Dagblaðið - 12.12.1979, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
Heimsókn til Egilsstaða:
AUÐ JÖRÐ OG JÓLAHUGUR í FÓIKI
Jólaundirbúningur er hafinn á
Egilsstöðum eins og á öðrum stöðum
á landinu. Er blaðamaður DB átti
leið um Egilsstaði unt helgina höfðu
íbúarnir kveikt á jólatré bæjarins,
sem stóð í allri sinni dýrð fyrir utan
Kaupfélagið. Einnig gaf að líta jóla-
Ijós í nokkrum gluggum.
Kaupfélagiö hefur sett upp
nokkurs konar jólamarkað þar sem
boðið er upp á leikföng. Að því er
virtist var þar ekki um mikið vöruúr-
val að ræða. Einna helzt kom blaöa-
manni í hug að þangað austur hafi
verið send leikföng, sem ekki þykja
lengur fín í höfuðstaðnum. DB átti
tal við nokkra íbúanna, sem skoðuðu
úrvalið og var sama svarið hjá öllum
að vöruúrvalið yæri engan veginn
nógu gott.
Egilsstaðabii.u haiaaðeins unt tvo
staði að velja vilji þeii ver/la. Annars
vegar er það Kaupfélag Héraðsbúa
þar sem hægt er að kaupa alll það
nauðsynlegasta en ekkert fram yfir
það og hins vegar Verzlunarfélag
Austurlands, sem minnti blaðamann
frekar á skransölu en verzlun. Þar að
auki var aðeins ein maneskja við af-
greiðslu i verzluninni.
Á laugardag hélt kvenfélagið á
Egilsstöðum basar þar sem boðið var
uppá laufabrauð, flatkökur, ýmsar
prjónavörur, jólavörur, smákökur og
tertur. Ekki gekk basarinn sem bezt
hjá kvenfélagskonum, enda verzlanir
opnar til kl. 18. Að öðru leyti var þar
hægt að gera ágætiskaup.
Auð jörð var á Egilsstðum og
mundu menn vart eftir svo góðu
Bakað fyrir jólin
Sveskjusulta
og fíkjumauk
veöri á staönum i lengri tíma i
desember. Hreindýrin gengu niður á
bæi og hefur veiðzt nokkuð vel af
þeim undanfarið. Rjúpan er hins veg-
ar erfið viðfangs og hefur hún ekki
veiðzt jafnvel nú og oft áður.
' Á Egilsstöðum er hvorki hárskeri
né bakari og þykir það að vonum
miður i þúsund manna bæ. Töluvert
hefur verið byggt á Egilsstöðum að
undanförnu og er nú svo komið að
símstöðin er yfirfull og er þvi tveggja
ára bið eftir að fásíma.
Margir hafa sótzt eftir að flytjast
til Egilsstaða en það hefur verið
ógjörningur fyrir fólk, sem ekki getur
byggt sjálft, því ekkert leiguhúsnæði
er að fá.
Þrátt fyrir allt þetta var kominn
jólahugur í fólk á Egilsstöðum og
viða mátti sjá litla skó í gluggum þeg-
ar rökkva tók.
-ELA.
1»
Alauð jörð er nú á Egilsstöðum og
muna menn vart eftir svo góðu veðri
áður í desember. Hreindýrin ganga
niður á bæi. Víða má sjá horna-
krónur af hreindýrunum prýða um-
hverfið á Egilsstöðum.
DB-mynd Bjarnleifur.
Einn af lesendum okkar hringdi og
bað um að birt yrði uppskrift af
góðri sveskjusultu og fíkjumauki.
Vantaði sveskjusultu í hálfmána-
bakstur. Neytendasíðunni tókst að
útvega prýðis uppskrift af sveskju-
sultu frá vinkonu sem er mikil hálf-
mánakona.
500 g sveskjur
1,2 lítrar vatn
2 tsk kanill
I tsk negull
250gsykur
Sveskjurtiar eru þvegnar og soðnar
í vatninu þar til steinarnir eru lausir.
