Dagblaðið - 15.12.1979, Page 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
æfingavél væri að ræða — með
írönskum flugmanni hrapaði eða yrði
fyrir öðru óhappi. Gæti það valdið
miklu fjaðrafoki, bæði i Bandarikj-
unum og einnig í íran.
írönsku flugliðunum hefur verið
fyrirskipað að ræða alls ekki við
blaðamenn. Er það æðsti yfirmaður
þeirra vestra sem það gerði en hann
er úr íranska flughernum. Sam-
kvæmt upplýsingum bandariskra
aðila í stöðvum flughersins i Texas
eru fyrirskipanir um að gefa írönun-
um samstundis upplýsingar um það
er blaðamenn koma á stöðina svo
þeir geti komið sér úr kallfæri.
Samkvæmt frásögn fréttamanna
The New York Times er greinilegt af
viðtölum við liðsmenn í stöðvum
flughersins bandariska að írönsku
flugmennirnir og tæknimenn eru
mjög vinsælir þar og einnig meðal al-
mennings i nágrenni stöðvanna.
Aftur á móti munu þeir vera mjög
áhyggjufullir vegna ástandsins heima
fyrir.
Margir þeirra hafa ekki komið til
írans síðan nokkru fyrir byltinguna og
vita því ekki af eigin raun hvernig
ástandið er. Töluvert var um það að
Íranir, sem bjuggu utan stöðva flug-
hersins, yrðu fyrir ágangi fólks og
einnig var þeim hótað öllu illu sim-
leiðis. Var þá skjótlega gripið til þess
ráðs að flytja þá í hibýli fyrir innan
girðingar flughersins.
Ekki verður séð annað en að flug-
mennirnir irönsku séu yfirleitt stuðn-
ingsmenn hins afsetta keisara. Í það
minnsta var haldið vel upp á afmæli
hans hinn 26. október siðastliðinn i
flugstöð einni i Texas þar sem
nokkrir tugir írananna eru. Mun slíkt
tæpast teljast sæmandi meðal stuðn-
ingsmanna Khomeinís heima i íran.
Vitað er að þó nokkur hluti flug-
liðsmannanna hefur ekki áhuga á að
snúa aftur til irans að þjálfun lok-
inni. Hafa þeir margir beðizt hælis í
Bandaríkjunum áfram. Stöðugt
fækkar þó i hópnum vestra og áætlað
er að hinir síðustu hverfi þaðan seint
á næsta ári.
Þjálfun íranskra flugmanna í
Bandaríkjunum hófst síðla á fimmta
áratugnum. í fyrstunni var allur
koslnaður vegna þess greiddur af
Bandarikjamönnum sjálfum en síðar
fór stjórnin i Teheran að bera
hann sjálf. Rúmlega þrjátiu þúsund
iranskir flugmenn og aðrir úr íranska
hernum hafa notið herþjálfunar
vestra. Talið er að hver þotuflug-
maður þarfnist um það bil tveggja
ára þjálfunar og kostnaður sá sem
stjórnin í Teheran þarf að bera er ná-
lægt fjórðungur milljónar dollara
fyrir manninn.
AÐSTOÐ
VID
GRÆNLAND
Grænland er okkar næsti
nágranni. Því hefur verið haldið
fram, að á góðum degi megi sjá milli
landanna eða litlu muni að svo sé.
Það undirstrikar þessa staðreynd, að
íslendingar hófu landnám á Græn-
landi fyrir um 1000 árum. Þessi
nýlendustofnun stóð um langan tima
og sjást merki hennar enn í dag svo
sem húsarústir o.fl.
Yf irráð Dana
Þegar samgöngur lögðust niður
frá íslandi til Grænlands, kom langt
timabil einangrunar. Það voru helzt
hvalveiðimenn, sem þarna komu eða
þá einstaka villtir og hraktir sæfarar.
Brátt tóku Danir að leggja leið
sína til Grænlands og segja má, að
seinustu aldirnar hafi Grænland lotið
stjórn Dana að svo miklu leyti sem
um útlenda stjórn hefur þar verið að
ræða.
Kenningar
Jóns Dúasonar
Þær kenningar komu fram hér á
landi fyrir nokkrum áratugum, að
Grænland væri hluti af íslenzka
ríkinu og bæri því Dönum að skila
okkur því. Þessi skrif Jóns Dúasonar
o.fl. nutu stuðnings sumra þing-
manna og fékk Jón Dúason nokkurn
fjárstyrk vegna Grænlandsskoðana
sinna og var svo látið heita, að um
fræðimennsku og rannsóknir væri að
ræða.
Þessar kenningar Jóns Dúasonar
voru alltaf fráleitar og margt
staðreyndalega rangt í þeim.
