Dagblaðið - 28.12.1979, Side 28
32
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
ERLENDUR ANNflLL '79
morðin verið framin að undirlagi
ihaldssamra kaupsýslumanna.
Ford bifreiðaverksmiðjurnar banda-
risku keyptu 25% hlutabréfa í Mazda
verksmiðjunum japönsku. Þar með var
Ford komið í hóp þeirra fyrirtækja,
sem eiga bifreiðaverksmiðjur víðs
vegar um heiminn. Þar á meðal eru
bæði General Motors og Chrysler verk-
smiðjurnar bandarísku.
Sandinistar
náðu völdum í
Nicaragua
Síðari hluta júlí náðu sandinistar öll-
um völdum i Nicaragua og Somoza for-
seti flúði til Bandarikjanna. Stjórnin í
Washington óttaðist mjög að kommún-
istar næðu þar völdum. Ekki hefur sú
orðið raunin enn. Tiltölulega hægfara
þjóðernissinnar virðast hafa náð yfir-
tökunum í þessum Mið-Ameríkuríki.
Þar eru verulegir efnahagsörðugleikar,
bæði vegna fyrri óstjórnar Somoza og
fjölskyldu hans síðustu hálfa öld og svo
af völdunt borgarastyrjaldarinnar.
Efnahagsaðstoð hefur borizt víða að til
Nicaragua og einna drýgst frá svo and-
stæðum rikjum sem Bandaríkjunum og
Kúbu.
Ungfrú Venezuela var kjörin Ungfrú
alheimur í Ástralíu i júli. Við verð-
launaafhendinguna hrundi pallurinn
gekk þó að uppfylla þessi loforð og
voru varnaraðarorð birt um þessi atriði
hvað eftir annað, bæði vestan hafs og
austan, með hæfilegu millibili út árið
sem er að liða.
skyndilega en aðeins ein stúlknanna
þurfti að fara á sjúkrahús á eftir vegna
meiðsla. Var það ungfrú Tyrkland.
Tuttugu og tveir
f órust í skógareldi
Tuttugu og tveir fórust í skógareldi á
sólarströndum Spánar í ágúst. Talið
var að brennuvargar hefðu verið valdir
að brunanum.
Bandarískir visindamenn fundu efni
i skozku viskíi, sent talin eru geta
valdið krabbameini, í það ntinnsta
ýmsum tegundum þess. Danskar gleði-
konur unnu ötullega að því að stofna
stétlarfélag.
Talið er að allt að tiu þúsund manns
hafi farizt í Indlandi, er stifla brast þar
og flóð reið yfir bæinn Morvi. Gerðist
þetta í ágúst. Erfiðlega gekk að aðstoða
nauðstadda vegna mikilla rigninga og
vatnavaxta.
Andrew Young
rekinn
Andrew Young aðalfulltrúi Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum
varð að segja af sér embætti vegna upp-
náms er varð er i Ijós kom að hann
hafði átt leynilegan fund með fulltrúa
PLO samtaka Palestinuaraba. Young
þótti ávallt skorinorður og ákveðinn i
skoðunum. Er talið að hann hafi átt
stærstan hlut í að móta Afríkustefnu
Jimmy Carters Bandaríkjaforseta i
valdatið hans.
Sovézki ballettdansarinn Alexander
Gudunov baðst hælis sem pólitiskur
flóttamaður í Bandaríkjununt. Var
þetta í ferð Bolshoj ballettsins þar i
ágúst. Kona hans, Ljudmilla, sem
einnig er ballettdansari vildi hinsvegar
snúa aftur til Sovétrikjanna með starfs-
félögum sínum. Stóð í töluverðu stappi
vegna þess að Gudunov vildi ekki trúa
öðru en hún væri neydd til þessarar
ákvörðunar sinnar af sovézkum ráða-
mönnum. Var flugvél sú sem dansarar
Bolshoj ballettsins voru með kyrrsett í
73 klukkustundir á Kennedy flugvelli í
New York á meðan bandarísk yfirvöld
könnuðu málið.
Ljudmilla vildi
snúa aftur
Loks sannfærðust ráðamenn í New
Yjjjk um að Ljudmilla vildi snúa aftur
til Sovétrikjanna af frjálsum vilja, og
fékk fiugvélin þá heimild til að hverfa á
brott.
Aðalsamningamaður Bandaríkja-
stjórnar i þessu máli var Donald F.
McHenry en hann tók í október við
starfi Andrew Young sem aðalfulltrúi
Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun-
um.
