Dagblaðið - 28.12.1979, Page 31
35
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1979.
Útvarp
Sjónvarp
I
KVÖLDVAKA - útvarp kl. 20,35:
Frumortar rímur og
smásögur auk söngs
— í Kvöldvökunni í kvöld, sem er sú síöasta á árinu
Síðasta Kvöldvaka útvarpsins á
þessu ári er á dagskrá kl. 20.35 i
kvöld. Guðrún Tómasdóttir söng-
kona syngur nokkur lög eftir Selmu .
Kaldalóns sem leikur undir á pianó.
Þá flytur séra Gisli Brynjólfsson
þriðja og síðasta hluta frásögu sinnar
af Staðarhraunsprestum. Hlíf
Böðvarsdóttir frá Laugarvatni segir í
viðtali við Jón R. Hjálmarsson frá
jólunum heima.
Magnúsarrima nefnist frumort
rima til Magnúsar Ólafssonar bónda i
Efra-Skarði í Svínadal sem Svein-
björn Beinteinsson kveður.
Jól i hjáleigunni nefnist smásaga
sem Einar Guðmundsson kennari les,
en hann er höfundur sögunnar.
Kvöldvakan í kvöld endar á kórsöng.
Kirkjukór Hveragerðis- og Kol-
strandarsóknar syngur nokkur lög
undir stjórn Jóns Hjörleifs Jóns-
sonar.
Kvöldvakan er að vanda einnar og
hálfrarstundarlöng.
- ELA
Guðrún Tómasdóttir syngur nokkur
lög í Kvöldvöku í kvöld eftir Selmu
Kaldalóns sem leikur undir á pianó.
Rory Gallagher skemmtir sjónvarpsáhorfendum með söng og gitarleik.
Sjónvarp kl. 20,40:
RORY GALLAGHER - EINN
VIRTASTIGÍTARLEIKAR-
INN í ENGLANDI
Rory Gallagher er í hópi virtustu
gítarleikaranna í Englandi. Hann
hefur aldrei lagt neitt upp úr því að
afla sér mikillar frægðar, en ferðast
þess í stað mikið með hljómsveit
sinni og heldur hljómleika. Eitt sinn
stóð meira að segja til að hann kæmi
til Islands. Af því varð þó ekki.
Gallagher er fæddur íri. Níu ára
gamall fékk hann fyrsta gitarinn
sinn. Á skólaárum sínum lék hann
meðfjöldasmáhljómsveita. Fimmtán
ára gamall gekk hann til liðs við
Fontana Showband og lék með henni
þar til hún hætti. Rory Gallagher hélt
áfram að spila með bassaleikara og
trommuleikara Fontana og saman
stofnuðu þeir hljómsveitina Taste.
Hún sérhæfði sig aðallega i blöndu af
blues og rokki og fyrir þess konar
tónlist hefur Rory orðið hvað fræg-
astur.
- ÁT
Ti/MkRIT t
á ensku
LAUGAVEG1178 simi 86780
VÉLSTJÓRAR -
VÉLSTJÓRAR
Árshátíð Vélstjórafélags íslands og Kvenfélags-
ins Keðjunnar verður haldin að Hótel Sögu
föstudaginn 4. jan. 1980. Miðasala á skrifstofu
Vélstjórafélags íslands Borgartúni 18.
Skemmtinefndin.
Innibombur
Part\lHMiil)ur
meö leikföngum
og spádómum
*] Flugeldamarkaóir
¥É) Hjálparsveita skáta