Dagblaðið - 12.12.1979, Side 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979.
19
HIDILLA KEIMUR
Nýja b(ó: Nosferatu, Vampýran.
LaHcstjóH: Wemar Herzog, sam or einnig
höfundur handrits og framleiðandi.
Kvlcmyndataka: Jörg Schmidt Rettwoin.
Tónlist: Popol/Vuh og Florian Frlcke. Einnig
Richard Wagnor og Charies Gounoud.
AöaHikitverk: Klaus Kinski, IsabeHe Adjani og
Bruno Ganz.
Nú eru hafnar sýningar á einni nýj-
ustu mynd Þjóðverjans Werner Her-
zog, mynd sem kvikmyndaáhugafólk
hefur beðið eftir með mikilli eftir-
væntingu. Eins og menn muna kom
Herzog hingað til lands síðastliðinn
'vetur í boði þýska sendiráðsins. Þá
var sýnd mynd hans Aguirre, Reiði
guðs, og rabbaði Herzog þá um það
sem hann var að fást við og sagði frá
ýmsu minnisverðu af ferli sínum.
Hann raeddi einnig við íslenska kvik-
myndagerðarmenn og annað áhuga-
fólk um kvikmyndir og kom þar
ýmislegt athyglisvert fram sem ekki
allir voru alveg sáttir við.
Áður hefur verið gerð mynd með
sama nafni, Nosferatu, en við það
var baett undirtitlinum, A symphony.
of horror. Þessi mynd var gerð árið
1922 af Þjóðverjanum Friedrich W.
Mumau og var hún lauslega byggð á
sögu Bram Stokers, Dracula. Þessi
mynd Mumaus var upphafið að öll-
um þeim fjölda blóösugumynda sem
gerðar hafa verið. Segja má að mynd
Herzogs byggi meira á mynd
Murnaus en sögu Stokers. Nosferatu
Herzogs er að nokkru leyti gerð til
heiðurs minningu Mumaus.
Hrœðist
sólarljósið
Flestir kannast við söguna um
greifann Dracula, blóðsuguna sem
flytur skelfingu í formi drepsóttar um
Evrópu frá kastala sínum í Transil-
vaníu og sækist eftir blóði ungrar
stúlku en gleymir í ákafanum sólar-
Ijósinu í dögun sem hann þolir ekki.
Þær em orðnar margar Dracula-
myndirnar og ég man ekki betur en
gerð hafi verið mynd um svartan
Dracula í miðri New York borg í leit
að heitum safa og nefndist hún
Blacula.
En Herzog er ekki hlátur í hug með
endurgerð sinni á Nosferatu. Hann
fylgir mikið til mynd Murnaus en þar
sem mynd hans var þögul og ekki
jnema rúmur klukkutími að lengd er
iaugljóst að hér er á ferð annað og
meira en hrein endursköpun. Allan
meginsöguþráð hinnar hefðbundnu
Draculamyndar er að finna hér en þó
fer Herzog ekki hefðbundnar leiðir.
Hann leikur sér að sterkum myndum,
ljósi og skugga. Og þar er af nógu að
taka hjá Murnau. Atriðið þar sem
greifinn stendur við glugga í húsi sínu
í Wismar í Þýskalandi og horfiryfir
síkið að húsi Lucy Harker. Eða þá
ferð hins dauðadæmda skips, eyði-
legt og yfirgefið. Og svona mætti
lengi telja. Herzog skapar, eins og í
mörgum fyrri myndum sínum,
ljóðræna stemningu, sérstaklega með
notkun stórkostlegs landslags. Hann
er merkilega fundvís á einkennilegt
landslag sem undirstrikar þetta ljóð-
ræna yfirbrágð 1 myndum hans.
Ótrúlegir
erfiðleikar
Ef litið er lagt upp úr hinum hroll-
verkjandi efnisþáttum sögunnar af
Dracula verður að fara nokkuð var-
lega með hinn eiginlega söguþráð.