Mountbatten jarl, hinn frægi hers-
höfðingi úr síðari heimsstyrjöldinni,
var myrtur af IRA skæruliðum á
Norður-írlandi hinn 27. ágúst.
Sprengdu þeir snekkju hans í loft upp.
Skæruliðar Palestínuaraba þykja heldur hafa róazt upp á slókastið. Svo mun ekki
vera með nokkur hundruð frani sem endilega vilja komast til Palestinu og berjast
gegn gyðingum.
lagi við hvíta menn i landinu um
stjórnarfyrirkomulag þar i landi. Ekki
vildu þó allir svartir fallast á þetta sam-
komulag, sizt eftir kosningar. Sithole
taldi kosningarnar hafa verið mesta
svindl. Fara þó fáar sögur af honum
siðan. Aðrir foringjar svartra, þeir
Nkomo og Mugabe, gengu ekki til
neins samkomulags að þessu sinni og
tilkynntu áframhaldandi baráttu
skæruliða sinna gegn stjórnvöldum í
Salisburv, sem nú voru orðin svört og
hvil. Þiátt fyrir að Muzorewa væri
orðinn forsætisráðherra voru völd
hvíirn manna í Ródesíu eða Zimba-
bwe/Ródesiu enn ntjög rnikil og höfðu
þeir enn i raun neitunarvald um flest
mikilvægustu mál á þingi landsins.
Er líða tók á árið þötti Ijóst að ekki
var nóg gert með samkomulagi
Muzorewa og annarra svarta leiðtoga.
Bardagar og morð héldu enn áfram í
landinu.
Í okóber tókst Bretum, fyrrum
nýlenduherrum í Ródesíu, að konta á
friðarfundi í London undir sljórn
Carringtons lávarðar, utanríkisráð-
herra í stjórn íhaldsflokksins. Þar
mættu fúlltrúar svartra og hvitra ráða-
manna í Salisbury ásamt þeim Nkomo
og Mugabe, foringjum skæruliða
svartra. Gekk þar lengi í þófi en brátt
bar samningaviðleitni Carringtons
lávarðar árangur.
Loks náðist sá árangur eftir mikið
strit, að allir dsjluaðilar féllust á
samningsdrög. Undir sarhninga var
skrifað hinn 21. desember síðastliðinn í
London. Ljóst er að öfgamenn á báða
bóga una illa við. Einkum eru þeir sem
Edward Kennedy tilkynnti að hann hygðist gefa kost á sér sem frambjóðandi demókrata til forsetakjörs I Bandarikjunum.
Með honum á myndinni er kona hans Joan.
Ritt Bjerregaard hrökklaðist úr embætti menntamálaráðherra I Danmörku á fyrra ári
fyrir eyðslusemi á ferðalögum. Hún var ekki af baki dottin og er nú aftur komin I ráð-
herrasæti í minnihlutastjórn jafnaðarmanna.
eru harðastir gegn samningum meðal
livitra íbúa Zintbabwe/Ródesiu
óánægðir. Þeir verða þó vafalaust að
sælta sig við orðin hlut. Hvítir íbúaf
landsins eru aðeins tæplega þrjú
hundruð þúsund af unt það bil átta
milljónum og hafa í dag engin tök á að
halda þar völdum í óþökk hins svarta
racixjhluta.
.__
Heimastjórn
áfGrænlandi
Atvinnulíf i Danmörku fór örl versn-
Sftdi á árinu. Þúsundum var sagt þar
upp atvinnu.
Grænlendingar fengu heimastjórn
hinn 1. mai. Hún mun korna á i
áföngum og er ekki annaðað sjá en full
samvinna sé á milli frænda vorra Dana
og nágranna á Grænlandi um þessi
mál. Málefni eins og aðild að Efna-
hagsbandalagi Evrópu og um efnahags-
lögsögu eiga alfarið að verða undir
ákvörðun íbúa Grænlands komin.
íhaldsflokkurinn sigraði i kosning-
unum í Bretlandi hinn 3. maí, undir
forustu Margaret Thatcher, sem þar
með varð fyrsta konan sem varð for-
sætisráðherra í Evrópulandi. Hún
hefur síðan stöðugt vaxið í starfi.
Jafnvel þykir frúin standa furðuvel við
kosningaloforð sín og í alla staði vera
kynsystrum sínum til sóma i
svokallaðri jafnréttisbaráttu kynjanna.
