Dagblaðið - 15.12.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1979.
19
Að búa manni sín
um fagurt heimili
Ása Sólveig:
TREG í TAUMI
öm og öriygur 1979.149 bls.
Treg í taumi er önnur skáldsaga
Ásu Sólveigar. 1 fyrra gaf hún út
skáldsöguna Einkamál Stefaniu, en
áður hafði hún haslað sér völl sem
leikritahöfundur, og hafa leikrit eftir
hana m.a. verið flutt í útvarpi og
sjónvarpi. í öllum verkum sínum
fjallar Ása Sólveig fyrst og fremst um
konur og nánasta umhverfi þeirra,
s.s. heimili og börn, en jiað er við-
fangsefni sem hefur ekki alltaf átt
upp á pallborðið hjá þeim sem
stjórna bókmenntamati í landinu.
Það mátti t.a.m. lesa í einum — ef
ekki fleiri — ritdómanna um Einka-
mál Stefaníu að ritdómaranum þótti
litið leggjast fyrir jafngóðan og efni-
legan rithöfund og Ásu Sólveigu að
vera bara að fjalla um venjulegar
konur og hann óskaði henni þess að
hún vikkaði út sjóndeildarhring sinn í
næstu bók með því að taka sér verð-
ugra viðfangsefni fyrir hendur. Þetta
hefur Ása Sólveig ekki gert. Hún
heldur ótrauð áfram á þeirri braut að
fjalla um sitt eigið kyn og segja frá
reynslu sem svo mörgum karlmönn-
um er hulin og konur hafa hingað til
ekki haft hátt um á prenti — kannski
af ótta við það opinbera bókmennta-
mat sem lítur á reynslu kvenna sem
þröngan heim og annars flokks við-
fangsefni.
Skellt í lás
Aðalpiersónan í Treg i taumi er
miðaldra húsmóðir, þ.e.a.s. sú
tegund aðalpersónu sem er næsta fá-
gæt í íslenskum bókmenntum. Þessi
kona, Guðný, hefur allt til alls af ytri
gæðum. Hún á traustan eiginmann,
sem er forstjóri með góðar tekjur,
hún á þrjú myndarleg börn og býr í
nýtískulegu einbýlishúsi með öllum
þægindum. En samt er hún óánægð.
Lýsir sagan tveggja daga örvænt-
ingarfullu uppgjöri hennar við lífs-
form og fjölskyldu, sem lýkur með
því að hún gengur út úr húsi sínu,
skilur lyklana eftir inni og skellir i
lás. Sem sagt sama minni og i Brúðu-
heimili Ibsens. í því sambandi er það
allrar íhugunar vert að í hvorugu
verkinu fáum við nokkuð að vita um
afdrif söguhetjunnar. Er lausnin
kannski engu nær nú en fyrir
hundrað árum?
Vandmeðfarinn
sjónarhóll
Guðnýju finnst lif sitt tilgangs-
laust, hún sér ekki fram á neitt, og
hún leitar athvarfs í drykkju. Þá tvo
daga sem ytri atburðarásin spannar
er hún annaðhvort drukkin eða í
miklu uppnámi. Þetta er eitt vand-
meðfarnasta atriði bókarinnar, því
að það er Guðný sem segir söguna
jafnframt því sem hún gerist. Sjónar-
hóllinn er því meira eða minna
sjónarhóll konu sem hefur ekki fullt
vald á tilfinningum sínum eða hugs-
unum. Yfirleitt finnst mér Ása Sól-
veig komast ákaflega vel frá þessu.
Guðný verður aldrei svo drukkin að
hún missi ráð og rænu, og þegar hún
segir nokkur vel valin orð — sem er
oft — er þess gætt að af henni sé
runnið eða tekið fram að hún leggi
sig sérstaklega fram um að finna orð.
Með þessum sjónarhóli tekst Ásu
Sólveigu að lýsa Guðnýju innanfrá,
vitund hennar og hugsunarhætti.
Bók
menntir
HELGA KRESS
111
Ása Sólveig.
