Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 4

Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBHR 1979. DB á neytendamarkaði Slökkvum á eftir okk- ur og spörum stórfé Iðnaðarráðuneyiið, Landsvirkjun, Rafmagnseftirlit ríkisins og Samband isl. rafveitna sendu frá sér leiðbein- ingar um sparnað og öryggi i sam- bandi við raforkunotkun. Var þá sér- staklega átt við orkunotkunina um hátíðirnar, en leiðbeiningar þessar eiga við á hvaða tima sem er. í bréfi er fylgdi leiðbeiningunum segir m.a. að þótt íslendingar búi yfir miklu magni ónýttra orkulinda er ástandið þannig i orkubúskapnum að mikil þörf er á að spara raforku á heimil- um. Raforkusala til stórra iðnfyrir- tækja hefur verið takmörkuð síðan í hausl. Spörum orku — þá spörum við peninga Raforkunotkun heimilanna er skipt í eftirfarandi hluta: 30% í isskáp og frystikistu, 25% fara í Ijós, sjónvarp, útvarp og þ.h. tæki, 25% lil eldunar og 20% i þvottavél, þurrk- ara og strautæki, járn eða vél. Margir gera lilið úr því hvað kostar að láta loga á Ijósaperu og telja það óþarfa smámunasemi að hafa rnyrkur í þeint herbergjum sem ekki er verið í. Orkunotkunina í beinhörð- Æ :l 'f (20% 2óVo \ um peningum er auðvelt að finna út með því að gá á siðasta orkureikning og sjá hvað kilóvattslundin koslar og margfalda síðan með 0,025, ef um 25 kerta peru er að ræða, eða 0,060 ef um 60 kerta peru er að ræða o.s.frv. Á öllum hemilistækjum er gefið upp hve mörg kw þau eru og er þá ntargfaldað beint með verði kwstund- arinnar. Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur látið taka saman skrá yfir helztu heimilistæki, styrkleika þeirra og hver er meðalnotkunartimi tækj- anna. Sjá meðfylgjandi töflu. Með því að slökkva ljós á eftir sér, sjóða ekki matinn á hæsta straum, þvo ekki i uppþvottavélinni nema vél- in sé fullhlaðin, þvo ekki hálffylltar þvottavélar, nota þurrkara ekki nema í lágmarki o.s.frv. er hægt að spara sér stórfé í rafmagnskostnaði. Ein 25 kerta Ijósapera eyðir kann- ske ekki miklu rafmagni á klukku- stund, en ef perurnar eru margar og kannske sterkari, er þetta fljótt að koma. Gerið að gamni ykkar að telja hve margar (og hve sterkar) perurnar eru í íbúð ykkar og reiknið út hvað þær kosta á hverri klukkustund, þegar logar á þeim öllum. Útkoman verður örugglega ugg- vekjandi og hver maður getur séð að það er engin ástæða til að hafa hvern krók og kima í húsinu uppljómaðan. Varðandi orkunotkun frystikista og ísskápa má spara allt að 25% ork- unnar með því að hafa þessi tæki rétt staðsett. Frystikistan á t.d. að standa í köldu herbergi en ekki á heitum stað inni í íbúðinni. Fyrir utan að kæla það sem í kistunni er fer mikil orka i að kæla umhverfi kistunnar. Víkjunt að því síðar. - A.Bj. Hve miklu eyða heimilistækin? ALDREIUNDIR MILU- ÓN Á MEÐAN FJÁR- FEST ER í ÍBÚÐ Aðhaldssemi fylgir því að fylla inn á spjaldið ,,Ég er nokkuð ánægð með matar- kostnaðinn, sem virðist hafa hækkað lítið frá fyrra mánuði þrátt fyrir miklar