Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 6

Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 6
6 Sœngur- íúrvali Magnús E. Baldvinsson sf., Laugavegi 8 — Sími22804 Lftboð Vestmannaeyjar Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir til- boðum í uppsetningu og tengingar lagna og dæla í dælustöð. Útboðsgögn eru af- hent á Bæjarskrifstofunum í Vest- mannaeyjum gegn 20 þús. kr. skila- tryggingu. Tilboðin verða opnuð í ráðhúsinu Vest- mannaeyjum þriðjudaginn 8. jan. 1980 kl. 16.00. Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyja UTBOÐ Grjótnámsvinnsla vegna vega- og brúargerðar yfir Borgarfjörð Vegagerð ríkisins býður út sprengingar og flokk- un á um 20.000 rúmmetrum af grjóti í grjótnámi Vegagerðarinnar í Hrafnaklettum rétt hjá Borg- arnesi. Þetta er I. hluti sprenginga og flokkunar á grjóti vegna vega- og brúargerðar yfir Borgar- fjörð. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 1, Reykjavík, og einnig á skrifstofu Vegagerðarinnar í Borgarnesi gegn 30.000 kr. skilatryggingu. Tilboði skal skila í lok- uðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir kl. 14.00 hinn 14. janúar 1980. Ferð verður farin í grjótnám Hrafnakletta mánu- daginn 7. janúar 1980. Lagt verður af stað frá Borgartúni 7 kl. 10.00. Þátttöku skal tilkynna til Vegagerðar ríkisins í síma 21000 fyrir föstudag- inn 4. janúar 1980. Hattar Grímur * Blöörur , Reykelsi ' Kerti Matar- og kokkteib servíettur Glasamottur ^j.í.'lc^-HÚSID I )** LAUGAVEGI178. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979. ÞJOFAR OG ÞJÓFNAÐIR Kamilla og þjófurinn. Höfundur: Kari Vinje. Myndskroytíng: Per lllum. ÞýAandi: Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Bókaútgáfan Salt hf. 1979. Ég skil reyndar ekki hvers vegna maður eins og Sebastian hefur þurft að gerast þjófur. Hann virðisl hag- leiksmaður mikill og allt leikur i höndunum á honum. Hann getur búið til .flugdreka og dúkkuhús og skrín og klippt út skemmtileg dýr og alls könar karla og pressar meira að segja blóm. Þar að auki likist Sebastian ekki þjóf. Hann er ekki skuggalegur með svarta augngrímu og byssu í vasanum. Síður en svo. Sebastían er Ijós yfirlitum, rauðhærður og freknóttur með stór eyru og augun blá og blíðleg. Hann gerir að gamni sínu, hlær og segir ævintýri og skröksögur. Þegar Kamilla, sem er átta ára, kynnist Sebastian veit hún ekki að hann er þjófur og þegar hún kemst að því er orðið bf seint að hugsa til hans eins og maður hugsar til þjófs. Kamilla býr ásamt Soffíu systur sinni i Sólarstofu. Foreldrarnir eru dánir og Soffía framfleytir þeim systrum. Sebastían, Kamilla og Soffia verða góðir vinir og liann verður heimagangur hjá þeini systrum eftir að hann hefur strokið úr fangelsinu. Nýr maður Eina nóttina kemst Sebastian i myndabiblíuna hennar Kamillu og daginn eftir tilkynnir hann henni að hann ætli aldfei að stela framar. Hann sé orðinn nýr Sebastían og það eigi hann myndabiblíunni að þakka. Hinn nýi Sebastían biður Kamillu að læsa hann inní Sólarstofu, fara siðan til sýslumannsins og tilkynna honum að hún hafi Sebastian í haldi. Sebastían hefur ákveðið að fara aftur i fangelsið, taka út sína refsirrgu og lifa síðan rétt og heiðarlega. Kamillu er ekki vel við að framselja vin sinn, þrátt fyrir verðlaun yfirvalda þeim til handa sem handsamar þrjótinn. Bók menntir ValdísÓskarsdóttir En eftir að Sebastían hefur lofað henni ýmsum skemmtilegum hlutum og flugdreka i ofanálag fyrir viðvikið, fer Kamilla af stað og finnur sýslumanninn. Sebastían fer i fangelsið, Kamilla fær peninga- verðlaun og verður hetja dagsins. Að stela Krakkarnir i skólanum keppast um hylli Kamillu og vináttu en öfund og afbrýðissemi kúrir innan um og birtist í Stóra-Pétri sem hefur á lævis- legan hátt komist yfir bréf frá Kamillu til Sebastian. Stóri-Pétur gerir opinbert á skólaleikvellinum i viðurvist hinna krakkanna að Kamilla skrifist á við þjóf í fangelsi og veifar um sig umslagi frá henni því til sönnunar. Og þó svo Kamilla segi að Sebastían sé ekki lengur þjófur heldur sé orðinn Guðsbarn, þá hefur það ekkert að segja. Þjófur er þjófur og þjófur gelur ekki orðið Guðsbarn og þeir sem ekki eru Guðsbörn komast ekki i himna- riki. En kennslukonan leysir deilur krakkanna á einfaldan hátt; það hafa allir stolið einhvern tíma. Þvi það eru ekki aðeins peningar, hlutir og leynd- armál sem hægt er að stela frá öðrum. Nei, það er líka unnt að taka frá þeim hugrekki og gleði og vinina og margt fleira. Ef rnaður gengi um og gerði grín að einhverjum, þá gerði maður aðra leiða og tæki frá þeim gleðina. Þegar maður hrekkir og stríðir einhverjum, þá stelur maður góðu skapi og ef maður talar illa um einhvern, þá stelur maður góðu nafni og heiðri náungans og það er Ijótur þjófnaður. Eftir þessa kennslustund verða Kamilla og Stóri-Pétur vinir og það gengur á ýmsu hjá þeim, það sem eftir er sögunnar og Sebastían er ekki alveg horfinn, þó svo að hann sitji bakvið Iás og slá. Gagn og gaman Sagan af Kamillu og þjófinum er létt og skemmtileg og þó svo fljóti með kristinfræði, þá er það ekki gert leiðinlega né uppáþrengjandi. Síður en svo. Sagan skemmti mér stórvel og á köflum skellti ég uppúr en þrátt fyrir það vakti hún mig til umhugsunar og ég efa ekki að svo verði með fteiri. Ég tel að fullorðnir gætu haft jafn mikið gagn og gaman af lestrinum einscg börnin, ef ekki meira, þvi ég held nefnilega að fullorðið fólk séu meiri meindýr en börn, sem ekki veitir af að betrumbæta. Höfundi tekst ágætlega að koma til skila hugsanagangi og tilfinningum barnanna og hinn nýi Sebastían er gullkorn en ég efa stór- lega að til sé mikið af fullorðnum, sem líkjast honum — því miður. Fáar myndir eru í bókinni en þær sem eru þar, eru afar skemmtilegar og gefa sögunni persónulegan blæ, svo við eigum auðveldara með að sjá sögupersónurnar og atburðina Ijóslif- andi fyrir okkur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.