Dagblaðið - 29.01.1980, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 1980.
Tilboð óskast í ýmsa vefnaðarvöru ætlaða fyrir Þvotta-
hús ríkisspítalanna, t.d. efni í: lök, sloppa, kjóla, buxur,
handklæði.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7,
og verða tilboð opnuð á sama stað föstudaginn 15.
febrúar 1980, kl. 11.30 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Það skeður hjá Skeifunni
Kanadísku
loðfóðruðu
kulda-
stígvélin
komin
aftur
Verð
kr. 36.490
Póstsendum
LAUGAVEGI69 - SIM116850.
Ford Fairmont árg. 1978, ekinn
90.000 km, 6 cyl., sjálfsk., aflstýri og -
bremsur, útvarp, segulband. Mjög
góöur híll, blár. Þessi bill fæst fyrir
mjög gott verð, 4,8 millj.
Dodge Diplomat árg. 1978, 8 cyl., 318
cu. með öllu, útvarp, segulband, ekinn
53 þús. km, bill í algjörum sérflokki.
Verð 8 millj., skipti ath.
Pcugeot 504 1971, góður og stendur
fyrir sinu, ekinn 140 þús. km, útvarp,
snjódekk. Verð 2,4 millj.
Bílasalan
Datsun 260 C 1978, ekinn 35 þús., 6
cyl., sjálfsk., með aflstýri og -brems-
um, rafmagn í rúðum, covcr á sætum,
útvarp, segulband, snjódekk, sumar-
dekk. Dökkgrár. Þessi bill er algjör
dekurbill. Verð 6,5 millj., útb. sem
mest.
Skerfan
Skeifunni 11.
Símar 3S03S og84848
Ega íslendingar
að hundsa ófymp-
íuleikana í
Moskvu eða ekki?
Eiga íslendingar að skipa sér í
flokk með þeim þjóðum sem hundsa
ólympíuleikana í Moskvu i sumar?
Eða á að láta nægja að þykja súrl i
broti að Kremlherrarnir skuli ösla
með vígbúnað sinn um Afganistan,
laka hetjuna Sakharov úr umferð
o.s.frv. — og taka svo þátt í Moskvu-
leikunum? Leikum sem Kremlherrar
sjálfir líta fyrst og fremst á sem al-
þjóðlega auglýsingu fyrir sig, sína
stefnu og sitt þjóðskipulag.
Þetla eru spurningar sem menn
velta fyrir sér. Ekki bara íþróttamenn
og forystumenn iþróltahreyfingar-
innar heldur mjög margir aðrir. Víðs
vegar um heiminn er umræðan um
Moskvuleikana i brennidepli. Sér-
staklega í kjölfar bréfasendinga
Carters Bandaríkjaforseta til ríkis-
stjórna þeirra I04 landa sem stóðu að
Afganistan-ályktun gegn hernáminu
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Þar fer Carter fram á að þjóðirnar
taki ekki þátt i leikunum í Moskvu.
Erindi Carters var kynnt á fundi
rikisstjórnar íslands í síðustu viku og
er nú „til athugunar hjá viðkomandi
ráðherrum,” að sögn Magnúsar
Torfa blaðafulltrúa.
íslenzka ólympíunefndin heldur
fund á morgun. þar verður erindið
væntanlega rætt en aðal fundarefnið
er endanleg tilnefning þátttakenda
íslands á vetrarleikunum i Lake
Placid.
Skoðanir eru skiptar í forystu
íþróttahreyfingarinnar og meðal
íþróttamannanna sjálfra um hundsun
Moskvuleikanna. Viðmælendur
blaðsins hafa yfirleitt verið á þeirri
skoðun að stuðningur við þátttöku
eigi mun meira fylgi að fagna meðal
iþróttamanna og forystumanna
þeirra. Er þvi ekki fyrirsjáanlegt að
breylt verði undirbúningsstarfi fyrir
Moskvuleikana né dregið úr því.
Benedikt Gröndal forsætis- og
utanrikisráðherra lýsti þeirri skoðun
sinni að íþróttum og stjórnmálum
skuli ekki blandað saman. Að öðru
leyti visaði hann til iþróttaforystunn-
ar sem hefði ákvörðunarrétt á sinu
valdi.
Arne B. Mooén formaður norsku
OL-nefndarinnar sagði i tilefni af
bréfi Carters til norskra stjórnvalda
að nefndin yrði að beygja sig undir
ákvörðun stjórnarinnar. Þar í landi
er fyrst og fremst litið á ólympíumál-
ið sem hluta af alþjóðlegri pólitískri
baráttu. Ríkisstjórn Noregs skuli
hafa síðasta orðið. Ríkisstjórnin er
sögð tvistígandi. Þó þykir líklegt að
útspil Carters verði til að þrýsta á að
hundsunarafstaðan verði ol'an á hjá
Nordli og hans mönnum.
Brezka stjórnin styður hundsun.
Sama er að segja t.d. um stjórnir
Hollands, Kanada, Vestur-Þýzka-
lands, ílaliu, Ástralíu og Saudi-
Arabíu. Stjórn Frakklands er hins
vegar meðmælt leikunum í Moskvu.
- ARH
Öm Eiðsson formaður Frjáisíþróttasambands íslands:
Vil að menn flýti sér
hægt við ákvörðun
,,Ég vil að menn flýti sér hægt við
að ákveða um ólympíuleikana. Það
er til dæmis eðlilegt að bíða eftir
niðurstöðum fundar Alþjóða
ólympíunefndarinnar sem haldinn
verður i tengslum við vetrarleikana i
Lake Placid,” sagði Orn Eiðsson for-
ntaður Frjálsiþróttasambands
Islands.
,, Venjan hefur verið sú að reyna að
blanda ekki trúmálum, kynþátta-
málurn og stjórnmálum inn í
ólympiuleikahaldið. Ég hef auðvitað
megnustu andstyggð á atburðunum
þarna austur frá en vil santt hugleiða
ntálið betur. Það er óþarfi að flýta
sér mikið.
Engin spurning er að fresta leikun-
um eða flytja þá til. Það lýsir aðeins
vanþekkingu að halda fram að slíkt
sé mögulegt. Ég óttast að verði ekki
af Moskvuleikunum þá þýði það
endalok ólympíuleika.”
- ARH
H
Örn K.iðsson
Frá
tímum
afaog
ömmu
Pelsar og hattar, töskur og
skór: ullt hátízkuvörur frá því
á velmektardögum afa og
ömmu fyrir nokkrum áratug-
um. Hópur unglinga sýndi
þessar vörur á tízkusýningu
sem var í Fellahelli á föstudag-
inn. Áhorfendurnir, flestir af
yngri kynslóðinni, skemmtu
sér konunglega, ekki síður en
þeir sem sýndu. Fötin voru
fengin að láni hjá verzluninni
Flónni við Hafnarstræti og
KjaUaranum við Vesturgötu.
DB-mynd Bj.Bj.