Dagblaðið - 28.12.1979, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
Zimbabwe/Ródesía:
Mikil óvissa um fram-
kvæmd fríðarsamninga
Tveir hel/tu foringjar skæruliða svartra I Zimbabwe/Ródesiu, sem nú hafa undir-
ritað friðarsamninga við ráðamenn i Salisbury. Mugabe er lengst til vinstri en
Nkomo til hxgri.
— Mugabe skæruliðaforingi og menn hans greinilega
við öllu búnir — einn skæruliðaforingi og
þrír brezkir hermenn þegar fallnir
Mikil óvissa var í morgun með
framkvæmd vopnahlés á milli herliðs
stjórnarinnar í Salisbury og skæru-
liðasveita þeirra Mugabes og Nkomo
en það á að ganga í gildi við sólsetur í
kvöld. Þrátt fyrir vopnahléð hefur
Mugabe sagt mönnum sínum að vera
við öllu búnir og tilbúnir að gripa til
vopna ef þörf verður á.
Einn af foringjum liðs hans lézt i
gær í rnjög dularfullu bifreiðarslysi.
Sá var einn þeirra, sem sjá átti um að
vopnahléið kæmist á. Var hann
kominn í andstöðu við Mugabe og
hafði þegar við samningaviðræð-
urnar í London á dögunum sagt að
hann óttaðist um líf sitt.
Þrír brezkir hermenn úr gæzluliði
þeirra i Zimbabwe/Ródesiu létuzt i
gær er þyrla sem þeir voru í hrapaði.
Skotið var á flugvél brezka gæzlu-
liðsins í gær en hún gat lent án áfalla.
Gæzlusveitirnar frá Bretlandi og
öðrum samveldisrikjum voru í gær á
leið til hinna ýmsu stöðva þar sem
þær eiga að gæta þess að vopnahléið
fari fram eins og áætlað er. í liðinu
eru þrettán hundruð manns.
Foringjar liðsins viðurkenndu í gær
að þeir gætu engu spáð um það sem
gerast mundi næstu daga. Foringinn
úr liði Mugabes sem lézt var talinn
einn mikilvægasti maðurinn.í því að
tryggja eðlilegan framgang vopna-
hlésins.
Þannig er haldið upp á áramótin i Beirúl I Libanon. Par helur verið borgara-
styrjöld i áravis eins og oftlega hefur komið fram I fréttum. Rákirnar i loftinu eru
eftir byssukúlur, sem liðsmenn beggja striðsaóiia skjóta upp l loftið til hátiða-
brigða. DB-mynd Robert Mazmanian.
Erlendar
fréttir
Melbourne:
Flugvélin
lenti á
níundu braut
Flugmaður lítillar flugvélar rétt við
Melbourne í Ástralíu lenti í vandræð-
um þegar hreyfill vélarinnar bilaði á
dögunum. Greip hann til þess ráðs að
henda á golfvelli sem hann kom auga á.
Lenti hann áfallalaust rétt þar sem upp-
hafshögg á níundu holu eru slegin. Þar
voru kylfingar að leik og tvistruðust
þeir að sjálfsögðu í allar áttir er þeir
sáu flugvélina stefna til sín. Flug-
ntaðurinn lét sér hins vegar ekkert
bregða og hið fyrsta sem hann spprði
um þegar hann steig út úr flugvélirtni
var hvort einhver viðstaddra gæli ekki
gefiðsérsígarettu.
Byltingin í Afghanistan:
Sovétmem ráóa
öllu í landinu
— Babrak Karmal fyrrum varaforseti, leppur þeirra,
kominn í forsetastól
— Amin fyrrum forseti leiddur fyrir aftökusveit og skotinn
Babrak Karmal fyrrum varaforseti
Afghanistan hefur tekið þar öll völd í
sínar hendur í landinu. Karmal er
yfirlýstur marxisli og hefur verið i
útlegð síðan Arnin fyrrverandi forseti
gerði byltingu fyrir einu og hálfu ári.
í útvarpi í Afghanistan var tilkynnt
i nólt að Amin fráfarandi forseti
hefði þegar verið leiddur fyrir herrétt
og dæmdur til dauða fyrir svik við
þjóðina. Hefur aftakan að sögn
þegar farið fram.
Ljóst er að Karmal og stuðnings-
menn hans hafa notið verulegrar
aðstoðar sovézkra hermanna við
byltingu sína. Óstaðfestar fregnir frá
Afghanistan herma að þeir hafi tekið
þátt í bardögum í höfuðborginni i
gær. Auk þess er vitað að stöðugur
straumur herliðs frá Sovétríkjunum
hefur verið inn i Afghanistan undan-
farna daga.
Mun Karmal alfarið styðjast við
Sovétríkin. í Moskvu hefur verið til-
kynnt að Sovétríkin muni styðja
hina nýju stjórn bæði pólitiskt, efna-
hagslega og hernaðarlega.
Amin fyrrverandi forseti var yfir-
lýstur kommúnisti en Sovétstjórnin
var aldrei ánægð með hann og upp úr
sauð er hann rak Tarakki forseta frá
völdum. Síðan hefur stöðugt verið
grafið undan stjórn Amins af hálfu
Sovétmanna. Frá Moskvu berast þær
fregnir að Tass fréttastofan saki
Amin fyrrum forseta um að hafa
verið blóðugur harðstjóri sem myrt
hafi tugþúsundir fólks í Afghanistan.
Reksten sýknaður
Dómur er fallinn i héraði i máli norska skipaeigandans Rekstens,sem ákærður var
fyrir stórfclld gjaldeyris- og skattsvik. Allar helztu ákærur norskra yfirvalda voru.
ekki teknar til greina en Reksten var dæmdur i einnar milljónar króna (norskra)
sekt. Báðir aöilar munu ætla að áfrýja til hæstaréttar en héraðsdómurinn þykir
áfall fyrir norsk skatta- og gjaldeyrisyfirvöld.