Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980. 7 Iwrof Fregnir frá Afganistan eru fremur af skornum skammti. Á myndinni hér að ofan sést liðsforingi í her stjórnarinnar i Kabúl þar sem hann hefur verið tekinn höndum af skæruliðum þjóðernissinna. í baksýn er bifrcið af sovézkri gerð, sem uppreisnar- menn hafa einnig náð. Líbýa hættir stuðningi við skæruliða á N-íriandi Líbýustjórn hefur hætt öllum stuðningi við skæruUða írska lýð- veldishersins. Kom þetta fram í frá- sögn háttsetts starfsmanns í sendiráði Libýu i Madrid i morgun. Starfs- maðurinn, sem kynntur var sem hátt- settur á sviði samskipta við önnur ríki, viðurkenndi að stjórn hans hefði veitt írska lýðveldishemum ýmsan stuðning á Uðnum árum. Því væri hins vegar hætt nú þar sem engar friðarviðræður fari nú fram til lausnar vandanum í Norður-lrlandi. Talsmaður líbönsku stjórnarinnar gaf ekkert upp hvaða stuðning skæruliðarnir hefðu fengið né hvort hann væri að vísa tíl þeirra um- ræðna, sem nú fara fram um Norður- írland í London. Þar ræðast viö tals- menn kaþólskra, mótmælenda og Breta en írski lýðveldisherinn hefur fordæmt viðræðurnar og hafnað al- gjörlega öllum hugmyndum um þátt- töku. Libanski sendimaðurinn sagði það ekki rétt að ríkisstjórn hans styddi skæruUða Baska á Norður-Spáni. Stjórnarfyrirkomulag þar um slóðir væri algjörlega spænskt innanríkis- mál. Líbanir vilja aðeins styðja skæruliða sem berjast gegn erlendri áþján. Sovézki nóbelsverðlaunahafinn og andófsmaðurinn Andrei Sakharov sagði I gær að hann teldi að brottrckstur sinn frá Moskvu hafi stafað af fordæmingu sinni á innrás Sovétríkjanna í Afganistan. Kom þetta fram I vélritaðri yfirlýsingu sem eiginkona hans, yelena, las fyrir vestræna fréttamenn í Mosktu I gær. Hafði hún fengið að fara þangað óáreitt frá borginni Gorky þar sem Sakharov er nú að skipan yfir' alda. Sakharov hefur sagzt vera rciðubúinn hvenær sem er að standa fyrir máli sinu í opnum réttarhöldum. Bandaríkin: Kennedy ræðst á stefnu Carters sagðist henni andvígur. Kennedy sagði að forsetinn og ráðgjafar hans hefðu um of gert sér dælt við félaga í PLO samtökum Palestínumanna. — Enginn i ríkisstjórn, sem ég myndaöi fengi nokkurn tima leyfi tii aö ræða viö aöila sem stefndu að eyðingu Ísraelsríkis. Kennedy, sem flutti ræður sínar til að reyna að endurheimta tiltrú á sér sem forsetaefni eftir ósigurinn i for- kosningunum í Iowa, var harðorður í ræðu sinni. Hann sagðist telja að sjálf- stætt ríki Palestínumanna á vestur- bakka árinnar Jórdan yrði undir of miklum áhrifum frá Sovétríkjunum er fram liðu stundir. Slíkt væri ekki þor- andi i heimshluta sem Kennedy vildi kalla orkuhjarta heimsins. Edward Kennedy öldungadeildar- ’þingmaður og helzti keppinautur Jimmy Carters Bandaríkjaforseta í keppninni um útnefningu sem forseta- frambjóðandi Demókrataflokksins gagnrýndi mjög stefnu forsetans í utan- ríkis- og hermálum í ræðu sem hann flutti í Washington í gær. Að henni lokinni hraðaði Kénnedy sér til New York. Þar talaði hann á fundi meö gyð- ingaleiötogum. Gagnrýndi hann stefnu Cárters for- seta í málefnum Miðausturlanda og Skákmótið í HoHandi: Kortsnoj vann Guðmund Viktor Kortsnoj stórmeistari vann Guðmund Sigurjónsson í elleftu um- 'ferð skákmótsins í Hoogovens í Hol- landi í gær. Hinum unga stórmeistara og heimsmeistara unglinga frá Bandaríkjunum, Yassir Seirawan, tókst hins vegar aðeins að ná jaíntefli gegn Hollendingnum Gert Ligterink. Þar með er forusta Seirawan ekki orðin nema hálfur vinningur. Walter Browne, landi hans og stór- meistari, sækir nú mjög í sig veðrið og er kominn með 8,5 vinninga eftir sigur sinn yfir Brasilíumanninum Jaime Sunie. Líklegast verður úrslitaskákin tefld á morgun en þá mætast þeir Browne og Seirawan: Að þeirri viðurcign lok- inni verður aðeins ein umferö eftir á rnÓti.P.y. í þeirri þrettándu og síðustu munu þeir siðan leika hvor gegn öðrum Browne og Kortsnoj. Sá síðar- nefndi er í þriðja sæti á mótinu í Hoogovens með 7,5 vinninga. Staðan á skákmótinu er þá þessi að lokinni elleftu umferð, Seirawan níu vinninga, Browne 8.5, Kortsnoj 7,5, Alburt, Timman og Biyuasis með 6 vinninga hver, Ree 5.5, Byrne 4,5 og biðskák, Sunie 4,5, Böhm með fjóra vinninga og bið- skák, Kovacevic og Van Dr. Wiel með fjóra vinninga, Guðmundur Sigurjónsson er með 3,5 og Ligterink rekur lestina með þrjá vinninga. Erlendar fréttir ETTU SKEL- FISKOG EIGNASTU STRÁKA Þeir karlar sem óska þess að eign- ast stráka ættu að leggja sér til munns mikið af skelfiski. Þá eru meiri líkur en ella til þess að ósk þeirra rætist. Er þetta samkvæmt niðurstöðum brezks liffræðings. í skelfiski mun vera mikið magn af arsenikefni sem þó er ekki eilrað í því tilviki. Liffræðingur- inn heldur því frarn að hátt hlutfall þessa efnis í fæðunni auki líkurnar á að viðkomandi karlmaður geti af sér son. í grein i brezka tímaritinu World Medicine segir líffræðingurinn, að árið 1969 hafi fæðzt 157 piltar og 77 stúlkur í kjölfar mikils storms sem gekk yfir borgina Brisbane í Ástralíu. Sá stormur hefur þá væntanlega verið einhverntima um eða fyrir getn- aðartíma barnanna. Á þessu svæði mun arsenik vera hlutfallslega hátt i sjó og vatni og það siðan hafa borizl með storminum. 157 piltar og 77 stúlkur er mjög óvenjulegt fæðingar- hlutfall. Almennt er talið að 106 drengir og 100 stúlkur sé hið eðlilega. Líffræðingurinn segir arsenikinni- hald vatnsins við Brisbane vera frá 20 til 60 hluta af hverjum milljarði. Það sé ekki nægilega mikið til að eitra vatnið en hins vegar fullnægjandi til að hafa þau áhrif á sæði karlmanns- ins að hann geti fremur af sér drengi en stúlkur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.