Raunsæi
Ég held að lýsing á konu eins og
Guðnýju sé ekki einungis óvanaleg,
heldur einnig einstaklega raunsæ, og
að margar konur af hennar stétt og
stöðu geti fundið eitthvað af sjálfum
sér í henni, þær konur sem hafa ekki
aðra sjálfsmynd en þá að búa manni
sínum fagurt heimili. Guðnýju finnst
hún kúguð á heimilinu og að störf
hennar þar séu einskis metin. Hún
ftnnur mjög fyrir því að hún er að
eldast, því hún veit með sjálfri sér
að konur eru þvi minna metnar því
eldri sem þær verða. Henni finnst
hún ekki lengur gjaldgeng, samtímis
því sem hún sér að karlmenn á
hennar aldri fá sér sífellt yngri ást-
konur. Sjálf er hún mjög raunsæ og
eftir því hreinskilin. Hún þykir erfið
og oft til vandræða meðal þeirra fínu
borgara sem maður hennar um-
gengst. Sambandið milli hennar og
eiginmannsins er allt á hans forsend-
um, það er hann sem vinnur fyrir
peningunum og heldur í taumana,
bæði á henni sem er ,,treg í taumi”
og hestinum sínum sem er mun
liprari.
Raunverulegt
mótvægi?
Ása Sólveig fer ekki út í þjóð-
félagslegar skýringar á líðan og við-
brögðum söguhetju sinnar. Skýringar
bókarinnar eru fyrst og fremst sið-
ferðilegar og sálfræðilegar, og þær
eru góðar svo langt sem þær ná, en
skilja eftir margar spurningar. Til
dæmis þá grundvallarspurningu
hverjir eiginlega séu möguleikar fyrir
konu eins og Guðnýju. Það má vera
að Ása Sólveig hafi ætlað sér að
svara þessu með persónunni Erlu,
seni er vinkona Guðnýjar frá fornu
fari og hefur byrjað nýtt lif. En ham-
ingja hennar virðist fólgin í því einu
að hafa fundið eiginmann sem hún er
ánægð með, vera í kirkjunefnd og
kvenfélagi og lesa kvennabókmennl-
ir. Er þetta hið raunverulega niól-
vægi við óhamingju konu eins og
Guðnýjar? 1 bókinni er sem sagt
bryddað upp á niörgu án þess að gera
því viðhlitandi skil. En kannski vegna
þess, hve margra spurninga cr lálið
ósvarað, er bókin kjörið viðfangsefni
fyrir leshópa sem vilja brjóta vanda-
mál nútíntakonu til niergjar.
/
. . ■ ''
BARTSKERINN
LAUGAVEG1128
r\NÚ/i
VvilNNUM#
y'
Úrvals
folaldakjöt
Muskoil
Formen.
KJÖTBÚÐ
SUÐURVERS
STIGAHLÍÐ - SÍMI35645
V/HLEMM. SIMI 23930.
Vandlátir koma aftur or
aftur. Sérpantanir í
permancnt. Sími 23930.
Hallberg íiuúmumisson
Þorsleinn Þorsteinsson.
Á BRATTANN
- minningar Agnars
Kofoed-Hansens
Svend Ott S.
MADS 0G MILALIK
Jóhaimas HaNdórsson islenzkaði
Falleg myndabók og barnabók frá
Grænlandí eftir einn bezta teiknara og
l barnabókahöfund Dana. Hón segir frá
V börnunum Mads og Naju og hundinum
\ þeirra, MilaUk. Vetrarrikió í Grænlandi
\ er mikið og hefði farið illa fyrir Mads
\ og Naju ef MUaUk hefði ekki veríð
\ með þeim.
Höfundurínn er Jóhannes
Helgi, einn af snilUngum
okkar i ævisagnaritun með
meiru. Svo er hugkvæmni
hans fyrir að þakka að tækni
hans er alltaf ný með hverri
bók. í þessari bók er hann ái
íerð með Agnari Kofoed- /
Hansen um grónar /
ævislóðir hans, þar sem /
skuggí gestsins með /
Ijáinn var aldrei langt /
undan. /
Saga um undraverða /
þrautseigju og /^
þrékraunir með léttu og*^*„
bráðfyndnu fvafi.
' Mv \ Grete Linck
Grönbeck:
Afhn okkar
^ GUNNLAUGS
Jóhenna Þráinsdóttir fslenzkaói
Grete Linck Grönbeck Ustmálarí var
gift Gunn laugi Scheving Ustmálara. Þau
kynntust i Kaupmannahöfn og fluttust sfðan til
Seyðisfjarðar 1932, þar sem þau bjuggu til 1936 er þau
settust að I Reykjavlk. Grete Linck fór utan tii
Danmerkur sumaríð 1938. Hún kom ekki aftur
L og þau Gunnlaugur sáust ekki eítir það. Megin-
\ hluti bókarínnar er trúverðug lýsing á
\ íslendingum á árum kreppunnar, lífi þeirra og
\ lifnaðarháttum, eins og þetta kom fyrir sjónir
\ hinni ungu stórborgarstúlku!
