Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 18
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Öllum til ama og leiðinda Stórbændurnir Davíð á Arnbjargarlæk og Jón Þorsteinsson í Deildartungu voru miklir vinir. Jón var alla ævi stakur bindindismaður en Davíð ekki. Taldi Jón stundum að 'vínhneigð vinar sins gæti aukizt og orðið hættuleg. Hafði hann marg- sinnis orð á því við Davíð, og bað hann aldrei vín að bragða. Ekki lét Davíð segjast og gladdist með vinum á tyllidögum og þótti þá gott aðsamneytavínsíhófi. „Nú skal ég segja þér, hvernig getur farið fyrir þeim sem drekka,” sagði Jón bóndi eitt sinn við Davíð vin sinrt. ,,Þú veizt eins og ég um músagang, sem hér hefur verið til mikils ama á bæ, sem ég þarf ekki að nefna. Engin ráð hafa dugað til þess að létta þessari plágu af bænum. Svo var það í vikunni sem leið, að einhverjum datt í hug það fangaráð að setja brennivín í skál á eldhús- gólfið. Runnu mýsnar á lyktina, drukku úr skálinni, urðu allar fullar og var þá auðvelt að ráða niður- lögum þeirra — nema einnar. Hún drakk ekki og lifir enn góðu lífi.” ,,Já, öllum til ama og leiðinda,” svaraði Davíð. Vil brúa menningarbilið milli Islands og Japan — segir Miyako Þórðarson, sem opnað hefur verzlun með japönskum gjafavörum í Reykjavík. ,,Ég vildi með þessu reyna að brúa bilið milli þessara ólíku menningar- svæða," sagði Miyako Kashima Þórðarson í samtali við DB en hún opnaði nýlega verzlunina Tokyo í Hafnarstræti 21 Reykjavik, þar sem verzlað er með japanskar gjafavörur. Miyako lauk vorið 1978 prófi frá guðfræðideild Háskóla íslands og er hún fyrsti japanski stúdentinn sem lýkur prófi úr Háskóla íslands. Auk þess að reka verzlunina Tokyo kennir Miyako japönsku \ið Háskóla Islands. I verzluninni Tokyo er lögð áherzla á að hafa á boðstólum I. flokks gjafavöru, sem Japanir eru frægir fyrir að framleiða, svo sem perlu- skartgripi, handntálaða postulins- vasa, — platta, borðbúnað og margt fleira. Þá eru einnig á boðstólum vin- sæl, hefðbundin japönsk leikföng. Stefnt er að því að kleift verði að kaupa í verzluninni flestar hefðbundnar japanskar vörur. -GAJ. Auk þess sem Miyako er fram- kvæmdastjóri verzlunarinnar Tokyo kennir hún japönsku viö Háskóia ísiands. Við hlið henn- ar eru apadúkkurnar vinsælu „Monda" og „Monsu" sem hrifið hafa börn og jafnvel fullorðna um allan heim. DB-mynd: Ragnar Th. Gunnlaugur Dal Ólafsson tók við skólastjórastöðunni af Hjátmari Árnasyni i hausL Með þvi var vandi Barnaskólans i Grindavík leystur til bráðabirgða. Myndin er úr Suðurnesjatiðindum. STJÓRNAR UMDEILD- ASTA BARNA- SKÓLA LANDSINS Skólastjóravandamálið við Barna- skólann i Grindavík var á sínuni tíma leyst til bráðabirgða með því að ráða Gunnlaug Dal Ólafsson í starfið í stað Hjálmars Árnasonar. Suður- nesjatiðindi, sem gefin eru út í Kefla- vík, birtu fyrir nokkrum dögum viðtal við Gunnlaug, þar sem hann segir meðal annars að það hafi verið dálítið erfitt að taka við skólastjóra- stöðunni, sérstaklega vegna þess hve allur undirbúningur undir skóla- starfið hefði dregizt á langinn vegna óvissu um skólastjórann. -Gunnlaugur Dal Ólafsson lætur vel af samstarfinu við kennara skólans. Hann svarar spurningunni um, hvort hann hyggist sækja um skólastjórastöðuna þegar hún verður auglýst í vor á þá leið að hann láti trúlega allar ákvarðanir um það mál bíða vorsins. DROTTNINGIN SÝNIR GULL OGDEMANTA ti — hjá Halldórí á Skólavörðustígnum Bar-tími Steingríms Steingrímur Hermannsson dóms- málaráðherra hafði bæði skilning og kjark til þess að breyta reglum, sem gilt höfðu um veitingar áfengis á mat- sölum og skemmtistöðum, yfirleitt til rýmkunar. Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli hefur um áratugaskeið verið einn skeleggasti andstæðingur áfengissölu og áfengisneyzlu á islandi og verið ómyrkur í máli. Um það leyti sem rýmkaðar voru reglur um barþjónustu áttu þeir Halldór á Kirkjubóli og Jónas Guðmundsson í hörðum ritdeilum í Tímanum um eignarrétt á landinu, Hgæðum þess og slysapyttum. Var talsvert hitnað í kolunum milli þeirra flokksbræðra, þegar þeir drógu eitthvað saman seglin. Jónas var spurður að því, hvort 'hann hefði gefizt upp fyrir Halldóri eða hvort þeir hefðu samið frið. „Nei,” svaraði Jónas, ,,ég læt Halldór alveg í friði á meðan hann er að aðlaga sig nýja bartímanum hans Steingríms.” Stund milli stríða Ifið þingsetningar er lögregluvörðurinn við Alþingishúsið álika ómissandi og presturinn i Dómkirkjunni. En hvað skyldi verða um þessa laganna verði á meðan forseti íslands setur Atþingi? Jú, þeir setja sig niðurþar sem stóla er að finna, eins og sjá má á þessari mynd. Hór hefur hluti lögregluliðsins tyllt sér undir málverkinu af þjóðfund- inum 1851. DB-mynd: Hörður. Fegurðardrottningin Kristín Bernharðsdóttir kann bezl við sig þegar nóg er að starfa. Strax eftir kjörið á Hótel Sögu hóf hún störf sín að nýju í Eyjum, en nú hefur hún vent sínu kvæði í kross og vinnur nú fyrir jólin hjá Halldóri á Skólavörðu- stig, þar sem hún liðsinnir viðskipta- vihum og sýnir skartgripi. „Mér finnst þetta spennandi og skemmtileg tilbreyting,” sagði Kristín, ,,og eiginlega er ég að hugsa um að fá mér vinnu í Reykjavík um sinn, enda er öll tilbreyting góð.” Halldór og Kristín eru á myndinni að skoða finnska demantshsinga, sem sagt er að séu einna ákjósanleg- asta fjárfestingin á siðustu og verstu timum. Halldór kvaðst hafa afrekað það á árinu að leika smáhlutverk í Paradisarheimt. Hann lagöi einnig til „leikara” í eitt aðalhlutverk myndarinnar, hestinn... Hvell-Geiri Geir Hallgrimsson stjórnaði að sjálfsögðu leiftursókn sjálfstæðis- manna í kosningunum svo sem bar flokksformanni. Hefur hann síðan verið kallaður Hvell-Geiri. flejva FÖLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.