Dagblaðið - 28.12.1979, Síða 3

Dagblaðið - 28.12.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979. I i I í kyrrsetuþjóðfélagi nútfmans er fþróttaiðkun mikilvægur þáttur f fyrirbyggjandi heilsugæzlu. Hér er fegurðardrottning íslands Kristfn Bernharðsdóttir á fullri ferð í hnitkeppni. „Ég á þessum líkama svo mikið að þakka að... r r EG MA EKKIFARA ILLA MEÐ HANN” Krislin Erna Guðmundsdólfir sjúkra- þjálfi skrifar: Vegna greinarkorns dr. theol. Jakobs Jónssonar í Tímarili Gigtar- félags íslands, 4. tbl., 1. árg., des. 1979: Vinnustellingar. Nafnið á þessu greinarkorni vakti sannarlega athygli mina, er ég sá Tímarit GÍ, en þó ekki síður er ég sá hver ritað hafði. Ég hafði þó verið svo heppin "áð heyra fyrir tilviljun hluta þess erindis er höfundur greinarinnar flutti í Rikisútvarpinu fyrir u.þ.b. ári síðan að mig minnir um þetta sama efni. Nú, ekki síður en þá, varð ég alveg undrandi að þessu ntáli skyldi vera hreyft af manni úr stétt þeirri sent að áliti alls almennings er talin sinna sálum meðbræðra sinna fremur en líkama. Þvi meir gladdi það mig sem það var óvæntara. Dr. theol. Jakob Jónsson kemur i þessu greinarkorni beint að aðal- vandamálinu i heilsugæslu utan sjúkrahúsanna. Það er, að reyna að konta í veg fyrir líkamlega og þá unt leið andlega vanliðan af völdum rangs álags og einhæfra starfa. í kyrrsetuþjóðfélagi nútimans þar sem véla- og tæknivæðing er alltaf að aukast, hefur líkamleg heilsa hins vinnandi manns orðið útundan. Hér vantar fræðslu, eins og dr. theol. Jakob bendir réttilega á. Og þvi fyrr á lifsleiðinni sem sú fræðsla er veitt, því betra. Hér þyrftu skólarnir að koma inn. Þar næst til allra Islend- inga á ákveðnum aldri. Það er og gleðiefni, að i nokkrum fjölbrauta- skólum hefur líkamsbeiting og starfs- stöður verið tekið inn sem námsefni á heilsugæslubraut og er vonandi aðeins fyrsta skrefið þvi þetta ætti að kenna i öllum brautum. Þegar tæki og hlutir eru keyptir, fylgir oft bæklingur um meðferð og viðhald, og er það síðan á ábyrgð eigandans hvort farið er eftir þeini leiðbeiningum og tækinu haldið í lagi. Þetta þyrfti og ætti að vera nokkuð svipað með líkamann. Fólk getur og á að taka ábyrgð á likam- legri heilsu sinni sjálft, að svo miklu leyti sem ekki koma til vefrænir sjúk- dómar. En til þess að það verði þarf aukna fræðslu. Eitt af starfssviðum sjúkraþjálfara er einmitt að kenna fólki líkamsbeit- ingu og starfsstöður/hreyfingar, en fram að þessu má segja, að það komi nokkuð seint á lifsbraut manna. Það er ekki fyrr en viðkomandi hefur leitað til læknis vegna líkamlegrar vanlíðunar. Nú hin allra síðustu ár hefur þó borið við að sjúkraþjálfarar hafi farið á vinnustaði og lil félagasam- taka og leiðbeint fólki með starfs- stöður og vinnuhagræðingu, auk þess sem brýnt hefur verið fyrir því að nauðsynlegt sé að halda líkamanum í góðri þjálfun, því eins og dr. Jakob hefur eftir bilstjóranum: „Ég á þessum likama svo mikið að þakka, að ég má ekki fara illa með hann." Þessi bílstjóri lagði mikla áherslu á að sætið í bíl sínum yæri gott og setstaða réti. En eins og segir í greinarkorni dr. Jakobs um Vinnu- stellingar: „Það er ekki nóg að vekja athygli á þessum málurn öðru hvoru í fjölmiðlum, heldur þarf að fylgja þessu eftir al' dugnaði. Útlagður kostnaður myndi fljótt skila sér i minni fjarveru úr vinnu og skóla og minni útgjöldum til sjúkrahúsvist- unar þessa fólks.” EINSTÆÐ MÓDIR ÞAKKAR FRAMLAG