Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 28.12.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979. 'úladandl: DÍgbÍá^M hf. - — -------- Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. RltstJórfc^toM KristJAnsson. RKstjómarfuRtrúi: Haukur Helgason. FréttastJóri: Ómar Valdimarsson. Skrtfstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Raykdal. fþróttir: HaHur Simonarson. Menning: Aöaletainn Ingótfsson. Aðstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrfmur Pétoson. - Blaðamenn: Anna BJamason, Asgek Tómasson, Atll Rúnar Haðdórsson, AtH Stainarsson, Bragi 8ig urðsson, Dóra Stafénsdóttk, Elfn Afcertsdóttir, Gtosur Slgurðsson^Gunnlaugur A. Jónsson, Ótofur Gairsson, Sigurður Svarrtoson. Httnnun: HUmnr Karisson. • IJÓsmyndk: Aml Péll Jóhannason, Bjamlelfur Bjamtolfsson, Httrður VHhJélmsson, Ragaar Th. Síg urösson, Svelnn Þormóðsson. * Skrifstofustjóri: Ótofur Eyjólfsson. GJaldkari: Þréinn ÞorieHsson. Sttfustjóri: Ingvar Svainsson. CtoeHing 'arstjórl: Mér E. M. HaHdórsson. Rltstjóm Slðumúla 12. Atflrslóals, éskrtftadslld, aufllýslnBar 09 skrHstohir Þvsrholtl 11. , Átta og hálfur tími Hvernig hefðu björgunarstörf gengið i þriðjudaginn 18. desember, ef leita hefði orðið slysstaðar í myrkri og hríð? í fjöllum og óbyggðum, fjarri alfara- leiðum? Enginn vafi er á, að flugslysin tvö á Mosfellsheiði verða skipuleggjendum " björgunarmála alvarlegt umhugsunar- og umræðuefni. Við það tækifæri fóru of mörg atriði í handaskolum. Löngu fyrir siðara slysið mátti ljóst vera, að frekari notkun þyrlu yrði erfiðleikum bundin, úr þvi að hún varð veðurteppt í Reykjavík. Samt tók björgunin alls átta og hálfa klukkustund. Okurtollar á talstöðvum björgunarsveita eru þáttur vandans. Græðgi ríkissjóðs veldur því, að talstöðvar kosta tæpar tvær milljónir króna hver i stað tæprar einnar milljónar króna. Fjarskiptin voru einmitt sá þáttur, sem einna mest fór í handaskolum, sumpart vegna fátæktar björg- unarsveita. Tvö kerfi voru í notkun og var sambands- laust milli þeirra. Þar á ofan var haldið uppi samkeppni milli móður- stöðva með tilheyrandi samslætti og lélegu sambandi. Þar kom í ljós agaskortur, sem og á ýmsum öðrum sviðum aðgerðanna. Skilaboð milli sjúkrahúsa og lækna á slysstað voru ekki flutt um fjarskiptakerfin. Og læknar á slysstað fengu raunar litlu ráðið um aðhlynningu hinna slös- uðu. í talstöðvum sjúkrabíla stönguðust fyrirskipanir á., Ýmist var sagt, að aka ætti fólki til Borgarspítalans eða Landspítalans. Eins og í öðrum þáttum virtust allir stjórna í senn. Viðkomandi lögregluyfirvöld virtust ekki fela nein- um ákveðnum aðila stjórn mála á slysstað. Þar ríkti hin hefðbundna samkeppni björgunarsveita, sem áður hefur verið til vandræða. Útbúnaður björgunarmanna var ekki í lagi. Slökkvi- liðsmenn voru í einkennisbúningi án hlífðarfata og á blankskóm. Engin skófla var í björgunarsveitarbíl, sem sat fastur. Þrek sumra björgunarmanna var mun minna en nauðsyn krafði. Sumpart veldur því hin mjög svo tíma- freka fjársöfnun þeirra í tolla handa ríkissjóði, sem dregur úr tíma til þjálfunar. Skipuleggjendur björgunaraðgerða virtust ekki hafa gert sér grein fyrir kostum vélsleða við björgunarstörf