Dagblaðið - 12.12.1979, Side 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
5
VERKSMIÐJUÚTSALA
—firdinum lokað fyrir rækjuveiði um dákveðinn tíma
Undanfarnar vertíðir hefur margt
verið sagt og margt verið skrifað um
rækjuveiðarnar í Öxarfirði. og sýnzt
sitt hverjum. Nú virðist vera brotið
blað í þeirri sögu.
Föstudaginn 7. des. sl. kom skeyti
frá sjávarútvegsráðuneyti um að Öxar-
firði væri þar með lokað fyrir rækju-
veiðum um óákveðinn tima vegna seiða
í afla rækjubáta (frá Húsavík). En
mjög lítið hefur verið um seiði í afla
rækjubáta frá Kópaskeri það sem af er
þessari vertíð. Þessi niðurstaða virðist
vera byggð á þvi, að fiskifræðingur sá
sem er á Húsavík fór á sjó með einn bát
frá Húsavík fimmtudaginn 6. desember
og tók eitt hal, þrjá klukkutíma, á40—
60 faðma dýpi og þar með var sú rann-
sókn úti. Ekki var haft samband við
aðra báta sem á sjó voru til að fá tölur
frá þeim um seiði i aflanum.
Þetta er kannski enn furðulegra, því
að sögn skipstjórans á bátnum hefði
aldrei átt að leyfa veiðar hér einn ein-
asta dag á síðustu vertíð, ef þessi út-
koma ætti að vera forsenda lokunar
nú.
Haft var samband við nefndan fiski-
fræðing í síma og sagði hann þá, að
okkur kæmi ekkert við hvernig hann
gerði sínar athuganir. En sagðist þó
hafa talið 80.000 seiði i afla eins rækju-
báts frá Húsavík fyrir skömmu, eftir að
búið var að landa aflanum uppi í verk-
smiðju.
Einnig sagði hann að rækjan væri
allt of smá og sagði að tölur, sem hér
eru 170—240 stk. í kílógramm, væri
ekki hægt að fá og sagði orðrétt: „Þeir
t ina þá bara smárækjurnar úr á land-
leiðinni.” Og sér hver hugsandi maður
hvernig sú staðhæfing er. Haft
var samband við starfsmann Hafrann-
sóknarstofnunar í Reykjavík og hann
spurður um þessar seiðatölur, 80 þús-
und. Kannaðist hann ekki við i ana, en
sagði að of mikið hefði reynzt vera af
seiðum, en vildi ekki gefa upp tölur.
Ekki kannaðist hann heldur við of
smáa rækju. En sagði siðan: „Þessu
varð einhvern veginn að linna.” Menn
hafa undanfarið verið að hringja í
starfsmenn stofnunarinnar, misjafn-
lega gáðir, nætur jafnt sem daga, og
viljað láta loka rækjumiðunum. Og
geta menn á þvi séð, hvernig látið muni
vera við starfsmann þeirra sem er á
staðnum.
einn og eipn dag, enda óhagstæð út-
gerð að sækja 100—400 kg eftir daginn
í aðrar sýslur, sem mun vera einsdæmi í
innfjarðarækjuveiðum við landið.
Við íbúar við Öxarfjörð höfum und-
anfarin ár barizt fyrir því, að nýting
þessara miða yrði skynsamleg með til-
liti til þarfa og búsetu og stofninum
yrði ekki hætta búin af of mikilli sókn
og veiði. Virðist nú að mátt hefði
hlusta svolítið fyrr á þau varnarorð, því
nú er ekki lengur hægt að loka augun-
um fyrir þeim skell, sem þeir verða
fyrir, sem byggja nær alla sína afkomu
á þessum veiðum.
Með þessum skrifum er ekki verið að
mótmæla lokun miðanna sem slikri
heldur því að við viljum láta kalla
hlutina sínum réttu nöfnum og að
rétt sé farið með staðreyndir. Það er
ekki nema gott um það að segja að
hvíla miðin um tíma en það verður þá
að nota þann tíma til að endurskoða
þessi mál frá grunni i Ijósi þess sem
gerzt hefur undanfarið.
