Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 15
Hér sjást tveir aðalleikararnir ásamt Kurosawa (sem er lengst til hægri) meðan á kvikmyndatöku stóð.
Þann 12. apríl næstkomandi framsýnir Kurosawa sína 26. mynd
Ein umtalaðasta myndin í Japan um
þessar mundir er Kagemusha, sem
Akira Kurosawa er að leggja síðustu
hönd á. Þessi 69 ára japanski leik-
stjóri á að baki 25 myndir, margar
hverjar taldar sígildar frá kvik-
myndalegu sjónarmiði. Má þar nefna
SJÖ SAMURAI, RAUÐSKEGG,
YOJIMBO og DERSU UZALA sem
Laugarásbíó sýndi ekki alls fyrir
löngu.
En lífið hefur ekki verið neinn dans
á rósum fyrir Kurosawa. Hann er
aðallega þekktur utan heimalands
síns og virðist því vera sem evrópskir
og bandarískir áhorfendur kunni
betur að meta myndirnar en landar
hans. Þetta hefur orsakað að Kuro-
sawa hefur átt í auknum erftðleikum
með að fjármagna myndir sínar svo
það líður lengra og lengra á milli
mynda þessa meistara kvikmynd-
anna. En nú fer að styttast í frumsýn-
ingardag Kagemusha, sem er
Samurai mynd eins og margar eldri
myndir Kurosawa.
Sögulegur
bakgrunnur
Þetta er fyrsta mynd Kurosawa
sem hann gerir í Japan sl. 9 ár en
Dersu Uzala var gerð í Rússlandi.
Kagemusha eða „Skuggahermaður-
inn” er fyrsta mynd Kurosawa sem
byggir á sögulegum atburði og gerist
hún á seinni helmingi 16. aldar á
Muromachi tímabilinu. Á þessum
tíma var Kyoto, hin forna höfuðborg
Japans, aðsetur keisarans og her-
stjórnar sem miðstýrði landinu. Keis-
arinn var valdalítill og voru völdin í
höndum yfirmanns herstjórnarinnar
en það embætti gekk í ættir. En fjöl-
margar ættir í Japan voru valda-
miklar og sterkar og litu hýru auga til
Kyoto. Orsakaði þetta hálfgerða
borgarastyrjöld sem lauk með því að
Tokugawa Ieyasu velti Ashikaga ætt-
inni frá völdum árið 1600 og voru
hann og ættliðir hans síðan miðaflið i
Japan allt til 1868.
En myndin fjallar ekki um Toku-
gawa heldur um stríðsmann að nafni
Takeda Shingen, sem einnig tók þátt í
valdabaráttunni um yfirráð Japans.
Hann var frábær stríðsmaður og árið
1572 virtist hann loksins í seilingar-
fjarlægð frá takmarki sínu eftir að
hafa sigrað helstu andstæðinga sína.
En þá veiktist hann skyndilega og dó
nokkrum mánuðum seinna.
Tvífari
Áður en Shingen dó tók hann eið
af fylgismönnum sínum að þeir létu
engan vita um andlát hans næstu 3
árin, svo ætt hans gæti aðlagast frá-
falli hans.
Skömmu fyrir dauða Shingen rakst
Nobukadu, yngri bróðir hans, á þjóf
Kvik
myndir
BaMur HjaHason
skrífiar frá Japan
nokkurn sem var ótrúlega líkur
Shingen sjálfum. Myndin fjallar að
mestu leyti um þennan þjóf sem tók
að sér að leika Shingen til að halda
dauða hans leyndum fyrir vinum
jafnt sem óvinum. Nafn myndarinn-
ar er dregið af þessu, þ.e. Kagemusha
sem merkir „skuggahermaður” eða
„tvífari”. í lokaatriði myndarinnar
er svo her „Shingens” útrýmt í gífur-
legum bardaga við Shidaragahan.
Kagemusha er hingað til viðamesta
kvikmyndin sem Kurosawa hefur
leikstýrt. Gífurlegur fjöldi fólks
hefur tekið þátt í gerð myndarinnar
því bardagaatriðin kröfðust fjöl-
mennis. Meðhjálparar hans eru
flestir þrautreyndir fagmenn eins og
kvikmyndatökumaðurinn Takao
Saito sem hefur unnið með Kurosawa
síðan hann gerði Shibarashiki Nichi-
yobi og handritahöfundurinn Masato
Ide sem einnig var Kurosawa innan
handar þegar hann gerði Rauðskegg.
Langur
undirbúningur
Kurosawa er gífurlega vandvirkur
leikstjóri og eyðir oft miklum tima og
fyrirhöfn í að skapa raunverulegt
andrúmsloft i myndum sínum. Hann
eyddi t.d. hálfu ári í að teikna
búningana og komu þar að góðum
notum málarahæftleikar hans. Hann
rannsakaði einnig þetta tímabil í sögu
Bardagaatriðin eru sögð stórkostleg I myndinni og notaði Kurosawa yfír 1200
riddara 1 sutnum atriðanna.
Japans til að gera sviðsmyndina sem
raunverulegasta.
Meginhluti myndarinnar var tek-
inn í Hokkaido og tók Kurosawa
50.000 fet af litfilmu sem svarar til 9
tíma efnis. Það bíður því mikil vinna
fyrir Kurosawa að klippa myndina en
hann hefur verið nefndur „heimsins
besti klippari”. Frá hans sjónarhorni
er klippingin mikilvægasti hlekkur-
inn, frá kveikjunni að kvikmyndinni
til fullgerðrar myndar.
Hvað næst?
