Dagblaðið - 12.12.1979, Page 28

Dagblaðið - 12.12.1979, Page 28
f Tillögur Alþýðubandalagsins í vinstri viðræðunum: Þriggja ára áætlun um hjöðnun verðbölgunnar Alþýðubandalagið bar í gær fram sínar tillögur í viðræðum vinstri flokkanna um stjórnarmyndun. Þar er lögð til þriggja ára áætlun um hjöðnun verðbólgunnar og aukningu framleiðni í atvinnulífinu. í tillögum Framsóknar, sem DB greindi frá í gær, var miðað við tvö ár. Alþýðubandalagsmenn kváðust i áætlun sinni ætla að tengja saman hjöðnun verðbólgu, jöfnun lífskjara og eflingu atvinnulífsins. Þeir töluðu um hækkun láglauna og varðveizlu kaupmáttar launa almennt á því tímabili. Fullri atvinnu skyldi haidið. Framleiðni skyldi aukin með strangri fjárfestingarstjórn og fram- leiðnieftirliti í atvinnulífinu. Stöðva skyldi áform um erlenda stóriðju. Uppstokkun skyldi eiga sér stað í at- vinnulífinu, meðal annars aukin ríkisumsjá í innflutningsverzlun. í tillögum Alþýðubandalagsins í gær var ennfremur sett fram krafa um brottför hersins. Fundur vinstri flokkanna í gær stóð í um tvær klukkustundir. Rædd- ar voru tillögur Framsóknar og Alþýðubandalagsins. Næsti viðræðufundur verður á morgun. -HH. Formaður Dýravemdunarfélagsins segir: „Háhymingam- irvoruveikir — og forstjóri Sædýrasafnsins reyndi að leiða okkurá villigötur” ,,Mér var kunnugt um að háhyrn- ingarnir voru ekki i fullkomnu standi þegar þeir voru sendtr héðan. Ég hafði talað um þetta við Taylor dýra- lækni. Hann sagði mér að ruglingur væri í samsetningu blóös dýranna. Þau væru „stressuð" vegna þess að of mikið adrenalín væri í blóöinu. Hann kvaðst ekki mundu gefa þeim fararleyfi fyrr ert 15. desember,” sagði Sigríður Ásgeirsdóttir, for- maður Sambands dýraverndunar- Háhyrningarnir höfðu beztu lyst þegar þessi mynd var tekin af einum þeirra í Sædýrasafninu skömmu eftir að þeir komu þangað. félags íslands í samtali við Dag- blaðið. „Menntamálaráðuneytið setti Sæýrasafninu þá stólinn fyrir dyrnar og sagði að dýrin yrðu að vera farin ur landi á sunnudag. Áður hafði ráðuneytið skrifað Sædýrasafninu mörg og harðorð bréf vegna þessa máls. Það sem e.t.v. er merkilegast í sambandi við allt þetta er að Jón Kr. Gunnarsson, forstjóri Sædýrasafns- ins, reyndi að leiða okkur á villi- götur. Við höfðum talið að a.m.k. annar háhyrninganna ætti að fara tii Frankfurt, eins og raunin síöan varð. Jón sagði hins vegar að þeir ættu að fara til MUanó. E.t.v. hefurástæðan verið sú að hann hafi verið hræddur vegna þess að Greenpeace-menn höfðu hótað að taka á móti dýrunum úti í Evrópu. Þá vaknar sú spurning hvort ekki hafi eitthvað verið að dýrunum. Það er alltaf grunsamlegt þegar menn eru að skrökva,” sagði Sigríöur. Háhyrningamir tveir voru fluttir til Þýzkalands á mánudagsmorgun með flugvél frá Iscargo. Annar þeirra fór til LUbeck en hinn til Frankfurt am Main. Sem kunnugt er áttu háhyrn- ingarnir að vera farnir héðan fyrir 1. desember. Ástæðuna til þess að þeir voru ekki farnir þá sagði Sigríður vera veikindi þeirra. -GAJ. Þingforsetakjörið líklega á morgun: ALÞÝÐUFLOKKUR- INN VILL FORDAST ,BLOKKAMYNDUN’ — þingsetningídag Þáð vefst fyrir flokkunum að koma sér saman um kosningu forseta Sameinaðs þings og deilda. Alþýðu- flokksmenn höfðu í morgun ekki fallizt á tillögur framsóknar- og al- þýðubandalagsmanna um, að þeir þrir flokkar standi saman við forseta- kjörið. Alþýðufloksmenn segjast vilja komast hjá „blokkamyndun” við