Dagblaðið - 15.12.1979, Page 17
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
17
FORFALLAÞJONUSTAISVEIT-
UMIGANGÁ NÆSTA ÁRI
,Ég geri ráð fyrir að eftir áramótin
verði auglýst tvö þriggja vikna nám-
skeið á Hólum í Hjaltadal fyrir fólk
sem hyggst ráða sig i forfallaþjónustu
í sveitum. í fjárlögum Tómasar var
áætlað að starfsemin hæfist á næsta
ári og ríkisframlag vegna hennar yrði
35 milljónir króna,” sagði Agnar
Guðnason blaðafulltrúi bændasam-
takanna í samtali við Dagblaðið.
Gefin hefur verið út reglugerð við
lög um forfallaþjónustu i sveifum,
sem samþykkt voru á Alþingi síðast-
liðið vor. Búnaðarsamböndum er
heimilt að setja á stofn forfallaþjón-
ustu hverju á sínu svæði. Heimild er
til ráðninga tveggja afleysingar-
manna fyrir hver 150 sveitaheimili.
Allir bændur, forstöðumenn búa og
makar þeirra eiga rétt á forfallaþjón-
ustu ef þeir hafa meirihluta tekna
sinnaaflandbúnaði.
Ríkissjóður mun greiða kaup
afleysingafólks sem nemur 40 dag-
vinnustundum á viku svo og
kostnað við stjórnun og skipulagn-
'ingu forfallaþjónustunnar. Öll vinna
umfram 40 dagvinnustundir greiðist
af viðkomandi bónda. Afleysinga-
fólk skal fá frítt fæði og húsnæði þar
- námskeiö fyrir forfallaliöa
á Hólum i Hjaltadal
sem það starfar hverju sinni.
Forfallaþjónustunni er ætlað að
veita tímabundna vinnuaðstoð við
nauðsynleg bú- og heimilisstörf þegar
veikindi, slys eða önnur forföll ber að
höndum þannig að þeir sem veita búi
forstöðu geti ekki sinnt verkum
sinum.
,,Við eigum ekki von á öðru en vel
gangi að ráða fólk til forfallaþjón-
ustu. Kaup og kjör munu verða sam-
bærileg við það sem frjótæknar
hafa,” sagði Agnar Guðnason.
Norðmenn búa við mjög vel skipu-
lagt og gott afleysingakerfi fyrir þar-
lenda bændur. Þar eru aðeins 4—5
býli um hvern afleysingamann. Þykir
ekki mikið mál að norskir bændur og
fjölskyldur þeirra taki sér notaleg
heigarfrí og láti afleysingafólk um
gegningar á meðan. -ARH.
Óhæft diykkj-
arvatn í
Mosfellssveit
Mótor i aðalstöð vatnsveitu Mos-
fellshrepps brann yfir á miðviku-
daginn og varð þá sveitin vatnslaus.
Komst vatn á aftur eftir nokkra tima
en stíft var auglýst að vatnsins mætti
ekki neyta nema það hefði verið
soðið.
Jón Friðjónsson verkstjóri tjáði
DB að auglýsingin um bann við
neyzlu vatnsins sem nú rynni um
krana i Mosfellssveit væri í samræmi
við lagaákvæði um að ekki mætti
neyta yFtrborðsvatns. Slikt vatn hefði
verið sett á veituna með dælu sem
fengin var frá Almannavörnum, en
fullnaðarviðgerð á vatnsveitudæl-
unni yrði vart lokiö fyrr en á mánu-
dagsmorgun, þó unnið væri nótt sem
dag. Taldi Jón að Almannavarnir
hefðu sérlega fljótt og vel brugðizt
við vandamáli sveitarfélagsins. -A.St.
Hver verður prófessor
í sögu við HÍ?
„Gengið frá
skipun i
embættið
fíjótiega"
„Gögnin frá Háskólanum eru
komin inn á borð hjá mér og búasl
má við þvi að gengið verði frá skipun
í embættið fljótlega,” sagði
Vilmundur Gylfason menntamála-
ráðherra í gær.
3 umsækjendur eru um prófessors-
embætti i sögu við heimspekideild
Háskóla íslands sem Ólafur Hansson
gegndi áður. Þeir eru Sveinbjörn
Rafnsson, Ingi Sigurðsson og Þór
Whitehead. Á deildarfundi Heim-
spek:dcildar 30. nóvember mæltu 17
af 27 fundarmönnum með skipun
Sveinbjörns í embættið. Ingi hlaut 7
atkvæði og Þór3.
Viðmælendur bláðsins i heiin-
spekideild undrast að ráðherra hafi
ekki gengið frá skipun i embættið
ennþá og benda á að hálfur mánuður
sé liðinn frá þvi deildarfundur iýsti
viljasínum. —ARH
Starfguð-
fræðinema
meðal
aldraóra
Guðfræðinemar við Háskóla
Islands koma nú vikulega að Hrafn-
istu, dvalarheimili aldraðra sjó-
manna i Reytjavík, og ræða við vist-
menn. Er þetta hluti af námi þeirra í
sálgæzlu undir leiðsögn sr. Bjarna
Sigurðssonar lektors. Hver stúdent i
hópnum heimsækir tíu vistmcnn
regiulega i vetur.
Einnig skipuleggja nokkrir guð-
fræðinemar samverustundir vist-
manna á fimmtudagskvöldum. Er
þar flutt predikun, söngur og bæn
ásamt léttari samræöum. Þessar
stundir eru mjög vei sóttar, ekki síöur
en skemmtikvöldin. Ólafur Jóhanns-
son guðfræðinemi er upphafsmaður
þessa og veitir alla forystu ásamt
Albert Bergsteínssyni guðfræðinema,
sem annast ur.dirleik við söng Ólafur
vár næturvörður um skeið og varð þá
Ijós hin mikla þörf fyrir trúarlegt
starf meðal vistmanna. Jóhanna
Sigmarsdóttir forstöðukona á Hrafn-
istu hefur veitt þessu starfi allan
stuðning. -GAJ.
ELSKA HLJ
ANTI—
STATIC BYSS
HEYRNARTC
INSIVÖS
URSTAR FY
t
\\mii!
I-kktronísk ffjj)
litatíreininu: LjpRtnTmvnpfltiopfln hp.
Ljósmyndun: Björjívin Pálsson
Prentun: ÁRVAKUR H/F
JÓLAGJAFIRNAR FASTI
OTECIC
TRVfíGVAGÖTU GKGNT SKATTSTOFl''NNI