Þeir eru þá teknir úr. Sveskjurnar eru
siðan saxaðar eða hakkaðar einu
sinni til tvisvar, sykurinn og kryddið
látið út í og allt soðið áfram þar til
komiðerþykkt mauk. Þaðtekurum
það bil 1/2 tíma, og betra að hafa
pottinn loklausan.
Flkjumauk
í bókinni Kökur Margrétar, sem
inniheldur fjöldann allan af góðum
kökuppskriftum, fundum við upp-
skrift af fíkjumaukinu.
1 kg fíkjur
1 kg sykur
8 dl vatn
Fíkjurnar eru skolaðar í volgu
vatni, siðan hakkaðar og látnar i pott
með vatninu. Þegar sýður er sykurinn
látinn í og látið sjóða litla stund og
hrært i af og til svo ekki brenni við.
-A.Bj.
Hmmtán ára afmæli í Kef lavík: ,
RAGNARSBAKARI
BAKAR UM 80 ÞUS.
BRAUÐ Á MÁNUÐI
Í dag á Ragnarsbakarí í Keflavík
fimmtán ára afmæli. í tilefni dagsins
gefur bakarinn öllum viðskiptavinum
sínum rjómatertusneið 1 kaupbæti.
,,Ég byrjaði starfsemina með
móður minni, móðursystur og einni
afgreiðslustúlku er ég kom heim frá
framhaldsnámi í Sviss og Dan-
mörku,” sagði Ragnar Eðvaldsson
bakari í spjalli við DB. „Vinnutíminn
varð fljótlega frá kl. 6 á morgnana til
12 á miðnætti og þurfti þá að bæta
við mannskap. Ekki var hægt að fá
nema ófaglært fólk þannig að ekki
var um annað að gera en að taka
lærling. Fyrsti lærlingurinn minn var
Sigurður Gunnarsson og útskrifaðist
hann árið 1967. Síðan hef ég út-
skrifað fjóra bakara og nú bíða tveir
eftir útskrift.”
Árið 1971 stækkaði Ragnar við sig
og keypti Hátún 36. Þá var allt
brauðið framleitt þar en kökurnar
áfram í fyrsta húsnæðinu, að Hring-
braut92. Svoer enn.
Nú er Ragnarsbakarí enn búið að
sprengja af sér húsnæðið og er verið
að teikna viðbótarhúsnæði við Há-
tún.
Ragnarsbakarí bakar ekki aðeins
brauð fyrir Keflavík og nágrenni.
Heilsubrauðin viðfrægu eru seld um
allt land, — eru m.a. fáanleg i milli
40 og 50 útsölustöðum í höfuðborg-
inni. — Heilsubrauðin voru fyrstu
brauöin sem auglýst voru i sjónvarp-
inu hér á landi og má segja að þau
hafi komið af stað skriðu grófu
brauðanna sem nú eru orðin svo vin-
sæl meðal landsmanna. Heilsu-
brauðin úr Ragnarsbakaríi eru einu
brauðin á markaðinum sem eru með
dagsstimpli, umbúðirnar eru mjög
vel merktar bæði með innihaldi og
næringargildi brauðanna. Ragnar
sagði að í brauðunum væri rot-
varnarefni og gefur hann brauðunum
fimm daga geymsluþol.
Ragnarsbakarí bakar nú um 80
þúsund brauð á mánuði og nú eru
þrjátíu og tveir á launaskrá hjá fyrir-
tækinu. Ragnar sagði að von væri á
ýmsum nýjum tegundum á mark-
aðinn eftir áramótin og í nýjum
pakkningum, þannig að það rikir
enginn kreppubarlómur í Ragnari
bakara í Keflavík á fimmtán ára af-
mælinu.
- A.Bj.
Upplýsingaseðill
til samanburðar á heimiliskostnaði
Nafn áskrifanda
Heimili
Sími
Hvað kostar heimilishaldið?
Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun
meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið
þér von i að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar.
Kostnaður í nóvembermánuði 1979.
Matur og hreinlætisvörur kr.
Annaö
kr.
Alls kr.
m i iki\
Fjöldi heimilisfólks