Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 47
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979.
BÆJARINS
Umsjón:
FriðrikÞ'
Friðriksson nr7T| I
oglngólfur DE.iL I U
Hjörieifsson kynnjng á þvíathyglis-
verðasta sem kvikmyndahús
borgarínnarsýna
Close Encounters of the Third Kind.
Sýningarstaður Stjömubíó
LeikstjóH: Steven Spielberg.
Handrít Steven Spielberg.
Aðaihlutverk: Richard Dreyfuss, Francois Tmffaut o. fl.
Amerísk, 1977, endursýnd.
Stjörnubíó endursýnir nú hina margumtöluðu mynd Spielbergs,
Close Encounters. . . Það má kannski segja að fullsnemmt sé að
endursýna þessa ágætu mynd, en hún var sýnd hér siðastliðinn vetur.
Myndin fjallar um heimsókn vera frá öðrum hnöttum og viðbrögð
mannkindarinnar við þeim. En það er kannski kjánalegt að vera að
rekja söguþráðinn í þessari frægu mynd, annars vegar vegna þess hve
stutt er síðan hún var sýnd hér og hins vegar vegna þess að gæði
myndarinnar felast að miklu leyti í þvi hvernig spennan magnast stig
af stigi og endursögn söguþráðar skemmir því ánægju þá sem hafa
má af myndinni. Douglas Trumbull, sá er sá um tæknibrögðin í
myndinni, á einnig mikinn heiður skilinn fyrir vinnu sína hér og þó
ekki væri nema fyrir tæknibrögðin er myndin vel þess virði að sjá
aftur.
Soldier Blue
Sýningarstaður Ragnboginn
Leikstjórí: Ralph Nelson.
Framleiðandi: Joseph E. Levine.
Aðalhlutverk: Robert Strauss, Candice Bergen, Donald Pleasance.
Kvikmyndahús borgarinnar gera nú mikið að því að endursýna.
myndir, eins og oft hefur reyndar verið fyrir jólin á meðan beðið er
eftir að jólamyndirnar komist í gang. Og slíkt þarf reyndar ekki að
vera neikvætt ef sýndar eru bitastæðar myndir. Eina slíka er nú verið
að endursýna í Regnboganum, Soldier Blue. Soldier Blue fjallar, líkt
og Little Big Man, um ofríki hvíta mannsins gagnvart indíánanum.
Myndin gerist á þeim tíma þegar Bandaríkjamenn voru að leggja
undir sig „hið villta vestur” og víluðu þá ekki fyrir sér að stráfella
heilu þjóðflokkana. Myndin segir frá því er tvær hvítar manneskjur
verða vitni að þessum atburðum og endar myndin á því er banda-
rískur herflokkur ryðst inn í indíánaþorp og leggur það í rúst. Áhrifa-
mikil mynd. sem fólk ætti að fara á.
Sá eini sanni
(The One and Only)
Sýningarstaður Háskólabíó.
Leikstjóri: Carl Reiner.
Handrít: Steve Gordon.
Aðalhlutverk: Henry Winkler, Kim Darby og Gene Saks.
Sá eini sanni segir frá ungum manni sem er þess fullviss að hann
sé gæddur svo miklum hæfileikum til að verða stórkostlegur leikari
að ekkert geti stöðvað hann. Gallinn er bara sá að enginn vill hlusta á
hann. Skýringin á því kemur fljótlega í Ijós. Schmidt, en það er nafn
þessa unga bjartsýnismanns, virðist eiga ótrúlega auðvelt með að
eyðileggja allar framavonir sínar á leikbrautinni með hinum ótrúleg-
ustu uppátækjum. Þrátt fyrir nokkrar gloppur í myndinni, sem má
líklega rekja til þess að einhverjum atriðum hefur verið kippt út til að
stytta hana, er hún oft á tíðum bráðskemmtileg á að horfa. Myndin er
hlaðin hnyttnum tilsvörum, sem halda henni uppi, og Henry Winkler
í hlutverki Schmidts sýnir skemmtilega fjölbreytni sem gamanleikari.
Nosferatu. Blóðsugan
Sýningaretaður: Nýja Bfú.
Leikstjðri og höfundur handrits: Wsmar Harzog.
Aðalhkltvark: Klaus Kinskl, isaballe Adjanl og Bruno Ganz.
