstjóra og
fékk þar þær upplýsingar, að verðlags-
nefnd hefði fjallað um þessa hækk-
unarbeiðni vínveitingahúsanna. Hins
vegar ætti ríkisstjórnin eftir að stað-
festa þessa hækkun og meðan það
hefði ekki verið gert væri ekki heimilt
að hækka verðið á aðgangseyrinum.
Hefðu vinveitingahúsin þegar gert það
væri um lögbrot að ræða.
-GAJ
Landburðuraf sfld:
Löndunarbið
íÞorlákshöfn
Ekkert lát er á mokveiði sildar-
bátanna og er nú renniblíða á miðun-
um. Svo miklar annir eru í vinnslu-
stöðvunum að t.d. í Þorlákshöfn þarf
nú einn bátur að bíða með afla sinn unz
léttir á einhverri stöðinni sunnanlands.
Reknetabátarnir hafa verið að fá 50
til 70 tonn á einni nóttu og sumir hring-
nótabátanna enn meira. Svo mikið er
af síld fyrir sunnan núna að margir
bátar hafa orðið fyrir umtalsverðu
netatjóni vegna mikils afla.
Ákveðið er að stöðva veiðarnar á
fimmtudag, þar sem þá verður búið að
veiða leyfilegt magn í ár. En margir
síldarskipstjórarnir eru þeirrar
skoðunar, að óhætt sé að veiða meira,
sjórinn sé fullur af síld. -GS.
Framboðslisti
Alþýðuflokks
íReykjavík
samþykktur
Framboðslisti Alþýðuflokksins í
Reykjavík i alþingiskosningunum var
samþykktur á fundi fulltrúaráðs Al-
þýðuflokksfélaganna í Reykjavík i
gærkvöld. Efsta sæti skipar Benedikt
Gröndal, 2. Vilmundur Gylfason, 3.
Jóhanna Sigurðardóttir, 4. Jón Baldvin
Hannibalsson, 5. Kristín Guðmunds-
dóttir, starfsmaður Verkamannasam-
bands íslands, 6. Ragna Bergmann,
varaform. Verkakvennafél. Framsókn-
ar, 7. Jón H. Karlsson viðskiptafræð-
ingur, 8. Gunnar Gissurarson tækni-
fræðingur, 9. Trausti Sigurlaugsson,
framkvstj. Sjálfsbjargar, 10. Emilía
Samúelsdóttir húsmóðir, 11. Bjarn-
fríður Bjarnadóttir meinatæknir, 12.
Kristinn Guðmundsson læknir, 13.
Stella Stefánsdóttir verkakona, 14.
Kristján Sigurjónsson skipstjóri, 15.
Bragi Jósepsson námsráðgjafi, 16.
Ágúst Guðjónsson verkamaður, 17.
Herdís Þorvaldsdóttir leikkona, 18.
Ingi B. Jónasson bifreiðaviðgm., 19.
Guðmundur Bjarnason stud. jur., 20.
Ásta Benediktsdóttir ftr., 21. Hrafn
Marinósson lögregluþjónn, 22. Eggert
G. Þorsteinsson forstj., 23. Gylfi Þ.
Gíslason prófessor, 24. Björn Jónsson,
forsetiASÍ. -BS