Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 10
10
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980.
HM
Útgofandi: Dagblaðið hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jórtas Kristjánsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson.
Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal.
fþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfróttastjóri: Jónas Haraidsson.
Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson.
Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi
Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur
Geirsson, Sigurður Sverrisson.
Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjarnlotfur Bjarnlerfsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs-
son, Sveinn Þormóðsson. Safn: Jón Sævar Baldvinsson.
Skrifstofustjóri: ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞorleHsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. DreHing-
arstjóri: Már E.M. Halldórsson.
Ritstjórn Sfðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11.
Aðalsfmi blaðsins er 27022 (10 Ifnur).
Setning og umbrot: Dagblaðið hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun
Árvakur hf., SkeHunni 10.
Áskriftarverð á mánuöi kr. 4500. Verð f lausasölu kr. 230 eintakið.
Le/ð/n frá Moskvu er fær
Tvö ljón eru í vegi vestrænna
ráðamanna, sem stefna að því að fá
íþróttamenn ríkja sinna til að láta
ólympíuleikana í Moskvu eiga sig. í
fyrsta lagi vilja íþróttamenn ekki neita
sér um þátttökuna. í öðru lagi skortir
stað, sem gæti fyrirvaralaust komið í
stað Moskvu.
Mikill fjöldi vestrænna íþróttamanna hefur lagt
hart að sér við æfíngar undanfarna mánuði og misseri.
Þessi þjálfun byggist á drauminum um árangur á
ólympíuleikunum. íþróttafólkið mun verða fypr mjkl-
um vonbrigðum, ef því verður beint eða óbqint meinuð
ferðin til Moskvu.
Vesturlönd geta ekki boðið íþróttafólki sínu upp á
neina eina borg, sem gæti komið í stað Moskvu. í
borgum eins og Montreal og Miinchen hefur
gistiaðstöðu fyrri ólympíuleika fyrir löngu verið breytt
í íbúðir heimamanna. Og tíminn er of skammur til að
bygg ja upp nýj a aðstöðu.
Eina færa leiðin til að hunza hina pólitísku
harðstjóra í Moskvu er að halda ólympíuleika þessa árs
á mörgum stöðum í senn. í því fælist um leið viður-
kenning á, að tækni nútímans hefur gert úrelt hið
hefðbundna form, að ein borg sé gestgjafi allra
ólympíuleikanna.
Það eru milli 100 og 200 þúsund manns, sem horfa
beint á ólympíuleikana hverju sinni. Þetta er bara
dropi í haf þeirra 500 milljón manna, sem horfa á
ólympíuleikana í sjónvarpi. Staðreyndin er sú,að leik-
arnir hafa þegar aðveruleguleytifærzt inn í sjónvarpið.
Brezka timaritið Economist hefur lagt til, að sjón-
varpsstöðvar Vesturlanda sameinist um beina og
samtengda útsendingu frá uppreisnar-ólympíuleikum
þeirra þjóða, sem geta ekki sætt sig við framkomu
keisaranna í Moskvu heima fyrir og erlendis.
Velja mætti hverjum þætti þessara ólympíuleika
eða heimsleika stað með hliðsjón af áhugamálum
heimamanna. Kapphlaupin gætu farið fram í Banda-
ríkjunum, sundið í Ástralíu, fimleikarnir í Japan,
pólóið í Pakistan og boxið í Zaire, svo að nokkur
dæmi séu nefnd.
Skipulag ólympíuleikanna verður gífurlega mikið
léttara, ef þeim er dreift á marga staði og sjónvarpið
látið sjá um að tengja þá. Fjölmargar borgir geta fyrir-
varalítið hýst einn þátt ólympíuleikanna, þótt þær
geti ekki hýst alla leikana. Þetta er raunar eina færa
leiðin.
Ef að minnsta kosti 20 vestræn ríki taka saman
höndum um að halda eigin heimsleika undir nafni
ólympíu, mun athygli vestrænna sjónvarpsnotenda
beinast mun meira að þeim en leikunum í Moskvu.
Uppreisnarleikarnir mundu skyggja á Moskvuleikana,
Ef 20 vestræn ríki gera þetta, mun andstaða
ólympiunefnda þeirra hrynja. Alþjóða ólympíu-
nefndin mun klofna í vestrænan og austrænan hluta.
En þannig fer líka fyrir mönnum, sem ekki hafa vit á
að læra lexíuna frá ólympíuleikum Hitlers í Berlín
árið 1936.
Þessi uppreisn er nauðsynleg. Hún er eina leiðin til
að sýna sovézkum almenningi hina takmarkalausu
fyrirlitningu, sem við höfum á Brésnéf og glæpaflokki
hans. Hún er eina leiðin til að sýna heimsvaldasinnum
og fangabúðastjórum austurs, að þeir hafa gengið of
langt.
Síðan er hægt að athuga fram til ársins 1984, hvort
ólympíuleikarnir haldi áfram í þessu nýja formi
sjónvarpsleika á mörgum stöðum eða hvort byggja eigi
upp varanlega aðstöðu í Olympíu á Grikklandi. Álténd
hafa Moskvumenn endanlega kálað núverandi gerð
leikanna.
Chile:
Fetasighægt
afturáverk-
fallsbrautinni
Verkfall námamanna og málm-
braeöslumanna stöðvaði nýverið alla
starfsemi við E1 Teniente námurnar í
Chile. Þar er unninn þriðjungurinn
af þeim kopar sem fluttur er út frá
Chile en kopar er mikilvægasta út-
flutningsgrein þeirra. Þetta er sagt
vera alvarlegasta vinnustöðvunin í
landinu síðan herinn steypti Allende
forseta fyrir sex árum og stjórn
Pinochet hershöfðingja tók við.
