Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
13
Washington:
Chrysler f rum-
varpið komið
í gegnum
öldungadeildina
Öldungadeild Bandaríkjaþings sam-
þykkti í gærkvöldi að veita Chrysler
bifreiðafyrirtækinu fjárhagsaðstoð til
að koma í veg fyrir gjaldþrot þess og
hinir 360 þúsund starfsmenn þess yrðul
atvinnulausir. Fulltrúadeildin íj
Washington hafði áður samþykkt sams
konar frumvarp. Mál þetta fór í gegn-
um öldungadeildina eftir harðar
umræður og var samþykkt með 53 at-
kvæðum gegn 44. Aðeins einu sinni
áður hefur ríkisstjórn í Bandaríkjunum
veitt einkafyrirtæki slíka aðstoð. Var
það þegar Lockheed flugvélaverk-
smiðjunum var veittur styrkur árið
1971 en þá mun minni fjárhæð.
Moskva:
Hundrað ár frá
fæðingu Stalíns
Á morgun eru hundrað ár liðin frá
fæðingu Stalíns, fyrrum æðsta manns
Sovétríkjanna. í fréttum Tass frétta-
stofunnar í Sovétríkjunum í morgun
segir meðal annars að Stalín hafi
hvorki verið engill nédjöfull.
I
REUTER
B
OPEC-fundur í Caracas:
Ekkert samkomu-
lag um olíuverö
Ráðherraráðstefnu OPEC-ríkj-
anna, sem staðið hefur í Caracas frá
þvi um helgi, mistókst gersamlega að
ná samstöðu um nýtt olíuverð.
OPEC-ríkin þrettán halda áfram ráð-
herraviðræðum í Caracas í Venezuela
í dag.
Markmið þessarar ráðstefnu var
einkum að ákvarða olíuverð allra
mestu olíuútflutningslanda heims
fyrir árið 1980. Mörg ríki, bæði inn-
an og utan við þetta bandalag olíu-
útflutningsríkjanna, hafa að undan-
förnu tilkynnt verðhækkanir á olíu.
Höfðu þau í raun brotizt út úr
rammasamkomulagi OPEC-ríkjanna'
án samráðs sín á milli eða samráðs
ailra ríkjanna. Þegar ráðherrar
OPEC-ríkjanna komu saman í Cara-
cas nú fyrir nokkrum dögum, var
samstaða um olíuverð farin út um
þúfur og málið í sjálfheldu frá fyrsta
degi ráðstefnunnar.
Eftir 12 klukkustunda lokaðan
fund og leynilegar viðræður var til-
kynnt að engin samstaða hefði tekizt,
þrátt fyrir bjartsýni einstakra ráð-
herra fyrir leynifundinn.
Sheikh Zaki Tamani, olíu-
málaráðherra Saudi Arabíu, sagði í
gær, að úrslitatilraun til samkomu-
lags yrði reynd i dag. Hann bætti þvi
við, að hann teldi engar horfur á þvi,
að aðildarríkjunum tækist að komast
úr sjálfheldunni með samkomulagi.
Þessi mikilvæga ráðstefna, sem
allur heimurinn hefur horft á eins og
áhrifamikla leiksýningu undir bryn-
vörðu, margföldu eftirliti hvers
konar öryggisgæzlu, boðar orku-
snauðum ríkjum ekki neitt gott. Ein-
hver von um samkomulag er þó talin
vera á fundi sömu aðila, sem óhjá-
kvæmilega verður haldinn innan
tíðar. Mikil hætta er á skipulagslitl-
um olíuhækkunum þangað til.
Ahmed Zaki Vamani, oliumála-
ráðherra Saudi Arabfu, sagði i gær að
engar samkomulagshorfur væru á
ráöstefnunni. Yamani hefur verið
helzti talsmaður þess meðal olíusölu-
rfkjanna að halda olfuverði f 24 doliur-
um fyrir fatið.
Frakkland:
Fallhlífarliö-
ar koma heím
— aðstoðuðu við að steypa Bokassa
af stóli í Mið-Afnkulýðveldinu
í gær komu til Parísar liðsmenn í Að sögn liðsmannanna.sem nú eru
fallhlífardeild franska hersins, sem tók komnir aftur, var auðvelt að taka
þátt í því að steypa Bokassa, fyrrum höfuðborg Mið-Afríkulýðveldisins her
einræðisherra í Mið-Afríkulýðveldinu, skildi og setja síðan David Dacko fyrr-
af stóli í september síðastliðnum. um forseta og frænda Bokassa aftur til
Bokassa var þá sjálfur í heimsókn í valda. Hinn síðarnefndi hafði verið við
Líbýu en dvelst nú á Fílabeins- völd í landinu frá byltingu sem hann
ströndinni í útlegð. gerði á árinu 1966. Ríkti hann við
Voru fallhlífarliðarnir meðal hinna , sivaxandi ofstopastjórn.
400 frönsku hermanna sem komu til
landsins hinn 21. september síðast- Nú er talið, að um það bil
liðinn. Síðar komu fleiri hermenn og þá 450 franskir hermenn séu enn í Mið-
aðallega til að leggja áherzlu á tök Afríkulýðveldinú, en það var áður
franska hersins. frönsk nýlenda.
BRÚDA AF CARTER
Grimmdarsvipurinn leynir sér ekki á manninum er hann virðir fyrir sé
brennandi brúðu af Jimmy Carter Bandarfkjaforseta. Þetta gerðist á mót-
mælafundi fyrir utan sendiráð Bandarikjanna i Teheran i tran I vikunni.