- A.B., Kópaskeri.
Frá því rækjuvéiðar hófust i Öxar-
firði hefur afli farið ört minnkandi, en
þó aldrei eins og í haust. Fyrstu 10 dag-
ana var sæmileg veiði, en svo snögg-
breyttist ástandið, svo nú er afli
kominn niður fyrir 100 kg á tog- -
tíma.Síðan afli tregaðist svo mjög hafa
rækjubátar frá Húsavík aðeins róið
Bryggjan á Kópaskeri: „Þessu varð einhvern veginn að linna,” sagði fiskifræðingurinn.
DB-mynd Ragnar Th.
Hásetahlut-
uryfir
200 þúsund
— eftir7—8daga
veiðiferð
Báðir Eskifjarðartogararnir
lönduðu í siðustu viku. Hólma-
tindur var með 72 tonn, skipta-
verðmæti 12,6 milljónir, og
Hólmanesið með 52 tonn, skipta-
verðmæti 10,4 milljónir. Út-
gerðarstjóri sagði að hásetahlutur
á Hólmanesi, þó aflinn væri ekki
meiri, næði rúmlega 200 þúsund
krónum.
Hólmanesið fer nú i slipp á
Akureyri og verður þar fram yfir
hátíðir. Togararnir voru 7—8
daga á veiðum og hafa báðir
komið með mjög gott hráefni,
mest ýsu og þorsk.
Stuðlafoss tók 3000 kassa hjá
hraðfrystihúsinu fyrir helgina á
Bretlandsmarkað. Skreið fór
einnig utan í síðustu viku og 450
tonn af fiskimjöli.
Blíðskaparveður hefur verið á
Eskifirði það sem af er vclri og
lítill sem enginn snjór. Um hclg-
ina gerði hins vegar hálku og
hryssingsveður. - Regína.
RÆKJUSTRÍDIÐ í ÖXARFIRÐI
BL0SSAR UPP A NÝJAN LEIK
Bill öndverðanessbóndans staðnæmdist utan vegar og voru skemmdir lítt kannaðar. Hinn bíllinn var talinn ónýtur
á staðnum. DB-mynd Sveinn.
Hörkuárekstur við Elliðaámar:
Við höggið tættist jám
og bitar í sundur
Mjög harður og tjónfrekur árekstur
varð milli tveggja stórra flutningabíla á
nýjasta og vestasta hluta Bíldshöfðans,
þar sem hann nær vestur undir Elliða-
árbrýrnar gömlu. Var dráttarbill frá
BM Vallá á leið vestur þessa nýju götu
úr Ártúnshöfðahverfinu. Á mótum
vegar sem liggur þvert á Bíldshöfðann
kom annar bíll, stór og mikill, akandi
frá Malbikunarstöð borgarinnar.
Bíldshöfðinn á þarna umferðarrétt
yfir þvergötuna en vörubílstjórinn sem
þann veg ók kvaðst aldrei hafa séð bíl-
inn hjá BM Vallá, sem heldur ekki
hægði för vegna umferðarréttarins unz
allt var um seinan.
Og við höggið tóku nú járn og bitar
að tætast sundur og var bíllinn frá BM
Vallá ónýtur talinn á staðnum. Hinn er
einnig mikið skemmdur því undirvagn
hans var enn ókannaður í gærkvöld,
þar sem hann stöðvaðist utan vegar.
Aðeins ökumenn voru i bílunum og
sluppu þeir ómeiddir. -A.St.
ÞVl EKKIAÐ KAUPA Á
VERKSMIÐJUVERÐIFYRIR
JÓLIN?
DRENG JAFÖT — TELPNASETT
SMEKKBUXUR — HERRAKULDAJAKKAR
GALLABUXUR — BARNAÚLPUR —
OG MARGT FLEIRA.
VERKSMIÐJU
SALAN
SKIPH0LTI 7.
JÓLAMARKAÐURINN
íkjallaranum
• t Iðnaðarmannahúsinu
Hallveigarstíg 1
Opið fri kí 9 tilkl. 18.