Tveir rilstjórar dagblaða í Suður-
Afríku voru verðlaunaðir í maí fyrir að
blöð þeitra áttu þátt í að upp komst
fjármálamisferli, sem að lokum hrakti
nokkra ráðherra úr stóli og að lokum
Vorster fyrrum forsætisráðherra og
fbrseta landsins úr embætti.
Bifreiðir
f yrir vínanda
í mai sagði DB frá því að Brasilíu-
menn hygðust brátt hefja fjöldafram-
leiðslu á bifreiðum sem gengju fyrir
vínanda. Hann á að vinna úr afgangi af
sykurreyr en nriklir söluörðugleikar eru
á honum um þessar mundir.
Bretum brá í brún er fréttir bárust
um að skozkur fræðimaður hefði
komist að þeirri niðurstöðu að Viktoría
drottning þeirra á mestu heimsveldis-
timunum, hefði gengið að eiga þjón
sinn.Talsmenn krúnunnar vildu bera
þetta tjl baka en skozki fræðimaðurinn
sat við sinn keip og sagðist hafa að
baki sér tíu ára rannsóknir.
1 mai tilkynntu talsmenn helztu olíu-
kauparíkja góðan ásetning sinn um að
spara oliu og um að nýta allar aðrar
orkulindir betur. Var þar átt við bæði
kol og sólarorku og raunar alla orku
sem fyndist. Allir sögðust gera sér ljóst
að olíuverð væri orðið of hátt. Lítt
Gallaður bolti
olli þotuslysi
Mikið uppnám varð um allan heim er
upplýst þótti af sérfræðingum að
gallaður bolti hefði valdið flugslysi á
DC-IO þotunni er hrapaði við Chicago í
mai. Varð þetta til þess að þotur af
þessari gerð voru stöðvaðar um
nokkurra vikna skeið hvar sem var í
heiminum. Einkum kom þetta niður á
þotum sem flugu á áætlun til Banda-
rikjanna en þar stóð flugbann þeirra
einna. Við yfirlestur frétta ársins vekur
athygli hve allir fjölmiðlar sem um mál
DC-IO þotnanna fjölluðu fóru varlega í
málið og létu hjá líða að fella harða
dóma um málið fyrr en ásakanir sér-
fræðinga voru orðnar mjög háværar.
Við lok þessa máls var greinilegt að
Flugmálastofnun Bandaríkjanna hafði
sett tnjög ofan. Fram að DC-10 slysinu
við 'Chicago hafði hún verið viður-
kennd í forustu fyrir flugöryggi i far-
þegafíugi en við rannsókn ferils DC
þotnanna kom í ljós að óverjandi linka
gagnvart verksmiðjum þotnanna hafði
átt sér stað hjá forustumönnum banda-
rískra flugöryggisyfirvalda. DC-10 far-
þegaþotur fljúga nú um heiminn og
þykja orðið flugvéla öruggastar,
Í júlí var Ijóst orðið að skæruliðar
sandinista voru að ná yfirhöndinni í
átökum gegn þjóðvarðliðum Sornoza
forseta í Nicaragua.
Tvær sprengjur sprungu hinn 4. júli
á Costa del Sol á Spáni, .Pléiri slíkir
atburðir urðu á ferðamannastöðum á
Spáni. Varð þetta til þess að nokkuð
dró úr ferðamannakomum þangað, i
það minnsta um hrið. Þarna voru
hryðjuverkamenn úr samtökum
aðskilnaðarhreyfingar Baska að verki.
Og loksins
lenti Skylab
Skylab geimfarið bandariska lenti
loks á eyðimörkum Ástralíu hinn II.
júlí síðastliðinn. Það var þá búið að
vera á lofti síðan árið 1974. Talið var
að um það bil eitt þúsund hlutar eða
brot úr því hafi lent á yfirborði Ástraliu
en mestur hlutinn í lndlandshafi.
Bandarísk þingnefnd, sem endur-
kannað hefur öll gögn er varða morðin
á John F. Kennedy fyrrum Bandaríkja-
forseta og Martin Luther King, leið-
toga svertingja i Bandaríkjunum,
komst að þeirri niðurstöðu að bæði
morðin hefðu verið fyrirfram skipulagt
samsæri. Talið er að í það minnsta tveir
aðilar hafi skotið á Kennedy í Dallas
árið 1963 og einnig hafi aðrir glæpa-
menn verið í samstarfi við James Earl
Ray þann sem my»ti King. Hafi bæði