Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980. 3 ER VERH) AÐ EYÐI- LEGGJA MARKADI OKKAR ERLENDIS? ÞjóAernissinni skrifar: ■, Þftð er lími til.kominn fyrir okkur íslendinga að gera okkur grein fyrir því að sjálfstæði okkar er í hættu. Við höfum of lengi lifað langt um efni fram og ekki hefur bætt úr skák að misvitrir stjórnmálamenn hafa haldið um stjórnvölinn. Þegar þetta er skrifað verður ekki séð að myndun rikisstjórnar sé á næsta leiti. Hið eina rétta hjá forset- anuni væri að mynda utanþingsstjórn og auðvitað ættu stjórnmálamenn- irnir að hafa þá hreinskilni til að bera að játa að þeir geti þetta ekki. Rikis- stjórn verður þjóðin að fá nú þegar ef ekki á illa að fara. Sjálfstæði þjóðar- innar er i veði. Annað mál, sem er mikið sjálf- stæðismál okkar, er að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi sjávarúl- vegsins og að við beinum menntun okkar og kröftum í auknum mæli inn á þá braut. Það er þó vitað ntál að ekki er endalaust af fiski í sjónum og þvi varðar miklu að við vinnunt vel úr þeim afla sem berst á land. Við höfum beðið talsverðan álits- Itnekki er í Ijós hefur komið að lag- nieti okkar hefur verið nteira ög ntinna gallað þegar það hefur komið til útlanda. Með slíku hátterni eyði- leggjum við markaði okkar erlendis. Við éigum því að leggja allt kapp á að vanda framleiðsluna og herða eftirlit með að hún sé rétt unnin. „Við eigum að leggja allt kapp á að vanda framleiðsluna og herða eftirlit með þvi að hún sé rétt unnin,” segir bréfritari. Myndin er af tveimur stúlkum i frvsti- húsinu á Eyrarbakka. Þær höfðu þann starfa að fylgjast með að varan væri vel unnin. DB-mynd Bjarnleifur. \ Skrifarðu zetu (z)? Svava Gunnarsdóttir húsmóðir: Já, ég kann betur við það. Ég hef aldrei hætt að skrifa zetu, þrátt fyrir allar lagasetn- ingar. Spurning dagsins Kinar Haraldsson lögregluþjónn: Já, það hef ég alltaf gert. Mér finnsl eitt- hvað vanta i málið ef ekki cr skrifuð Neyðarþjónustan fái beztu símanúmerin fierður Pálmadóttir, Hafnarstræli 16, skrifar: Símanúmerin, sem einfaldast er að muna, eiga að vera fyrir neyðarþjón- ustu. Hún er á nokkrum sviðum. Eg vil aðeins vekja athygli á eigin reynslu. Fyrir sköntmu varð ég fyrir þvi að lenda i þriðja skipti á ævinni í bruha. Það stóð mér næst að hringja i slökkvilið og tilkynna eldinn. Mér varð svo mikið um og ég varð satt að segja svo hrædd að ég átti crfitt með að finna númerið hjá’ slökkviliðinu og hringja. Hefði þetta ekki komið fyrir áður er ég viss um að ég hefði ekki munað eftir þvi að simanúmer slökkviliðs, sjúkrabíls, lögreglu, almannavarna og Slysavarnafélagsins eru á öftustu síðu símaskrárinnar, kápubakinu á skránni. Enda þótl maður viti þetta, þá kemur að þvi að hringja fimm stafa númer. Ekki má skeika tölustaf á simaskifunni. Þá hringir í skakkt núrner. I miklu fáti getur þetta þó vel hent og hefur reyndar komið fyrir svo ég viti með vissu. Ég tel að þessi neyðarþjónuta eigi að hafa númerin 02-03-04-05-06 eða önnur einföld tveggja stafa númer. Það er út af fyrir sig ágætt að sima- samband við útlönd hefur til dæmis 09. Samt held ég að það sé meiri nauðsyn að neyðarþjónusta, eins og ég nefndi dænti um, hafi slikt númer. Það þýðir ekkert að segja manni að enginn sé svo vitlaus, að hann geti ekki hringt í ákveðið númer. Eg tala af reynslu venjulegs manns. Það er auðveldara að rnuna t.d. 02 en hvaða fimm stafa númer sem er. K.lín Þorsteinsdóttir húsmóðir: Ég gerði það, já. En ég er hætl þvi að mestu. Ætli það sé ekki vegna áhrifa fjölmiðla. Þeir eru að mestu hættir að nota zetu. Magnús Nikulásson verkstjöri hjá Vegageröinni: Já, ég geri það. Ég held i hana af gömlum vana en ekki af þvi að mér þyki nein sérstök fegurð að henni. NÝJASTA UPPSKRIFTIN-JANÚAR ’80 NR.16 ER KOMIN ÍBÚÐIR. LÁTIÐ NR.16EKKI VANTA I ÍUPPSKRIFTABÓKINA. _______________I__________________S l.ára Kristinsdóttir húsmóöir: Það fer eftir þvi hvað ég er að skrifa. i stimum orðum skrifa ég zetu af þvi að ég er vön þvi en i öðrum ekki. Einvaröur Jósepsson útibússtjóri: Já, ég geri það. Af vana held ég, ekki af þvi að ég haldi að missir sé að henni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.