Dagblaðið - 15.12.1979, Side 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
2
Forstjóri Sædýrasafnsins:
Hvalimir vom við
beztu heilsu
Yfirlýsing að gel'nu tilefni.
Enn einu sinni lætur Sigríður Ás-
geirsdóttir hafa eftir sér furðulegan
vaðal í Dagblaðinu um háhyrningana
í Sædýrasafninu. Frúin virðist eiga
létt með að Ijúga, ef rétt er eftir
henni haft í blaðinu, sem varla ber að
efa.
Ég vil taka frant eftirfarandi:
1. Frú Sigríður er ekki forntaður
Sambands dýraverndunarfélaga
Íslands. Það er önnur kona. Sigriður
virðist hins vegar tala mest i nafni
samtakanna.
2. Frú Sigríður vitnar í samtal við dr.
David C. Taylor. Ég get fullyrt, að
ummæli Sigríðar um það eru ósönn,
því að viðtalinu var vitni. Dr. Taylor,
sem var hér á vegum kaupenda, taldi
flutning á þeim tveimur dýrum, sem
síðast veiddust, óaéskilegan of fljótt
eftir veiði. Frávik í blóðsýni gera yfir-
leitt vart við sig fyrst eftir veiði
(stress), en þetta kemureinmitt fram
í yfirlýsingu þriggja viðurkenndra
dýralækna til dagblaðanna, þó
aðeins Morgunblaðið hafi séð sér
fært að birta yfirlýsinguna.
3. Blóðsýni var siðast tekið 30.
nóvember af tveimur síðuslu
dýrunum, en jákvæð niðurstaða úr
þeirri blóðprufu fékkst 3. desember.
Dýrin vortt þá þegar vfirtekin af
kaupanda, greidd og tryggð og haltst
handa um flutning úr landi.
4. Sigriður fullyrðir, að Menntamála-
ráðuneytið hafi skril'að Sædýrasafn-
inu ntörg og harðorð bréf vcgna þess
að háhyrningarnir voru ekki farnir úr
landi I. dcsembcr. Þctta ér lika ósatt.
Sædýrasafninti barst ekkert brcf frá
Mcnntamálaráðuneytinu. Hins vegar
barst hrél' l'rá bæjarfógeta vcgna
þcssa.
5. Ég er lalinn hafa reynt að leiða frú
Sigriði á villigötur, þá líklega
varðandi flutningana. Þetta er líka
ósatt, þvi ég hefi aðeins einu sinni
haft símasamband við frúna sam-
kvæmt beiðni hennar. Hún fékk svör
við öllum sínum spurningum, eins og
best var vitað á þeirri stundu.
Áætlanir kaupandans breyttust hins
vegar.
6. Frú Sigriði er það mikið kappsmál
að fullyrða að hvalirnir hafi verið
veikir; jafnvel þó þrír kunnir dýra-
læknar hafi gefið yfirlýsingu til
blaða, að hvalirnir væru við bestu
heilsu, þá vill Sigriður samt að þeir
séu veikir. Þetta er í senn athyglisvert
og f urðulegt.
7. Sigríður gerir athugasemd við að
hvalirnir fóru ekki til Mílanó og telur
að ég hafi verið hræddur við hótanir
Greenpeace-manna. Ég vil taka frant
að hvorki Mr. Thornton né aðrir
Greenpeace-menn höfðu samband
við mig, hvorki munnlega né bréflega
og höfðu því ekki i frammi neinar
hótanir. Einungis ósannar yfirlýsing-
ar Thorntons í blöðum vöktu furðu
mína. Heimsóknir Greenpeacemanna
i Sædýrasafnið virtust aðallega ganga
út á að taka myndir hvorir af öðrum
með hvalina i baksýn og þann út-
búnað, sem við notum til
flutninganna. í þau tvö skipti, sem ég
ætlaði að heilsa upp á Mr. Thornton,
flæmdist hann undan. Mér þykir að
sjálfsögðu leitt, ef þeir félagar hafa
farið fýluferð til Mílanó vegna þessa
misskilnings.
8. Um ákvörðunarstað dýranna
vissum við endanlega ekki fyrr en á
siðustu stundu. Milanó og London
koniu til greinu, en það breyttist.
Ákvörðunarslaður háhyrninganna
breyttist á siðustu stundu, enda var
það viðskiptamál kaupanda.
Kaupandi gerði grein fyrir þeim
aðstæðum, sem fyrir hendi voru til
viðtöku hvalanna.
9. Það er annars furðulegt, að dýra--
verndunarkonan Sigriður skuli
endilega vilja hafa hvalina veika.
Henni varð ekki að ósk sinni.
Hvalirnir uppfylltu allar ströngustu
kröfur kaupenda ogsíðan tryggingar-
félags, er alls ekki tryggir sjúk dýr.
Það virðist skaprauna Sigríði, að
þessi veiðiskapur og viðskipti skyldu
ganga einstaklega vel. Flutningarnir á
milli landa gengu framúrskarandi vel
og slíku ættu dýravinir frekar að
samfagna.
10. Dýravernd er hverri
þjóð nauðsyn. Barátta fyrir góðri
meðferð dýra og þekking og virðing
fyrir hvers konar dýrúm, hvort sem
þau eru undir manna höndum eða
villt í náttúrunni, er fögur hugsjón.