að vetrarlagi. Þeir voru heppnir, að einkaaðilar komu með slík tæki á vettvang. Reynt var að brjótast með fjallatrukka á slysstað, þótt ljóst mætti vera, að vegna veltings og hristings yrði ekki hægt að flytja sjúklinga í þeim til baka. Hugsanlegt er, að björgunarstörf hér á landi séu orðin svo háð þyrlum, að menn hafi misst sjónar á skynsamlegum vinnubrögðum, þegar fara þarf land- leiðina með slasað fólk. Enn eitt atriðið, sem kallar á skoðun, er tenging al- mannavarna við björgunaraðgerðir. Opnun stjórn- stöðvar almannavarna eftir síðara slysið virtist auka flækjur málsins. Skipuleggjendur björgunarmála þurfa nú að læra sameiginlega af þeirri reynslu, sem fékkst af átta og hálfs tíma handaskolum vegna slyss í nágrenni þjóð- vegar og nágrenni Reykjavíkur. Afnám tolla á talstöðvum er mikilvægur þáttur endurbóta, en engan veginn hinn eini. Allir aðilar björgunarmála þurfa að líta í eigin barm, svo að betur megi takast næst. En ekkert er svo með öllu illt, að ekki sjáist bjartar hliðar. Eftirminnilegt er t.d. afrek Skúla Karlssonar, sem sýndi mikið snarræði, þegar hann slökkti á aðaf- rofa þyrlunnar og kom þannig sennilega í veg fyrir eldsvoða. NU ER ALLT A SUDUPUNKTI í SÝRLANDI — tekst öryggissveitum alavíta undir forsetabróður að halda óánægjunni stjóm Rifats í skefjum? Hvernig mundi þér finnast að vita með vissu, að níu af hverjum tíu löndum þínum yrðu þeirri stundu fegnastir að sjá þig dauðan? Ekki á neinn óeiginlegan hátt heldur stein- dauðan. Að níu af hverjum tíu mundu jafnvel styðja á þann takka, sem mundi losa þig úr þessari jarðvist ef þeir þyrftu ekki að hætta neinu fyrir það. Þannig er ástatt með Rifat al- Assad á hverri stundu. Hann gerir sér grein fyrir að níu af hverjum tiu hinna um það bil átta milljóna Sýr- lendinga mundu fagna fregnum af dauða hans. Ekki nóg með það. Þær eru ófáar þúsundirnar af öfgamönn- um, sem fúsir eru að hætta sínu eigin lífi til þess að þetta megi verða. Tæp- lega er þetta ýkja þægileg tilhugsun en þannig er ástandið í Sýrlandi þessa dagana. Rifat er bróðir Hafis al-Assad, forseta Sýrlands. Hann er yfirmaður öryggisþjónustu landsins, sem er erlend”! MÁLEFNI j Gwynne Dyer höfuðvopn ríkjandi valdastéttar. Vörn hennar gegn fólkinu í landinu. Enn nýtur forsetinn nokkurrar virð- ingar þó stuðningur við hann sé með hangandi hendi. Rifat bróðir hans er hins vegar böðullinn sem er hataður af meginþorra íbúa Sýrlands. Liðsmenn öryggjssveitanna eru algeng sjón á götum höfuðborgar- innar Damaskus og auðþekktir vegna áberandi einkennisbúnings. Þannig hefur það verið um árabil. Nú er aftur á móti orðin sú breyting, að aldrei sést liðsmaður öryggissveit- anna einn á ferð. Þeir eru ávallt fleiri saman og vopnaðir. Liðsmennirnir gera sér fullkomlega Ijóst að þeir, eins og foringi þeirra Rifat, eru höfuðskotmark andstöðuhópa ríkis- stjórnarinnar. Ástandið virðist stöðugt vera að færast i átt til borgarastyrjaldar. í Damaskus eru niorð og tilræði orðið daglegt brauð og sjálf er borgin eins og- víggirt vopnabúr. Tjón á mannlaus- um bflum eru óhugnanlega tíð Verðmæti allra þeirra bíla, sem daglega eru á götum höfuðborgar- svæðisins skiptir milljörðum. Árekstrar, sem lögreglan er