Það var þó verst við öll þessi skrif
Jóns og þeirra sem studdu hann, að
Kjallarinn
Liíðvík Gizurarson
Danir töldu sérlega varasamt að leyfa
Íslendingum nokkur samskipti eða
viðskipti við Grænland. Þótt þessi
skrif um rétt Íslands til Grænlands
væru varla tekin hátíðlega hér á landi
og frekar höfð sem skemmtileg og oft
fróðleg umræða, þá virtist mörgum
Dönum enginn hlátur í hug, þegar
þeir fréttu af þessum kröfum sumra
Íslendinga. Norðmenn höfðu á sama
tíma á árunum fyrir stríð reynt að ná
hluta Grænlands af Dönum og stóðu
í milliríkjadeilu við þá um það efni.
Þetta fór fyrir Alþjóðadóminn og
unnu Danir það mál.
Skrif Jóns Dúasonar urðu því
frekar til þess að útiloka íslendinga
frá eðlilegu sambandi við Grænland,
þótt varla hafi þessi skrif raunar
þurft til, þar sem Danir vildu einoka
öll samskipti við Grænland.
Það hefur í raun og veru enginn
mátt skipta sér af Grænlandi fyrir
Dönum og hálfgert járntjald hel'ur
verið á milli íslands og Grænlands,
þótt biliðséstutt á landakortinu.
Hjálpum
Grænlendingum
Nú hafa Grænlendingar fengið
aukna sjálfstjórn og varla trúir þvi
nokkur Dani lengur í alvöru, að við
ætlunt að leggja undir okkur
Grænland.
í stað einangrunar þurfa að konta
eðlileg samskipti landanna.
Á tímum samhjálpar og fjölþæitr-
ar aðstoðar eins lands við annað
megum við ekki gleyma nágrönnum
okkar á Grænlandi.
Hér á landi eru aðstæður að mörgu
leyti svipaðar og viða á Grænlandi
eða munurinn er minni heldur en ef
fjarlægari lönd eru borin saman.
Atvinna er svipuð, svo sem fisk-
veiðar.
Þetta ætti að verða til þess, að við
legðum ákveðna fjárhæð til hliðar á
fjárlögum eða söfnuðum henni með
Irjálsum framlögum til aðstoðar
Grænlandi og Grænlendingunr.
Aukin menntun
Bezta framlag okkar til Grænlands
væri að bjóða ungu l'ólki þaðan lil
námsdvalar hér á landi eða til starls-
þjálfunar. Einnig gætum við iálið
ýmis samtök okkar aðstoða Græn-
lendinga, ef það mætti verða þeint til
hjálpar. Þar má nefna'bindindis- og
AA-samtök, slysavarnir, Rauða
kross, iþróttafélög og þannig mætli
lengi telja.
Það er stundum leitað langt yfir
skammi. Við rnegunt ekki vanrækja
skyldur okkar við nágranna okkar
Grænlendinga, þegar við á santa tima
förum um hálfan hnöttinn til
aðstoðar hröktu fólki.
I.úðvik Gizurarson
hæstaréllarlögmaður.
„Hálfgert járntjald hefur verið milli ís-
lands og Grænlands.”
það er stundum bent af mótherjum
flokksins, en það sjaldan skýrt skyn-
samlega.
Flokkaskiptingin
eftir iðnbyltinguna
Flokkaskipting vestrænna nútínta-
manna kom til sögunnar eftir iðn-
byltinguna. Iðnbyltingin var sú breyt-
ing á atvinnulífinu, að það varð
miklu flóknara og sérhæfðara en
áður. Menn höfðu flestir lifað af
landbúnaði, framleitt fyrir sig og
sína, rekið sjálfsþurftarbúskap eða
heimilisbúskap. Vandi framleiðsl-
unnar var einfaldur, þvi að menn
þekktu þarfir sinar og sinna og fram-
leiðslugetu heimilanna eða búanna.
Þetta breyttist, þegar atvinnulifið
greindist, verkaskipting eða sérhæf-
ing jókst og iðnaður og verzlun i
nútímaskilningi urðu til. Menn fram-
leiða ekki lengur fyrir sjálfa sig,
heldur hver fyrir annan og skiptast á
vörum og þjónustu. í atvinnulífinu
eru að verki óteljandi einingar, neyt-
endur, fyrirtæki og félög, og hver
eining hefur sínar þarfir og sina
framleiðslugetu, sina eftirspurn og
sitt framboð. Vandi framleiðslunnar
er mjög flókinn, því að hver samhæf-
ir allar þessar einingar, þekkir þarfir
þeirra og framleiðslugetu? Hvernig er
lífsgæðunum, sem þessar einingar
keppa um, skipt með þeim?
Á þessum vanda framleiðslunnar
eru til tvær lausnir. Lausn frjáls-
hyggjumanna er sú, að einingarnar
taki sjálfar ákvarðanir innan marka
laganna, skipti með sér lífsgæðunum
Kjallarinn
Hannes H. Gissurarson
á opnum markaði samkvæmt lögmáli
framboðs og eftirspurnar, enda
þekki þær þarfir sínar og fram-
leiðslugetu bezt sjálfar. En hvaðsam-
hæfir einingarnar, þannig að ekki
verði úr þessu óskapnaður vöruskorts
eða offramleiðslu? Það er verðlagið.