Sjálf sagan af Dracula greifa stenst
varla tímans tönn ein og sér og Her-
zog lendir þarna í nokkrum erfiðleik-
um. Hann fylgir að nokkru því
„melódrama” sem sagan býður upp
á og lendir það að mestu á Lucy (Isa-
belle Adjani) að túlka það. Þessi til-
finningasemi sem margir myndu
kalla gamaldags nú á dögum stingur
nokkuð í stúf við hið magnaða and-
rúmsloft sem ríkir í myndinni.
Við gerð þessarar myndar sinnar
lentu Herzog og samstarfsfólk hans í
hinum ótrúlegustu erfiðleikum. Það
er að vísu varla nein ný bóla fyrir
mann sem hefur lent í hálfgerðum
mannraunum í frumskógum Perú,
verið við kvikmyndun með virkt eld-
fjall yfir sér o.s.frv. Herzog virðist
laða að sér erfiðleika.
Plágan er komin
Þegar Herzog kom til 17. aldar
bæjarins Delft í Hollandi til að fá að
kvikmynda þar var tekið á móti
honum af mikilli óvild. Blöðin
brugðu upp stórum myndum af rott-
um og sögðu: „Plágan er komin."
Herzog og félagar hans heyrðu oft út
undan sér hrópað, Fllhrer, það var
greinilega grunnt á Þjóðverjahatrið
þarna í Hollandi. Þeir lentu í blóðug-
um átökum við óðan bónda og
vinnumenn hans en bóndi þessi hafði
lánað þeim hlöðu til að geyma í hinar
tíu þúsund rottur sem notaðar voru
við gerð myndarinnar. Þannig voru
óteljandi erfiðleikar á vegi þeirra. Og
ofan á allt þetta bættist það að einn
af fjármagnsaðilum að myndinni,
franska fyrirtækið Gaumont, hætti
um tíma stuðningi við myndina. En
þrátt fyrir þessa erfiðleika gáfust
Herzog og hið einvala lið hans ekki
upp og nú má sjá afraksturinn. Ekki
er hægt annað en dást að atorku
þessa manns og aðstoðarfólks hans
sem var tilbúið að leggja allt í söl-
urnar til að myndin mætti heppnast.
Vorkunnarvert
skrímsli
Gervi greifans Dracula, sem Klaus
Kinski leikur, er stórkostlegt. Þar er
um hreina endursköpun að ræða frá
mynd Murnaus. Kinski gerir þetta
skrímsli næstum vorkunnarvert þar
sem hann talar brostinni röddu um
einmanaleik þess að fá aldrei að
deyja. Eins og svo oft gerist með
aðalpersónur mynda Herzogs er
Kvik
myndir
Ingólfur
Hjörleifsson
Dracula greifi utangarðsmaður.
Þetta kemur fram á magnaðan hátt
þegar Jonathan Harker, maðurinn
sem sendur er til að selja greifanum
hús í Wismar, hittir greifann í kastal-
anum og Dracula vekur aðeins
óhugnað Harkers.
Herzog hefur sagt að það sé ekki
tilviljun að hann geri þessa mynd
núna. Hann á þá m.a. við að ýmislegt
í henni höfði til samtímans. Plágan
sem geisar í Wismar er þá liklega
nokkurs konar tákn fyrir það. Þetta
orkar nú ekki sérlega sannfærandi
enda er ekki hægt að segja að Herzog
hafi í myndum sinum sýnt sérlega
mikinn skilning á vandamálum nú-
tímaþjóðfélags, áhugi hans beinist i
aðrar áttir. Og það er ekki víst að
aðferðir Herzogs falli bandarískum
fjármálamönnum í Hollywood vel í
geð. Hann fer sínar eigin leiðir en i
þetta sinn virðast þeir hjá Twentieth
Century Fox hafa fallist á þær enda
vita þeir að hann nýtur þó nokkurrar
hylli á meginlandi Evrópu.
Sígilt ef ni
Bruno Ganz kannast eflausl margir
við. Hann leikur hér sendiboðann
Jonathan Harker en hefur einnig
leikið í mörgum af hinum nýrri þýsku
myndum. M.a. lék hann Zimmcr-
mann, aðalsöguhetjuna i Ameríska
vininum eftir Wim Wenders sem sýnd
var hér á siðustu kvikmyndahátíð.
