Dagblaðið - 28.12.1979, Page 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
33
ERLENDCIR fiNNfiLL '79
Vandræði hjá Bur-
meister og Wain
Danska skipasmiðaslöðin Burmeister
og Wain i Kaupmannahöfn á i miklurn
rekstrarerfiðleikum og var svo allt árið.
Horfur eru á að segja verði upp stórum
hluta starfsfólksins. Jan Bonde Niel-
sen, aðaleigandi hlutafjár, varð að
segja af sér embætti forstjóra og á jafn-
vel yfir höfði sér ákæru um ýmis fjár-
svik.
Tíu manns létust í flóðöldu, sem reið
á land i Suður-Frakklandi í október.
Talið er að jarðsig á botni Miðjarðar-
hafs hafi valdið ósköpunum.
írar í Bandaríkjunum urðu mjög
reiðir vegna þess að Margrét Breta-
prinsessa var talin hafa kallað þá
svín(pig). Ekki var reiðin minni í
írlandi sjálfu. í hefndarskyni hótuðu
írar í San Francisco að sleppa eitt
þúsund svínum, þegar prinsessan kom
þangað i heimsókn. Minna varð þó úr
framkvæmdum þegar á reyndi.
Sjö barna móðir
dæmd íTékkó-
slóvakíu
Sjö barna móðir Dana Nemcova var
dæmd í tveggja ára fangelsi fyrir undir-
róður gegn tékkneska ríkinu í október.
Auk hennar hlutu fimm aðrir baráttu-
Með honum fórust dóttursonur hans,
14 ára, og aðstoðarpiltur. Dóttir hans,
sonur hennar og tengdamóðir slösuðust
mikið en lifðu af. Morðið á Mount-
batten vakti mikla reiði i Bretlandi þar
sem hann var gömul stríðshetja og
mjög vinsæll meðal alþýðu. Hann
leiddi afhendingu Breta á Indlandi til
innnlendra ráðamanna þar, þegar Ind-
land varð að tveim ríkjum Indlandi og
Pakistan.
Sama dag og Mountbatten var
myrtur voru sautján brezkir hermenn
sprengdir í loft upp af IRA mönnunt á
Norðu r-írlandi.
Fljótlega voru þrir menn handteknir,
grunaðir um að hafa staðið að lil-
ræðinu gegn jarlinum.
Jordan sakaður
um kókaínneyzlu
Hamilton Jordan, starfsmannastjóri
Jimmy Carters Bandaríkjaforseta, var
sakaður um kókaínneyzlu af Iveim
eigendum diskóteksins Studíó 54 í New
York. Talsmenn Hvíta hússins í
Washington segja þó að þarna sé um
hefndarráðstafanir að ræða og Jordan
séalsaklaus.
Mikil hægri sveifla varð í byggða-
kosningunum i Noregi, sem fóru fram
um miðjan september. Hægri flokkur-
inn vann mest á en Miðflokkurinn og
jafnaðarmenn töpuðu miklu. Voru
úrslitin talin mikið áfall fyrir Nordli
forsætisráðherra og formann Verka-
mannaflokksins.
Um sömu helgi fóru fram þing-
kosningar í Sviþjóð. Eftir að endur-
talning hafði farið fram kom í Ijós að
borgaraflokkarnir höfðu eins sætis
meirihluta á sænska þinginu. Það varð
úr að minnihlutastjórn Ullstens, for-
manns Þjóðarflokksins, sat áfram við
völd og mun gera í það minnsta þar til
kosið verður um kjarnorkuverin
snemma á komandi ári.
Bokassa steypt
af stóli
Bokassa keisara í Mið-Afríkulýð-
veldinu var steypt af stóli í september
en þá var hann sjálfur á ferð i Líbýu.
Voru það Frakkar, sem aðstoðuðu
fyrrverandi forseta landsins, David
Dacko, aftur til valda. Bokassa varð
ber að því að hafa sjálfur drepið um
það bil hundrað skólabörn, sem
þrjózkuðust við að ganga í einkennis-
búningum. Treystust Frakkar þá ekki
lengur til að styðja hann en landið var
fyrrum frönsk nýlenda.
Jóhannes Páll páfi II hélt til írlands
i opinbera heimsókn í október. Þar
skoraði hann á menn að stuðla að friði
og leggja hatur og blóðsúthellingar á
hilluna.Þótti ferðpáfa til írlands takast
mjög vel. Þaðan hélt hann til Boston í
Bandaríkjunum. Var honum fagnað
þar af milljónum eins og í irlandi og
má segja að ferð hans um þessi lönd
hafi veriðsamfelld sigurför.