Verðið „stjórnar” framleiðslunni,
„skiptir” lífsgæðunum, ef svo má
segja. Verðbreytingar eru þær „skip-
anir”, sem einingarnar fá. „Verðið
endurspeglar aftur á móti kostnað
við framleiðslu annars vegar og
styrkleika þarfa og óska neytandans
hins vegar,” sagði Jónas H. Haralz
hagfræðingur i ritgerð sinni í bókinni
Sjálfstæðisstefnunni. Lausn sósial-
ista er sú, að ríkisstjórn (eða
miðstjórn eða ráðstjórn) taki ákvarð-
anirnar fyrir einingarnar, skipti lifs-
gæðunum með þeim samkvæmt mati
sinu á því, hvað við eigi. Hún sam-
hæfir þær (eða á að gera það), skipar
þeim.
Í miðstjórnarskipulagi sósialista
gegnir ríkisstjórnin ekki einungis þvi
hlutverki að tryggja frelsi og öryggi
borgaranna eins og í markaðsskipu-
lagi frjálshyggjumanna, heldur
einnig hinu að stjórna framleiðsl-
unni. (Sterkustu rök frjálshyggju-
ntanna gegn sósíalismanum eru þau,
að stjórnin geti ekki gert það skyn-
samlega, því að hún þekki hvorki
þarfir eininganna né framleiðslugetu
þeirra betur en þær sjálfar). Um
þessar tvær lausnir samhæfingar-
vandans skiptust menn i flokka eftir
iðnbyltinguna.
Flokkaskiptingin
á íslandi
Iðnbyltingin íslenzka hófst með
vélvæðingu sjávarútvegsins og opnun
útlendra markaða 1904—1914, og
flokkaskiptingin kom til sögunnar
eftir það. Til varð 1916 sósíalista-
flokkur, Alþýðuflokkurinn (og 1930
klofnaði úr honum Kommúnista-
flokkurinn). Til varð 1929 borgara-
legur flokkur eða frjálshyggju-
flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn. i
ritum tveggja þingmanna hans, rit-
gerðinni Milli fátæktar og bjargálna
1929 eftir Jón Þorláksson verk-
fræðing og forsætisráðherra, sem
birt er i SjálfstæAisstefnunni, og
bæklingnum Um þjóðskipulag 1923
eftir Björn Kristjánsson kaupmann,
gætir skilnings þessa samhæfingar-
vanda. (Ég tek þó undir það, sem Sig-
urður sagði í grein sinni, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur ekki alltaf
fylgt stefnu sinni, enda felast stjórn-
mál í samningum og málamiðlunum)
Framsóknarflokkurinn, senr til
varð 1916, hafði enga lausn vandans,
var hvorki frjálshyggjuflokkur né
sósíalistaflokkur. Hann var bænda-
flokkur, stofnaður til þess að verja
hagsmuni bændastéttarinnar. Hann
horfði eðli sinu samkvæmt til for-
tiðarinnar, þegar flestir lifðu af land-
búnaði, en ekki til nútiðarinnar eða
framtiðar síaukinnar sérhæfingar,
iðnaðar, sjávarútvegs og verzlunar.
Þess vegna er hann stefnulaus, „op-
inn í báða enda” eins og sagl er. Þcss
vcgna scmur hann til skiptis við Sjáll'-
stæðisflokkinn og sósialistallokk-
ana óliklegl er, að Iramsóknar-
flokkurinn sé að breytast. Offram-
leiðslan i landbúnaði cr vegna þess,
að framsóknarmenn hafa neyll rikis-
sljórnir til þess að taka ntarkaðslög-
ntálin úr sambandi. Framsóknar-
ntenn telja þessi lögntál óhagfelld
bændasléltinni, þón það sé reyndar
misskilningur. Þcir lylgja sósialisl-
um, þegar á reynir. Miklu frenuir má
væma stuðnings við markaðsskipti-
lagið frá Alþýðuflokknum, sem
hefur lært margl síðustu áratugina.
Skipulag framleiðslunnar er hvcrgi
„hreint” frá fræðilegu sjónarmiði. I
miðsljórnarskipulaginu cru einhver
markaðsviðskipti leyfð, og i
markaðsskipulaginu eru frekari rikis-
afskipti af framleiðslunni cn þau,
seni eru til þess eins að Iryggja frelsi
og öryggi borgaranna. En þó cr eðlis-
munur á skipulagi auslrænna sósia-
lista og skipulagi vestrænna
lýðræðisþjóða. Það sjá allir, sem eru
ekki blindir af ofstæki. Til er annað-
hvort skipulag sósialisia cða
lýðræðisskipulag. Til er hvergi það
skipulag, sem er bæði sósíalískl og
lýðræðislegt. Kjarni málsinscrsá, að
lil eru tvær og einungis tvær lausnir
þess vanda, hvernig samhæfa á allar
einingar atvinnulifsins, annaAhvorl
lausn frjálshyggjumnima cAa sósía-
lista, en ekki bæði frj.ilshyggju-
ntanna og sósialislta.
Hannes H. Gissurarson.
^ „Ólíklegt er, aö Framsóknarflokkurinn
sé aö breytast.”