Hann kallar sig nú forseta landsins.
Námamenn við El Teniente
námurnar hafa löngum verið herskáir
samkvæmt frásögn í New York
Times um málið. Forustumenn þeirra
hafa lýst því yfir að þeir séu ekki
eingöngu í beinni launabaráttu
heldur vilji þeir einnig mótmæla
verkalýðsstefnu Chilestjórnar.
Verkamennirnir telja að stjórnin
vilji ekki veita þeim neina launa-
hækkun og benda á að það sem
boðið sé i þá áttina eigi að taka aftur
af þeim með lækkun á aukagreiðslum
vegna mikilla afkasta. Hluti verka-
mannanna hafnaði nýlega af þessum
sökum 9% launahækkunartilboði.
Hafði það fengizt fram með fyrstu
samningaviðræðunum, sem fram
hafa farið milli fulltrúa verkalýðs-
félaganna og stjórnvalda. Ekki er
það þó svo að launafólki hafi gefizt
kostur á að velja sér sína leiðtoga til
að stjórna viðurkenndri verkalýðs-
baráttu. í því hlutverki er maður að
nafni Guillermo Medina valinn af
ríkisstjórninni. Þar er hann einnig
fulltrúi verkamanna samkvæmt
skipun Pinochets forsta. Er það talið
verulegt áfall fyrir Medina að honum
skyldi ekki takast að fá samkomulag
sitt við stjórnvöld samþykkt í hópi
námamannanna.
Um þessar mundir eru fyrirtæki
og stjórnvöld í Chile að semja við
nýstofnuð verkalýðssambönd um allt
landið. Þegar því verður lokið hafa
samningar fyrir um það bil hálfa
milljón verkamanna verið sam-
þykktir.
Verulegrar óánægju gætir þvi með
hinar nýju reglur meðal verkamanna.
Þær eru byggðar á einhvers konar
kosningum, sem fóru fram í ýmsum
verkalýðsfélögum sumarið 1978. Þar
mátti samkvæmt fyrirskipun stjórn-
valda ekki á neinn hátt blanda
pólitík inn í máUn. Margir verkalýðs-
leiðtogar telja að hinar nýju reglur
um kjarasamninga og verkalýðsstarf-
semi komi einkum fyrirtækjum 1 hag
og halli mjög á verkamenn.
t ""
Stalín er dauður
Meðallaun 1 Chile ná rétt jafnvirði um eitt hundrað þúsund islenzkra króna. Atvinnulausir, sem eru fim'mtán af hundraði, fá
aðeins tlu þúsund króna styrk á mánuði.
Það gjörðist 14. janúar sl. að
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson
tók á sinar hendur dómarahlutverk,
hér á síðum blaðsins. Dómur var
uppkveðinn yfir bókinni „Kommún-
istahreyfingin á íslandi 1921 —1934”
eftir Þór Whitehead. í lokaorðum
dómsins segir m.a.: „Kommúnista-
hreyfingin á íslandi er hin eigulegasta
bók. Hún varpar skemmtilegu ljósi á
þennan sérstaka flokk sem átti þá ósk
sterkasta að sameina Island og Sovét-
ríkin.”
Fyrstu setningunni get ég verið
sammála, því ætíð er fengur i sögu-
legum fróðleik. En á hitt verður
einnig að minnast, að bókin er alls
ekki saga Kommúnistaflokksins í
þess orðs fyllstu merkingu, eða eins
og höfundur segir í formála: „Þetta
rit er aðeins samandreginn fróðleikur
unt nokkra efnisþætti unnið upp úr
takmörkuðum heimildum.” Og síðar
segir: „Ritið er hugsað sem smáfram-
lag til sögu kommúnistahreyfingar á
íslandi, sögu, sem enn er óskrifuð.”
Út frá þessu skal bókin dæmd (ef
menn vilja á annað borð vera í sí-
fellu að dæma svart frá hvitu), og í
Kjallarinn
Rúnar Geir Sigurðsson
minum augum er hún góður fengur,
aðgengilega skrifuð og gefur okkur,
sem aldrei höfum í herlausu landi
búið, innsýn í mikið átakatímabil ísl.
stjórnmálasögu.
Hvað er
Sovét-ísland?
Þó af mörgu sé að taka i grein
Gunnlaugs Sævars, þá vil ég hógvær
vera og nefni aðeins lítið eitt. Ég vil
vara við þeim annarlega ásetningi
höfundar að telja það hafa verið
höfuðtilgang Kommúnistafiokksins
að sameina Island og Sovétrikin. Það
veit Gunnlaugur Sævar vel, að því-
umlík firra var aldrei ásétningur
hans. Tilvist orðsins Sovét-lsland
virðist þarna verða ýmsum kær-
komið tækifæri til útúrsnúnings. Því
í grein Gunnlaugs Sævars er vitnað i
Einar Olgeirsson, þar sem hann notar
hugtakið Sovét-ísland, en þar eru
Sovétrikin einnig nefnd og meira að
segja í sömu málsgreininni, svo að
þar er varla um að ræða sama ríkið.
En slíkt geta nú ekki allir meðtekið,
því hér á landi, sem víðar, eru sumir
menn með þeim ósköpum gerðir, að
þurfa sífellt að rangtúlka orð póli-
tískra andstæðinga sinna, stagla
síðan á því í tíma og ótíma, og nú eru
þeir búnir að rangtúlka hugtakið