Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 30. JANÚAR 1980. 3 Ólympíuleikamir í Moskvu: KEPPUM MED SVAHTAN SORGARBORDA Á ARMI Sigurður Már Helgason, húsgagna- hólslrari og körfiiknallleiksiókandi skrifar: í grein Sigurðar Guðmundssonar í Dagblaðinu fimmludaginn 24. janúar er lagt lil að iþróttamenn leggi á hilluna margra ára starf og mæli ekki á ólympiuleikana. Það er gott að gera kröfur til annarra en hefur Sigurður gert sér grein fyrir því að hverl mál hefur tvær hliðar. Hann fer fram á að örfáir menn og konur mótmæli i nafni þjóðarheildar og fórni því mikla starfi og þjálfun sem þau hafa lagt á sig undanfarið og fórni einnig þeim heiðri að keppa fyrir ísland á mestu íþróttaleikum heimsins. Ekki er rétt að mótmæla svona skrifum án þess að benda á aðrar leiðir. Min tillaga er sú að við látum i- þróttamenn okkar keppa með svartan borða um arm til að sýna hug okkar til hervalds og kúgunar ntannfólks hvar sem er á hnettinum. Þetta er tillaga mín til þeirra sem vilja leggja meðbræðrum sínum skyldur á herðar. Þessi skrif mín eru sprottin af þeim kynnum, sem ég hef haft af íþróttaiðkun og félagsstarfi í tengslum við hana. „Látum iþróttamenn okkar keppa með svartan borða um arm til að sýna hug okkar til hervalds og kúgunar mannfólks hvar sem er á hnettinum,” segir bréfritari. DB-mynd Bjarnleifur. Ég vona að þeir, sem eru mer sam- mála, láti heyra í sér svo ekki verði hallað á örfáa menn. Við skulunt ekki leggja þann vanda á íþrótta- iðkendur að þeir velji hvort þeir fari á ólympiuleikana eða ekki. Háværar raddir eru um að þeim verði lögð svo þung ákvörðun á herðar. iþróttaiðkendur þjóða hal'a skapað þá möguleika að skilningur og vinátta hefur haldizt meðal þjóða og einstaklinga. Aðeins þrjár konur sitja nú á Alþingi. Þær eru frá vinstri, Salome Þorkelsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Guðrún Helgadóttir. DB-mynd Hörður. Alþingi: Hlutur kvenna verði aukinn J.G. hringdi: Mér finnst að stjórnarkreppa sú sem rikt hefur hér á landi að undan- förnu sýni svo ekki verður um villzt þörfina á.því að konur skipi fleiri þingsæti. Ég held, að hugmynd dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um að konur fái 30 þingsæti af 60sé alveg óvitlaus. Sundrungin og þrjózkan sem hefur einkennt stjómarmyndunar- viðræðurnar að undanförnu væri án efa minni ef konur ættu þar meiri hlut að máli. Karlmönnunum finnsl það karlmannlegt að vera með striðs- yfirlýsingar og upphrópanir unt að þeir muni ekki láta sinn hlut og þar fram eftir götunum. Konum er síður hætt við sliku og þær eru þvi ntun liklegri til að komast að sam- komulagi unt hlutina. Stjórnarkreppan getur orðið gagnleg ef hún sýnir okkur fram á nauðsyn þess að hlutur kvenna á Alþingi verði meiri en verið hefur. TAPAÐIGULLÚRI Ung stúlka varð fyrir þvi óláni sl. laugardagskvöld að lapa glænýju gullúri. Stúlkan var í biðröð við veitingahúsið Hollywood og var þar ntikil örtröð. Er hugsanlegt að úrið hafi flækzt í einhverjum og þannig tapazt. Þetta er mikill missir fyrir stúlkuna, því hún varð fyrir sams konar óláni í desembermánuði. Þá tapaði hún tölvuúri með rauðri skífu. Sá eða sú sent hafa fundið úrið — eða úrin, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lesendadálk DB í sima 27022. 7 Horízon GLS Getum boðið nokkra SIMCA HOR/ZON GLS árg. '79 með góðum ski/málum. HORiZON GLS er fimm manna, fimm hurða, framhjóiadrifinn fjölskyldubíll frá Frakklandi. Þú getur vaiið um tvær véiarstærðir í þessum sparneytna lúxusbíl, þ.e.a.s. annaðhvort 1294 cc eða 1442 cc. 4 cyi. vél. HOR/ZON, eins og aðrir SIMCA-bílar, hefur margsann- að ágæti sitt við íslenzkar aðstæður. Er ekki tími tíl kominn að þú ve/jir þér nýj- an HORIZON — sjálfum þér og öðrum tílánægju? uGDGl SUÐURLANDSBRAUT 10. SÍMAR; 83330 - 83454 & Ifökull hf. Spurning dagsins Sástu þáttinn Þjóð- Irf í sjónvarpinu á sunnudaginn? Sigurbjörg Björnsdóllir húsmóðir: Nei, ég sá hann ekki. Ég sá.ekki nema sntá- brol af sjónvarpsdagskránni. Magnea Krisljánsdóllir bilstjóri: Já, og mér fannst hann mjög góður. Mest gaman hafði ég af að sjá ólíklegasta fólk syngja í lokin. Gunnlaugur Bjarnasnn, vinnur á verkslæði: Ég sá upphafið cn missti af þorrablótinu i lokin. Það sem ég sá þótti mér mjög gott. Jóna Kvaran, gerir alll: Já. Mér fannst hann reglulega skemmtilegur og fróðlegur. Ég vildi óska að fleiri slikir þættir fylgdu i kjölfarið. Þessi þáttur hitli beint i ntark. Díana Krisljánsdnllir húsmóðir: Nci, ég sá hann ekki. Sæunn Steindórsdóllir húsmóðir: Já, og mér fannst hann ágætur. Það var gaman að sjá forsetaefnin saman á einum stað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.