Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐID. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980. 9 Ágúst Ásgeirsson frjálsíþróttamaður: Út í hött að blanda ekki saman íþróttum og pólitík „Ólympíuhugsjónin er fögur sem slík. En hún tilheyrir allt öðru tíma- bili en jrví sem við lifum nú. Ég tel mig afskaplega ópólitískan mann. Samt finnsl mér út í hött að blanda ekki saman íþróttum og pólitík. Þetta er ekki hægt að rjúfa úr samhengi,” sagði Ágúst Ásgeirsson frjálsiþrótta- maður við Dagblaðið. Ágúst er talsmaður þess að ísland sendi ekki íþróttamenn á ólympiu- leikana í Moskvu í sumar. Þáskoðun setti hann frant í grein i Morgun- blaðinu á dögunum. Margir lesendur höfðu samband við Ágúst eftir að gréinin birtist. Fólk sem bæði er tengt og ekki tengt íþróttum og íþrótta- hreyfingunni. Létu flestir i Ijósi stuðning við skoðun Ásgeirs. „Handtaka Andrei Sakharovs sýnir bezt ósvífni valdamanna i Sovétrikjunum. Ég tel að fyllsta ástæða sé að nota ólympiuleikana í pólitískum tilgangi. Til dæmis er sjálfsagt að nota þá til stuðnings bar- áttunni fyrir mannréttindum, sé það hægt. Ég mun ekki skipta um skoðun nema Sovétmenn dragi burt herlið sitt frá Afganistan og stjórnvöld hætti að ofsækja andófsfólk í Sovét- rikjunum,” sagði Ágúst Ásgeirsson. - ARH Ágúst Ásgeirsson Sveinn Björnsson varaforseti íþróttasambands íslands: Eðlilegast að ólympíuleikar séu utan ramma stjómmála „Eðlilegast er aðólympíuleikunum sé haldið utan við ramma stjórnmál- anna. Min skoðun er sú að ekki sknli blandað sarnan pólitískum erjum og iþróttum,” sagði Sveinn Björnsson varaforseti íþróttasambands íslands. Sveinn var fararstjóri islenzku sveitarinnar sem ísland sendi á ólympíuleikana i Montreal árið 1976. ,,Ég held að óhætt sé að segja að islenzka ólympiunefndin haldi áfram undirbúningi með þátttöku i huga. Það er iþróttahreyfingarinnar að fjalla um málið og taka ákvörðun. Undir það hafa tekið bæði forsætis- ráðherra og formaður stærsta stjórn- nrálaflokksins á opinberum vett- vangi. Ólympiunefndin heldur fund á morgun. Þar verða þátttakendur Íslands á vetrarólympíuleikunum endanlega valdir. Og ég geri ráð fyrir að Moskvumálið komi til tals líka.” - ARH fC Sveinn Bjiirnsson Finnbjörn Þorvaldsson rítarí Frjálsíþróttasambands íslands: Á MÓTIÞÁTTTÖKU ÍSLANDS í ÓLYMPÍULEIKUNUM „Ég er á móti þátttöku Íslands i ólympíuleikunum í Moskvu og styð þá slefnu Carters Bandarikjaforseta að vestrænar þjóðir standi saman um að hundsa leikana,” sagði Finnbjörn Þorvaldsson ritari stjórnar Frjáls- íþróltasambands Íslands. Finnbjörn var sem kunnugt er einn af fræknustu frjálsíþróttamönnum íslendinga. ,,Á sínum tíma var ég andvígur því að blanda saman íþróttum og pólitík. Þróunin hefur orðið sú að þetta er orðið meira og minna samkrullað. Afstaðan hefur breytzt i takt við limann. Mér finnast margir félagar sem ég hef rætl við á sömu skoðun hvað ólympiuleikana varðar.” - ARH 360 Eskfirðingar blótuðu þorra saman og allir unnu betur á eftir 360 Eskfirðingar settust aðsameigin- legu þorrablóti á laugardaginn og rikti fjör og kátína undir borðhaldi sem stóð frá 8 til 12 og síðan dunaði dans til kl. 4 að morgni með aðstoð hljómsveitar Árna lsleifssönar. Heiðursgestir samkvænrisins voru hjónin Trausti Ragnarsson og Aðal- björg Sigfúsdóttir sem nú búa i Þistil- firði. Þorrablót á Eskifirði hófusl 1958. Drifu í þvi