kölluð til að gera skýrslu um, eru óhuggulega tíðir. Þar til viðbótar koma svo öll þau tjón, sem óprúttnir ökumenn valda, sem hverfa á brott án þess að tilkynna um tjónið. Það er því ekki litil áhætta, sem bíleigendur taka, þegar þeir fara út í umferðina á bílum sínum, sem oft eru að verðmæti 5— lOmilljónir króna. Þégar maður les auglýsingar frá lögreglunni, eins og hér er birt sýnis- horn af, þar sem auglýst er eftir vitnum að árekstrum, þar sem öku- maður hefur hlaupist á brott, er Ijóst, að hér er á ferðinni mjög alvarlegt vandamál, sem nauðsynlegt er að reyna að finna einhverja lausn á. Þegar auglýst er eftir vitnum að fimm tjónum, sem valdið er á einum degi i Reykjavík með innan við 100 þúsund íbúa, og hlaupist er á brott frá, verður manni áþreifanlega ljóst, hve mjög alvarlegt það er, hve almennt er orðið, aðvaldið er tjónum á mann- lausum bílum án þess að þau séu til- kynnt. Nú er Ijóst, að aðeins hluti þeirra skemmda sem valdið er á mann- lausum bílum, er tilkynntur til lögreglunnar. Minni háttar tjón, svo sem smá dældir á hurðum, og smá- vægilegar rispur, hirðir fólk iðúlega ekki um að tilkynna m.a. af þeirri ástæðu, að vonir um að takist að hafa upp á sökudólgnum, eru litlar. Enda þótt þessi tjón séu ekki mikil, valda þau verðlækkun á bílnum, Kjallarinn GísliJónsson enda oft hlutfallslega dýrt að gera við þau. Margur bíleigandinn lætur sér því lynda að hafa skemmdina. Hvers vegna hlaupast menn á . brott frá árekstri. Þau kjör, sem eru á ábyrgðartrygg- ingum bíla eiga án efa mestan þátt í því, hve mikið er um það að öku- menn hlaupast á brott, eftir að hafa valdið tjóni á mannlausum bílum. Fleira kemur að sjálfsögðu til og þá einkum það, að ökumenn eru undir áhrifum áfengis og vilja því ekki kalla lögregluna til. Þessir ökumenn gætu að sjálfsögðu tilkynnt tjónið, til tryggingarfélags síns, þegar af þeim er runnið, en af ótta við, að einhvern beri að árekstrarstað, gefa þeir sér ekki.tima til að skrá niður númer þess bils, sem þeir óku á. Auk þess má nefna, að ef um meiri háttar tjón er að ræða, veldur það óneitanlega grunsemd, að lögreglan skuli ekki hafa verið kölluð til. Þegar um minni háttar skemmdir er að ræða, er út af fyrir sig ekkert við það að athuga, að ökumaður til- kynni um tjónið til tryggingafélags sins við fyrsta tækifæri. Slíkt sparar oft mikinn tíma við að reyna að hafa upp á umráðamanni þess bíls, sem ekið var á og sparar auk þess lögreglu talsverða skriffinnsku, enda er ekki um neitt vafamál að ræða varðandi sök. Enda þótt núverandi kjör á ábyrgðartryggingum ýti undir að ökumenn hlaupist á brott frá árekstri, verður að viðurkennast, að þau eru á margan hátt eðlilega upp byggð. Það er nauðsynlegt að þeir, sem mestum útgjöldum trygginga- félaganna valda, greiði meira heldur en þeir, sem árum saman aka, án þess að valda tjóni. Hins vegar er slæmt, er bíleigendur, sem hlaupist hafa á brott frá árekstri, án þess að tilkynna um hann, séu verðlaunaðir með fullum bónus og jafnvel frírri trygg- ingu eftir 10 ára „tjónlausan” akstur. Erfitt er að koma á tryggingar- fyrirkomulagi sem bæði verðlaunar þá, sem engum tjónum valda en er

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.