Yfirleitt hefur Kurosawa notast við
sömu leikarana i myndum sínum,
þ.e. þá Toshiro Mifune (16 myndir)
og Takashi Shimura (20 myndir) og
skrifað, handritið með þá í huga. Að
þessu sinni brá hann út af vananum
og auglýsti eftir leikurum og valdi þá
síðan úr hópi 15.000 umsækjenda.
Meðal þeirra útvöldu eru margir
ungir og efnilegir leikarar sem eiga
eftir að láta til sín taka síðar.
En hvað næst? Þótt Kurosawa sé
69 ára að aldri virðist hann furðu
hress. Hann hefur handrit tilbúið sem
nefnist Ran og er byggt á verki
Shakespeares King Lear. Þetta er
dýrt fyrirtæki svo fjármögnun
myndarinnar byggist á móttökum al-
mennings á Kagemusha. Allt bendir
til þess að Kurosawa sé með enn eitt
meistaraverkið í smíðum og þau
sýnishorn sem undirritaður hefur séð
úr myndinni styðja þá skoðun.
Handbragð Kurosawa var augljóst,
þvi lair hafa enn getað fest á filmu
jafn ntagnþrungin atriði eins og
Kurosawa.
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANUAR 1980.
Kagemusha er hatíð á nýjustu mynd
japanska leikstjórans Akira Kurosawa
íslenskar heimildarmyndir
Heimsókn í vinnustofu Ósvalds Knudsen
í vinnustofu Ósvalds Knudsen
eru nú hafnar sýningar á íslenskum
heimildarkvikmyndum. Má þar fyrst
nefna mynd Vilhjálms Knudsen,
Alþingi að tjaldabaki, sem byrjað var
að sýna fyrr í vetur undir nafninu
Þrælaeyjan. Sem vonlegt var olli
þessi nafngift nokkrum misskilningi,
hætt var að sýna hana og Vilhjálmur
gerði nokkrar breytingar á henni. Nú
eru á ný hafnar sýningar á myndinni
og er hún sýnd daglega kl. 21 í
Hellusundi 6a, en þar er Vinnustofa
Ósvalds Knudsen til húsa. Auk
Alþingismyndarinnar eru sýndar sem
aukamyndir Reykjavík 1955 og Vorið
er komið. Sú fyrri er stemmnings-
mynd frá ReykjavikurliFtnu ’55 en sú
seinni fjallar um vorverk í sveit i
upphaft aldarinnar. Þessar myndir
eru hvor um 25 minútur að lengd.
Alþingi að tjaldabaki fjallar á frekar
hlutlausan hátt um efnahags- og
stjórnmálaástand á íslandi 1976—7
eins og það kemur fram á Alþingi.
Góö svolangt
sem hún nær
Brugðið er upp myndum af þing-
störfum og nefndafundum, þar á
meðal er skyggnst inn á fundi hjá
öllum þingflokkum. Var það nokkuð
kyndugt að sjá inn á fund hjá „þing-
flokki” Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna þar sem fram fóru
alvarlegar umræður milli þeirra
Karvels og Magnúsar Torfa. Myndin
er ágætlega gerð svo langt sem hún
nær, það er spurning hversu mikið
erindi hún á við okkur íslendinga,
þar sem ekki er lengra síðan þessir at-
burðir gerðust. En fyrir fólk í fram-
tíðinni verður þetta eflaust harla
fróðlegt, og það er einmitt það sem
þessi mynd er, góð heimild. Tónlist-
ina við þessa mynd samdi Þorkell
Sigurbjörnsson og er hún einkar
skemmtileg og fellur vel að myndefn-
inu. Höfundur texta og þulur er
Björn Þorsteinsson, aðstoðarkvik-
myndun annaðist Magnús Magnús-
son, tónupptöku Lynn C. Knudsen
og kvikmyndun, klippingu og stjórn
Vilhjálmur Knudsen.
Með margt í takinu
Nokkuð frjálst form verður á
þessum sýningum að því leyti að
aukamynd úr heimildarmyndasafni
Ósvalds Knudsen verður sýnd ef
óskir koma fram þar að lútandi.
Þarna er um að ræða um 40
fullgerðar heimildarkvikmyndir
gerðar á árunum 1947-’75, þar á
meðal kvikmyndir um öll eldgos á
þessu timabili. Vilhjálmur Knudsen
Kvik
myndir
Ingólfur
Hjöríeifsson
er nú að setja saman heimildarkvik-
mynd um Flugleiðir, sem hann hefur
tekið á undanförnum fjórum árum.
Að sögn Vilhjálms má þar sjá þá
þróun sem orðið hefur á starfsemi
fyrirtækisins og nú er orðin öllum
ljós. Ennfremur er hann með í takinu
mynd um Bernhöftstorfuna, fest var
á filmu þegar hún var máluð og
þróun mála þar fylgt síðan.
Kirkjukvikmynd
Kvikmynd hans um sögu og starf
íslensku kirkjunnar, sem gerð var á
vegum kirkjuráðs, er nú fullklippt og
er nú verið að ganga frá tónlist við
hana. Þessi mynd nefnist Kirkja í lífi
þjóðar og hefur hún verið 6 ár í
smíðum. Verður hún væntanlega
sýnd í hinum ýmsu söfnuðum síðar á
þessu ári. Auk þess sem að framan
hefur verið taUð hefur Vilhjálmur á-
samt félögum verið drjúgur i kvik-
myndun á öllum eldgosum, sem verið
hafa hér á landi undanfarin ár. Af
þessari upptalningu má sjá að það er
fengist við fleira en gerð leikinna
mynda í islenskri kvikmyndagerð í