verðhækkanir. Ég er sann- færð um að aðhaldssenti fylgir því að færa kostnaðinn jafnóðum inn á spjaldið,” segir m.a. i bréfi frá hús- .móður í Reykjavtk. Hún er með tæpl. 38 þúsund kr. á mann að meðaltali í nóvember. Þessi sama húsmóðir var með tæplega 36 þúsund í október, þannig að ekki er um mikla hækkun að ræða eins og hún tekur fram. ,,En annar kostnaður verður víst aldrei undir milljón meðan fólk er að- fjárfesta í þaki yfir höfuðið eða þannig rýkur kostnaðurinn upp úr öllu valdi hjá okkur: Afb. af húsnæðismálaláni 300.356 Afb.afvixlj 173.015 Skattar 115.630 Bilaviðg., vetrardekk og bensin Fatnaður og skóviðg. Málning á stofu Símareikn., orkur., húsfél. 127.196 60.000 '23.776 42.00& 726.343 Samtals var liðurinn ,,annað” upp á 958.388 og þessi rúml. 200 þúsúnd, sem vantar i upptalninguna, fóru í barnagæzlu, bækur, happdrættis- miða, verkfæri, heimilistryggingu, þingl. af skuldabréfi o.þ.h.” Tik i Afi (W) Meóalnctkunartími Me ó al- n otk un lsgst hæs t n.e ó a 1 1 k 1 s t/dag k1s t/mán kWh/mán Uppþvottavé 1 700 3 0 0 0. 1 b 5 0 60 1 1 1 Þvot ta vé1 1 :i 0 u 6 00 0 3 7.0 Ó 24 90 Frystikista 300 5 00 400 5 1 50 60 Eldavélarhella 1000 2 000 1600 i 3 C ’ 48 Kæ Xiskápur 250 350 JG0 5 1 5 0 45 Eldavélarofn 15 00 2000 17 5 0 2 B ' 1 4 Sjónvarp 1 40 160 1 5 0 2 90 1 4 Straujárn 735 1175 1000 3 1 2 1 2 Hraósuðuketi11 800 2500 1 800 1/6 5 9 Glópe ra 1 5 100 6 0 5 15 0 9 Brauórist •100 1300 0 5 0 1/6 ■> 5 4 Vi f ta 1 5 60 40 3 90 4 Útvarp 40 3 90 4 Hrærivé1 200 650 425 1/7 4 2 Hárþurrka 350 450 400 1 4 2 Ryk s uga 200 300 250 2 8 2 Saumavé1 65 90 75 3 1 2 1 Meira fyrir mámuiíu-launin J Munið eftir að nú á að snúa veggspjaldinu góða við um mánaðar- og áramótin. Við skulunt öll taka höndum saman og vera dugleg að færa búreikningana á komandi ári. Allir eiga að vera búnir að skila seðlum Við höfum undanfarið verið að glugga í og fara yfir tölurnar á upp- /S Raddir neytenda lýsingaseðlunum fyrir nóvember, sem allir eiga nú að vera búnir að senda inn. Á mörgum seðlunum eru nokkuð háar meðaltalstölur en skýringar fylgja með. Kemur í ljós að margir eru að „fylla á” frystikistuna sína eða að búa í haginn fyrir desem-. bermánuð með þvi að kaupa eitt og annað matarkyns til jólanna. Við skulum glugga í nokkur bréfanna. Húsbygging og olíukostnaður „Upphæðin „annað” er anzi há, en það stafar að af því að við erum að byggja. einnig notum við oliu til húsaupphitunar,” segir í bréfi frá húsmóður á Seyðisfirði. Upphæðin var upp á rúmlega eina milljón kr. Það sem fór í mat var tæplega 40 þúsund á mann að meðal- tali. 58 þúsund á mann „Hrikalegar tölur í nóvember en vi(S vorum dálítið sein að fylla frysti- kistuna,” segir i bréfi frá Reykja- víkurhúsmóður, sem er með rúmlega 58 þúsund að meðaltali á mann (í 6 manna fjölskyldu). Liðurinn „ánnað” er einnig vel vaxinn eða upp á rúml. 300 þúsund. „I liðnum annað er allt tiltekið og einnig er þar eitthvað af jóla- gjöfum.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.