Guðmundur G. Hagalin
ÞEIR VITA ÞAÐ
FYRIR VESTAN
ÞEIR VITA ÞAÐ FYRIR VESTAN Hallar
um þau 23 ár sem umsvifamest hafa orðið í
ævi Guðmundar G. HagaUns, fyrst þríggja
ára dvöl f Noregi, sfðan tveggja ára blaða-
mennska f Reykjavfk og loks tsafjarðarárin
sem eru meginhluti bókarínnar. ísafjörður
var þá sterkt vigi Aiþýðuflokksins og kall-
aður „rauði bærinn”. HagaHn var þar einn
af framámönnum flokksins ásamt Vilmundi
Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdi-
marssyni o.fl. Bókin einkennist af lffsfjörí og
kimni, og hvergi skortir á hreinskilni.
Hans Wrson Ahlmann:
\\ RlKI VATNAJÖKULS
> Þýóandi Hjörtur Pálsson
I RlKI VATNAJÖKULS stgir fri leiAangri
höfundaríns, Jóns Eyþórssonar, Sigurðar
Þórarínssonar, Jóns frá Laug og tveggja
ungra Svla á Vatnajökul voríð 1936. Þeir
höfðu auk þess meðferðis 4 grænlandshunda,
sem drógu sleða um jökulinn og vöktu hér
meðal almennings ennþá meirí athygli en
mennirnir.
t fyrrí hlutanum segir frá stríðinu og barn-
ingnum á jöklinum. Seinni helmingurínn er
einkar skemmtileg frásögn af ferð þeirra
Jóns og Ahlmanns um Skaftafellssýslu.
„ísland og ekki sizt Skaftafeilssýsla er engu
köðru lík, sem ég hef kynnzt,” segir prófessor
V Ahlmann. Sfgilt rít okkur íslendingum,
\ nærfærín lýsing á umhverfl og fólki, næsta
\ óUku þvi sem við þekkjum nú, aðeins 44
árum síðar.
Indríði G. Þorsteinsson:
UNGLINGSVETUR
Skáldsagan UNGLINGSVETUR er raun-
sönn og kimin nútimasaga. Hér er teflt fram
ungu fólki, sem nýtur gleði sinnar og ástar,
og rosknu fólki, sem lifað hefur sfna gleði-
daga, allt bráðUfandi fólk, jafnt aðalpersónur
og aukapersónur, hvort heldur það heitir j
Loftur Keldhverfingur eða Sigurður á Foss-J
hóli. Unglingarnir dansa áhyggjulausir á #
skemmtistöðunum og bráðum hefst svo Iffs-
dansinn með alvöru sina og ábyrgð. Sumir
stiga fyrstu spor hans þennan vetur. En á þvf
dansgólfi getur móttakan orðið önnur en
vænzt hafði veríð — jafnvel svo ruddaleg að
lesandinn stendur á öndinni.
Magnea J. Matthiasdóttir
GÖTURÆSISKANDIDATAR
Reykjavíkursagan GÖTURÆSISKANDIDAT-
AR hefði getað gerzt fyrír 4—5 árum, gæti veríð
að gerast hér og nú. Hún segir frá ungrí mennta-
skólastúlku sem hrekkur út af fyrírhugaðrí Ufs-
braut og lendir f félagsskap göturæsiskandidat-
i anna. Þeir eiga það sameiginlegt að vera lágt
\ skrífaðir f samfélaginu og kaupa dýrt sinar
\ ánægjustundir. Hvað verður i sHkum félagsskap
\ um unga stúlku sem brotið befur allar brýr að
. \ baki sér.
Þessi bók segir firá rúmlega þrjátiu ára starfsferli
planósnillingsins Rögnvalds Sigurjónssonar. Sagan ein-
kennist af alvöru listamannsins, hreinskilni og viðsýni j
og umfram allt af óborganlegrí klmni sem hvarvetna Á
sldn f gegn, hvort heldur listamaðurínn eigrar i M
heimasaumuðum moLskinnsfötum um fslenzkar
hraungjótur eða skartar f kjól og hvitu i glæsi- JH
legum hljómleikasölum vestur við Kyrrahaf eða ^H
austur við Svartahaf. JH
ALMENNA BOKAFELAGIÐ
ALMENNA
BÚKAFÉLAGIÐ
Austurstræti 18
169V7