heiðursmennirnir Bóas Emilsson, Magnús Bjarnason, Einar Kristjánsson og Þorvaldur Friðriksson. Siðan hafa blótin verið árlegur við- burður. Föst venja er að kosin eru á hverju ári 7 hjón i þorrablótsnefnd auk ein- hleyprar stúlku og einhleyps manns. Nefndin sér um allan undirbúning og er það mikil vinna, sem nefndarfólki finnst undantekningarlaust skemmti- leg. Nú var óvenju ungt fólk í nefnd- inni, meðalaldur 32 ár. Aðgangseyrir nú var 7500 kr. og þótti ódýr enda ekki nema 25% hærri en i fyrra. Allt var innifalið i þessu verði. í hófinu söng Úlfar Sigurðsson nel'ndarvisur við hrifningu, minni þorra flutti Jón Júlíus Sigurðsson bankastjóri og tókst vel upp á köflum. Skipaði hann öllum húsbændum eld- snemma á fætur á sunnudagsmorgun og að þeir skyldu hlaupa 3 hringi kringum hús sín á nærskyrlu einni og annarri brókarskálm. Ef ekki væri hlýtt lægju við sektir. Sjá mátti að bankastjórinn væri tilbúinn að lána þriggja mánaða víxil þeim sem ekki gælu greitt sekt sína strax. Mikið var kveðið, nt.a..: Ei skal framhjá fara mér fögur verður sjón Bægslast kringum bankann fer brókarlaus hann Jón. Annál ársins flutti Gunnar Sveinsson kennari. Fólk skemntti sér eins og bezl varð á kosið. Föst venja er að togararnir konti inn fyrir blótið sent er aðalskemmtun ársins á Eskifirði. Kom Hólntanes nteð 92 tonn og Hólmatindur 50 tonn. Verk- stjórinn í frystihúsinu sagði á mánudag að vinna gengi óvenjuvel þann daginn. Konurnar hefðu verið kontnar í met- bónus fyrir hádegi. Svona ánægt var fólkið eftir hið skemmtilega þorrablót. Er það skoðun fólks að halda þurfi svona skemmtanir á 3ja mánaða fresti. Fyrsla loðnan kont til Eskifjarðar á mánudag. Kont Jón Kjartansson nteð 1000 tonn. Kegína, Eskifirði. mToyota-saiurinn augiýsir:— Nýbýbvegi 8 (íportinu). Tovota Corolla árg. 74, ekinn 78 þús. km, verð 2,2 millj. Tovota Mark II árg. 76, ekinn 80 þús. km, verð 3,6 millj. Toyota Cressida station árg. 78, ekinn 45 þús. km, verð 5,3 millj. Toyota Hiace sendibíll, 5 dyra, ekinn 75 þús. km, verð 3,6 millj. Toyota Landcruiser árg. 77, stærri gerðin, ekinn 21 þús. km, verð 7,5 millj. Austin Mini árg. 78, ekinn 20 þús., verð 3,1 millj. Ath.: Okkur vantar allar gerðir af notuðum Toyota-bíi- um í sýningarsal. -TO YOTA-SALURINN— NÝBÝLA VEGI8 KÓP. - SÍMI44144 Horizon GLS Getum boðið nokkra S/MCA HOR/ZON GLS árg. 79 með góðum ski/má/um. HOR/ZON GLS er fimm manna, fimm hurða, framhjóiadrifinn fjölskyldubíll frá Frakklandi. Þú getur va/ið um tvær vélarstærðir í þessum sparneytna lúxusbíl, þ.e.a.s. annaðhvort 1294 cc eða 1442 cc. 4 cyl. vél. HORIZON, eins og aðrir SIMCA -bílar, hefur margsann- að ágæti sitt við íslenzkar aðstæður. Er ekki tími til kominn ið þú veijir þér nýj- an HORIZON — sjálfum þér og öðrum tilánægju? CHRYSLER mm lum SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 & Ifökull hf. Styrkiö og fegríð líkamann Dömur og hlerrar! Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. febrúar. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri.: Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt jóga og megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöðvabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — ljós — gufuböð — kaffi — nudd Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295. ©} JúdódeildÁrmanns Ármúia 32.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.