Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. Zimbabwe/Ródesía: Smith og Muzorewa til London í dag — friðarsamningamir undirritaðir á morgun Fráfarandi forsætisráðherra í Salisbury, Abel Muzorewa biskup, fer í dag flugleiðis til London til að undirrita samkomulag um framtíðar- stjórnarfyrirkomulag í Zimbabwe/- Ródesíu. Þar með verður sjö ára skæruhernaði lokið á milli skæruliða hjóðfrelsisfylkinga þeirra Nkomo og Mugabe og liðs stjórnarinnar í Salis- bury. Við undirritun samkomulags- ins mun fjöldi flugvéla brezka flug- hersins hefja sig á loft og halda til Zimbabwe/Ródesíu og hermenn sjá um undirbúning og síðar að hafa yfirumsjón með allsherjaratkvæða- greiðslu í landinu. Með Muzorewa verður lan Smith, fyrrum forsætisráðherra stjórnar hvítra manna í Ródesíu. Hann var þar helztur forustumaður alveg frá því að hvítir menn þar lýstu einhliöa yfir sjálfstæði landsins árið 1%5. Siðasta hindrunin fyrir því að sam- komulag deiluaðila yrði undirritað var vegna einhverra athugasemda frá Muzorewa. Töfðu þær undirritun að sögn um tvo daga en nú er að fullu ákveðið að athöfnin verði á morgun í London. Tókst að sætta Muzorewa biskup við samningsdrögin á fundi með Soames lávarði í Salisbury i gær. Soames lávarður verður æðsti maður i Zimbabwe/Ródesíu þar til að lokn- um almennum kosningum þar. Þrátt fyrir að samningar deiluaðila verði undirritaðir og vopnahlé komist á milli skæruliða og hers stjórnarinn- ar í Salisbury er talin viss hætta á að upp úr sjóði á næstu dögum. Suður-Kórea: Sjö dæmdir til dauða fyrir forsetamorðið Herdómstóll í Seoul í Suður-Kóreu dæmdi í gær sjö manns til dauða fyrir byltingartilraun og morð á Park fyrr- um forseta, sem framkvæmt var af Kyu, æðsta manni leyniþjónustu landsins. Sendiherrann handtekinn: Skjölísendi- ráðinu tengdu hannCIAmálum Bandaríkin: Sjö stærstu olíufírmun kærð fynr verösvik upp á einn milljard dollara Bandarísk yfirvöld ákærðu í gær fyrirtækjanna Texaco, Shell, Stand- Ákærurnar byggjast á lögum um ósæmilegan máta auk þess sem talið sjö stærstu olíufyrirtæki landsins um svik við verðlagningu á olíu. Eru brot fyrirtækjanna talin vera alls fjörutíu og nema samtals að upphæð einum milljarði dollara eða jafnvirði rúm- lega 400 milljarða íslenzkra króna. Orkumálaráð Bandaríkjanna (DOE) sagði í gær að of hátt verð ard Oil of Ohio, Arco, Marathon, Conoco og Chevron of USA næmi gífurlegum upphæðum, sem við- skiptavinir þeirra hefðu orðið að greiða í of háu olíuverði. Auk of hás verðs á olíuvörum eru fyrirtækin einnig sökuð um að hafa talið ýmsa kostnaðarliði sína of háa. þessi efni frá 1973 og 1976 en þau voru samþykkt á grundvelli olíu- kreppunnar og þeirrar þarfar sem ríkisvaldið í Washington taldi sig hafa fyrir að hafa áhrif á almennt olíu- ogiþensínverð. Olíufyrirtækin sjö eru sökuð um að hafa túlkað hin umgetnu lög á er i ákærunni að þau hafi hagað kostnaðarfærslum sínum á jafn ósæmilegan hátt. Er ekki talið að of hátt verð hafi verið viljandi reiknað á viðskiptavini heldur hafi hér verið um að ræða mistök sem stafi af kæruleysi við verðákvörðun, sem þó hafi öll verið viðskiptavinunum í óhag. HEIMTAR RETTARHÖLD. Fólk 1 hópgöngu um götur Teheran I lran veifar dagblaðinu Jomhouri Islami eftir að i Ijós kom að fyrrum keisari landsins hefði fengið hæli i Panamaog væri horfinn frá Bandarfkjunum. Krafa fólksins var sú, að rétt- arhöld yfir gislunum 50 i sendiráðinu i Teheran yrðu haldin strax. Sendiherra írans á Norður- löndum hefur verið handtekinn í Teheran og er hann sakaður um að hafa haft samstarf við CIA, öryggis- og njósnaþjónustu Bandaríkjanna. Þvi til sönnunar hafa verið sýnd skjöl, sem sögð eru hafa fundizt í bandaríska sendiráðinu í Teheran, sem nú er á valdi stúdenta, sem þar hafagíslana50íhaldi. Fyrstir með þessar fréttir voru stúdentarnir í sjónvarpsviðtali en nú hefur hin opinbera fréttastofa i Teheran staðfest fregnina um hand- töku sendiherrans, Abbas Amir Entezam. Hann var aðstoðarforsætis- ráðherra í fyrstu ríkisstjórinni, sem mynduð var í íran eftir að keisarinn var farinn frá völdum. Var Bazargan þar forsætisráðherra. Entezam varð síðan sendiherra á Norðurlöndum í ágúst síðastliðnum. í tilkynningu írönsku frétta- stofunnar segir að stúdentarnir í bandariska njósnahreiðrinu (sendi- ráðinu) hafi skýrt fulltrúm frétta- stofunnar frá því, að bráðlega muni miklum fjölda skjala verða dreift meðal fréttamanna þar sem sannanir liggi fyrir um stöðugt samband sem Entezam hafi haft við Bandaríkin. Entezam var einn af forustu- mönnum þeirrar frelsishreyfingar, sem Bazargan, fyrrum forsætis- ráðherra, stóð fyrir stofnun á og barðist gegn keisaranum. Erlendar fréttir Muhammad Ali kominn til Kína Muhammad Ali fyrrum heims- meistari i hnefaleikum er nú kominn til Kina. Hann sagði við brottför sína frá Bandarlkjunum að þar með væri draumur hans frá tíu ára aldrei að rætast. Muhammad Ali mun meðal annars kynna íþrótt sína og að lokum gefa Kínverjum 45 minútna kennslu- kvikmynd um hnefaleika eins og hann telur þá geta orðið bezta. I u á öllum hljómplötum Hljóófærahús Reykjavíkur LAUGAVEGI 96 SÍMI 13656 rt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.