Nýja Bió sýnir nýja og jafnfrarnt óvenjulega mynd um greifann
, Dracula og raunir hans. Leikstjóri þessarar myndar er Þjóðverjinn
Werner Herzog. Hann byggir þessa mynd sína frekar á fyrstu mynd-
inni um Dracula greifa en sögu Bram Stokers. Þessi fyrsta mynd sem
gerð var um Dracula greifa hét einmitt Nosferatu og var gerð árið
1922 af Þjóðverjanum F. W. Murnau. Flestir kannast við efni
Draculamyndanna, svo oft höfum við séð hann i kvikmyndahúsum
borgarinnar í gegnum árin. Þó að Herzog fylgi hinum hefðbundna
söguþræði að mestu leyti er þessi mynd þó gjörólík fyrri Dracula-
myndum að því leyti að Herzog leggur áherslu á aðra þætti myndar-
innar en venja er til. Myndin er mjög myndræn og mörg atriði eru frá
þeim sjónarhóli séð geysimögnuð. Mynd Herzogs er skemmtileg til-
breyting í öllu blóðsugumyndaflóðinu.
UMSJÓN:
Ingólfur Hjörleifsson.
Lesendur eru hvattir til að senda kvik
myndadálki DB línu, hafi þeir áhuga á ei^r
hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik-
myndaiönaðinn. Heimilisfangið er: Kvik-
myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk.
47 -
T1L UMHUGSUNAR - útvarp kl. 14.45:
Áfengisnotkun íslend
inga hefur tvöfaldazt
— á sl. 20-25 ánim samkvæmt nýrri áfengiskönnun
I þættinum Til umhugsunar verður fjallað um áfengisnotkun tslendinga og til hvers hún geti leitt f framtfðinni.
„I inngangi þáttarins vitna ég til
áfengiskönnunar sem ég, Tómas
Helgason og Jóhannes Bergsveinsson
höfum unnið að síðan 1972 og sýnir
að áfengisnotkun íslendinga hefur
tvöfaldazt sl. 20—25 ár. Þar af er
aukningin mest meðal ungs fólks,
unglinga og kvenna,” sagði Gylfi
Ásmundsson sálfræðingur í samtali
við DB. Hann, ásamt Þuríði J. Jóns-
dóttur, flytur þátt sem nefnist Til
umhugsunar i útvarpi í dag kl. 14,45.
, ,,Ég mun leggja fram þær
spurningar af hverju þessi aukning
stafar og til hvers hún leiðir,” sagði
Gylfi ennfremur. ,,Ég mun taka tölur
úr könnuninni og síðan mun Þuríður
koma með vangaveltur og saman-
burð við Bandaríkin og Kanada,”
sagði Gylfi. Þáttur þeirra er þriggja
istundarfjórðunga langur. -ELA.
LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 20.15:
TÍMARNIR BREYTAST
0G FYRIRTÆKIN MEÐ
I kvöld kl. 20.15 verður flutt í út-
'varpi leikritið Heims um ból eftir
'Harald Mueller í þýðingu Stefáns
Baldurssonar.
! Leikritið segir frá Werner sem erft
jhefur kjötiðnaðarfyrirtæki föður
isíns. Móðir hans er á elliheimili og
'skömmu fyrir jól heimsækir hann
|hana. Henni líkar illa vistin á elli-
|heimilinu og viil gjarnan flytja. Hún
iáttar sig þó ekki á öllum þeim breyt-
lingum sem orðið hafa í þjóðfélaginu
síðan í gamla daga. Fyrirtækið hefur
aðlagað sig að kröfum nýja tímans,
og sá heimur sem gamla konan
þekkti er ekki lengur til.
Höfundurinn, Harald Mueller,
fæddist í Memel í Austur-Prússlandi,
en er nú búsettur í Vestur-Berlín.
IHann vann ýmis störf áður en hann
Tór að nema leikhúsfræði í Múnchen
lum 1%5. Mueller var leikari og leik-
llistarráðunautur um skeið, en fór
Isíðan að skrifa leikrit og barna-
[bækur. Frá 1974 hefur hann ein-
göngu starfað sem rithöfundur.
Nokkur verka hans hafa verið flutt í
útvarpi á Norðurlöndum.
Með hlutverkin í leikritinu fara
jGuðbjörg Þorbjarnardóttir og Bessi
jBjarnason. Flutningur leiksins tekur
ium fimm stundarfjórðunga. Útvarp-
ið hefur ekki flutt leikrit eftir Mueller
áður, en Heims um ból var sýnt í
Þjóðleikhúsinu árið 1978.
- ELA
Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Bessi Bjarnason I hlutverkum sinum I Heims um ból sem sýnt var i Þjóðlcikhúsinu 1978.