kjörið. Þeir höfðu lagt til að flokkarnir allir skiptu milli sín forsetum, þannig að sá stærsti, Sjálfstæðisflokkurinn, fengi forseta Sameinaðs þings. Þetta hefur verið kallað „þjóðstjórn” við þingforsetakjör. Framsóknarmenn eru óvissir um hvernig þeir bregðast við ef alþýðu- flokksmenn verða ekki með í sam- starfi vinstri flokkanna um kjörið. Sá möguleiki hefur verið nefndur að Alþýðuflokksmenn sætu hjá en þá gætu Framsókn og Alþýðubandalag ráðið forsetunum. Alþýðubandalagsmenn gera sér vonir um að við slíkar aðstæður mundu framsóknarmenn fást til að styðja Helga Seljan (AB) í forsetastól Sameinaðs þings, en þetta er enn óvíst. ólafur Jóhannesson gefur ekki kost á sér í stöðu forseta Sameinaðs þings. Þing verður sett í dag. Væntanlega skýrast forsetamálin á þingflokksfundum í dag. Forsetakjör ætti að verða á morgun. -HH. ■ftl mm maiun Jólabuxumar mátaöar Það er eins gott að máta jólabuxurnar vel og vandlega ... annars gcetilíklega jólakötturinn farið að skipta sér eitthvað afþessu... DB-mynd: Ragnar Th. f í Irjálst, úháð dagblað | MIÐVIKUDAGUR 12. DES. 1979. Stálu milljóna- § verðmætum í g sjö innbrotum Ungu mennirnir sem gripnir voru í skrifstofu bæjarfógetans í Kópavogi í siðustu viku, nýkomnir þar inn um glugga með verkfæri sín, hafa nú játað átta innbrot og þjófnaði þar á undan. Upp úr þvi krafsi höfðu þeir peninga og varning fyrir milljónir. Eins og áður hefur komið fram hafa menn þessir litla sem enga atvinnu stundað undan- farið rúmt ár. • Stærsti þjófnaðurinn var í porti Bifrastar í Hafnarf. fyrir nokkru. Þar stálu mennirnir bílsætum, hjólbörðum, geymum og margvíslegu öðru. Höfðu þeir komiö sumu í verð en geymdu annað. Flest er þó komið í leitirnar. 1 Benco i Bolholti stálu þ.eir talstöðv- um o. fl„ verkfærum hjá Handíð á Laugavegi, 200 þús. krónum hjá Velti h.f. Síðan lá leiðin í Byko, Sanitas og Ora með stuttu millibili. Alls staðar var , atlaga gerð að peningaskápum fyrir- tækjanna. Tókst að komast í þá en peningar voru þar litlir sem engir. -A.St. Engaryfir- færslurvegna olíukaupa f rá Nígeríu Olíuviðskiptanefnd mun halda á- fram viðræðum við British National Oil Corporation um hugsanleg kaup á olíu. Beinum viðræðum var frestað um ótiltekinn tima en öllu er haldiö opnu um að taka þær upp aftur. önundur Ásgeirsson, forstjóri OLÍS, hefur átt viðræður við nígeríska ríkisolíufyrirtækið, eins og DB hefur skýrt frá. Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytisins hafa íslenzkir bankar ekkert fé yfirfært vegna þeirra viðræðna eða hugsanlegra samninga. Ráðherrar OPEC-rikjanna koma saman á fund í Caracas næstkomandi mánudag til þess að ræða horfur í olíu- sölumálum og til þess að samræma olíuverð þessara ríkja. Samkvæmt nýjustu fréttum er talíð víst að þau samþykki verðhækkun þá og hugsan- lega einhver þessara ríkja geri það nú í vikunni. _bs_ Nýtt f iskverð komiðístrand Vegna slæmrar afkomu fisk- vinnslufyrirtækja og þeirra sem gera úl fiskiskip er enginn grundvöllur fyrir samkomulagi um nýtt fiskverð um ára- mótin. Hefur Verðlagsráð sjávarút- vegsins því vísað málinu til yfirnefndar. Að óbreyttu ástandi í gengismálum, hærri launa til sjómanna, afnáms olíugjalds og hærra fiskverðs er talið að tap blasi bæði við fiskvinnslu og fiskveiðiflotanum. í fréttatilkynningu frá Verðlagsráði segir að hér verði að koma til ráðstafaniraf hálfu hins opinbera. -ÓG.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.