Ungur maður I Skien I Noregi fórst er bifreið hans sprakk i loft upp vegna sprengju-
efnis sem var i aftursxtinu. Mildi var að fleiri fórust ekki þvf afl sprengingarinnar var
gffurlegt, eins og myndin ber með sér.
menn fyrir mannréttindum dóma i
Prag. Allir hinna dæmdu voru tengdir
Charter 77 ávarpinu en samkvæmt því
er þess krafizt að mannréttindi séu virt i
Tékkóslóvakíu og farið sé eftir Hels-
inki samkomulaginu um þau efni.
íhaldsmenn og jafnaðarmenn sigr-
uðu í dönsku þingkosningunum, sem
fóru franr 23. október. Kommúnistar
þurrkuðust út af þingi en auk þess
tapaði Framfaraflokkur Glistrups
verulega. Eftir kosningarnar mynduðu
jafnaðarmenn minnihlutastjórn undir
forustu Anker Jörgensen formanns
flokksins. Mikil efnahagsvandkvæði
steðja nú að Dönum. Hefur stjórnin
boðað harðar aðhaldsaðgerðir, sem
mælzt hafa misjafnlega fyrir.
Vaxtahækkun
vegna samlagningar-
skekkju
Skyndileg vaxtahækkun seðlabanka
Bandaríkjanna olli miklu róti á verð-
bréfamörkuðum þar í landi. Ástandi í
kauphöllinni í New York var líkt við
byrjun kreppunnar miklu árið 1929 þó
svo afleiðingarnar yrðu ekki neitl i
sama dúr.
Nokkru síðar kom í Ijós að vaxta-
hækkunin hafði verið framkvæmd
vegna samlagningarskekkju á peninga-
magni i umferð, sem reiknað hafði
veriðof hátt.
Danskir visindamenn hafa náð
góðum árangri með getnaðarvarnar-
pillur sem settar eru undir húðina á
framhandlegg kvenna. Er talið að þessi
aðferð muni ná skjótri útbreiðslu, i
það minnsta í Danmörku.
Zaireher, sem hingað til hefur þótt til
annars hæfur en bardaga, framdi enn
eitt glappaskotið í nóvember, þegar
rúmlega tvö hundruð unglingar i skóla-
ferð féllu fyrir skotum hermannanna.
Að sögn yfirmanna Zairehers töldu
hermennirnir að þarna væru gimsteina-
þjófar á ferðinni. Að sögn töldu her-
mennirnir sig hafa einkarétt á demtana-
þjófnaði á þvi svæði sem morðin
voru framin á.
250 þúsund
urðu að yfirgefa
heimili sín
í nóvember urðu 250 þúsund manns
að yfirgefa heimili sin i einni af útborg-
um Toronto í Ontario fylki i Kanada.
Ástæðan var að lest fór út af sporinu
og við það komst eitrað klórgas út í
andrúmsloftið og nokkrar sprengingar
urðu. Enginn varð þó fyrir neinu
líkamstjóni svo vitað sé og fékk fólk að
snúa aftur til síns heimna á öðrum
sólarhringeftir að lestarsly sið varð.
Bermúdastúlka var kjörin Ungfrú
heimur í London 15. nóvember en um
257 fórust með
þotu yfir Suður-
skautslandi
Tvö hundruð fimmtiu og sjö manns
fórust er DC-10 þota frá nýsjálenzka
flugfélaginu fórst yfir Suðurskauts-
landinu. Samkvæmt rannsóknum þá er
talið að slysið hafi orðið vegna þess að
flugstjórinn sinnti ekki ítrekuðum við-
vörunum að þotan væri að nálgast
jörðu. Var verið að fljúga útsýnisflug
yftr isauðnina.
Mikið fjaðrafok varð í byrjun
desember þegar Mexikóstjórn tilkynnti
að fyrrum Íranskeisari fengi ekki að
snúa aftlir til landsins eftir dvöl á
sjúkrahúsi i New York. Bandarikja-
stjórn leitaði nú einhverra leiða til að
losna við keisarann en enginn vildi taka
við honum nema Egyptaland en Carter
taldi ekki heppilegt að liann færi
þangað vegna samninga um frið í Mið-
austurlöndum. Að lokum fékk keisar-
inn fyrrverandi og fjölskylda hans hæli
i Pananta. Ekk; voru þó allir ibúar þar
ánægðir með hinn nýja gesl og voru
töluverðar óeirðir i landinu eftir komu
hans þangað.