Ganz er yfirvegaður í hlutverki sínu,
hann er nokkurs konar tengiliður
milli raunveruleikans og heims
vampýrunnar, eða allt þar til hann
fellur fyrir Nosferatu, hinum dauða
sem lifir.
Mynd Herzogs sannar það að hægt
er að fjalla um þetta sígilda efni án
þess að hafna í ofnotkun á kristinni
siðfræði (krossinum, prestur fórn-
andi höndum til guðs o.s.frv.) Og
endir myndarinnar staðfestir orð
Harkers, „evil is on the way”.
Úff enþaðbókaflóð!
Það var öruggara að bregða sér
ekki lengi fráskjánum í gærkvöld því
dagskráin stóðst nefnilega tímasetn-
ingu út kvöldið. Nokkuö sem ekki
hefur gerzt í háa herrans tíð hjá dag-
skrárgerðarmönnum þessarar ágætu
stofnunar.
Myndaflokkurinn um þjóðskör-
unga 20. aldarinnar er ákaflega
áhugaverður að mínu mati og í
þættinum um Adenauer í gær tókst
að koma ótrúlega miklu efni til skila
á skömmum tíma. Skipulega unninn
þáttur sem vekur meira að segja
áhuga þeirra sem fram til þessa hafa
lítinn gaum gefið að mannkynssög-
unni (undirritaður er í þeim hópi). í
raun var ótrúlegt að sjá hvernig
þýzku þjóðinni tókst að byggja upp
eftir stríöshörmungarnar. Mikil-
hæfur leiðtogi Adenauer.
Þátturinn um börn og menningu
var fyrir margra hluta sakir fróðlegur
og nokkuð víða var komið við. Eins
og búast mátti við komu ýmsar
kostulegar skoðanir fram í honum og
Steinunn Jóhannesdóttir taldi óhikað
að danstónlist nútímans vekti upp
kynhvötina hjá unglingunum.
Nokkuð athyglisverð skoðun og
spurningin vaknar hvort höfundur
hennar tali út frá eigin reynslu.
Annars var það nokkur ljóður á
þættinum hversu stirðbusalega hann
gekk fyrir sig. E.t.v. ekki óeðlilegt
þar sem stjórnandinn er greinilega
ekki vanur sjónvarpsmaður. Að
öðru leyti ágætt tillag til hins
margumtalað barnaárs.
Franska sakamálamyndaflokknum
lauk í gær og er mikil eftirsjá í
honum. Góð tilbreyting frá hinum
hefðbundnu ensku framhaldsþáttum,
sem þó eru i flestum tilvikum vel
unnir og áhugaverðir.
Ekkert hefur hér verið minnzt á
auglýsingaflóðið, sem kollegar mínir
hafa fjallað rækilega um að undan-
förnu. Sjónvarp getur ekki gengið án
auglýsinga — það vita allir — en mikií
skelfing eru þessar bókaauglýsingar
hvimleiðar. Maður hefur það á
tilftnningunni að kaupi maður ekki
allar þessar bækur bíði manns ekkert
nema eldur og eimyrja um jólin.
Væri ekki möguleiki á að vera örlítið
hógværari, bókaútgefendur góðir.
-SSv.
Sigurður 'J
Sverrissón
MÚRGU
LITUM
lnCwpd. faCwpejLÍ&CœpejL
Póstsendum um land allt.
HVERAGERÐI
SÍMI99-4499
Sarnfestingar'
***$£*■
pe yswT.
Efþig
vantar ó-
dýra jóla-
gjöfþá
færöu hana
r
MARKAÐS
HORNINU
LAUGAVEGI 61
Opið kl. 1—6.
NÝ ÞJÓNUSTA Kfíppií heimahúsum
Á daginn á auglþj. DB, simi 27022. - H-20.
KR/STJÁN RAKARAME/STARi.
Cokiail
tlokka
Einn ngjfff a dag
tur skapinu í lag