LESENDA Helga Hlynsdóttir, einstæð tveggja barna móðir úr Kópavogi, hefur beðið Dagblaðið að koma á framfæri þakklæti sinu til þeirra aðila er styrkt hafa hana með peningagjöfum. Dag- blaðið hefur undanfarið tekið við frantlögum vegna bruna að Blóm- Raddir lesenda DB vangi i Kópavogi I. október siðastlið- inn, þar sent Helga býr. Þar brann mestallt innbú og var það óvátryggt. Alls hafa lesendur Dagblaðsins safn-‘ að 182.000 kr. handa Helgu, og er þakklæti hennar hér með kontið á framfæri. Sjónvarpsklúbbur Njarðvíkur: Landssími íslands hirti útsend- ingarstöðvarnar Erling Ágústsson skrifar fyrir hönd Sjónvarpsklúbbs Njarðvíkur: Ekki undrar mig þó fólk með fullu viti flýi þetta land sem við köllum ísland. Tökum til dæmis tvær CB hand- slöðvar, sem alls staðar i heiminum eru seldar sem leikföng fyrir börn og hafa svo litla sendiorku að engu tali tekur, og eru venjulega þráðlausar, eða hægt er að fara með þær milli herbergja í einu húsi, án þess að vera bundinn einhverjum þráðum öllum til ama. En hvað skeður hér á landi, af því að þær eru þráðlausar eru þær ólöglegar. Nú er það siðasta i þessum ósköpum að fjölbýlishús um allt land eiga að fá einkarétt á þvi að geta keypt eitt myndsegulband fyrir u.þ.b. 100 manns, sem kostar mjög lítið á mann miðað við tæki, sem kostar u.þ.b. eina og hálfa milljón. En maður sem mundi vilja veita sér það santa. Það geta allir reiknað út, hvað það kostaði hann, þar á ég auðvitað við mann sem býr i einbýlishúsi. Það er ekki nægilegt að kaupa' niynd- segulband, það þarf að kaupa kass- ettur og/eða leigja þær. Einföldustu leiðina völdum við i Njarðvík, það er að senda þráðlausa mynd á milli 30 húsa í um 400—500 melra hring, og sást nú ekki alls staðar vel, en fólkið naut þess að vera í þessum sjónvarpsklúbbi fyrir því, en hvað skeður? Landssimi íslands hirti tækin, sem kosta um 2 milljónir í dag, og efalaust fylgja kærur ofan á þessa upphæð. Þessum eldgömlu lögum þarf að breyta strax. Ég vil ekki kenna Landssíma íslands um alla þessa vitleysu, þeir verða að frant- fylgja lögum þeirra sem sitja á hinu háttvirta Alþingi íslendinga. Viðein- býlishúsamenn viljum santa rétt og fjölbýlishúsamenn hvernig sem að þvi verður staðið. Vandalaust væri t.d. fyrir Njarðvikinga og Keflvík- inga að vera hvorir með sína stöð, sem þyrftu ekki að trufia hvor aðra. Við viljurn frjálst útvarp og sjón- varp i þeini byggðarlögum sent þess óska. Guðmundur H. Garðarsson, einn helzti talsmaður þess sem nefnt hefur verið „frjálst útvarp”. Styöjió okkur-stuöliö aö eigin öryggi fíJL|\ Hjálparsveit skáta vlw Reykjavík , OKKAR. IREYKJAVIK Skátabúðin, Snorrabraut Volvósalurinn, Suðurlandsbraut Fordhúsið, Skeifunni Alaska, Breiðholti Við Bernhöftstorfuna Seglagerðin Ægir, Grandagarði Ætlar þú að strengja einhvers heit í tilefni áramóta? Hans Agnarsson: Nei, ætli ég láti það ekki eiga sig. Ingimundur Jónsson: Eg ætla að hætla að reykja. Harðákvcðinn i þvi! Ég hef reykt i 25 ár og gct lengt lif mitt lieil- mikið rneð þvi að hætla. Valdimar Valdimarsson: Nci, ég cr al- vcg laus við að hafa lilclni lil áramólti- hcils. Karen Júliusdóltir: l:g ælla kannski að hætta að rcykja. Helgi Pétursson: Um siðustu áramói hætli ég að rcykja og féll eftir liálft ár. Ég er að velta fyrir mér að strengja þcss heit að hætta núna um áramótin — og svíkja eftir hálft ár. Jón Steingrimsson: Nei, einskis.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.