Lýðræðisbandalagið sigraði i þing-
kosningunum í Portúgal hinn 2.
desember. Sósialistar töpuðu verulegu
fylgi en kommúnislar bæltu nokkuð
við sig.
Hungursneyðin
vakti alheimssamúð
Hungursneyðin i Kampútseu og i
flótiamannabúðum i Thailandi vakti al
Ferðamenn voru færri i Kaupmannahöfn I sumar en oftast áður. Kennt er um leiðin-
legu veðri og háu verðlagi.
svipað leyti varð enn eitt njósna-
hneysklið í Bretlandi. Kom þá í Ijós að
Sir Anthony Blunt, sem um árabil
hafði verið listráðunautur drottningar,
var ganrall njósnari. Hafði hann úl-
vegað Sovétmönnum liðsmenn fyrir
síðari heimsstyrjöldina og auk þess
aðstoðað nokkra þeirra við að sleppa
undan handtöku á sjötta áratugnum.
Varð af þessu öllu mikið fjaðrafok og
Blunt sviptur titlum sínum. Honum
mun þó tæpast verða refsað þar sem
hann skýrði leyniþjónustuaðilum frá
öllum málavöxtum árið 1964 gegn því
að sleppa við refsingu.
Taka bandaríska sendiráðsins í
Teheran og gislarnir þar var að sjálf-
sögðu aðalmál erlendra frétta í nóvem-
ber. Áður hefur verið rætt um það og
íran í annáli þessum en hinn 19.
nóvember slepptu stúdenlarnir sent
halda sendiráðinu átta svertingjum og
fimm konum úr hópi gíslanna. Eru þá
um það bil fimmtiu Bandarikjamenn
enn í haldi í sendiráðinu.
Nokkrir öfgafullir múhameðstrúar-
menn hertóku helgustu moskuna i
Mekka í Saudi Arabiu. Héldu þeir
henni í tvo sólarhringa og sögðu meðal
annars að einn þeirra væri sjálfur
Messías. Herlið mun að lokum hafa
yfirbugað ránsmennina og nokkrir eru
taldir hafa fallið i bardögunum.
Annars voru fréttir allar mjög óljósar
af atburðum þessum.
heimssamúð og er nú unnið mikið starf
til að bjarga fólki þar frá bráðum
dauða. Ti! skamnts tinta gekk erfiðlcga
að fá leyfi til að fara inn i Kampútseu
með lyf og hjálpargögn en að sögn
helur ástand i þeim efnum batnað
mikið siðustu daga.
Ríki Atlantshafsbandalagsins sam-
þykklu á fundi sínum i Brussel að hefja
smíði kjarnorkueldflauga til að selja
upp í Veslur-Evrópu. Eiga þau að
beinast að Sovétrikjunum. Veruleg
andstaða var gegn þessu í mörgurn rikj-
um Vestur-Evrópu en að lokum féllust
ríkisstjórnir allra þeirra á smiði kjarn-
orkueldflauganna.
Móðir Teresa hlaut friðarverðlaun
Nóbels og þótti vel að þeim komin.
Hún hefur unnið meðal snauðra í Ind-
landi um áratugi.
Olíusöluríkjum í OPEC samtökun-
um tókst ekki að komast að samkomu-
lagi um nýtt grundvallaroliuverð.
Funduðu fulltrúar þeirra í Venezúela i
desember en án árangurs. Veldur þetta
enn meiri óvissu í olíumálum en verið
hefur.
Ríkisstjórn Joe Clark i Kanada féll
óvænt rétt fyrir jól og nú munu verða
kosningar þar í landi undir lok febrúar-
mánaðar næstkomandi. Pierre
Trudeau fyrrum forsætisráðherra og
formaður Frjálslynda flokksins, hætti
við að hætla í stjórnmálum um mun
taka þátt í komandi kosningabaráttu.
Friðarviðræður i Miðausturlöndum milli Israela og Egypta gengu treglega á árinu þó nokkuð þokaðist i samkomulagsátt.
myndinni eru þeir Sadat Egyptalandsforseti og Begin forsætisráðherra fsracl.