En fyrir hugsjóninni verður að
berjast af hlýhug og þekkingu. Dýra-
verndunarfólk verður að hafa rétt
hjartaþel, bæði gagnvart dýrunum og
þeim samborgurum, sem kunna að
hafa dýr undir höndum. Dýra-
verndunarbarátta með reiddunt
hnefa og manndrápshug er ekki
likleg til framdráttar dýravernd.
Það vill gleymast, að þekking manna
á dýrum hefur einmitt skapast vegna
þeirra dýra, sem rannsökuð eru i
dýragörðum og hafa slikar
rannsóknir í mörgum tilfellum orðið
villtum dýrastofnum til framdráttar.
11. Það er dýravernd til vansæmdar
að blanda þeim málum við gantla
óvild, og vildi ég síður rifja þau mál
upp að sinni.
12. Ég vil að lokum harma þau
....... '
SúkhulaAi -
Sítrón fromage
á dag
hemur skapinu í lag
„Um ákvörðunarstað dýranna vissum við endanlega ekki fyrr en á siðustu
stundu,” segir bréfritari.
leiðindaskrif, sem orðið hafa um há-
hyrningana í Sædýrasafninu. Þar
fara saman heiftúð og ósannindi
þvert ofan í yfirlýsingar færustu
manna. Frá því ég sjálfur sat í stjóm
dýraverndunarsambandsins um
tveggja ára skeið og ritstýrði Dýra-
verndaranum reyndar annað árið.
þar til ég flæmdist frá því, fyrir
nokkrum árum, virðist lítið hafa
breyst. Baráttan fyrir dýravernd
>tjórnast því enn af vanstillingu, heift
ng vanþekkingu og er það mjög
miður i slíku hugsjónamáli.
Virðingarfyllst,
Jón kr. Gunnarsson
ER BETRA KVIK-
MYNDAVAL SJÓN-
VARPINU OFRAUN?
Kristín skrifar:
Undanfarið hefur lítilsháttar verið
fjallað um dagskrá Sjónvarps og Út-
varps i Dagblaðinu. Rökdstudd og
sanngjörn umfjöllun um dagskrárval
Útvarps og Sjónvarps ætti að vera
þessum stofnunum kærkomin.
En því aðeins verður eitthvert
gagn af gagnrýninni að forráðamenn
viðkomandi stofnana hlusti á það
sem sagt er.
En ég ætla að koma strax að efni
bréfkorns þessa.
Helgarkvikmyndirnar undanfarna
mánuði hafa verið með endemum
leiðinlegar. Eðlilegasta skýringin á
þessu myndavali hlýtur að vera að
þær fáist fyrir slikk. Eða hvað á
maður að halda með þá vitneskju í
heilakorni sinu, að unnt er að velja úr
þúsundum skemmtimynda, sem sagt
afþreyingarmynda? Sýningar á kvik-
myndum er nú aðal uppistaðan í
efnisflutningi sjónvarpsstöðva um
heim allan og með því vinsælasta.
Intelligentarnir verða að láta sér
nægja brezku mánudagsleikritin.
Ósk min, ogég hygg meirihluta sjón-
varpsglápara, er eitthvað á þessa leið
varðandi biómyndirnar: Gömlu
góðu grínmyndirnar bandarisku,
spennandi myndir, kúrekamyndir.
Til eru ntargar myndir er fjalla um
þætti úr æviferli margra stórmenna
veraldarsögunnar, t.d. músikmyndir
(Chopin). Hvað um Walt Disney
teiknimyndirnar eða hliðstæðar
myndir, það er að segja i svipuðum
gæðaflokki? Hvað varð um vin
okkar, Bleika pardusinn?
Ég læt nú lokið þessu stagli um
kvikmyndir en það er ósk min að þeir
sent ráða kvikmyndavali sjónvarpsins
gefi okkur sem heima sitjum á helgar-
kvöldumcinhverja skýringu á því, að
föstudags- og laugardagskvöld séu
einmitt rétti tíminn til þess að sýna
misheppnaða kvikmyndafram-
leiðslu. Ég vil þó aðeins milda þessa
harðskeyttu gagnrýni mína með þvi
að taka fram að þokkalegar myndir
hafa flotið með stöku sinnum.
En nú er komið að hólinu. Ég vil í
fyrstu lýsa aðdáun minni á þvi hversu
öll stúdíóvinna er fagmannlega
unnin. Þar stendur okkar sjónvarp
erlendum stöðvum fyllilega á sporði
oggott betur.
Ég vil þakka fyrir frábæra fram-
haldsþætti, svo sem Heiðu, Húsið á
sléttunni, Villiblóm, ágæta franska
mynd, stórgóðan ástralskan mynda-
flokk, Andstreymi. Meira efni frá
Ástralíu og Kanada?
í heild finnst mér dagskráin mjög
sæmiieg og oft ágæt. Við getum ekki
gert of miklar kröfur til fjárvana
fyrirtækis smáþjóðar. En ég á erfitt
með að kyngja þvi að betra kvik-
myndaval sé sjónvarpinu fjárhagsleg
ofraun.
■