Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.12.1979, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1979. 3 Fulltrúi Sambands dýravemdunarfélaga íslands: Hef engin afskipti haft af forstjóra Sædýrasafns — ræði rógburð hans og dylgjur á öðrum vettvangi Sigríður Ásgeirsdóttir hdl. skrifar: í tilefni af frétt, sem birtist i Dag- biaðinu hinn 12. des. sl. varðandi há- hyrninga vildi ég gjarnan fá að koma á framfæri eftirfarandi leiðrétting- um: 1. í fréttinni er ég ranglega nefnd formaður Dýraverndarfélagsins (líklega Reykjavíkur) og einnig nefnd formaður Sambands dýra- verndunarfélaga íslands, hins vegar er ég fulltrúi Sambands dýraverndunarfélaga íslands í Dýraverndarnefnd ríkisins. 2. Fram kemur í fyrirsögn frétt- arinnar, að ég hafi talið há- hyrninga í Sædýrasafninu veika. Var það ekki rétt haft eftir mér, heldur svaraði ég spurningu blaðsins um veikindi há- hyrninganna þannig, að mér hefði verið kunnugt um, að þeir væru ekki í „fullkomnu standi”, eins og fram kemur í meginmáli fréttarinnar. Þessi smávægilegu mistök hafa komið forstjóra Sædýrasafnsins, Jóni Gunnarssyni, úr andlegu jafn- vægi, samanber hálfrar síðu skrif hans af ósönnum rógburði, ásamt dylgjum um gamla óvild mína í hans garð. Þá vil ég hér með upplýsa að ég hefi engin afskipti haft af Jóni for- ,stjóra, önnur en varðandi dýravernd- armál, nema ef vera skyldi sú staðreynd, að ég hvatti til þess á sínum tíma, að Jóni forstjóra yrði forðað frá ógæfu, en það atriði kýs ég ekki að rifja upp að sinni. Um róg- burð Jóns forstjóra ogdylgjur í minn garð tel ég rétt að ræða á öðrum vett- vangi. «c „Svaraði ég spurningu blaða- mannsins um veikindi háhyrninganna þannig, að mér hefði verið kunnugt um að þeir voru ekki i „fulikomnu standi”, eins og fram kemur í megin- máli fréttarinnar,” segir bréfritari. Flórsykur dýru verði keyptur: Tannfyllingin entist aðeins fáeina daga 3268—1522 skrifar: Mig langaði aðeins til að koma eftirfarandi á framfæri: Ég fór til tannlæknis á dögunum og er hann síður en svo ódýrari en aðrir tannlæknar. En eftir að hafa borgað fullt verð fyrir viðgerð á framtönn, var ég ekkert hress með að fyllingin entist ekki nema fáeina daga. Núna er ég með stórt, fallegt gat milli framtannanna, og þarf að skarta því í einhvern tíma. Ég þekki kappann lítilsháttar og þess vegna hringdi ég heim til hans á laugardaginn var, eða sama daginn og skrautið datt úr, vegna þess að ég ætlaði út um kvöldið. Hann lét margar góðar setningar falla, eins og t.d. að hann ynni ekki um helgar (Ég vissi það nú fyrir). Hann benti mér á Heilsuverndar- stöðina, en hann veit eins vel og ég, að þar eru aðeins afgreidd neyðar- tilvik, fyrir utan það ætlaði ég ekki að borga tvisvar fyrir sömu tönnina (Mér þykir rétt að taka fram, að sá hinn sami gerði við þessa sömu tönn í febrúar síðastliðnum). Hann sagði lika, að ef mér líkaði ekki hans þjónusta, þá gæti ég bara farið eitthvaðannað. Ég var alveg sammála manninum um að það væri betra fyrir mig að fá þetta almennilega unnið. Fyrst mér var bent á að fara til einhvers annars, fannst mér að ég ætti að fá endur- greitt hjá honum þessum. Hann sagði að það væri ekki sitt mottó að endurgreiða fólki og svarið var blá- kalt nei. Aftur á móti bauðst hann til að laga óskaplegheitin á mánudaginn. Hann skyldi ræða þetta, þegar ég værikomin ístólinn! En ég vil ekki taka mér frí i vinnunni fyrir afglöp annarra, og af- þakkaði því boðið. í gær, fimmtudag, datt önnur fylling úr eftir sama höfund og hafði þá verið gert við hana fyrir hálfum mánuði. Og til að líta ekki út eins og gamall fjallarefur um jólin, fékk ég tíma hjá öðrum tannlækni, sem lagar fyrir mig verk vikunnar eftir hinn. Að sjálfsögðu læt ég taka sýni af þessum fyllingum, til að fá á hreint hverslags blanda þetta hefur verið. Mér finnst svona flórsykur of dýru verði keyptur. Meiningin með þessu bréfi er sú, að mig langar að fá fram hver réttur sjúklingsins er, og hvert getur maður leitað réttar síns þegar svona kemur fyrir? Eða geta svona menn haft fólk algerlega undir hælunum? Raddir lesenda Spurning dagsins Hlakkar þú til jólanna? Jón Gauli Jónsson, 10 ára: Já, ég hlakka til að fá gjafirnar. Það er líka ágætt að fara á jólaskemmtun. Af hverju eru jól? Það er vegna þess að Jesúbarnið fæddist. Viðir Pétursson, 10 ára: Já, ég hlakka til. Þá fær maður góðan mat og svo eru auðvitað gjafirnar. Nú og svo er aldrei að vita nema maður fari í kirkju. Jóhannes Jónsson, 10 ára: Já. Þá er svo gaman. Skemmtilegast er að fá nammi í skóinn og fá jólagjafirnar. Ég vona að ég fái Kevin Keegan bókina i jólagjöf. hlakka til. Bara af því að þá er svo gaman og margt að gera. Maður fær ýmislegt góðgæti og svo fer ég alltaf í kirkju. Auður Gyða Ágústsdóttir, 9 ára: Já, ég hlakka til. Heima hjá mér göngum við kringum jólatré og syngjum og mér finnst það svo gaman. Ég óska að ég fáiskíði í jólagjöf. Nina Margrét Pálmadóttir, 9 ára: Já, ég hlakka soldið til. Það er svo spenn- andi að fá aö vita hvað maður fær i jólagjöf og svoleiðis. Ég fer líka á jóla- skemmtun norður í land, þar sem ég á heima.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.