Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980. DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON, >4 Vanþróun að selja kjúklinga á kjötmarkaði „Fiðurbóndi” gerir athugasemdir Raddir neytenda: Raddir neytenda eða lesenda eru oft forvitnilegar en því miður stundum, eða jafnvel oftast, allsj ekki, af ýmsum ástæðum. Tilefnið að ég blanda mér í að' senda „lesendabréf”, er að, er ég af rælni opnaði dagblað, sem lá einhvers staðar á glámbekk, varð ég; var við að skrifað var um kjúklinga í matreiðsludálki og svo annað sent nefnt var eldhúskrókurinn eða Alifuglar I., sem bendir til að framhald eigi að verða á þess konar pistlum í blaðinu. * Því meir sem ég las af innihaldi þessarar greinar því meir blöskraði mér og varð það á að lita á dagsetningu. Hún reyndist vera 17.1.80. en ekki frá aldamótum eins og ég reyndar bjóst við. Þetta efni sem þarna var i mjög lélegri þýðingu virtist vera úr gamalli kennslubók, „Kokkabók” frá aldamótum. Meðal annarrar endaleysu sem þarna má lesa er talað um að þegar alifugl er keyptur skal hausinn fylgja með til þess að auðvelda neytendum að ákvarða aldur. Svo sé alveg höfuðnauðsyn að kaupa með innyfli til þess að rannsaka hvort sláturdýrið sé sjúkt. Hvort tveggja er þetta gjör- samlega óþekkt fyrirbæri hér á landi að selja fugla m. haus og innyflum og helur sem betur fer fyrir neytendur ekki þekkzt síðustu 40 árin. í Arabalöndum, Afríku og Suður-Ameríku kvað þetta þó vera enn við lýði, enda heilbrigðiseftirlit nánast lítið sem ekkert þar. Svo kemur lýsing á sjúkleika sem sést á innyflum og er þar lýsing sem fyrirfinnst ekki i fuglum hér á landi, sem betur fer, og hefir ekki sézt svo vitað sé til, siðustu 40 til 50 árin. Er svo fyrir að þakka ströngú heilbrigðiseftirliti og m.a. banni á innflutningi á kjöti. Erlendis eða í heitari löndum eru brögð að því að vart verði við sjúkdóma en þar er starfandi heill her dýralækna í hverju sláturhúsi. Hér hefir ennþá tekizt að halda íslenzkum fuglastofni að heita má heilbrigðum og þar með aðlaðandi fæðutegund fyrir neytendur. Á öðrum stað á síðunni er svo talað um fuglakjöt, eðlilega af nokkurri vankunnáttu hvað varðar vöruheiti. Er of langt mál að fara út í þá sálma hér og nú. Hins vegar er einnig minnzt á verðlag og þar er að sjá merkilegar upplýsingar. Þar virðist vera um frumskóg að ræða og þá er eðlilegt að spurt sé, hvernig má þetta ske, að þessi landbúnaðarvara sé seld og boðin á markaði með mis-, munandi verði. Jú, til eru á þessu skýringar, en það eru ugglaust gæðin, það bezta er ávallt dýrast, eins og reyndar kemur fram í greininni, enda þótt auglýsingin sé tvíeggjuð í þessu sambandi. Prangið sem stundað er með þessa tegundl matvæla er með ólíkindum og með aldamótasniði. Framleiðendur dreifaj yfirleitt sjálfir vörunni með ærnum; kostnaði og sigla inn á t.d. Reykja- víkur-markaðinn, hver í kjölfarið á öðrum, prangandi um verð. Enginn spyr um gæði eða tryggingu neytandans, um að varan sé i lagi. Vitað er að nokkrum hluta fugla- kjöts, sem kemur á markað, er slátr- að við vægast sagt mjög ófullkomnar aðstæður í hænsnahúsum, fóður- geymslum og miðstöðvarklefum. Þessa vöru fá menn væntanlega ódýra. Hins vegar eru fuglar, sem er slátrað við fullkomnar aðstæður i sláturhúsi þar sem viðhaft er heil- brigðiseftirlit og kjötmat. Þetta