Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 29

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. 29 Will Durant GRIKKLAND HIÐ FORNA víðkunna The Story of Civilization. Höfundur þess, ameríski sagnfræðingurínn og rithöfundurinn Will Durant, er heimsfrægur af þessu verki. Áður hefur. birzt á islenzku úr sama ritsafni Rómaveldi I—II 1963—64, einnig í þýðingu dr. Jónasar Kristjáns- sonar, en er löngu uppselt. Grikkland hið forna I—II lýsir uppruna, vexti, jroska og hrörnun griskrar menningar frá elztu minjum Kritar og Tróju og fram til þess er Rómverjar vinna ríki Grikkja. Dr. Jónas Kristjánsson segist í formála siðara bindis hafi tekizt þetta þýðingarverk á hendur að beiðni föðurbróður síns, Jónasar Jónssonar frá Hriflu.Setti þýðandi sér það takmark að islenzka bindin um Rómaveldi og Grikkland hið forna og má nú kalla að þvi ætlunarverki se lokið. Bæði bindi Grikklands hins forna eru prýdd fjölda mynda og hinu siðara lýkur með itarlegri nafnaskrá og landa- bréfum. Grikkland hið forna I—II er samtals 754 blaðsiður að stærð og ritið prentað og bundið í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Bindin eru einnig seld hvort um sig þeim er þess óska. Wtll Durar*t GRIKKLAND HIÐ FORNA A IsochEld Sænska bókaútgáfan LT’s förlag i Stokkhólmi hcfur gefíð út bókina Is och Eld, en hún fjallar um ísland. Texta skrífaði Olof Isaksson en myndir tók Sören Hallgren. Texti Isakssons hefur áflur komið út árifl 1971. Bókin er 207 bls. og inniheldur fjölda mynda I <itum og svart-hvitu og skiptist i 18 kafla, auk upplýsiuga. Grikkland hið foma I—II Rit þetta er i tveimur stórum bindum og þýtt af dr. Jónasi Kristjánssyni. Kom hið fyrra út upphaflega 1967 og er nú endurprentað, enda löngu uppselt, en hið siöara er frumútgáfa. Nefnist rítið á frummálinu The Life of Greece og er annað bindi i ritsafninu # KJortan ÓSoharon smimmm Sovótrikin Þetta er nýtt bindi i flokknum Lönd og lýðir sem nú er orðinn tuttugu og tvær bækur. Ritið er 280 blaðsiöur að stærð og prýtt fjölda mynda. Höfundur bókarinnar, Kjartan Ólafsson hag- fræðingur, er löngu kunnur af ritum sinum, frum- sömdum og þýddum. Kann hann rússnesku, hefur ferðazt víða um Sovétrikin og aflaðsér mikils fróðleiks um sögu Rússa. Skiptist ritið i þrjá aðalhluta sem bera fyrirsagnirnar Sovétrikin, Sambandslýðveldin og Þjóðlíf og menning. Inngangurinn um Sovétrikin fjallar einkum um sögu hins forna ríkis en rekur atburði til daga byltingarinnar og ráðstjórnarinnar, siöari heimsstyrjaidarinnar, kalda striðsins og nútímans. Þá er greinargóð iýsing á Sovétrikjunum fimmtán hverju um sig og helztu sérstöðu þeirra og loks viðtæk frásögn af þjóðlifi, aldarfari og menningu í hinu umdeilda stórveldi. # ÁRNESSÝSLA SYSLU'OG r Sýslu- og sókna- lýsingar Árnessýslu Sögufélagið hefur gefiö út Sýslu- og sóknalýsingar Árnessýslu. Þetta eru lýsingar einstakra kirkjusókna og sýslunnar i heild, skráðar af prestum og sýslumanni laust fyrir miðja siöustu öld. Þar er margvislegur fróö- leikur um sýsluna og ibúa hennar, m.a. um landa- merki og afrétti, ömefni, atvinnuhætti, skemmtanir fólks, iestrarkunnáttu, fomleifar og fomrit. I bókinni' eru birtar myndir af öllum prestssetrum og hefur veriö leitazt við að finna gamlar myndir til birtingar, eftir þvi sem kostur var á. Sýslu- og sóknalýsingar Ámessýslu em 277 bls. bók og hefur Svavar Sigmundsson cand. mag. búið hana til prentunar. Sýslunefnd Ámessýslu og Ámesinga félagiö i Reykjavík hafa styrkt útgáfuna, enda fá Ámesingar bókina með sérstökum áskriftarkjömm, bæði heimafólk og félagsmenn Ámesingafélagsins i Reykjavik. Geta Árnesingar í Reykjavik vitjað bókar- innar I afgreiðslu Sögufélags, Garöastræti 13b. 51. tbl. 41 árg. 20. deseniber 1979.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.