Dagblaðið - 28.12.1979, Síða 1
f
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
f
i
i
i
i
i
i
5. ÁRG. — FÖSTIIDAGUR 28. DESEMBER 1979 — 287. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI 11.—AÐALSÍMI 27022.
....... "
Lögregluaðgerðir hersins á Keflavíkurflugvelli utan síns svæðis:
Hermenn beindu byssum
sínum að fjölskyldunni
— út fyrir sitt svæði í æsingi eftir meinta loftbyssuskothríð
Bandarískir hermenn stöðvuðu
íslenzka fjölskyldu þar sem hún var á
ferð á islenzkum þjóðvegi sl. föstu-
dag 21. desember. Hermennirnir
beindu byssum að fólkinu og varð
það að sæta yfirheyrslum af þeirra
hálfu á islenzku yfirráðasvæði.
í bílnum var Páll Hilmarsson,
kona hans og sonur þeirra. Ekki
náðist i Pál í morgun en kona hans
vildi ekki tjá sig um málið að svo
stöddu. Fólkið var á ferð milli
Hafnar og Keflavíkur og mun ástæða
þess að bifreiðin var stöðvuð sú að
sagt var að einhver hefði skotið frá
Hafnarveginum á verði innan her-
girðingar.
Herbillinn beindi háum ljósum að
bíl Páls er hann kom á móti og
neyddist hann til að stöðva bíl sinn.
Allmargir hermenn stukku þá út úr
bílnum og beindu vélbyssum að
íslendingunum. Páll var spurður í
hvaða erindum hann væri og sagði
hann hermönnunum ekki koma það
við. Eftir viðræður undir byssukjöft-
um fékk fólkið að halda áfram ferð
sinni. Atburðurinn var þegar i stað
tilkynntur íslenzku lögreglunni á
Keflavíkurflugvelli.
Þorgeir Þorsteinsson lögreglustjóri
á Keflavíkurflugvelli sagði i morgun
að rétt væri að billinn hefði verið
stöðvaður af herlögreglu. Slíkt væri
ekki heimilt. Herinn mætti ekki vera
með lögregluaðgerðir utan síns
svæðis án heimildar islendinga.
Þegar eftir frásögn Páls hefði verið
haft samband við yfirmenn þeirra
hermanna er þarna áttu hlut að máli
og komið í veg fyrir frekari aðgerðir
hermannanna. Ekki hefði þó borizt
kæra um að byssur hefðu verið
notaðar en ljóst væri að þessir menn
væru vopnaðir.
Varðmaður hefði talið að skotið
hefði verið að sér úr loftbyssu og
taldi hann að tveir menn hefði horllð
út í myrkrið. Hermennirnir hefðu i
æsingi við eftirför farið út fyrir sitt
svæði.
-JH.
✓
Það fer ekkl mikM fyrir Fbher m> ndsegulbands-
lækinu. Svona Iwkjum hefur fjiilgafl laisvert hér
á undanfömum árum og nokkrir safna sjónvurps*
efnl af krafli. DB-mynd: Ragnar Th.
Jólagetraun DB 79:
Dregið úr
réttum
lausnum
j
Síðdegis i dag verður dregið í jóla-
getraun DB í ár — og væntanlega
verður sigurvegarinn búinn að fá sitt
glæsilega myndsegulbandstæki fyrir
kvöldið — þ.e. búi hann á Reykja-
vikursvæðinu. Gríðarlegur fjöldi
lausna hcfur þegar borizt á ritstjóm
blaðsins og verður tekíö við þeim þar
til siðdegis að dregið verður úr réttum
lausnum.
Ni eru ekki nemo fiórir dagor eftir af úrinu 1979. Vestan hafs eru menn þegorfamir að taia um munda úratugmn og vcentan-
lega minnast þess einhverjir enn að hér vor deilt um þaðfyrir réttum tlu úrum hvort nýr úratugur hœfist 1970 eða 1971.
Katrin Gunnarsdóttir I Gróðrarstöðinni Grœnuhllð I Reykjavlk hefur engar úhyggjur afþvl, heldur brosir til (jósmyndarans
stnu bllðasta. DBmynd: Hörður.
Annálar ársins eru
í DB í dag:
Annáll innlendra
frétta
- á bls. 12,13,14
og 15
Annáll erlendra
frétta
- á bls. 30, 31, 32
og 33
íþróttaannáll
- á bls. 22 og 23
Þingað um björgunar-
starf vegna flugslys-
anna á Mosfellsheiði:
Skérinn kreppir
í fjarskiptunum
— segir Guðjón
Petersen
„Skórinn kreppir i Ijarskiplaþætt-
inum,” sagði Guðjón Petersen, lör-
maður Almannavarna ríkisins, í við-
tali við DB. „Þar þarf urn að bæta,
þar er brostinn hlekkur,” sagði Guð-
jón. Hann bætti þvi við að hvergi
yrði siakað á unz til fnlls hefði verið
unnið úr þeirri reynslu scm meðal
annars hefði fengizt i björgunarstarf-
inu við flugslysin á Mosfellsheiði
fyrir jólin.
Fundur var haldinn með björg-
unaraðilum i gær. Þar voru fulltrúar
Almannavarna, Flugbjörgunarsveila,
Hjálparsvcita skáta, Slysavarnafélags
íslands og Rauða krossins. Þá var og
fundur Almannavarna nteð land-
lækni, borgarlækni og talsmönnum
sjúkrah úsanna.
Um flugslysin var fjallað á báðum
þessum fundum i þeim tilgangi að
auka þekkingu allra þeirra aðila sem
um gctur. Meðal annars með því að
leita að göllum i tækni og skipulagi
og þá lika að skoða helztu kostina.
,, Vmis sjónarmið komu fram,” sagði
Guðjón. „Þau á cflir að bera saman i
flestum atriðum. Þess má geta að Al-
mannavarnarráð kemur saman til
þess að fjalla um þann samanburð.V
„Stjórnunarvandamál á slysstað
komu ekki upp við björgunarað-
gerðir. Hitt er Ijóst að upp komu mis-
munandi sjónarmið einstakra manna
við flutning og vistun,” sagði Guð-
jón. Þetta hefur verið skoðað og
verður allt rannsakað ofan i kjölinn
aðsögnGuðjónsPcterscn. - BS
Enginn
„maður árs-
ins” hjá DB
DB tilnefnir ekki mann ársins að
þessu sinni. Var þetta niðurstaða
fundar á ritstjórn blaðsins i gær:
Margir einstaklingar komu til um-
ræðu en enginn þeirra fékk svo mikið
fylgi i atkvæðagreiðslu að rctt þætti
aö hann hlyli tilnefningu. Þetta er í
annað skipti sem tilncfning manns
ársins fellur niður hjá DB jsau fimm
áramót sem liðið hafa siðan það hóf
göngu sína. - ÓG
A