er höfuðnauðsyn fyrir neytendur að g?ra sér grein fyrir þegar komið er i verzlun til þess að kaupa mat. Annars minnti lýsingin á verðlagi Alifuglar I ..i. .. í —hau pru hrúnuö vel JIL, Kanýkjúklingur með hrísgrjónum Kjöt af hænsnfuglum er Ijóst á I Ijtinn en andakjöt er dekkra og feitara. FngtakjOt er fingert og þvi auðmeltanlegt. Næringargtldi þess er svipaö og í öðru kjötmeú. Kjöt af gömlum fuglum er seigt og er aðetns notaö í súpur eða til vinnslu. Fugla- kjöt má matreiða skömmu eftir slátrun, t.d. daginn eftir. Þó eru stórir fuglar, til að mynda kalkunar, taldir betri eftir nokkurra daga geymslu fráslátrun. Viö kaup á nýjum alifuglum a höfuðið helzt að fylgja með. Það auðveldar neytendum að ákvarða aldur og tegund. Innyfli eiga einmg 1 að fylgja óhreyfð. Á þeim sést ymts- legt um heilbrigði fuglsin}. Sjukir fuglar eru oft með æxli á þörmum, einkum þar sem botnlanginn liggur. Lífrin er oft óeðlilega stór og alsett gráuro eða gulleitum bólgublettum. Ef bessi einkenni eru i lágmarki er innyflum fleygt en kjötið notað. Séu þau hins vegar áberandi má ekki nota með. Þau eru brúnuð vel og krydduð á heitri pönnu og látin sjóða nokkra slund á pönnunni. ÞanmgTses' E soðisósu. . . Fjallað verður áfram um ahfugla i næsta þætti. Fyrlr jólin komu úl tvier litlar mil- reiðslubxkur hjá Erni og örlygi, önnur um kökur óg hin um kjúkl- inga. Og þar tem veröið * kjúkling- um er sérlega hagsiæll núna vegna mikils framboðs eru þeir lilvaldir i hdgarmatinn. Unghaenur eru t enn hagslæðara verði en kjúklingar. Þær er hægi að noia I vel Oeslar kjúkl- ingauppakriflir en þær þarf aö sjðða lengur en k júklinga. Við könnuðum verð t kjúklingum og unghænum i þrem verdunum i 'Reykjavik. I Hagkaupi kosluðu kjúklingar 1850 krónur Hlóiö og unghænur 1455 krónur. I Kjöimið- siöðinni kosluðu kjúklingar 2200 krónur kilóiö el keypi var kiuau en I820cf keypt voru lOsiykki kassa. Unghænurnar koMuðti 1291 kr. I lausu og 1200 kr. cf keypt v..ru 10 siykki i kassa. I Vörumarkaðnum voru kjúklingarnir langdýrasiir, " —1 k.Amuæ-dúiaia-kilóia- 2 dl sattl saxaölr Uakar (2 alykkl 4 afhýddlr lómalar ca 4 Isk karrý 2 Itrberjarlsuf 1/2 Isk nrgull 1/2 isk kóriaadcr caSdlstyð I 1/2 dl sýröur rjóml Höggvið eða skeriö kjúklinginn I tiia bita. (Til eru i búðum sérstakar klippur til þess aö laka l sundur kjúklinga en góður hnlfur og lagnar hertdur gera sama gagn). Bræðið smjör I polti og hafiö ollu lil helm- inga viö smjörið. Kjúklingarnir eru brúnaðir I feltinni og siðan leknir upp úr poilinum. Saxaði Uukurinn er bakaður I fcitinni cn ekki brúnaður, karrýið setl úl I og það Ittið krauma með. Þt cru tómatamir skornir I btla og settir I poiiinn tsami kryddiau. I soðinu og sýrða rjómanum. Þ4 etu I kjúklingarnir strtðir salti og seftlr I aflur I poiiinn. Réiturinn er soðinn I I 50—60 minúiur, eða þar til kjötið er I meyrl. Bragðbælið ef meö þarf. Eí I sósan er of þykk er hún þynni með I soði (vatn og súpuieningur með | hænsnabragði). Réllurinn er borinn fram poiiinum eöa I djúpu fa|i. Með er borin hrisgrjón (hýöUhrlsgrjón fyrir I þt sem það heldur vilja). Það fer efilr þvi hvar kjúklingur- I inn er keypiur hvað þessi réliur er I dýr. En ef miöaö ér viö meöalveróiö | i þessum þrem verzlunum. nefndar voru fyrr er ekki frtleiti aö I ælU að rétiurinn kosti svona 2300 | krónur. Hann nægir vel fyrir lv< jafnvel 4 og þvi er hrtefniskosinaður I 1150 krónur t mann eða 575 krónur t I innytium ncyg' -J”-- Kiúklinsar eru oflasl seldlr frosnlr, þau hins vegar áberandi má ekki no a J "»8 Innyflín fylgja ■ fuglinn iil manneldis. Ahfuglar urinn er þt aWrel t. kjúklingaiferu yfirleitt seldir frosmr með I poka. il > d; BJ. BJ. I ■ ■ s landi o« innyfhn innpökkuð jjfc og fleiru i þessari grein mjög á það sem maður les frá því um aldamót, er bændur ráku fé sitt á markað í Reykjavík eða öðrum þéttbýlis- stöðum, slátruðu á víðavangi í öllum veðrum, gengu svo í hús og á vit kaupmanna og prangið var í algleymingi. Þeir sem muna þá tima, hafa skráð þessa atburði og hver óskar eftir þessu ástandi aftur með dilkakjötið? Okkur nútimafólki ber að útrýma þeirri vanþróun, sem felst i kjötmarkaði með fuglakjöt og sennilegaer góðum og snjöllum kaup- mönnum bezt treystandi til þess að bæta þ'etta aldamótaástand með góðri samvinnu við þá, sem reka fuglabúskap sem atvinnu en ekki sem brask. En þrátt fyrir allt er vald neyt- andans það eina vald sem hægt er að beita með skjótum og góðum árangri. „Fiðurbóndi”. B0RN 0G UNGUNGAR RAÐA MIKLU UMINNKAUPIN „í nútímaþjóðfélagi eru unglingar mikilvægur aðili hjá auglýsendum, bæði vegna þess að þetta er stór .hópur og einnig hafa unglingar tals- vert af peningum til eigin afnota. Þennan kaupmátt reyna söluaðilar i að notfæra sér.” Svo segir í grein er nefnist „Börn i þjónustu auglýsinga”, sem birtist i fréttabréfi Borgarfjarðardeildar Neytenda- samtakanna. Greinin er úr norska neytendablaðinu. Þar segir ennfremur: Einnig í þeim tilfellum, sem for- eldrarnir borga, eru það í ríkum mæli hinir yngri sem ráða. Allir sem eiga tíu ára barn vita hve eindregnar . kröfurnar eru hvað varðar skyrtuna, kjólinn eða buxurnar. Krafan um að „tolla í tízkunni” er langt hafin yfir, gæði ogendingarþol. Þegar um þarfir heimilisins er að ræða eru áhrif unglinganna einnig staðreynd sem auglýsendur taka tillit. til. T.d. þegar um stereotæki er að ræða, geta unglingarnir haft afger- andi þýðingu. Auglýsingar þar sem börn eru á- berandi og þau notuð í söluaukandi tilgangi eru flestar óbeinar. Þeim auglýsingum er í raun og veru beint að foreldrunum, sem eru kaupendurnir. Er þar höfðað til eðlilegrar umhyggju foreldra fyriri börnum sínum.” , Loks segir i greininni: „Við vitum auk þess að notkun á börnum og unglingum i auglýsingum eykur óeðlilegan mismun i neyzlu margra fjölskyldna ogleggurauknar byrðar á ' foreldrana. Margir foreldrar vinna lengrivinnudag en eðlilegt geturtalizt til þess að geta keypt handa börnum sínum það sem aðrir eiga. Oft er tízkuklæðnaður á börnin tekinn fram yfir eitthvað handa foreldrunum. Þetta ættu menn að hafa i huga þegar þeir sjá böm notuð á beinan eða óbeinan hátt i auglýsingum.” Neytendasamtökin um allt land Reykjavik og nágrenni (aðalskrifstof- an): Neytendasamtökin, Baldursgötu 12, 101 Reykjavík.s. 91-21666. Akranes og nágrenni: Akranesdeild Neytendasamtakanna, Sigrún Gunn- laugsdóttir form., Vallholti 21, 300’ Akranesi, s. 93-1656. Borgames, Borgarfjörður: Borgar- fjarðardeild Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson form., Kveld- úlfsgötu 28, 310 Borgarnesi, s. 93- 7520. Akureyrl og nágrenni: Neytendasam- tökin á Akureyri og nágrenni, Skipa-, Neytendadómstóll