Dagblaðið - 15.12.1979, Side 32

Dagblaðið - 15.12.1979, Side 32
Srfálst, áháð dagblað Það er hlýtt og bjart í nýju byggingunni við Lækjartorgið þar sem farþegar strætisvagnanna hafa nú afdrep. Naumast verður sagt að þarna sé enn orðið vistlegt. Það stendur þó til bóta. Þarna eru seld afsláttarkortin og afhent kort þeim sem til eiga rétt af ýmsum ástæðum. Almenning^-sími er þarna inni og skammt í svaíadt kk eða kaffisopa. Biðskýlið, sem þarna var .y:ir far- þega vagnanna, hefur verið flutt i burt. Ekki þurfa menn að eiga allt undir þessum tveim bekkjum sem enn eru á sínum stað úti i Hafnarstræti. Ný og björt húsakynni með nokkurri þjónustu eru komin á eina aðalbið- stöð borgarinnar. -BS. ► Nýja „biðskýliö” á Lækjartorgi er raunar stigainngangurinn í nýja húsið, sem þar hefur verið reist og þaðan sjá farþegar ekki tii vagnanna. En bjart er þarog hlýtt. DB-mynd: RagnarTh. Aðatfundur útvegsmanna: ALGJORT SAMKOMULAG UM VEKHTAKMARKANR — þorskveiðibann á sumrinu þegar erfiðast er að fullnýta aflann Fulltrúar togaraútgerðar og báta- menn urðu i gær algjörlega sammála um tillögur að þorskveiðitakmörkun- um á næsta ári og ennfremur tókst á aðalfundi LÍÚ að ná algjörri sam- stöðu á milli útgerðarmanna í hinum ýmsu landshlutum. Tillögur útvegsmanna eru þannig, að sögn Kristjáns Ragnarssonar for- manns LÍÚ, að algjört þorskveiði- bann verði bæði fyrir togveiðar og net á tímabilinu frá 1. júlí til 10. ágúst á næsta sumri. Auk þess er gert ráð fyrir að veiðibann verði tiu daga um jól og aðra tíu daga um páska. Á sumartímanum hefur reynsla undanfarinna ára verið sú að miklum erfiðleikum er bundið að fullnýta þann þorskafla, sem komið hefur að landi. Tillögur útvegsmanna gera ráð fyrir að 20% af afla megi vera þorskur þrátt fyrir bannið (í fyrra 15%). Samkvæmt heimildum DB af fundi útvegsmanna í dag féllust báta- menn á þorskveiðitakmarkanirnar í ofangreindu formi í trausti þess að netaveiði á vetrarvertíð yrði ekki stöðvuð 1. mai næstkomandi eins og ásíðustu vertíð. Einnig var samþykkt að ef um frekari veiðitakmarkanir yrði að ræða skyldi það gert i sam- ráði við stjórn landssamtaka útvegs- manna. -ÓG. Fingralang- ir strákar LAUGARDAGUR 15. DES. 1979. Stjórnarmyndun: „Gengur hægt” — segir Vilmundur Gytfason „Þetta gengur hægt,” sagði Vilmundur Gylfason ráðherra í gærkvöldi um viðræður vinstri flokk- anna um stjórnarmyndun. Fundurinn í gær stóð aðeins í um hálfan annan tíma og annar fundur verður í dag klukkan tvö. „Á hægaganginum kunna að vera þær eðlilegu skýringar að menn vilji nú vanda vel það vígi sem reist verður i verðbólgu- og efnahagsmálum,” sagði Vilmundur, „svo að þetta kann að vísa á gott.” -HH. gripnir á Akureyri Á fimmtudagsnótt var brotizt inn i verzlunina Esju við Norðurgötu á Akureyri. Telur kaupmaðurinn að stolið hafi verið dagsölunni, 3—400 þúsund krónum, um 20 vindlingalengj- um og auk þess sælgæti. Akureyrarlögreglan var í gær komin með 4 drengi, 14—15 ára gamla, og höfðu þeir að einhverju leyti viður- kennt verknaðinn en kváðu fjárupp- hæðina þó ekki vera svo háa sem kaup- maðurinn telur. Stóðu yfirheyrslur yfir í gærkvöldi. Þá var einnig verið að fjalla um mál tveggja ellefu ára drengja á Akureyri sem stolið höfðu bifreið. Hefur annar þeirra leikið sama leik áður og m.a. skemmt einn ránsbíl. Þessir 11 ára drengir leita uppi bíla sem lyklar eru skildir eftir í. -A.Sl. ÞIGGDU ÞESSA STERTA, UUFAN Má ég ekki gauka að þérþessum sterrum, Ijúfan mín góð. Mér IIzt svo undur vel á þig. Þessi orð telur Ragnar hirðljósmyndari DB sig hafa heyrt er hann lœddist að þcssu pari á útimarkaðnum I gœr. Hvort sem Ijósmyndarinn hefur heyrt rétt eða ekki, þá leynir ástin sér ekki. Þetta œtti að minna annað ástfangið fólk á að gleyma ekki blómagjöfunum. Finnist mönnum plönturnar afskornu fara of fljótt til guðs, þá geta menn gefið elskunni sinni pottaplöntu. Gleðilega helgi. -DB-mynd: Ragnar Th. HLÝTT 0G BJART í NÝJA BIÐ- SKÝUNU Á LÆKJART0RGI Neyðarkall á misskiln- ingi byggt i gær fékk SVFÍ tilkynningu um að þýzk stöð hefði heyrt neyðarkal! frá grísku skipi sent samkvæmt staðar- ákvörðun átti að vera 50—60 mílur suður af Portlandi. Að beiðni Slysa- varnafélagsins flaug vél Gæzlunnar yfir umrætt svæði en varð einskis visari. Engar strandstöðvar hér néskip á sömu slóðum höfðu heyrt neitt. Er fullvíst talið að um misskilning hafi verið að ræða enda óljóst hvaðan fréttin er upphaflega komin. -A.Sl.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.