hefur gefið góða raun í nágrannalöndunum „Neytendadómstóll, er það fram- tíðin?” nefnist leiðarinn i Fréttabréfi Borgarfjarðardeildar Neytendasam- takanna. Þar er m.a. bent á að réttur neyt- andans hér á landi sé litill saman- borið við nágrannalönd okkar. Neyt- endur hafa verið furðu afskiptalitlir um það sem að þeim snýr og löggjaf- inn hefur sýnt þessum málum mikið tómlæti. Þessu til staðfestingar er nefnt að enn eru í gildi svokölluð „kaupalög” frá árinu 1922. Þar er fyrst og fremst tekið mið af hags- munum seljenda. Skánaði ástandið heldur á sl. ári þegar í gildi gekk lög- gjöf þar sem er sérstakur kafli um neytendavernd. ,,í kaupalögunum segir að kaup- andi eigi rétt á bótum, ef hann er svikinn í viðskiptum. En hvernig gengur að fullnægja þessu? Sem betur fer eru margir seljendur sann- gjarnir og viðurkenna rétt kaupenda. En því miður er víða pottur brotinn og gengur neytendum alltof oft illa að ná fram réttlátum kröfum sín- Þá koma Neytendasamtökin til skjalanna og tekst oft að ná fram rétti neytandans. Það tekst þó ekki alltaf. Er þá leitað til dómstólanna, en dómskerfið er seinvirkt og í ljósi þess að það viðurkennir ekki þá óða- verðbólgu sem hér rikir fá neytendur aðéms brot af þeirri upphæð sem um var að ræða, þótt niðurstaða verði neytandanum í hag. Víða í nágrannalöndunum hefur sérstökum neytendadómstólum verið komið á fót. í dóminn tilnefna neyt- endur og seljendur jafnmarga dóm- endur, en oddamaður er skipaður af viðskiptaráðherra, án tilnefningar. Hægt er að áfrýja niðurstöðum þessa dóms en reynslan hefur sýnt að lítið ergertað því. í niðurlagi greinarinnar segir: „Reynslan af neytendadómstólum hefur verið mjög góð í nágrannalönd- .unum, málin ganga mjög fljótt fyrir sig og neytendur ná fram rétti sínum í málum sem annars hefði ekki orðið.; Og eitt er víst, að neytendur i þessum löndum myndu aldrei vilja skipta aftur yfír í gamla kerfið. Þegar ástand þessara mála hér er • borið saman við nágrannalöndin, leitar sú spurning að, hvort ekki sé rétt að taka upp eitthvert slíkt skipu- lag hérlendis. Þessu atriði ætti lög- gjafinn allavega að velta vel fyrir götu 18, pósthólf 825, 602 Akureyri (opið þriðjudaga og miðvikudaga kl. 4—6), s. 96-24402, hs. 96-22468. Húsavik og nágrenni: Neytendasam- tökin, Auður Gunnarsdóttir form., Baughóli 29, 640 Húsavík, s. 96- 41513. Egilsstaðir, Hérað: Neytendasamtök- in, Sigrún Kristjánsdóttir form., Sól- völlum 1, 700 Egilsstöðum, s. 97- 1259 (Dröfn) og 97-1143 (Gunnþór- ' unn). Seyðisfjörður: Seyðisfjarðardeild Neytendasamtakanna, Inga Hrefna Sveinbjörnsdóttir form., 710 Seyðis- firði, s. 97-2425. Neskaupstaður, Norðfjörður: Norðfjarðardeild Neytendasamtak-j • anna, Elma Guðmundsdóttir form., Mýrargötu 29, 740 Neskaupstað, s., 97-7532. Eskifjörður: Neytendasamtökin á Eskifirði, Gunnlaugur Ragnarsson form., 735 Eskifirði. Reyðarfjörður: Reyðarfjarðardeild Neytendasamtakanna, Einar Baldursson form., Heiðarvegi 25b, 730 Reyðarfirði, s. 97-4152. Fáskrúðsfjörður: Fáskrúðsfjarðar- deild Neytendasamtakanna, Einar Már Sigurðarson form., 750 Fá- skrúðsftrði, s. 97-5263. Höfn, A-Skaftafellssýsla: Neytenda- samtök A-Skaftfellinga, Eirikur Sigurðsson form., Hafnarbraut 1, 780 Höfn í Hornafirði, s. 97-8386.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.